Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. Félagasamtökin Vernd vantar tilfinnanlega sófasett fyrir annað heimili sitt í Reykjavík. Ef einhver er aflögufær, vinsam- legast hafi samband við Sigríði Heiðberg í síma 23611 milli kl. 6 og 8 á kvöldin. Jólaljósin í Hafnarfjarðar- kirkjugarði verða afgreidd frá og með föstudeginum 14. des. kl. 10—19 til og með 22. des. Lokað sunnudagana. Guðrún Runólfsson, Guðjón Jónsson (sími 43494), Ingibjörg Jónsdóttir (sími 78513), Ásdís Jónsdóttir (sími 52340). ÍTALSKIR DRENGJASKÓR Póstsendum Laugavegi 7 — Sími 1-65-84. Leður gólfmottur HAMRABORG 3, SÍMI 42011 KÓPAVOGI EDDUFELL 2, SÍMI 78100 Útlönd Útlönd Gas- og skordýraeitursverksmiðja í Indlandi, en tvær slikar eru lokaðar þessa dagana á meðan gengið er úr skugga um öryggi þeirra. Ibúar flýja burt úr nágrenni verk- smiðjunnar Þúsundir manna yfirgefa í dag gas- eitursvæðið í Bhopal á meðan sér- fræðingar, indverskir og bandarískir, búa sig undir að gera skaðlausar þær 15 smálestir sem enn eru eftir af gas- birgðunum. Þótt reynt hafi verið að fullvissa fólk um að engin hætta fylgi þessu starfi sérfræðinganna, vilja um 15—20 þúsund þeirra, sem búa í eldra hverfi Bhopal, ekki eiga neitt undir frekari eituróhöppum. Þetta fólk hefur flutt sig í fjarlægari hverfi, önnur byggðar- lög. Þaö er ætlunin að breyta birgðunum í skordýraeitur og mun það verk taka nokkra daga. Heitið er fyllstu aðgæslu og meöal annars munu þyrlur úöa vatni yfir umhverfi verksmiöjunnar á meðan. Talið er, að um 2500 hafi farist í eitruninni, en um 130 þúsund hafi orðið fyrir barðinu á eitrinu. Enn eru aö leita til lækna ný tilfelli. Þannig komu 60 nýir eitursjúklingar til Hamidia- sjúkrahússins í Bhopal í gær. Tjaldbúðum og bráöabirgöaskýlum hefur verið komið upp til þess að hýsa þessar þúsundir, sem flúiö hafa heimili sín vegna eitrunarinnar, en straumur- innburt hófstígær. I Nýju Delhí var efnt til mótmælaað- gerða fyrír utan sendiráö Bandaríkj- anna í gær þar sem aðstandendur fólks í Bhopal söfnuðust saman undir kröfum um bætur til handa bágstödd- um í Bhopal. Um leiö var þess krafist að starfsemi verksmiðjunnar yrði lögð niður. I Bombay hefur skordýraeitursverk- smiðju veriö lokað og annarri í Gujarat, á meðan fram fara rannsóknir á því hvort þær séu nægjan- lega öruggar. Leggja að Belgíu að setja upp eld- flaugastöðvar George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði í gær að belgísk- um ráðamönnum að hrinda í fram- kvæmd áætlun NATO um uppsetningu skotstöðva fyrir stýriflaugar, en Wil- fried Martens, utanríkisráðherra Belgíu, sló úr og í. Sagði Shultz að tregða Belgíu og Hollands til að axla sinn hlut þessarar áætlunar NATO spillti fyrir horfum um vopnatakmörkunarviðræður Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Belgar segjast vilja bíða þar til eftir viðræður Shultz og Gromykos í næsta mánuði með að meta, hvaö þeir geri í stööunni. — Hvorki þeir né Hollending- ar segjast draga í efa gögn Banda- ríkjamanna um aö Sovétmenn hafi f jölgaö kjamorkuhlöðnum eldflaugum (SS—20), sem þeir miöi á Vestur- Evrópu. En Belgíustjórn hafði þann fyrirvara á, þegar hún frestaöi upp- Breska herfræðiritið „Jane’s Defence Weekly”, sem þykir mjög áreiðanlegt, heldur því fram að Sovétmenn hafi mjög fjölgað SS—20 kjarnaoddaeid- flaugum sínum sem miðað er á ríki V- Evrópu. Eru þær sagðar orðnar 412 til 414 talsins. setningu nýrra eldflaugaskotstöðva í Belgíu, að hún vildi sjá til hvort Sovét- menn f jölguðu sínum. A utanríkisráöherrafundi NATO í Brussel í gær hét Shultz því aö ráðfæra sig náið við bandamennina í NATO um fyrirhugaöar vopnatakmörkunarvið- ræður sínar viö Gromyko. Verkfall hjá Sameinuðu þjóðunum Um 1000 starfsmenn í aöalstöðvum stofnunarinnar sem þeir sjá í gagnrýni stofur. — Aðalóánægjuefniö er þó Sameinuöu þjóðanna í New York lögöu á rekstrinum. — Samtímis var efnt til ákvöröun Bandaríkjastjórnar að halda niður vinnu í gær til að fylgja eftir kröf- mótmælaaðgerða hjá starfsmönnum eftir 9,6% staöaruppbótum sem starfs- um um launabætur. Jafnframt mót- SÞ í Manila á Filippseyjum, í Genf og liðið nýtur í New York. mæla þeir árásum á starfslið víðar þar sem stofnunin hefur skrif-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.