Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Page 50
50 DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984. Ómar Ragnars son reynslu ekur Fiat Panda 4x4 Farangursrými leynir á sór og hægt er að stækka það á ýmsa vegu. \ berir málmfletir og gróft áklæði fellur j öðrum síöur. Þetta er smekksatriði fyrst og fremst. Mælar og stjórntæki eru með einföld- um hætti, ljósaskiptir og stefnuljós á stilkum vinstra megin við stýrið og þurrkur hægra megin, en rofum fyrir ljós, miðstöð, afturrúðuhitara og þurrkur o.s.frv. er komiö fyrir í tveim- ur takkaröðum í mælaborðinu fyrir framan stýrið hægra megin. Auðvelt er að ná til þessara rofa með hægri hendi, án þess að færa hana frá stýris- hjólinu, en tekur nokkum tíma aö venj- ast því hvar hver rofi er, þótt þeir séu vel merktir. Ekki er hægt að kvarta yfir skorti á mælum og aðvörunarljós- um þótt þetta sé ekki allt í nýjasta tölvualdarstíl. Vel hátt undir góif og sílsa, en púst og drifsköft liggja neðar fveskið er 17 sm). Hlifðargrind ver bílinn að neðanverðu að framan. Veskið er 17 sm. Fyrsti gírinn „torfærugir" Sjálfvirkt innsog er á Panda 4X4 og Mælaborðið og hillan rúmgóða undir þvi. Fjórhjóladrif fyrir alla, það er slag- orð dagsins. Um þessar mundir ryðj- ast tveir knáir og smáir fjórhjóladrifs- bílar inn á íslenska markaðinn, besta jeppamarkaö heims, miðað viö fólks- fjölda. Fiat Panda 4X4 kom reyndar fram á sjónarsviðið fyrir tæpu ári og hefur rutt sér til rúms víða, jafnvel oröið tískufyrirbrigði hjá fínu fólki og kvikmyndastjörnum. Og nú er lítill Subarubíll kominn til skjalanna hér á landi, fyrr en í flestum löndum öðrum. Þeir verða sífellt minni og ódýrari, fjórhjóladrifsbílarnir, og raunar eru þessir tveir, sem nefndir voru, ekki þeir minnstu því að vitað er um tvo enn minni sem framleiddir eru í Japan, Daihatsu Mira og Subaru 700 4 X 4. Eru þetta nú ekki of litlir fjórhjóladrifsbíl- ar til þess að eiga erindi til Islands? Svar mitt er eindregið nei, og eftir reynsluakstur á Fiat Panda 4X4 hefur sú skoðun mín styrkst að einmitt þessir lipru, ódýru fjórhjóladrifsbílar eigi er- indi til hamingjusamra og blankra ís- lendinga (ef marka má viöhorfa- og gildismatskönnun). Eftir að hafa skoðað báöa fyrrnefnda bíla og reynsluekiö öðrum þeirra sýnd- ist í fljótu bragði vera um að ræða bíla af svipaðri stærð en þó með nokkuö ólíkum karakter: Pandan verklegri til torfæruaksturs og meö stærra far- angursrými, en Subaruinn meiri fólks- bíll, sneggri og hægt að fá hann fimm dyra. Hugvitssam/eg hönnun Víst er Panda 4x4 lítill bíll, aðeins 9 sentímetrum lengri en litli Suzuki og 9 sentímetrum breiðari. En þetta er mjög hugvitssamlega hannaður bíll og rými mjög vel nýtt. Raunar var Panda fyrsti bíllinn af nýju tískunni þar sem fengið er aukiö rými með því aö hafa bílinn hærri. Með því aö hafa bílinn 8 sentímetrum hærri en var í tísku, þegar biilinn var hannaður, vannst rými til þess að koma fyrir fjórum fullvöxnum manneskjum og furðu miklu farangursrými í bíl með aöeins 2,17 métra hjólhafi. Til þess aö gera bílinn einfaldari og ódýrari voru notuð hugvitssamleg brögð. Enginn gluggi er boginn í Panda og innréttingin er ákaflega hagkvæm og gefur fjöl- breytta möguleika. Hægt er að fella aftursæti niður, taka þaö úr bilnum eða breyta því í vöggu, eða þá gera svefn- pláss úr öllum sætum bílsins. Framsætin gefa ágætan stuðning við hliðar og mjóhrygg, en hnakkapúði er of lágur, nánast banakringlupúöi. Aftursæti hefur þann ókost að rass- tortan vill renna svolítið fram í setinu; og séu hné aftursætisfarþega fyrirferð- armikii ganga þau inn í bak framsætis- farþega vegna þess hve bak framsætis- inserþunnt (tilþessaðvinnarými). Einfaidieiki og hagkvæmni ofar útiiti Panda höfðar greinilega til ungs fólks sem leggur meira upp úr hag- kvæmni en íburði og ytra útliti. Ovenjulega mikið er af hillum og hólf- um fyrir smádót í þessum bíl og er skemmtilega hönnuð hilla fyrir smá- dót sem gengur þvert yfir bílinn undir „mæla” borðinu aldeilis þarfaþing. En enda þótt áklæði á sætum og hliðum séu sterk og praktísk er ekki víst að all- ir hafi smekk fyrir þeim hráa svip sem einkennir bílinn að innanverðu. Þeir sem kunnu að meta Citroen 2CV og Renault 4 og ungt fólk, sem setur ein- faldleika og hagkvæmni ofar útliti, eru að vísu heima hjá sér í Fiat Pöndu, en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.