Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 2
2
DV. MÁNUÐAGUR19. NOVEMBER1984.
DV yfirheyrsla
DV-yfirheyrsla
DV-yfirheyrsla
DV yfirheyrsla
„ÞAÐ FÆR ENGINN MAÐUR
UMFLÚIÐ ÖRLÖG SÍN”
— segir Jón Baldvin Hannibalsson, nýkjörinn formaður Alþýðuflokksins, íyfirheyrslu DV
— Saga Alþýðuflokksins hefur
einkennst af því að hverjum for-
manninum á fætur öðrum hefur
verfð sparkað úr embætti. Þessi
innanflokksátök hafa frekar kostað
flokkinn fylgi en aflað honum þess.
Er nokkuð sem bendir til að þetta
spark hafi annað í för með sér?
„Það er nú líkast til. Þú varst hér á
flokksþinginu þegar þetta fór fram
og hefðir átt aö skynja stemmn-
inguna. Eg skynjaði stemmninguna.
Þessi barátta fór þannig fram að við
Kjartan getum báðir sagt: það féll
ekki neitt einasta hnjóðsyrði milli
frambjóðenda, engin særandi um-
mæli sem við þyrftum að biðjast af-
sökunar á eftir á. Viðbrögð hans viö
kosningaúrslitunum voru með þeim
hætti aö álit hans hefur vaxið. Það ef-
aðist enginn um það á flokksþinginu
að Alþýðuflokkurinn væri heill og
óskiptur eftir. Það var gífurleg
stemmning. Allur kvíði um flokka-
drætti og blóðsúthellingar gufaði upp
eins og dögg fyrir sólu.
Eg skal bæta því við að þegar karl
faðir minn hringdi úr Selárdal í gær,
þá rifjaði hann upp, að þegar hann
var kosinn formaður Al-
þýöuflokksins á flokksþingi 1952, þá
voru viðbrögð flokksforystunnar
talsvert önnur. Þeir gengu út allir
sem einn og tóku ekki kjöri í
miðstjóm flokksins. Síðan var því
fylgt eftir með því að skrúfa fyrir
alla sjóði og sem ritstjóri Al-
þýðublaðsins kom hann að
innsigluðum prentvélum.
Núna er þetta eins og boðhlaups-
sveit sem skiptir um kefli. Það er
ekkert mál þótt skipt sé um kefli
milli Hafnarfjarðar og Isafjarðar.”
— Hvað var það sem gerði
Kjartan óhæfan til að gegna áfram
formennsku að þinu mati?
„Þið á Dagblaðinu Vísi fram-
kvæmið skoðanakannanir og hafið
trú á að þær hafi nokkuð áreiðanlegt
gildi. Ykkar skoðanakannanir sýndu
að flokkurinn var kominn niður í
nánast ekki neitt. I hugum okkar,
sem erum sannfærðir um það að
sósíaldemókratar séu trúlega meiri-
hluti íslenskra kjósenda, þá er það
sönnun þess, — ef þessar spár eru á-
reiðanlegar, að þaö er eitthvað
meira en lítið að. Flokkur jafnaðar-
manna er með um það bil 3 til 6%.
Með öðrum orðum: Kjartani tókst
ekki að koma stefnu flokksins til
skila. Það var það sem var að. Það er
mitt verk að koma þessu til skila.”
— Hvað er langt síðan þú fórst
að hugleiða framboð á móti
Kjartani?__________________ ■
„Það var fyrst í haust eða seinni
hluta sumars. Þá komum við saman,
virkustu flokksmennirnir í Reykja-
vík, og ræddum stöðu Al-
þýðuflokksins. Það var tekin saman
um þetta skýrsla sem nefnd hefur
verið Oþægilegar spurningar handa
alþýöuflokksfólki. Við komumst aö
þeirri niðurstöðu aö hvaö varðaði
flokksstarfið væri ekkert í lagi.
Myndin af því hverjir væru and-
stæðingar flokksins og hverjir sam-
herjar var heldur ekki nógu skýr. Við
settum fram ákveðnar tiilögur til úr-
bóta. Það er ekkert skrum, að
framboð mitt var svar við ákveðinni
kröfu. Þetta var niðurstaða af mjög
málefnalegri umræðu innan
flokksins. Þetta var ekki per-
sónulegt heldur pólitískt.”
— Er að vænta mikilla
stefnubreytinga í framhaldi af for-
mannsskiptum?
„Stærsta málið sem samþykkt
var á þessu þingi er stefnuyfir-
lýsingin sem heitir: Hverjir eiga
Island, fámenn stétt fjármagnseig-
enda eða hinn vinnandi fjöldi? Þetta
er mjög ítarlegt plagg og verður
gefið út að loknu flokksþingi. Þetta
er róttækasta stefnuyfirlýsing sem
nokkur flokkur hefur gefið út, að
minnsta kosti síðustu áratugina.
Þetta er sönnunargagnið fyrir því aö
Alþýðuflokkurinn er ekki það sem oft
er upp á hann borið, staðnaður
kerfisflokkur. Þetta er sönnun þess
að Alþýðuflokkurinn er róttækur um-
bótaflokkur. Þetta er ekki
stefnubreyting, en þetta er fram-
setning á kjarnanum í hugmynda-
fræði jafnaðarstefnunnar, sett fram
á afdráttarlausan hátt.”
Undanfarin ár hefur verlð rætt um
aukna samvinnu og samstarf vinstrl
flokkanna. Hvaða möguleika sérð þú
á sliku samstarfi?
„Lítum nú fyrst á vinstri flokk- '
ana. Þeir sem nota þetta orð eru
hvorki meira né minna en Alþýðu-
bandalag, Framsóknarflokkur, ætli
Kvennalistinn noti það ekki líka,
Bandalag jafnaðarmanna og Alþýðu-
flokkurinn.
Eg hef sagt að Alþýðuflokkurinn
eigi að skilgreina sig afdráttarlaust
vinstra megin við miðju. Það sem ég
á við er að ég vil ná jafnaöarmönnun-
um frá Sjálfstæðisflokknum. Innan
þess flokks er ótrúlegur fjöldi fólks
sem aðhyllist kjama jafnaðarstefnu.
Þessu fólki ætla ég aö ná til min, það
á heima hjá mér. Eg vil einnig ná
sósíaldemókrötunum úr Alþýðu-
bandalaginu og skapa ásamt með
Bandalagi ja&iaðarmanna nýtt for-
ystuafl vinstra megin við miöju
stjómmálanna og þetta á að verða
forystuafl í ríkisstjórnum á Islandi á
næstu árum og áratugum.”
— En kemur samstarf þessara
flokka til greina á einhverjum grund-
velli eða ætlarðu bara að ná fylginu
frá þeim?
„Það eru málefnin sem skera úr
um samstarf. Það sem skilur aö
okkur annars vegar og hins vegar
Alþýðubandalagiö og Kvennalistann
em mjög stór mál. Við erum lýöræð-
issinnaöir jafnaöarmenn. Þaö þýöir
að við höfum af pólitískum ástæöum
allt aðrar hugmyndir í utanríkis- og
vamarmálum heldur en allaballar
og Kvennalisti. Við leggjum ekki
Bandaríkin og Sovétríkin að jöfnu.
Við höfum þá pólitisku sannfæringu
að lýðræðisríki Vesturlanda eigi að
hafa samstarf í varnarmálum og þar
er engin hlutleysislína til. Þó ekki
væri annað en þetta og afstaðan til
efnahagsmála, þá er enginn samruni
í vændum milli okkar og Alþýðu-
bandalagsins. Eg vil undirstrika þaö
að reynsla þjóöarinnar af ríkis-
Ólafur E. Friðriksson
stjómarþátttöku Alþýðubandalags-
ins undanfarin átta ár hefur sýnt að
það er ruglaöur hentistefnuflokkur.
Ég er ekkert að útiloka stjórnarþátt-
töku með Alþýðubandalagi ef hið
nýja stjómmálaafl jafnaðarmanna
nær nægilegum styrkleika. ”
— En hvaða stjórnarmynstur teldir
þú æskilegast fyrir Alþýðuflokkinn
miðað við stöðu mála í dag?
„Þegar þessi ríkisstjóm var
mynduð, sem nú situr, þá var annar
kostur mikið ræddur í alvöru, Það
var samstjóm Sjálfstæðisflokks, Al-
þýðuflokks og Bandalags jafnaöar-
manna. Eg tók mikinn þátt í þeim
viðræðum. Eg átti mikinn þátt í því
að semja mjög ítarleg drög að mál-
efnasamningi fyrir slíkt stjórnar-
samstarf. Það strandaði fyrst og
fremst á heigulshætti sjálfstæðis-
manna. Það var mikið fylgi við þessa
hugmynd hjá frjálslyndari öflunum,
sem óaði sú hugmynd að Sjálfstæðis-
flokkurinn ætti aftur að fara í þetta
leiðinda, vonlausa stjórnarsamstarf
með Framsókn. Þeir vissu, sem kom
á daginn, að það er ekki hægt að
stjórnaiandinu með Framsókn.
Ef þú ert að spyrja mig um
stjómarmyndunarmöguleika núna
þá er það fyrst og fremst einn. Það er
þessi möguleiki með sjálfstæðis-
flokki og Bandalagi jafnaðar-
manna.”
Nú varst þú talsmaður þess að
Alþýðuflokkurinn tæki þátt í núver-
andi ríkisstjóra þegar verið var að
mynda hana. Gætirðu hugsað þér að
ganga til liðs við núverandi stjórnar-
flokka, eins og rætt hefur verið um?
„Gjörsamlega útilokað.”
— Þú hefur sagt að reka elgi
„karlinn í brúnni” ef hann ekki
fiskar. Nú stendur Alþýðuflokkurinn
frammi fyrir því að verða mlnnsti
flokkur á þingi éf marka má skoð-
anakönnun DV. Hvað teldir þú viðun-
andi árangur fyrlr flokkinn í næstu
kosningum undir þinni stjórn?
„Þar eru þaö ekki prósenturnar
sem gilda. Mestu máii skiptir auðvit-
að að kosningaúrslit sýni að Alþýöu-
flokkurinn hafi náð sér á strik, aö
traustiö á honum hafi vaxið og aö
hann reynist vera raunverulegur
valkostur fyrir þúsundimar sem eru
sáróánægöar eftir að hafa kosið
Sjálfstæðisfiokkinn og náð aftur jarð-
sambandi við unga fólkið.
Ég get ekki nefnt þér prósentu-
tölur, en ef við náum þeim árangri aö
skírskotun okkar til kjósenda þýðir
að þeir svari með trausti, við náum
frumkvæðisaðstöðu til myndunar
ríkisstjómar, þá er það það sem
gildir.
En fram í tímann þýðir ekkert
annað en jafnaöarmannaflokkur hafi
milli 30 og 40 prósent atkvæða. Það
tók Mitterand 10 ár. Gefðu mér 10
ár.”_____________________________
— Útgáfumál flokksins hafa verið
í mlklum ólestri undanfarin ár og Al-
þýðubiaðið vart í tölu dagblaða.
Muntu beita þér fyrir einhverjum
breytingum þar á??
„Já. Alþýðublaðið er alls ekki í tölu
dagblaða. Alþýðuflokkurinn hefur
ekkert að gera með dagblað. Stjóm-
málaflokkar hafa ekkert með dag-
blöð að gera. Þeir eiga ekki aö reka
dagblöð. Það eru flokksbréf eða safn-
aðarerindi. Dagblað er allt annar
hlutur. Þið á DV eruð að reka dag-
blað. Gott eða vont eftir atvikum, en
það er dagblað.
Min meginhugmynd er sú að Al-
þýðuflokkurinn stofni nú útgáfumið-
stöð. Stjómmálaflokkur hefur það
erindi við fólk að hann þarf að koma
á framfæri upplýsingum um hvaða
svör hann hefur við vandamálum
þjóðfélagsins. Kynna hvaða pólitík
hann rekur. Hann þarf aö koma því á
framfæri við þá hópa sem fyrst og
framst hafa áhuga á þessum tilteknu
málum.
Alþýðuflokkurinn á að reka út-
gáfumiðstöð. Við gefum út bækur,
bæklinga, fjölrit, flugrit og við gefum
út videospólur. Auðvitað gefum við
út flokksbréf til flokksmanna, en það
erekki dagblað.”
— Má skilja þetta svo að þú viljir
leggja Alþýðublaðið niður??
„Já, sem dagblað. Ég er ekki end-
anlega búinn aö vísa á bug hugmynd-
inni um vikublað. En ég legg megin-
áherslu á hina fjölbreytiiegu útgáfu-
starfsemi.”
— Þú ætlar þá að hafna ríkis-
styrknum til Alþýðublaðsins??
„Já, það eru erfiöir tímar og Al-
bert veitir ekki af honum. Það væri
þá bara til staðfestingar því að ég er
búinn að benda Albert á nýja tekju-
stofna upp á 12 milljarða svo hann
geti hætt að reka ríkissjóð á eriend-
um lánum. Hann getur líka fengið
þennan ríkisstyrk mín vegna.
— Þú hefur oft vitnað til þess að
jafnaðarmennska þin stæði á göml-
um merg. En nú klauf faðir þinn Al-
þýðuflokkinn á sínum tíma og sjálfur
hefur þú verið viðriðinn tvo aðra
flokka á þínum ferli. 1 ljósi þess:
kom það þér á óvart að flokksmenn
skyldu treysta þér fyrir forystimni??
„Nei. Eg segi eins og Mondale þeg-
ar honum var bent á það að pokamir
undir augunum hefðu skaðaö hann í
skoöanakönnunum: Eg hef unnið
fyrir því trausti sem mér er sýnt og
þaö kom mér þess vegna ekki á
óvart.
Þú sagðir, karl faðir þinn klauf Al-
þýöuflokkinn. Eg mótmæli því. Eg
vil minna á að hann starfaði fyrir Al-
þýðuflokkinn í þrjá áratugi. Hann
var aldrei kommúnisti. En ég var
það sem unglingur.
Þegar þú vísar til þess að ég hafi
verið í öðrum flokkum þá er það rétt.
En það fylgir aldrei skýringin. Þegar
ég gekk í Alþýöubandalagið, ég var í
því milli áranna 1966 og ’67, þá var
það beinlínis til þess að reyna að
framfylgja þeim draumi sem ég var
að lýsa fyrir þér áöan, að reyna að ná
saman raunsæismönnunum og
verkalýðssinnunum í Alþýðubanda-
laginu, sem þá vom enn kosninga-
samtök, til þess að sameinast Al-
þýðuflokknum. Það mistókst á ein-
um örlagarikum fundi í Tónabíó árið
1967.
— En kom þér á óvart að sigur
þinn yrði svo afgerandi á flokksþing-
inu í fyrstu umferð??
„Já, vissulega. Eg hélt að þetta
yröi mjög tæpt. Allar tölur sem
reiknimeistarar fóru með voru eins
og blöðin sögðu, að ég myndi tapa
þessu en tapa með litlum mun. Eg
vissi að vísu ailtaf innst inni betur.
Eins og ég hef oft sagt: Það fær eng-
inn maður umflúið örlög sín. ”