Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Qupperneq 10
10 DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Jafnaðarstefna með kínversku andliti „Jafnaöarstefna er ekki betli- stefna,” segja Kínverjar nú og eru staöráönir í að sníða vankantana af ríkisreknu jafnaðarkerfi sínu. Fyrir sex árum byltu þeir landbúnaðar- kerfi Mao gamla en fyrir mánuði ákváðu þeir að gjörbreyta iðnaðar- málum sínum. Þeir hafa ákveðið að þar eins og í sveitinni hefðu þeir gott af svolítilli markaðshyggju til að bæta almenn k jör landsmanna. Þykkt og mikið plagg um þetta efni var samþykkt sem stefna Kommún- istaflokksins á 12. fundi miðstjórnar flokksins þann 20. október. Þetta plagg líkist í mörgu því sem sam- þykkt var 1978 um landbúnaðarmál. Þá ákvað flokkurinn að varpa fyrir borð ríkisreknum landbúnaöinum og taka upp „ábyrgðarkerfi” þar sem einstakir bændur fengju úthlutað, landskika frá ríkinu og nytu tals- verösfrjálsræðis. Það var velgengni þessa nýja kerfis sem ýtti á um innleiðslu sams konar kerfis í iðnaðinum. Land- búnaöarframleiðslan hefur aukist svo mikiö á undanförnum fimm árum að innflutningur korns hefur minnkaö um helming. Á þessu ári er búist við f jórða metárinu í röð og aö innflutningur minnki um 20 — 30 pró- sent. Þegar svo vel hefur tekist á landsbyggðinni þykir stjórnvöldum rétt að snúa sér aö borgunum. Gallar gamla kerfisins Hin nýja iðnstefna er mjög í anda umbreytinganna í Ungverjalandi og Júgóslavíu. Skýrsla miðstjórnar- innar leggur áherslu á að „rígbundið efnahagskerfi geti ekki mætt þörfum hinna vaxandi framleiðslukrafta”. Helstu gallar þess séu: + Vöntun á verkefnaskiptingu ríkisins og fyrirtækja. + Skrifræðislegar og landfræði- legar takmarkanir. + Öþarflega stirð stjórn ríkisins á fyrirtækjum. + Ekkierlögðnógumikiláherslaá verðmætalögmálið og samspil markaðsaflanna. + Jafnaðarstefna í dreifingunni hefur dregið úr einstaklings- framtaki og hugmyndaauögi fyrirtækja og verkamanna. Endurbætur Ráðamenn seg ja að með hinni nýj u stefnu sé aðeins verið aö endurbæta en ekki gjörbreyta jafnaðarstefn- unni. Grundvallarreglunni um að allt fólkið eigi öll framleiðslutæki sé haldið, en aö veriö sé að skilja ...og á oliuborpallinn... eignarréttinn fró valdinu til aö reka fyrirtækin. Fyrirtækin verði óháðar einingar og beri ábyrgð á eigin gróða eða tapi og virki sem löglegir einstaklingar með viðeigandi rétt og viðeigandi skyldur. Kommúnistaflokkurinn á áfram að vera „leiðandi afi” og ríkið á áfram að hafa hlutverk í stjórnun efnahags- lífsins en það hlutverk á aö takmark- ast við að ákveða og útfæra áætlanir, grundvallarreglur og almenna stefnu en ekki aö reka sjálf fyrir- tækin. Kínverjar munu áfram búa við áætlunarbúskap en áætlanirnar veröa bundnar við almenpa efna- hagsstjóm — skattstefnu, verðiags- ákvarðanir, lánastefnu og slíkt. Markaðsöflin eiga að fá aukið mikil- vægi. Ýmis vandamál Raunhæf vandamál aukins frjáls- ræöis í iðnmálum eru mikil og ekki er hægt að líta framhjá þeim. Ráða- menn eru að reyna að breyta hámið- stýrðu valdboðskerfi í frjálslyndis- átt. Það skapar gífurlegan þrýsting ....og inn á hárgreiðslustofu. á stofnanir og embættiskerfi að taka ákvarðanatöku frá ríkinu og setja hana í hendur forstjóra og annarra fyrirmanna fyrirtækjanna sjálfra. Það þætti reyndar kraftaverk ef þetta tækist fyrir lok þessarar aldar. Hingað til hafa íbúar borganna aö allir meðlimir flokksins eru skuld- bundnir til að styðja hana. En í skýrslunni er lagt til að varlega verði farið með efasemdarmenn. „Fólk með önnur sjónarmið og að- feröir varðandi umbætur mó ræða ágreining sinn,” segir skýrslan. „Við megum ekki sundra félögum og fjöldanum með því að kalla suma „umbótasinna” og aðra „íhalds- menn”. Við ættum aö hafa traust á félögum sem eru á eftir ástandinu á hverjum tíma, vitandi það að þeir munu skilja hlutina betur eftir því sem breytingarnar eiga sér stað.” Greinilegt er því að ekki á að endurtaka aðfarir menningar- byltinganna og ofsækja, handtaka og drepa þá sem ekki eru sammála stjórnvöldum. Einnig er líklegt að höfundar hinnar nýju stefnu hafi orðið aö lofa því aö taka vettlingatök- um á eftirlegukindum einfaldlega vegna þess hve þær eru margar. Erlend fjárfesting Samfara endurnýjungum innan- lands hafa Kínverjar opnað land sitt fyrir erlendri fjárfestingu. En sú fjárfesting er að mörgu leyti háð sömu takmörkunum og innlendur iönaöur, það er útþöndu skrifræði sem ölluræður. Kínverjar eru óánægöir með hve fjárfestingar Bandaríkjamanna hafa verið af skomum skammti. Þær hafa ekki numið nema sem svarar 20 milljörðumkróna. En ef Kínverjar ná árangri í bar- áttunni gegn skrifræðisdraugnum má búast við að bæði erlend og inn- lend fjárfesting fari aö veröa arð- meiri. Þeirri spumingu er svo ósvar- að hvort sú barátta geti borið mikinn árangur og á hve skömmum tíma. Ailt frá tímum Kúblæ Kan, og reyndar fyrr, hafa stjórnendur Kína viljað aðhyllast sterka miðstýringu. Það að núverandi herrar ætla aöeins að slaka til þýðir ekki aö það sé þegar gert. Jafnvel höfundar umbót- anna viðurkenna að þær verða ekki gerðar að raunveruleika á nokkmm áram. Sennilega þarf áratugi til. Akvarðanataka færist frá skrifstofubyggingunum i Peking tii spunaverksmiðjunnar... Umsjón: Þórir Guðmundsson notið niðurgreiddra vara og lágs vöruverðs. Hætt er við að þeir taki því ekki þegjandi og hljóðalaust ef þeir eiga að fara að borga raunvirði fyrir þessar vörur. Skýrsla mið- stjómarinnar gerir ráð fyrir því aö líklegt sé að einhver „óreiða” skap- ist. „Mistök er varla hægt að forð- ast,” stendur í skýrslunni. Mikiö mál fer í að útskýra hvers vegna nauösynlegt sé aö fara þessa leið og hvernig hægt sé að samlaga hana jafnaðarstefnu Kinverja. Tíðum er eins og höfundar hennar séu að sannfæra efasemdarsálir. Skýrslan viðurkennir í raun að enn eru margir á móti þessari endurskipulagningu efnahagslífsins. Utskýringarnar séu nauðsynlegar til aö „ná fram einingu í hugsun og bæta ímynd boöskaparins meðal félaga í flokknum (sérstaklega meðal leiðandi embættismanna flokksins)”. Vegna þess að skýrslan hefur verið formlega samþykkt er hún orðrn að opinberri stefnu flokksins. Það þýöir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.