Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Side 11
DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984. n VIÐTALIÐ: Nýtt frá Hudson Hvildav- OWing sokkabuxur Mjög áferðarfallegar með sérstakri aðhaldsteygju semfellur vel að og heldurfótum þínum óþreyttum frá morgni til kvölds. Sauðfjárslátr■ unhjáKNÞ „Menn sjá helst mikil- vægi símans þegar eitthvað bjátar á" Ölafur Tómasson, framkvæmdastjóri tæknideildar Pósts og síma. Olafur Tómasson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tæknideildar Pósts og síma frá 1. des- ember. Ölafur er hagvanur í þeirri stofnun því þar hefur hann unnið lengst af frá því hann kom frá námi ár- ið 1956. Til þessa hefur hann verið yfir- verkfræðingur sambandadeildar við tæknideildina en tekur nú viö stöðu yfirmanns. I viðtali við DV sagði Olaf- ur að nýja staöan fæli í sér yfirgrips- meiri störf og meiri afskipti af stjórn stofnunarinnar. Olafur sagði aö starfið hjá símanum væri mjög fjölbreytt og í mörgum tilvikum áhugaverðara en störf á álmennum markaöi sem svo er kallaöur. Það hefur alltaf borið nokkuð á að einkafyrirtæki byðu í opinbera starfsmenn og þau gætu boðið þeim betri kjör, en margir halda tryggð við sína stofnun. Sjálfur sagðist Olafur hafa um tíma rekið teiknistofu á eigin vegum en snúiö aftur til símans. Fyrsta krafan sem menn gera til símans er aö hann sé í lagi. Not lands- manna fyrir síma eru svo almenn og þykja svo sjálfsögö að menn taka varla eftir því fyrr en eitthvað bjátar á. Störf manna hjá símanum fela fyrst og fremst í sér þjónustu viö landsmenn, þjónustu sem verður aö ganga snurðu- laust fyrir sig. Olafur sagði að á síð- ustu árum hefði mikið verið unnið að uppbyggingu og endurbótum á síma- kerfinu í landinu. Á næsta ári ættu allir símar að vera komnir í sjálfvirkt sam- band og þá hefði einnig mikið verið unnið að því að auka öryggi símaþjón- ustunnar. Það væri m.a. gert með því að tengja einstaka landshluta við símakerfið á fleiri en einn veg þannig að ef ein leið bilaði þá ætti önnur að sagði Ölafur. Frítíma sinn sagðist Olafur m.a. nota til að leika golf. Hann hefði auk þess starfað að félagsmálum golf- manna og haft mikla ánægju af. Áður fyrr hefði hann einnig sótt í laxveiðar en væri nú hættur vegna kostnaðar. Þá sagðist Olafur ávallt verja nokkrum tíma til utanlandsferða meö konu sinni, Stefaníu Maríu Pétursdóttur. -GK vera í lagi. Þá væri einnig reynt að koma viö nýrri tækni eftir föngum. Álagið á símann veldur oft óánægju meðal notenda. Olafur sagði að Islend- ingar töluöu meira í síma en flestar aðrar þjóðir. Þá væri einnig áberandi hve margir þyrftu að tala á sama tíma. T.d. væri oft erfitt að fá samband eftir sjónvarpsfréttjr á kvöldin eins og margir þekkja. Eina leiðin til að ráða bót á þessu er að efla stöðvarnar, — hæsta meðalvigt 17,3 kg Frá Auðuni Benediktssyni, Kópaskeri: Sauðfjárslátrun hjá KNÞ á Kópa- skeri gekk mjög vel að þessu sinni og var slátrað 26.077 kindum. Meöalþungi var 15,16 kg og er það um 0,8 kg betra en á síöasta ári. Má þar örugglega þakka því einmuna veðurfari sem hef- ur verið í sumar og haust. Hæsta með- alvigt innleggjenda að þessu sinni hafði Sigurður Karl í Hólseli á Fjöllum, 17,3 kg. Heimtur af f jalli hafa þó ekki veriö sem skyldi og vantar flesta bændur enn nokkuð á að „kollheimt” sé. Þó sláturtíð sé fyrir nokkru lokið er mikil vinna eftir við úrvinnslu slátur- afurða. Verið er aö svíöa og verka hausa, einnig er unnið við sláturgerð og kjötvinnslu og verður sú vinnsla eitthvað fram eftir vetri. -EH Minni heimtur Samkvæmt upplýsingum hjá inn- heimtu Selfossbæjar var búið að inn- heimta af fasteignafjöldum þann 11. þessa mánaðar sem svarar 79,2% á móti 84,2% á sama tíma í fyrra. Af út- svörum var búið að innheimta 72,9% en í fyrra 77%. Þetta er lakara en á sama tíma í fyrra og spila þar verkföll- in inn í, en bæjarskrifstofan á Selfossi var lokuð í einn mánuð vegna verk- falla. Hér hefur verið sól og sumar í allt haust og bætir það upp hið mikla rigningarsumar. Attu ' vörust Nú þegar frost er á fróni viljum við minna viðskiptavini okkar á að hitastig í vöruskálum Eimskips getur farið niður fyrir 0°C. Öryggi eigenda vöru sem ekki þolir frost eykst eftir því sem varan staldrar skemur við í skálunum, og mikilvægt er t.d. að athuga að frostlögur sé á bílum eða vélum. Vandaður frágangur vörunnar tryggir öruggari flutning EIMSKIP * Síml 27100 Regína Thorarensen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.