Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Side 14
14 DV. MÁNUDAGUR19. NOVEMBER1984. VINNUTÍMIKENNARA Ráöherra sá er gerir kjara- samninga fyrir hönd ríkisins geröist um daginn ber að því aö vita ekki um hvaö hann hafði samið og hann fullyrti aö kennarar ynnu aöeins 30 stundir á viku 9 mánuði ársins og væri hver stund aðeins 45 mínútur. Svo étur hver vitleysuna upp eftir öörum og má þar nefna t.d. Karenu Jónsdóttur í Mbl. 14. nóvember sl. Bæöi hún og fjármálaráðherra staöhæföu aö kennarar ættu einn aukafrídag í mánuði, svokallaö ■ mánaöarfrí. Slíkir frídagar nemenda og kennara heyra hins vegar til sög- unni. Kannski er til of mikils mælst af Karenu Jónsdóttur aö hún viti þetta en þá á hún líka aö velja sér umræöuefni sem hún hefur vit á þeg- arhúnskrifaríblöö. Albert Guömundsson á hins vegar að vita allt um vinnutíma kennara, t.d. aö starfsdagar kennara eru nú nokkrum sinnum á ári, t.d. í upphafi skólaárs. Þá eiga nemendur frí en kennarar sitja fundi af ótalmörgu tæi, búa til verkefni og kennslu- áætlanir o. fl. Fullyrða má aö vel heppnaðir starfsdagar nýtast hvaö best af öllum vinnudögum kennara og skila sér í betri árangri af skóla- starfinu. Vinnutími og vinnuskylda Það er auövitaö aö bera í bakka- fullan lækinn aö ætla að halda því fram að kennarar vinni þann tíma sem þeim er greitt fyrir. Sú skoðun virðist almenn hér í þjóðfélaginu að það sé sjálfsagt „að notfæra sér aöstöðu sína” og svíkja t.d. undan skatti. Á sama hátt hlýtur sá að vera hálfviti sem notfærir sér þaö ekki að geta komist hjá því að skila fullum vinnutíma. Vinnutími og vinnuskylda kennara fer ekki saman. Vinnu- skylda kennara er nálægt 46—48 1/2 klukkustund á viku yfir vetrar- tímann. Þar af mega kennarar vinna hluta af því heima hjá sér og veröa sums staðar aö gera þaö vegna ófull- kominnar vinnuaöstööu í skólum. Viöverutími í skólunum er þó lengri en kennslustundafjöldi segir til um þótt Albert segöi ekkert um það. Auðvitað eru til kennarar sem uppfylla ekki vinnuskylduna. Og þaö er staöreynd aö ekki er skipulegt eftirlit með því hvernig kennarar eru undirbúnir og óvíöa nokkurt. Þeir kennarar eru hins vegar fleiri sem vinna meira en vinnu- skylduna og eru ávallt viöbúnir — næstum því hvenær sem er sólar- hringsins — leiti nemendur til þeirra meö námsvandamál ellegar alvar- legri vandamál. Og með slíku er aldrei hægt að hafa sklpulegt eftirlit, eins og allir viti bornir skólastjórar INGÓLFUR Á. JÓHANNESSON SAGNFRÆÐINGUR OG KENNARI vita. Kannski Albert vilji fá „Stóra bróöur” Orwells til aö líta eftir okkur? Kennarastarfiö þarf í auknum mæli aö færast inn á vinnustaöinn. En meö lengri kynnum mínum af starfinu hefur mér orðið æ ljósara að kennsla getur aldrei orðiö eins og skrifstofustarf aö þessu leyti. Spurningar um hvaö ég geti gert fyrir þennan eöa hinn nemandann leita á — alltaf og alstaðar — af því aö kennarastarfiö er uppeldisstarf. Ég vil ekki segja hér frá dæmum úr starfi, get það raunar ekki því að þaö nálgaöist trúnaðarbrot eða liti út eins og tilmæli til nemenda minna og foreldra þeirra aö láta mig í friði eftirleiðis. En ég vil aö fólk skilji aö okkur kennurum sárna árásimar, jafnt þær frá ráðamönnum þjóö- arinnar og vitlausu fólki úti í bæ. Hugleiddu þetta, lesandi góöur. „Sumarleyfið" Aö lokum skal minnt á að kennarar eru skikkaðir til aö vinna af sér hluta sumarsins með því aö vinna 6—8 1/2 klukkustund lengur á viku yfir vetrarmánuðina. Um það virðist al- menn samstaða í þjóöfélaginu aö ekki sé kennt á sumrin. Það veldur kennurum hins vegar óþægindum og ættu þeir í raun aö fá óþæginda- eöa vaktaálag fyrir vikið sem þeir fá ekki. Margir telja þaö líka forréttindi fyrir kennara en eru þaö þá ekki for- réttindi annarra að geta tekið hluta ! sumarleyfisins aö vetri? Staðreyndin er sú aö kennsla er óvenjulega bindandi starf þrátt fyrir nágaul fólks um öll fríin. Eg tek aö lokum undir orð Ragn- hildar ráðherra (aldrei þessu vant) um að kennarar fái laun samkvæmt menntun og ábyrgð og verði þar af leiöandi hækkaðir um meira en 10 launaflokka. Ingólfur Á. Jóhannesson. y „Þeir kennarar eru ... fleiri sem vinna meira en vinnuskylduna og eru ávallt viðbúnir...” Þýskir og ítalskir/öklaháir skór og kuldaskór fyrir dömur og herra I Kuldaskór á herra í úrvali, I spariskór á dömur, mikið úr- I val, spariskór á herra í úrvali frá Skóverslun Þórðar Péturs- E sonar, Laugavegi 95, sími 13570 og ■ Kirkjustræti 8, sími 14181, um stór- s kostlegt úrval ■ AF SKOFATNAÐI Hágæ ðaku/das tíg vé/ frá þýska fyrirtækinu JUBO, ök/ahá, miðhá, oghá. Úrva! af götuskóm Drengjaskór, telpna- skór, stærðir frá 28— 35. Nýjustu tisku/itir, svart, grátt, hvítt, brúnt og beige.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.