Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Side 32
32 DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984. fþróttir fþróttir fþróttir fþróttir Úrslitin réðust á lokamínútunum — Valur sigraði KR, 88—82, í jöfnum og spennandi leik Þaö var mikil spenna rikjandi í íþróttahúsi Hagaskólans i gærkvöldi þegar Valur og KR öttu kappi í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Valsmenn voru sterkari aöilinn og sigruðu með 88 stigum gegn 82 eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn, 40—40. Fyrri hálfleikurinn var mjög spenn- andi og aldrei munaöi mörgum stigum á liðunum. Þegar tólf mínútur voru liðnar af leik var staðan 24—24 og allt í járnum. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn á því að skora tvær körfur en um miðj- an hálfleikinn hafði Valur náð níu stiga forustu og meirihluti viðstaddra á því aö Valsmenn væru að stinga af. En KR-ingar voru ekki á því að gefa sig og þegar 13 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, sjö mínútur til leiksloka, var staöan enn jöfn, 73—73. Valsmenn síð- an sterkari á lokamínútum leiksins eins og áður sagði. Tómas Holton lék vel fyrir Val og skoraði 19 stig. Er Tómas orðinn einn besti bakvörður landsins þrátt fyrir ungan aldur. Kristján Ágústsson og Jón Steingrímsson léku einnig vel fyrir Val en þessir þrír leikmenn skópu sigur liðsins öðrum fremur. Hjá KR var Birgir Michaelsson skástur en þeir Þorsteinn Gunnarsson og Matthías Einarsson léku einnig vel í gærkvöldi. Dómarar voru þeir Sigurður Valur Halldórsson og Jóhann Dagur og voru mjög slakir. Stig Vals: Tómas 19, Kristján 18, Jón 17, Björn 8, Jóhannes 6, Páll Arnar 6, Torfi 6, Siguröur 2 og Leifur 2. KR: Birgir 18, Þorsteinn 14, Matthías 13, Ölafur 12, Ástþór 8 og Birgir Jóhannsson 2. Einkunnir leikmanna: Valur: Tómas 3, Jón 3, Kristján 3, Björn 1, Jóhannes 1, Páll Amar 1, Torfi 1, Sigurður 1 og Leifur 1. KR: Birgir 3, Þorsteinn 2, Matthías 2, Ölafur 1, Ástþór 1 og Birgir 1. Dómarar: Sigurður Valur 1 og Jó- hannDagurl. -SK. • Lee Chapman skoraði gegn sínum gömlu félögum. ; Atli fékk ; ; bronsí j i Karlstad j | Atli Einarsson tryggði sér brons- . ■ verðlaun í sínum þyngdarflokki á | ! Norðurlandamótinu í karate sem ■ | fór fram í Karlstad í Sviþjóð um I - heigina: Atli lagði Árna Einarsson I I að velli, þannig að Árni varð í * Ifjórðasætií60kgflokknum. I Jónína Olesen varð fjórða í kata : I kvenna, sem er mjög góður | ■ árangur, þar sem NM var fyrsta ■ I alþjóðlega mót hennar. | Finnar urðu sigurvegarar í sveita- ■ I keppninni, Norðmenn í ööru sæti, I ISvíar í þriðja og Islendingar í I fjórða. ■ IÁætlað er að NM í karate verði I haldið næst í Reyk ja vík. _ Lb ■■ ■■ ■ mm wmm tmm mmm ■! Leei Chapn nan skor- aði gegn Arsenal þegar Sheffield Wed. lagði Lundúnaliðið að veili, 2-1, íf jörugum leik Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV i Englandi: — Sheffield Wednesday lagði Arsenal aö veill, 2—1, í fjörugum og æsispennandi leik sem fór fram á Hills- borough í Sheffield í gær — og var leiknum sjónvarpað beint. Það var Lee Chapman, fyrrum leikmaður Arsenal, sem kom Sheff. Wed. á bragðið á «C • Jónas Jóhannesson sést hér skora tvö stig fyrir Njarðvík en ÍR-ingurinn Gyifi Þorkelsson er til varnar. DV-mynd Brynjar Gauti. Leikur kattarins að músinni — þegar íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu ÍR, 116—82 Njarðvíkingar áttu ekki í miklum erfiðleikum með að tryggja sér sigur gegn slökum IR-ingum er efsta og neðsta lið úrvalsdeildar mættust í íþróttáhúsi Seljaskólans í gærkvöldi. Lokatölur urðu 116—82 og staðan í leik- hléi var59—40. Leikurinn er nokkuö jafn til aö byrja meö en fljótlega sigu Njarövikingar fram úr og náöu miklu forskoti fyrir leikhlé. I síðari hálfleik náðu ÍR-ingar aðeins að rétta sinn hlut og um miöjan síðari hálfleikinn var staðan 78—65 en Njarðvíkingar skoruöu síðan grimmt Steve Archibald á skotskónum skoraði tvö mörk fyrir Barceiona Skotinn Steve Archibald skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í gær þegar félagið vann Real Valladolid í spönsku 1. deildar keppninni, 4—2. V-Þjóðverj- inn Bernd Schuster skoraði eitt og fjórða marklð skoraöi svo Jose Alasanco. Real Madrid lagöi Real Murcia að velli, 1—0, með marki sem Argentínu- maðurinn Jorge Valdano skoraði úr vítaspyrnu. Barcelona er efst á Spáni, með 22 stig eftir þrettán umferðir og hefur félagið ekki tapað leik. Real Madrid er meö 17 stig og síðan koma Atletico Madrid og Valencia með 16 stig. -SOS síðasta hluta leiksins og sigur þeirra var stór. Njarðvíkurliðiö var mjög jafnt í þessum leik og er ekki annað aö sjá en erfitt verði að stööva íslandsmeistar- ana á sigurgöngu þeirra. iR-ingar eru hins vegar ekki á neinni sigurgöngu og mikið má vera ef liöiö fellur ekki í 1. deild eftir þetta Islandsmót. Má veröa mikil breyting á Ieik liösins ef svo á ekkiaðfara. Stig UMFN: Valur 25, Isak 21, Árni 18, Gunnar 12, Hreiðar 10, Ellert 10, Helgi 9, Jónas 7 og Teitur 4. IR: Hreinn 21, Kristinn 11, Björn 10, Vignir 8, Gylfi 8, Karl 8, Hjörtur 7, Ragnar 5 og Guðbrandur 4. Einkunnir leikmanna UMFN: Valur 3, Isak 3, Arni 3, Gunnar 1, Jónas 1, Hreiðar 1, Helgi 1, Ellert 1, Teitur 1. IR: Hreinn 2, Kristinn 1, Gylfi 1, Björn 1, Karl 1, Hjörtur 1, Vignir 1, Ragnar 1 og Guðbrandur 1. Einkunnir dómara: Jón Otti Olafs- son og Kristinn Albertsson dæmdu leikinn og fá báðir 3 í einkunn enda dæmdu þeir vel. -SK. 15.mín. leiksins, þegar hann skaliaði knöttinn í þaknetið á marki Arsenal, eftir að hafa fengið sendingu frá Gavin Oliver. Chapman kastaði sér fram og Pat Jennings, markvörður Arsenal, gerði heiðarlega tilraun til að verja skalla hans en án árangurs. Wednesday var nær búið að bæta við marki á 35. mín. en þá átti Brian Marwood skot í stöngina á marki Ar- senal, eftir að hafa komist einn inn fyrir vörn Lundúnaliðsins. Arsenal náöi að jafna, 1—1, á 70. mín. eftir mikla pressu. Þá sendi Charlie Nicholas kriöttinn fyrir mark Wednesday, þar sem Ian Allison skallaði að marki. Peter Shirtliff bjargaði á marklínu en sendi knöttinn til Tony Woodcock sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Aöeins þremur mín. seinna var Mark Smith búinn að skora 2—1 fyrir Sheff. Wed. Andy Blair tók þá aukaspyrnu og sendi knöttinn fyrir mark Arsenal, þar sem Mark Smith stökk hátt upp og skallaði knöttinn í netið. Jennings reyndi að verja en náði ekki nema að slá knöttinn áfram í netið. Arsenal sótti grimmt eftir markið og átti Brian Talbot skot í þverslána úr aukaspyrnu á 75. mín. og Tony Wood- cock komst í gott færi rétt fyrir leiks- lok, en þá varöi Martin Hodge, mark- vörður Wednesday, hreint ótrúlega. Upp úr því fengu leikmenn Arsenal tvær hornspyrnur og þá brást þeim Paul Davies og Allison bogalistin er þeir voru í góðu færi. • Nottingham Forest lagði Leicester að velii, 2—1, á City Ground. Peter Davenport skoraöi bæði mörk Forest en Ian Banks skoraði fyrir Leicester. • Aston Villa lagði landsliö Ástralíu að velli, 2—0, á Villa Park. Ástralíu- menn mæta Arsenal á þriðjudaginn á Highbury. -SigA./-SOS. „Farið ekki til Dundee miðalausir!” Forráðamenn Dundee United óttast nú „innrás” áhangenda Manehester United, þegar félögin mætast í Dundee 12. desember í UEFA-keppninni. Búist er við að um 12 þús. áhangendur Man. Utd. mæti til leiks í Skotiandl. — Við gctum ekki tekið á móti svo mörgum, sagði einn af forráðamönnum Dundcc Utd. Þess má geta að forráðamenn Man. Utd. hafa óskað þess að enginn áhang- andi félagsins haldi til Skotlands — miðalaus. -SOS. Verona heldur sínu striki — er með þriggja stiga forskot á Ítalíu Verona hélt sigurgöngu sinni áfram á ítalíu í gær, þegar félagiö lagöi Torínó að velli, 2—1, í Torínó. Það var v-þýski Iandsliðsmaöurinn Hans-Peter Briegel sem kom Verona á bragðið með þrumufleyg og hann lagði síöan upp sigurmarkið sem Luciano Marango skoraði, en í millitíöinni hafði Austurríkismaðurinn Walter Schachner skorað fyrir Torínó. Michel Platini skoraði tvö mörk fyrir Juventus, sem vann góðan sigur, 3—0, yfir Udinese. Trevor Francis skoraði sigurmark Sampdoría 1—0 gegn AC Mílanó — úr vítaspyrnu. Argentínumaðurinn Daniel Bertoni skoraði mark Napoli (1—0) gegn Cremonese. Roma varð að sætta sig við jafntefli, 0—0, gegn Ascoli á útivelli og Fiorentína og Inter Mílanó gerðu 1—1 jafntefli. Verona er efst á Italíu með 17 stig eftir tíu umferðir. Torínó og Sampdoría eru með 14 stig, Inter Mílanól3ogACMílanóll. -SOS. fþróttir íþróttir fþróttir fþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.