Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Page 8
DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Finnar í olíuvinnslu
með Sovétmönnum
Sovétmenn hafa boðið Finnum að taka þátt í að nýta olíu og gas við
Sakhalineyju nálægt iandamærum Sovétrikjanna og Japan. Að sögn Pauli
Jumppanen, hins finnska formanns heimskautaáætlunar Sovétmanna og
Finna, munu Finnar taka þátt í öllum þáttum olíu- og gasvinnslunnar. Finnar
eru leiðandi i framleiðslu á útbúnaði til notkunar á kuldasvæðum og þeir eru
nú aö byggja tvo kjarnorkuknúna ísbrjóta í samvinnu við Sovétmenn.
Skæruliðar:
Eþíopíu-
stjórn
notar
hungrið
sem
vopn
Skæruliöar sem berjast fyrir aöskilnaði Tígere héraðsins frá Eþíópíu sögðu
um helgina að Eþíópíustjórn væri að nota sér hungursneyðina sem þar ríkir í
baráttunni gegn skæruliðum. Eþíópíustjórn tilkynnti í síðustu viku að hún
ætlaði að færa 2,5 milljónir manna frá þurrkasvæðunum til byggilegri svæða í
vesturhluta landsins. Skæruliöarnir segja að með þessu ætli stjórnin að grafa
undan stuðningi við aöskilnaðarsinna í Tígre héraöinu í norðurhluta Eþíópíu.
Andreotti slapp
með skrekkinn
Italski utanríkisráðherrann, Giulio Andreotti, stóö af sér enn eina árásina
þegar stjórnarandstaðan reyndi á föstudagskvöld að flækja honum i gamalt
svikamál. Italska þingið felldi þrjár aöskildar tillögur um að láta rannsaka
málið eða sækja Andreotti til saka. Ef einhver tillagnanna hefði verið sam-
þykkt hefði það getað þýtt fall stjórnarinnar. Kommúnistar og nýfasistar
ásaka Andreotti um að hafa látiö múta sér þegar hann var varnarmálaráð-
herra árið 1974 til að ráða Raffaele Guidice hershöfðingja sem yfirmann tolla-
lögreglunnar. Giudice var sakfelldur 1982 fyrir spiUingu í embætti.
Afgönum vísað
frá Peshawar
Pakistanstjórn hefur vísað 10.000 afgönskum flóttamönnum út úr
Peshawar, höfuðborg norðvesturlandamærahéraðsins. I borginni búa nú um
80.000 afganskir flóttamenn. Stjómvöld lokuðu fyrr í haust skrifstofum 35
stjórnmálaflokka flóttamannanna, eftir mikla sprengjuherferð sem virtist
beint gegn Afgönum í borginni. Ekki er vitað hverjir stóðu fyrir sprengingun-
um. Búist er við að um 5.000 flóttamönnum í viðbót verði vísað út úr Peshawar
í næsta mánuði.
Kína leyfir skoðun
Varaforsætisráöherra Kína, Li Peng, sagði um helgina aö Kína mundi leyfa
Alþjóöakjarnorkumálastofnuninni að skoöa kjarnorkuaðstöðu sína. Japanir
hafa staðið í samningaviðræðum við Kínverja um sölu til Kína á útbúnaði til
kjarnorkuframleiðslu. Samningamir hafa hingað til strandað á skilyrði
Japana um að alþjóðastofnunin fái að fylgjast meö því að útbúnaðurinn verði
ekki notaður til framleiðslu á kjaraorkusprengjum.
Kýpur-viðræður
byrja í dag
Undarlegar samningaviðræður hefjast í dag milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-
Tyrkja. „Viðræðurnar” fara fram þannig að Perez de Quellar, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, fundar til skiptis með samninganefndum þjóöarbrot-
anna tveggja og ber skilaboð á milli. Þennan háttinn verður að hafa á vegna
þess aö Kyprianou, forseti gríska hlutans, hefur lofað að hitta ekki Denktash,
forseta tyrkneska hlutans, fyrr en ákveðnum skilyrðum hefur verið fullnægt.
Um þessi skilyrði vilja Tyrkir hins vegar semja. Sameinuöu þjóðimar segja
að ef þessar viðræður lukkist ekki sé óvíst að af öörum veröi í bráð. Grikkir
vilja sameiningu eyjunnar en Tyrkir vilja mikiö sjálfræði í eigin málum.
Sómalíust jórn neitar að semja:
Ástandið geig-
vænlegt í Addis
Flugræningjarnir vilja fanga úr haldi
Sómölsku flugræningjarnir héldu
enn 100 gíslum um borð í flugvél á flug-
vellinum í Addis Ababa í Egyptalandi í
morgun. Þeir krefjast þess að
Sómalíustjórn leysi úr haldi 13 fanga
og hætti við að taka sjö ungmenni af lífi
fyrir aögerðir gegn ríkinu.
Flugræningjarnir hótuöu að
sprengja upp vélina ásamt þeim far-
þegum sem eftir voru í henni klukkan
níu í gærkvöldi, en þeir ákváðu síöan
að gefa Sómalíustjórn frest fram til
klukkan níu í morgun.
Flugræningjarnir eru fimm. Leiö-
togi þeirra er herforingi úr Sómalíu-
her. Þeir eru sagðir hafa skammbyss-
ur og nægt sprengiefni til að eyðileggja
vélina.
Á tímabili töluðu þeir um að drepa
20 sómalíska embættismenn sem eru í
vélinni yrði Sómaliustjóm ekki aö ósk-
um þeirra, en í morgun hótuðu þeir aft-
ur að sprengja upp vélina sem er Boe-
ing 707.
Að sögn Eþíópíumanna eru það Ital-
ir sem sjá um samningaviðræðumar,
en þeir hafa gott samband við bæði
Sómalíu og Eþíópíu. Rikin tvö eru erki-
óvinir.
Sómalíustjóm hefur algerlega neit-
aö að verða viö óskum flugræningj-
anna. Slíkt myndi ýta undir alþjóðlega
hryðjuverkastarfsemi, segir hún.
Otvarpsstöð í Norður-Sómaliu sagði
í október aö taka ætti sjömenningana
af lífi fyrir að vera í ólöglegum sam-
tökum. Stjórnarerindrekar í Moga-
dishu, höfuðborg Sómalíu, telja að það
þýði að þeir hafi verið í skæruliðasam-
tökum sem Eþíópíumenn styðja og
vinna að því að koma Siad Barre for-
seta frá völdum.
Yfirvöld á flugvellinum í Addis
Ababa sögðu í morgun að andrúmsloft-
ið væri þrungið spennu og flugræningj-
amir væru mjög æstir vegna neitana
Sómalíustjórnar um aö hætta við af-
tökur ungmennanna s jö.
Indland
Rajiv reynir að
hreinsa flokkinn
Kongressflokkur Rajiv Gandhi, for-
sætisráöherra Indlands, lauk í gær viö
aö úbúa lista yfir frambjóðendur
flokksins í þingkosningunum 24.
desember. Af 348 þingmönnum
flokksins er ætlunin aö hleypa ekki 80 á
listann. Taliö er að Rajiv Gandhi ætli
sér að losa sig við ótrausta og óvinsæla
þingmenn, á meðan hann nýtur
samúðarinnar vegna morðsins á
Indiru Gandhi.
Á laugardag varö flokkurinn fyrir
miklu áfalli í Manipúrfylki þegar 14
þingmenn hans gengu úr flokknum, og
settu Kongressstjómina í fylkinu þar
með í minnihluta. Þetta er álitið mikið
áfall fyrir Rajiv Gandhi.
Hann varð fyrir öðru áfalli þegar
A.R. Antulay, sem var náinn
samstarfsmaður Indiru, hvatti
stuðningsmenn sína til að bjóöa sig
fram gegn opinberum frambjóöendum
Kongressflokksins. Antulay var rekinn
vegna fjármálamisferlis en hann var
aðalráöherra Maharashtrafylkis.
Rajiv var talinn standa á bak viö þá
ákvörðun.
Rajiv Gandhi má passa sig ef hann
vill forðast uppreisn í fiokknum.
Gervihjartað sem Schroeder fær.
ÖNNUR GERVI-
HJ ARTA ÍGRÆÐSLA
Læknar hófu í gær tilraunir til að
græða gervihjarta í 52 ára gamlan
mann í Louisville í Kentucky í
Bandaríkjunum. Þetta er í annað
sinn sem slík aögerð er reynd.
Það var William Devries, sem
græddi hartað í Bamey Clark fyrir
tveimur árum, sem framkvæmir
einnig þessa aðgerö. Gervihjarta-
þeginn er William Schroeder. Að
sögn lækna var ekki hægt að græða
mannshjarta í hann vegna þess hve
hann er gamall og vegna þess að
hann er sykursjúkur. Sum lyfin
sem honum yrðu gefin myndu
virka gegn lyfjum sem hann þyrfti
til að stjóma sykursýkinni.
Hjartað er að mestu leyti þaö
sama og Bamey Clark fékk, en
búnaður utan líkama, sem þaö er
tengt í, er öllu fyrirferðarminni og
léttari.
Barney Clark lést 112 dögum eft-
ir ígræðsluna en það var ekki
vegna þess að hjartað virkaði ekki.
KosningaríUruguay:
Miðflokkur
sigrar
Þúsundir Umguaya fögnuðu á
götum úti fyrstu kosningunum í
landinu eftir 11 ára stjórn hersins.
Eftir að 210.000 atkvæði höfðu verið
talin, eða um tíundi hluti atkvæða,
var ljóst að Colorado miðflokkur-
inn hafði forystuna, en Blanco-
flokkurinn, sem er aðeins vinstra
megin við miðju, var ekki langt á
eftir. Hin vinstrisinnaða Breiöfylk-
ing var í þriðja sæti.
Herstjórnin hyggst afsala sér
völdum 1. mars á næsta ári. Hún
kom til valda árið 1973 í kjölfariö á
gífurlega harðri herferö gegn
Tupamaro-skæruliöunum.
Búist er við að forsetaefni Color-
ado, Julio Sanguinetti, sigri með
naumindum Alberto Zumaran, sem
Blanco valdi sem forsetaefni sitt
eftir að leiötogi flokksins, Wilson
Ferreira Aldunate, var settur í
fangelsi þegar hann sneri heim síö-
astliðinn júní. Þá haföi hann veriö í
útlegðíllár.
Allir flokkarnir hafa lofað því að
vinna saman eftir kosningamar til
að forðast stjómarkreppu.
Áöur en herinn komst til valda
var Uruguay velferðarríki, þekkt
sem Sviss Suður-Ameríku. Nú, 11
árum síðar, hefur raungildi launa
lækkað um 50 prósent og atvinnu-
leysi er 15 prósent. Herinn ákvað
að efna til kosninga eftir aö hann
tapaði stórt í þjóðaratkvæða-
greiðslu um að gefa honum yfirráð
yfir öryggisgæslu til frambúðar, til
aö stemma stigu viö skæruliða-
hernaði í framtíðinni.
Argentína:
Samningar
samþykktir
Argentínumenn hafa samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta
samning landsins við Chile umyfir-
ráð yfir þremur smáeyjum viö suö-
urodda Suður-Ameríku og sjónum í
kringum þær. Þegar tveir þriðju
hlutar atkvæða höföu verið taldir
höfðu 81 prósent kjósenda sam-
þykkt samninginn í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Samkvæmt samningnum við
Chile fær Chile eyjamar þrjár, en
Argentínumenn fá sínu fram hvað
varðar mörkin milli landhelgi land-
anna tveggja.