Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Qupperneq 16
16 DV. MANUDAGUR26. NOVEMBER1984. Spurningin Fylgdist þú með alþingisumræðunum á fimmtudagskvöldið? Bára Sigurjónsdóttir húsmóöir: Já, ég fylgdist lítillega meö þeim. Eg fylgist yfirleitt nokkuö vel meö stjórnmála- umræöum. Linda Ingadóttir nemi: Nei, þaö geröi ég ekki. Ég hef ekki nokkurn áhuga á stjórnmálum. Brynjólfur Brynjólfsson bankamaöur: Nei, ég hafði ekki tök á því. Yfirleitt fylgist ég samt meö stjórnmálum þó aö þau séu oft á tíðum ósköp döpur. Þorsteinn Ingimarsson bakaranemi: Nei, ég var sofandi á þessum tíma. Ég fylgist dálítiö með stjórnmálum þó aö oft á tíðum sé umræðan hálfslöpp. Bergrós Björnsdóttir húsmóðir: Nei, ég fylgdist ekkert meö umræðunum í gær því ég haföi ekki nokkurn áhuga á þeim. Björn Pálsson lögregluþjónn: Nei, það geröi ég ekki. Eg hef takmarkaðan áhuga á slíku. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „OFBELDI” REYKINGAMANNA GAGNVART UMHVERFINU Hilmir Sigurðsson skrifar: Mig langar aö koma á framfæri hug- mynd sem gæti orðið reykingamönn- um og þeim sem langar að hætta aö reykja umhugsunarefni. Ég vil aö Alþingi efni til þjóðaratkvæöa- greiðslu um efnið „Bann viö innflutn- ingi og sölu á tóbaki ”. Mörgum mun eflaust finnast þetta fáránleg hugmynd og gamla tuggan um skeröingu á persónufrelsi dregin aö húni. En þaö er nú því miöur svo aö þeir sem reykja hafa fram að þessu beitt aöra „ofbeldi”. Þeir hafa leyft sér aö reykja nánast hvar sem er alveg án tillits til þeirra sem ekki reykja. Þegar svo byltingarkennd tillaga kemur fram munu margir segja að smygl muni margfaldast og þaö er alveg rétt. En þá er komin upp sú staða aö menn geta ekki keypt einn og einn pakka heldur eitt eöa fleiri karton í einu og þá er kostn- aðurinn oröinn áþreifanlegur. Þriggja ára aðlögunartími yröi svo f rá því aö atkvæðagreiðslunni lyki og þangaö til lögin tækju formlega gildi. Kostnaöurinn viö þessa heimsku- legu iöju, reykingar, er einn þáttur málsins sem veröskuldar góöa út- tekt. Maöur sem reykir einn pakka á dag brennir 20.440 kr. á einu ári. Ég er viss um aö mörgum yrði þungt fyrir fæti ef þeir væru skyldaðir til aö henda þessari upphæö á gamlárs- kvöld. Tóbaki og áfengi er oft stillt saman sem skaðvöldum og auövitaö er áfengi skaðlegt þeim sem ekki kunna meö aö fara. Eg tel hins vegar að vinbann sé út í hött vegna þess hve auövelt er aö búa til áfengi. Ööru máli gegnir meö tóbak sem ekki er hægt að rækta hér nema e.t.v. í gróðurhúsum og þá aðeins til eigin nota. Ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur munu tóbaksvinir hefja upp raust sína eins og þeir hafa líka full- an rétt á í lýðræðisríki en erfitt veröur fyrir þá aö finna rök sem mæla meö tóbakinu. Ég kalla þaö heldur ekki skeröingu á persónu- frelsi aö meina fólki aö eyöileggja í sér líffærin jafnvel þó þaö langi til þess, því þaö kemur aö skuldadögum og þá leita þessir unnendur frelsis til lækna og sjúkrahúss og vilja fá úrbætur. Þjóöin eyddi samtals 900 milljónum í tóbaksvörur árið 1983 og mættu sumir staldra viö þessar tölur. Ég sem þessar h'nur rita reykti sjálfur í 20 ár og þekki því af eigin raun áhrif reykinga á Ukamann sem eru vissulega miöur góö, þreyta í fót- um og nábítur. Þessi einkenni hurfu eftir aö ég hætti að reykja. Hnattstaða Islands gerir okkur kleift aö losna viö tóbaksböliö. Þeir einu sem banniö myndi skaöa væru umboðsmenn hér og framleiöendur erlendis, þessir heilsuþjófar sem mættu gjarna klóra sér í hausnum og furöa sig á þessari þjóö sem hafnar þeirri ímynd sem þeir vilja gefa tóbakinu í auglýsingum sínum. Að endingu þetta. Eg hef ekki hitt eina einustu manneskju sem hefur getað komiö meö rök fyrir gildi tóbaks. Ég vona því aö fleiri láti álit sitt í ljós á hugmynd minni og að ein- hverjir þingmenn sjái sér hag í því aö bera þetta upp í þinginu sem fyrst. „Þeir sem að reykja í peningum kvelkja...” söng Rut Reginalds. Samkvæmt útreikningum Hilmis kostar þaö 20.440 kr. á ári að reykja einn pakka af sígar- ettum á dag. Sóun? Siðlausar uppsagnir hársnyrtinema Hársnyrtisveinn skrifar: I þessari grein langar mig aö vekja athygli á uppsögnum hársnyrti- nema. Fyrir um þaö bil viku var flestum þessum nemum sagt upp störfum meö viku uppsagnarfresti. Þessa lágkúrulegu ákvörðun tóku meistarar vegna nýgeröra kjara- samninga, en samkvæmt þeim áttu allir iönnemar aö fá lágmarkslaun kr. 14.075. Laun nemanna fyrir hækk- un voru rúmlega 8000 kr. á mánuði í byrjunarlaun og rúmlega 10.000. fyrir seinni hluta námsins. Þeir voru ekki einu sinni búnir aö fá síðustu hækkanir síöan í vetur (síðustu kjarasamninga) en þá áttu einnig allir iönnemar aö fá lágmarkslaun ca 12.700 kr.ámánuði. Þaö hefur lengi loöaö viö þessa stétt siölaus framkoma gagnvart starfsfólki sínu, en þetta keyrir nú allt um þverbak. Þessir stofu- eigendur virðast geta komist upp með allt og er ég hissa á aö ekki skuli hafa verið fjallaö um þessar upp- sagnir meira í fjölmiðlum en veriö ÓMAKLEGAR ÁRÁSIR ÁINGÓLF Sigurður Einarsson skrifar: Einhver Bjöm Steffensen skrifáöi í DV nýlega og kvartaöi undan því að Ingólfur Hannesson skyldi standa vaktir á móti Bjama Felixsyni í íþróttaþættisjónvarpsins. Ég veit nú ekki betur en hann sé sá þriöji eöa fjóröi í rööinni sem þaö reynir en hinir hafa allir hrökklast burt enda höföu þeir aðeins fengið „molana af allsnægtaboröinu”, aö því er virtist. Hins vegar finnast mér árásir á Ingólf ekki maklegar þar sem hann, aö mínu mati og margra annarra einnig, hefur staðiö sig vel þrátt fyrir skamman starfsaldur. Hann fylgist vel meö, er glöggur og sinnir vel ýmsum íþróttum sem oft vilja verða hornreka, t.d. akstursíþróttum sem eru mjög vinsælar. Svona í lokin má minna á að Bjarni Felixson varö ekki sjaldan fyrir svipuðum árásum fyrstu ár sin hjá sjónvarpinu og hann er meiri maöur af því aö taka þær árásir hvorki starfslega né persónulega. Vona ég aö þaö eigi einnig viö um Ingólf Hannesson. hefur, t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Það er lítilsviröing viö stéttina, því ef þetta hefði verið einhver önnur stétt er ég viss um aö það væri meira um þetta fjallað. Eg spyr bara, ætla meistarar aö þurrka út sína eigin stétt? Hvernig veröur vinnan á stofunum þegar engir nemar eru til aö aöstoöa? Innkoman á stofunum er einnig háð nemunum, því ekki er hægt aö taka eins marga viöskiptavini yfir daginn ef þeir væru ekki til að hjálpa til. Gerið þiö ykkur grein fyrir því, meistarar góöir, því ef þiö hefðuö aö- stoöarstúlku fengi hún lágmarks- laun. Að lokum vil ég skora á sveina aö standa með nemum og fara í ein- hverjar aögerðir. Eöa á kannski líka að losa sig viö sveinana? Nei, því á þeim græöa meistarar. SJAIST mcð endurskini Umferðarráð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.