Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Qupperneq 20
20
DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984.
Slysaæfingin á Keflavíkurflugvelli:
FJÖLMÖRG MISTÖK
TILAÐLÆRAAF
læknar sem þar voru voru ekki sér-
staklega merktir.
Tilfinningalausir af kulda
Viö hittum nokkra „farþega” eftir
æfinguna og voru þeir sammála um
að þeir heföu veriö orönir tilfinninga-
lausir af kulda er þeir lágu „í
valnum” eftir slysiö. Þeir sögöu
einnig aö vegna skipulagsleysis
heföu slasaöir veriö flokkaðir rangt.
Sem dæmi um þaö voru einn höfuö-
kúpubrotinn og annar hryggbrotinn
úrskuröaöir fullfrískir eöa lítið slas-
aöir. Einn meö opna slagæö fékk ekki
umönnun fyrr en komið var á sjúkra-
hús.
-APH.
„Þaö er hægt að gera miklu betur,
þaö er engin spuming. Það stakk
mjög í augu aö björgunarliðið oj
sjúkrabílakostur, sem var til um-
ráöa, lenti í vegatálmum og voru þar
þannig að afl þeirra nýttist ekki.
Þetta leiddi til þess að þaö dróst
mjög aö koma þeim slösuöu frá slys-
staö.
Meginmarkmiðiö meö slíkum
æfingum er aö fá niðurstöður sem
tryggja þaö aö þegar viö lendum í al-
vöruslysum þurfi enginn aö líöa fyrir
þau mistök sem við höfum lært af,”
sagöi Örn Egilsson, starfsmaður Al-
mannavarna ríkisins, er hann var
spurður hvernig til heföi tekist í hóp-
slysaæfingunni á Keflavíkurflug-
velli.
Á laugardaginn var sviðsett flug-
slys þar sem farþegaflugvél rakst á
herflugvél skammt suður af Kefla-
víkurvelli. Gert var ráö fyrir að um
70 farþegar væru um borð í vélunum
og eftir slysiö lágu þeir eins og hrá-
viöi á jöröu niöri, misjafnlega á sig
komnir. Þaö voru almannavarnir
Suöurnesja og Keflavikurflugvallar
sem stóöu aö þessari æfingu. I hlut-
verki farþega voru skátar af höfuð-
borgarsvæðinu.
Stjórnun á vettvangi
klikkaði
Aö lokinni æfingu var aö heyra aö
nóg væri af mistökum til aö læra af.
„Stjómun á vettvangi klikkaði.
Þaö vantaöi mannskap, flutninga-
bíla og skipulag,” sagöi Arngrímur
Þessi farþegi var úrskurðaður „látinn" á slysstað.
Hinir slösuðu farþegar voru dregnir saman á einn stað. Þar urðu þeir að biða helst tii iengi að margra
dómi.
Hermannsson frá Flugbjörgunar-
sveitinni.
„Þaö leið allt of langur tími þar til
sjúkrabílarnir komu á slysstað.
Björgunarsveitirnar fengu ekki aö
koma á staöinn meö sinn útbúnaö
fyrr en of seint. Teppi komu of seint
þó svo aö neyöarkall kæmi frá lög-
reglunni um þaö,” sagöi Gylfi
Gunnarsson frá Flugbjörgunar-
sveitinni.
Einnig kom fram aö íslenskan
lækni vantaði á slysstað og þeir
Frá slysstað var farið með alla
farþegana i sjúkrahúsið á Kefla-
vikurflugvelli. Þar var ákveðið
hvaða umönnun þeirþyrftu.
D V-myndir Kristján Ari.
Allir í sturtu!
Ef þú velur = combac frí-
standandi sturtuklefa
færðu mikið fyrir pening-
ana. Þægindin eru inn-
byggð í hvern klefa.
Stuöningshandfang.
Reyklitað, yrjótt plast í veggjum.
Færanleg handsturta.
Hilla fyrir hreinlætisvörur.
Þvottapokakrókur.
Sjálfstillandi hitastýritæki.
Mynstraöur stál-sturtubotn.
Rennihurðir og rúnnuö horn.
Combac sturtuklefarnir eru vel hannaöir og
auðveldir í uppsetningu.
Fást í 4 stæröum 80 x 80 cm, 90 x 90 cm,
70 x 90 cm og 90 x 70 cm.
(BYGGINGflUORUR ]
Byggíngavöruverslun
Tryggva Hannessonar
Síöumúla 37,
símar 83290 og 83360
Frá ráðstefnunni „Hvað vilja félagshyggjumenn?”, sem haldin var á laugar-
daginn. Margrét Bjömsdóttir í ræðustól. DV-mynd KAE.
Stofna félagshyggjumenn eigið útvarp?
„Ekki lengur hægt að róa á
þessum litlu blaðsneplum”
Fjölmiðlamál bar oft á góma hjá
þeim sem tóku til máls á ráöstefnu er
haldin var á laugardaginn og bar yfir-
skriftina „Hvaö vill félagshyggju-
fólk?”
Fram kom aö mikil óánægja virðist
ríkja meöal félagshyggjumanna meö
núverandi ástand fjölmiölunar í
landinu. Það séu hin ráöandi hægri öfl
sem ráöi mestu af fjölmiölun í landinu
og allt bendi til þess aö svo veröi í
framtíðinni, ef ekki veröi aöhafst neitt
af hálfu félagshyggjumanna., Á
ráðstefnunni kom því fram mikill
áhugi á aö kannaöur verði grund-
völlurinn til að stofna útvarpsstöö eöa
jafnvel sjónvarpsstöö þegar útvarps-
lögunum veröi breytt, því ef ekkert
veröi aöhafst í þessum málum séu
líkur fyrir því aö félagshyggjumenn
veröi aftarlega á merinni og íhalds-
öflin veröi fyrri til aö tileinka sér þess-
ar nýju leiðir, sem nú viröist vera aö
opnastífjölmiðlun.
Ritstjóri Alþýöublaösins, Guömund-
ur Ámi Stefánsson, var einn þeirra
sem mæltu fyrir stofnun útvarpsstööv-
ar. Hann lagöi til aö vinstri menn
tækju höndum saman um stofnun
slíkrar stöövar.
Þá voru nokkrir sem töldu aö sam-
eiginleg blaöaútgáfa félagshyggju-
manna væri einnig vænlegur kostur.
„Það er ekki lengur hægt aö róa á
þessum litlu blaösneplum,” eins og
einn ræöumannanna orðaði þaö.
En umfram allt kom fram aö
almennur vilji er fyrir því aö félags-
hyggjumenn reyni aö samhæfa krafta
sína til aö hafa áhrif á stjórn landsins.
Hvernig slíku væri best komið fyrir
greinir menn þó nokkuð á um. Á
fundinum var skipuð 7 manna
samstarfsnefnd. Þessari nefnd er
ætlaða aö skapa vettvang fyrir félags-
hyggjumenn til aö geta hist og líkur
eru á að stofnað veröi málfundafélag
þessara aðila. Þar er ætlunin aö taka
fyrir málefni sem varða félagshyggju-
menn og kryfja þau til mergjar í
bróðerni.
-APH.