Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Síða 52
52 DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið w. -"n Tony Sandy að störfum á hárgreiðslustofunni Smart i Kópavogi. DV-mynd Kristján Ari. Frá Korsíku Hann hefur komið skærum sínum í hár flestra stórmenna sem skreytt hafa stjörnuhimininn á síðari tímum. Þau árin sem allar frægustu stjöm- urnar sátu á Englandi, þ.e. 1964 — 1965, starfaði hann að hárskurði í Lundúnum og gekk á ull þeirra manna sem ekki létu lokk nema fyrir of fjár. Þeir Elton John, Cliff Richard, Paul McCartney og John Lennon treystu í Kópavoginn honum fyrir sínum kolli og sömuleiðis hertoginn af Bedford, svo nokkrir séu nefndir. Og nú sveiflar hann skærum sínum í Kópavoginum þar sem allir eru stjörnur. Hann heitir Tony Sandy. Reyndar hefur hann komið hér áður og skorið hár og tekið þátt í sýningum. Annars hefur hann síðan á Lundúna-- árunum lengst af búiö í Sviss og á Korsíku ásamt íslenskri konu sinni. Þeir feðgar Rainier og Aibert tóku á móti skútunni i Feneyjum. Ekkiá flæðiskeri staddur Rainier fursti af Mónakó hefur skenkt sjálfum sér nýja og glæsilega seglskútu. Nýja fleyinu var gefið nafniö Stalca n. Nafnið er sett saman úr upphafsstöfunum í nöfnum barna furstans þ.e. STefanie, ALbert og CAroline. Stalca H kostaöi aðeins 60 milljónir króna enda er ekki um neina hland- kollu að ræða. Skipið er nærri 30 metra langt og útbúnaður þess allur konung- legur. I áhöfninni eru fimm manns og hægt er að bjóða 15 mönnum far. Enn kemur Janni Spies á óvart Janni Spies hefur nú tekið gieði sina á ný. Einkaritarinn Lene Christensen viidi leiðbeina karlmönnunum. Síðustu fréttir af Janni Spies voru heldur dap- urlegar. Það er þó engin ástæða til að ör- vænta fyrir hennar hönd því nú hefur hún tek- ið gleði sína á ný og birtist hin sprækasta á götum Kaupmannahafnar fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Janni lætur sjá sig á götum úti. Það hafði jafnvel hvarflað að mönnum að ríka ekkjan væri far- in úr landi en það reyndist aldeilis ekki rétt. Janni hefur sem fyrr í mörgu að snúást. Auk þess að stjórna ferðaskrifstofunni sækir hún nú skóla og það er víst alveg nóg. Janni er þekkt fyrir ást sína á börnum — og hundum. Hugulsamir menn færðu Janni drykk i hita nætur- innar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.