Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Page 6
DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Jólamatarpakkar: HANGIKJÖTK) VINSÆLAST Er blaðamaöur og ljósmyndari DV brugðu sér inn i Kjötbúr Péturs, I^augavegi 2, árla morguns í síöustu viku, var allt fullt af jólamatarpökkum á gólfinu, tilbúnum á póstinn áleiðis til neytenda víða um heim. Pétur Pétursson, eigandi verslunar- innar, sagöi að fólk heföi byrjað að panta jólamatarpakka fyrir um hálfum mánuði fyrir ættingja og vini víða um heim og einnig væri mikið um aö pantanir bærust utan úr heimi frá útlendingum sem liefðu heimsótt Island og þótt maturinn hér á landi lostæti. „Pakkarnir fara út um allan heim. Við höfum sent til dæmis pakka til Ástralíu, Thailands, Japans, Jórdaníu, Israels en flestir pakkarnir fara til Norðurlandanna og til Ameríku. Það er misjafnt hvað fólk pantar en þegar Islendingar eru að panta þá er hangi- kjötið aðalnúmerið og einnig er harð- fiskur, hákarl og reyktur lax vinsælt. Einnig er nokkuð gert að því að panta niðursoðin svið, rækjur og reykta síld.” „Utlendingar panta mikið London lamb og reyktan íslenskan lax og fer nú vaxandi að útlendingar panti hangi- kjötiö okkar. Erlendir ferðamenn koma margir viö í búðinni hjá okkur vegna þess hve hún er miðsvæöis og einnig erum viö með mikið af sér- íslenskum mat. Viö höfum einnig veriö með auglýsingar í þýskum blöðum og panta Þjóðverjar töluvert frá okkur. Auglýsingar eru einnig í „Iceland Review” og í blöðum þeim sem gefin eru út af flugfélögum.” Kjötverslunin að Laugavegi 2 er búin að starfa í um 80 ár og gekk hún áður undir nafninu „Kjötverslun Tómasar” en Pétur tók við versluninni í febrúar sl. og breyttist þá nafnið í „Kjötbúr Péturs”. „Misjafnt er hvað fólk vill láta í pakkana og best er fyrir það að koma sjálft til okkar og velja það sem því hentar með okkar leiðbeiningum.” Pétur sagði að síöasti sjens til að senda jólapakka til ættingja erlendis væri 10. desember en það eru reglur póstsins hér á landi svo að fólk geti veriö öruggt um aö pakkarnir komist í réttar hendur fyrir jólahátíðina. Sendingin tekur viku til 10 daga eftir því hvert pakkinn á að fara. Jólapakkinn á meöfylgjandi mynd er mjög stór miðað við það sem almennt gerist. Þessi pakki mun kosta um 2.300 krónur út úr búöinni og síðan leggst sendingarkostnaður ofan á það verö, Pétur Pétursson kjötiðnaðarmaður með 2.300 króna jólamatarpakka. DV-mynd KAE. sem er 1.000 krónur til Ameríku, 490 krónur til Danmerkur og 710 til ítalíu svodæmiséutekin. Innihald pakkans er: tvö hangi- læri, 1/2 laxaflak, einn pakki salt- fiskur, fimm pakkar harðfiskur, tvær dósir niðursoðin svið, tvær dósir gaffalbitar, eitt London lamb og fimm pakkar reykt síld. -JI. Jólaflug: Þegar námsmennimir koma heim með skítuga sokka Það er oft mikið að gera hjá flug- félögunum um jólin. Það er þá sem fólki dettur gjarnan í hug að heim- sækja hvert annað og fjiilskyldur sameinast í eina heild á ákveðnum stað. Dreifbýlisfólk sem ekki hefur fest rætur í stórborginni fer á heima- slóðir, námsmenn erlendis koma heim með skituga sokka og annað til mömmu og svo er'orðið algengt að mamma og pabbi fari hreinlega út til að heimsækja stúdeutinn sinn. Þarf að panta sem allra fyrst Hjá Flugleiðum er boðið upp á sér- stök jólafargjöld sem cinungis gilda í desember. Þessi fargjöld var byrjað aö selja fyrir einum mánuði. Þau gilda i einn mánuð og þegar bókað er verður að borga um leið. En miöana þarf ekki að panta með fyrirvara og ekki er um neina lágmarksdvöl að ræða. Verð: Kaupmannahöfn 10.583 Gautaborg 10.683 Lúxemborg 9.567 Osló 9.858 Stokkhólmur 12.325 Ofangreint verð á við ferðir fram og til baka og sama verð hvort sem fariö er frá eða til þessara staöa um jólin. Fólk utan af landi sem fer i þessar ferðir f ær 35 prósent afslátt af innanlandsflugi til og frá Reykjavik. „Þessar feröir eru mikiö notaöar af námsmönnum erlendis og einnig er orðið algengt að foreldrar fari út og heimsæki börnin sin,” segir Sæmundur Guðvinsson, blaðafulltrúi hjá Flugleiðum. Hann sagði að einnig væri mikið álag á innanlandsflugi og ástæða til að hvetja fólk til að panta far sem allra fyrst. I innanlandsfluginu er ekki um nein jólafargjöld að ræöa en ýmiss konar afsláttarfargjöld eru í boði sem vert er að kynna sér. Arnarflug á 11 staði „Þaö kemur oft fyrir að fólk lendir í vandræðum með pakkasendingar út á land. Við höfum ekki sett upp neinn skilafrest en það má helst ekki dragast eftir 16. desember,” segir Magnús Oddsson, markaösstjóri hjá Amarflugi. Arnarflug flýgur til 11 staöa innan- lands og sagði Magnús að mikilvægt væri aö fólk pantaöi sem fyrst því þá væru meiri möguleikar á aö bæta við aukaflugi ef þess þyrfti. Hvaö snertir utanlandsflug hjá Amarflugi snýst það nær einungis um flug til Kanarí og er löngu upp- selt í það. Hins vegar er boðið upp á námsmannaferðir frá Amsterdam og kosta þær um 9000 krónur. ! APH Innlendurog erlendur jólapóstur Björn Björnsson póstmeistari sagöi að þó nokkuð hefði borist af jólaböggl- um nú þegar og væri þá aöallega um aö ræða jólapakka frá þeim verslunum sem sæju um aö ganga frá jóla- matarpökkum og gjöfum til fólks erlendis. Björn sagði aö ef fólk vildi vera ömggt meö aö pakkarnir bærust fyrir jól til viötakenda erlendis væri best að þeir bæmst póstinum fyrir 10. desember. Hægt væri þó að taka viö pósti fram til 16. desember til Norðurlandanna, annarra Evrópulanda og jafnvel til austurstrandar Bandaríkjanna. Jóla- póstur hér innanlands þarf að berast fyrir 17. desember. Ef senda þarf til fjarlægari staða er æskilegt að póstur berist fyrirlO. des. Bjöm sagði að gefa ætti út bækling um skiladaga pósts fyrir jólin og verður honum væntanlega dreift um mánaðamótin. Jólapakkavertíð Rammagerðarinnar í fullum gangi við að pakka inn vörum fyrir ferða- menn sem komu í sumar og hafa pantað meira til jólanna. Nú er yfir- leitt of seint aö senda með skipum fyrir jól. Hægt er þó að senda pakkana með flugi fram til 10. desember svo að öruggt sé aö pakkarnir komist til skila. Við hjá Rammagerðinni límum sér- staka miða á pakkana til að auðkenna að um gjöf sé að ræða en komið hefur fyrir nokkrum sinnum að gjafirnar fari í toll og er þá lítið hægt að gera annað en að borga og brosa. Við sendum um allan heim,” sagði Gunnar. „Pakkarnir fara flestir til Skandinavíu, allrar Vestur-Evrópu og til Bandaríkjanna. Síðan höfum viö sent til Japans, Kína, Suður-Afríku, arabalandanna, Israels og Júgóslavíu, svo dæmi séu tekin. Þaö kemst allt til skila nema kannski lítið prósentubrot. Allar sendingamar eru fulltryggðar og ef kemur í ljós að þakki hefur ekki komist á ákvörðunarstað höfum við pappírana og getum rakið ferðir pakkans og komist aö því hvar hann stoppaöi eða týndist. Ef svo vill til sendum við sömu vörur á sama staö eöa sendandi gerir það sjálfur — en hver sá sem verður fyrir slíku fær það fullbætt, en þetta er mjög sjaldgæft.” Vöruval er mikið í Rammagerðinni. Gunnar sagöi að ekki væri hægt aö benda á einhverja eina vörutegund sem væri vinsælust en hann taldi upp vörur sem fólk keypti mikiö og eru hér Rammagerðin er alltaf vinsæl meðal erlendra ferðamanna hér á landi, svo og meöal Islendinga sem viija senda vinum og kunningjum erlendis sérís- lenskar gjafir. Jólavertíð Ramma- gerðarinnar er nú þegar hafin og eru heilu staflarnir af pökkum sem senda þarf víða um heim. Gunnar Hauksson aöstoðar- verslunarstjóri sagöi aö fimm til sex póstpokar færu í póst á hverjum degi frá Rammagerðinni og væri nóg að gera við að pakka inn. Til dæmis fara allir pakkar sem berast fyrir hádegi hvern dag í póst þann sama dag, annars fara þeir daginn eftir ef verslað ereftirhádegi. „Það er alls konar fólk sem verslar hér: ferðamenn kaupa mikiö og panta héðan jafnvel, Bandaríkjamenn búsettir á Keflavíkurflugvelli koma mikið og útlendingar búsettir hér á landi kaupa og senda vinum og kunn- ingjum erlendis. Frá því í júní erum Fimm til sex jólapóstpokar staflast upp á degi hverjum i Rammagerðinni. Pakkarnir eru tH fólks viða um heim og sér Rammagerðin um innpökkun og sendingu og hefur gert svo i ein 30 ár. Vinsælar gjafa vörur Rammagerðarinnar. DV-mynd KAE. á meðfylgjandi mynd. Allt eru þetta nytsamir hlutir og geta notast í nokkur ár. Sem dæmi um verðlag á þessum vörum kosta hvítu gæruskinnin 595 krónur, ullarteppin kosta frá 595—1280 krónur, keramikvasinn kostar 315 krónur, treflar kosta frá 175 til 265 krónur, húfurnar 198 krónur, ljóskerið kostar 775 krónur, gærugestabækumar 530 krónur, bolirnir f rá 195 krónum upp í 490 krónur og jólasveinninn 1180 krónur. Gunnar sagði að gærskinns- skórnir væru mjög vinsælir handa vinum erlendis. Þeir eru framleiddir hjá Sláturféiagi Suðurlands og kosta frá 510 til 743 krónur. Sjávarréttabakk- inn, sem sýndur er á myndinni, kostar 380 krónur, en til er minni kassi á 280. Innihald bakkans á myndinni er rækja, kavíar, þorsklifrarkæfa, murta, hrogn og sardínur og sagði Gunnar að þetta væri mjög vinsælt til sendinga. JI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.