Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Síða 18
18 DV. MÁNUDAGUR26. NOVEMBER1984. Rakarastofan Klapparstíg x Simi12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Timapantanir 13010 Á TIIBOÐ JL id-NOV - 5 DES (ffiÚWí\L gl «r< 2 Rl.. WC- 24- 4 RL. WC- «8- l'f- 1?» RL. WC- 142- H2f fLWÍISRÍlUUk 62 (r«VtR$LUNER(fy^ cdfonóo KANAÐÍSKm KULDASKÓK semhalda T Áður en flug „Double Eagle II“ hófst, leituðu Ben, Maxi og ég aðjhlýiystu kuldaskóm sem völ væri á, vegna hins mikla kulda sem við áttum í vændum. Ben og Maxi fengu sér snjósleðastígvél ein mikil. Ég ákvað hinsvegar að vera í VA> árs gömlu „Blondo“ kuldaskónum mínum. í fluginu reyndust „Blóndo“ skórnir framar vonum, — hlýir og þægiiegir. Núna, 2 árum eftir að ég keypti þá, geng ég ennþá í sömu skónum, sem sýnir hvað þeir duga vel. Þakka ykkur fyrir að framleiða vandaða vöru. Larry Newman Flugfari „Double Eagle II“ ÚTSÖLUSTAÐIR UM ALLT LAND! Nýjar bækur Nýjar bækur WAYNE W. DYER VERTU ÞÚ SJÁLFUR Bókaútgáfan Iöunn hefur sent frá sér bókina „Vertu þú sjálfur” eftir banda- ríska sálfræðinginn Wayne W. Dyer. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Dr. Wayne W. Dyer er víðkunnur bandarískur sálfræðingur og hafa bækur hans orðið miklar met- sölubækur í Bandaríkjunum og víðar. I fyrra kom út á íslensku bók hans ,,Elskaðu sjálfan þig” sem hlaut mjög góöar viðtökur íslenskra lesenda. Með „Vertu þú sjálfur” kemur Dr. Dyer enn til liðs við þá lesendur sem vilja stunda sjálfskönnun, efla sjálfstraust sitt og auðvelda sér listina að lifa og njóta þess. Á bókarkápu eru bókinni gefin einkunnarorðin: „Bók handa öllum þeim sem fylgja vilja eigin sann- færingu og stjóma lífi sínu sjálfir.” Þar segir enn fremur: „Vertu þú sjálfur” fjallar um að ná tökum á sjálfum sér og lifi sínu. Hún er skrifuö handa þeim sem meta eigið frelsi og fylgja vilja eigin sannfæringu í stað þess að láta stjómast af skoöunum annarra. Að vera frjáls táknar ekki að þú hunsir ábyrgö þina gagnvart vinum og fjölskyldu. Það felur í sér frelsi til að ákveða sjálfur eigin ábyrgð. Frjáls- astir allra í heiminum eru þeir sem hafa öðlast innri frið. Þeir stjórna eigin lífi í kyrrþey en hlaupa ekki eftir dyntum annarra. Þessi bók fjallar um að velja sjálfur. Hún byggir á þeirri meginforsendu að þú hafir rétt til að ákveða hvemig þú viljir lifa lífinu svo framarlega sem þú gengur ekki á rétt annarra. Bókin er prentuð í Odda hf. Kápan var hönnuö í auglýsingastofunni Ocavo. (C ÁRMANN KR. EINARSSON þýddar á fjölda tungumála. 1 ræningjahöndum ber öll einkenni höfundar síns. Hún er ljúf og létt en um leið spennandi. Höfundur leiðir les- andann á vit ótrúlegustu atvika þar sem allt getur gerst. I bókinni, sem er á annað hundrað blaösíöur, eru teikningar eftir Halldór Pétursson, kápuhönnun annaðist Gunnar Baldursson, en mynd á kápu teiknaði Þorsteinn Eggertsson. í ræningjahöndum er sett og prentuö í Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Bókfelli hf. VEISTU SVARIÐ? Veistu svarið? heitir nýútkomin bók frá bókaútgáfunni Vöku. Þetta er bók, sem nú bætist í hið vinsæla safn tóm- stundabóka Vöku. Veistu svarið? er alíslensk spumingabók, hin fyrsta sinnar tegundar og einkar aðgengileg fyrir unga sem aldna. Axel Ammend- rup er höfundur bókarinnar en Þor- steinn Eggertsson hefur myndskreytt hana. I bókinni Veistu svarið? eru j spurningar úr ýmsum áttum, mörg af- brigði spurningaleikja um menn og ' málefni, sögu Islands, landið sjálft og þjóðlífið. Þá er spurt um önnur lönd og álfur og sitt af hverju sem tengist nútíð og fortíð. Spurt er um dægurflugur og lesendur eru prófaðir í reikniþrautum. Sumar spurningarnar eru léttar, aðrar erfiðari. I bókinni er að finna spennandi stigakeppni og einnig gátur og glens, enda er markmiöið að sameina í bókinni spennu, gagn og gaman. Veistu svarið? er sett hjá Odda hf., prentuð í Viðey hf. og bundin í Bókfelli hf. ASBJÖRN ÖKSENDAL FLÓTTIIMIM MEÐ GULLIÐ f RÆNINGJA- HÖNDUM Bókaforiagið Vaka hefur gefið út1 bamabókina t ræningjahöndum eftir | Ármann Kr. Einarsson. Þetta er þriðja bókin í því vinsæla safni úrvalsbama- bóka, sem Vaka gefur út undir samheitinu „Ævintýraheimur Ár- manns”. Spennandi atvik og litrík ævintýri einkenna þessa bók sem er, endurskoðuð útgáfa samnefndrar J bókar er kom út fyrir tveimur ára- tugum í flokki bóka um þá félaga Ola ogMagga. Armann Kr. Einarsson þarf ekki að kynna fyrir lesendum. Hann hefur með | penna sinum leitt tugþúsundir ís-1 lenskra barna og unglinga inn í ævintýraheim, sem þau hafa notið til hins ítrasta. Hann hefur fyrir löngu hlotið viðurkenningu sem einn fremsti bama- og unglingabókahöfundur okkar og bækur hans hafa veriö Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér nýja bók eftir norska rithöfund- inn Asbjöm Öksendal. Áður eru komn- ar út eftir hann bækurnar Þegar neyð- in er stærst, Gestapo í Þrándheimi, Föðurlandsvinir á flótta og Fallhlífa- sveitin. 9. apríl 1940: Bílalest lagði af staðfrá Osló með gullforða Norðmanna, sam- tals 50 smálestir. Þetta var upphaf ævintýralegs flótta og hrikalegra at- buröa sem áttu sér enga hliðstæðu. 29. apríl 1940: Molde, brennandi bær undir stööugum loftárásum Þjóðverja. Beitiskipið Glasgow lá við bryggjuna og beið þess að flytja norsku konungs- fjölskylduna og 50 smálestir af gull- forða Norðmanna á öraggan stað. Asbjörn öksendal skrifar einungis sannar frásagnir af hildarleiknum í Noregi, enda era bækur hans skráðar eftir viötölum við fólk sem upplifði at- burðina. Kvikmynd hefur verið gerð um þessa atburði. Flóttinn með gullið er 151 bls. auk mynda. Skúli Jensson þýddi bókina. Kápu gerði Kristján Jóhannsson. Bók- in er prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. GAVIN LAYALL LAUNRÁÐí LEYNI- ÞJÓNUSTU Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja njósnasögu eftir Gavin Layall sem skrifaöi bókina Njósnanet- iö. Þessi njósnasaga kom fyrst út í Bretlandi árið 1983. Gavin Layall hefur skrifað fjölda spennubóka og hlaut hann m.a. Silfurrýtinginn, verðlaun breskra spennusagnahöfunda, fyrir bókina Mínútu eftir miðnætti. Bókin Launráö í leyniþjónustu er æsispennandi og mögnuð njósnasaga eins og þær gerast bestar. Umsagnir um Gavin Layall og bæk- urhans: , JFrábær njósnasaga” — The Times. „Ein af þeim allra bestu” — Daily Telegraph. „Ein besta spennusaga ársins” — Daily Herald. „Bækur eins spennandi og þessi era sjaldgæfar”—Daily Telegraph. Gavin Layall er margfaldur met- söluhöfundur og talinn einn af fimm bestu höfundum spennusagna sem nú era uppi. Njósnasagan Launráð í leyniþjón- ustu er 206 bls. Gissur 0. Erlingsson þýddi. Bókin er prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. NETTA MUSKETT FORBOÐIN ÁST Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir ensku skáldkon- una Nettu Muskett í þýðingu Snjó- laugar Bragadóttur. Áður hefur Hörpuútgáfan gefiö út bækumar Njóttu min og Hamingjuleiðin eftir Nettu Muskett. Cilla Partell er blinduð af eigin- manni sínum. Hún sér ekki gegnum þann blekkingaveg sem hann spinnur um líf þeirra. Þaö er því reiöarslag þegar hún uppgötvar að hann er kvæntur tveim konum. Forboðin ást er mögnuð og spennandi ástarsaga meö óvæntri atburðarás. Enska skáldkonan Netta Muskett hefur skrifað fjöldann allan af ástar- sögum sem gefnar era út í milljóna- upplögum. Hinn stóri lesendahópur vitnar best um vinsældir hennar. Forboðin ást er 151 bls, prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.