Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. 9 Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd _ iMarseille i f Bilbao**ÍL p Porto/v // a BARCELONA // ®MADRID Lisbon®/ SPAIN ACÖRES AZORES (Port ) ARQUIPELAGO DA MADflRA (Port ISLAS CANARiAS CANARY ISLANDS Santa Cruz .lSp * G Vj Conakry*®, SIKRRA LEON Monrovia LIBERIA CAME SAO TOME EQV£7»’ Máritanía er stórt og þurrt land. Saharaeyöimörkin fyrir noröan færist æ lengra suöur, og íbúar flosna upp í hrönnum um leið. Máritanía: Hershöfðingi bylti forseta Forseta Máritaníu var steypt af stóli í gær eftir blóðsúthellingalausa bylt- ingu. Þaö var yfirmaður hersins, Mo- hammed Maaouya Ould Si’ahmed Ould Taya, sem tók völdin af Mo- hammed Khouna Ould Haidalla, sem var aö koma heim eftir fransk-afríska fundinníBurundi. Fréttaskýrendur telja aö byltingin sé tengd því að fyrir 11 dögum viöur- kenndi Máritanía Saharalýöveldiö sem Pólisaríóskæruliðar hafa lýst yfir. Landsmenn og hópar innan hersins hafa löngum verið ósammála um af- stööuna gagnvart Saharastríöinu. Þegar Spánverjar drógu sig til baka frá fosfatnámum Saharaeyöimerkur- innar geröu Máritanía og Marokkó samning um að skipta svæðinu á milli sín. En Máritaníumenn gátu engan veginn staðist hinum algersk-líbýsk- studdu Pólisaríóskæruliöum snúning. Arið 1979, eftir átakalausa byltingu hersins árið áður, dró Máritaníuher sig til baka frá Sahara og kvaöst engan áhuga hafa á svæðinu. Með því að viðurkenna nú Sahara- lýðveldið telja margir að Máritaníu- stjórn hafi boöið heim hefndaraðgerð- um Marokkómanna. Taya hershöfðingi og hinn nýi for- seti hefur ekkert látið uppi um ástæður byltingarinnar. En lítill kærleikur var milli hans og Haidalla. Hinn fyrrver- andi forseti rak Taya sem forsætisráö- herra í mars á þessu ári, í meiri háttar hreinsun innan stjórnarinnar og hers- ins. Máritanía er þurrt land og lífsgæða- snautt. Það er á vesturströnd Afríku, sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Nær 70 prósent íbúanna eru márar sem tala arabísku, en aðrir eru negrar. Sri Lanka: 725 handtekn- ir og 6 drepn- ir i átökum Öryggislið á Sri Lanka hefur hand- tekið 725 grunaða tamílska skæruliöa eftir rúmlega tveggja daga útgöngu- bann. Embættismenn segja að sex skæruliðar hafi látist í átökum við her í Jaffnahéraðinu í norðurhluta eyjarinn- ar. Yfirvöld afléttu útgöngubanninu í morgun og fólk þyrptist í verslanir til að kaupa mat og nauðsynjar. Búast má við að Sri Lanka stjórn gefi út yfirlýsingu í dag þar sem hún Leiðtogafundur 1985 vegna Kýpurdeilunnar Leiötogar hinna tveggja hluta Kýpur hafa ákveðið aö hittast þann 17. janúar. Þeir hafa ekki fundað í fimm ár. Það var aöalritari Sameinuöu þjóö- anna, Javier Perez de Cuellar, sem skýröi frá þessu. Enn hefur ekki veriö ákveðið hvar þeir munu ræða saman. De Cuellar sagði í gær að eftir við- ræöur sínar við leiðtogana tvo, Denkt- ash og Kyprianou, heföi orðið ljóst að nægjanlegur árangur hefði náðst til að réttlæta toppfund. Enn er þó langt í frá aö Tyrkir og Grikkir á eynni í Miöjaröarhafi hafi komist að nokkru samkomulagi. Helstu ágreiningsatriðin eru skipting landsvæðis og hve mikla sjálfstjórn tyrkneski minnihlutinn mun hafa. mótmælir orðum indverska forsætis- ráðherrans, Rajiv Gandhi. Hann sagði á þriðjudag að öryggislið á Sri Lanka réðist á og dræpi indverska ferðamenn á eynni. Upplýsingaráðherra Sri Lanka sagði í gær að stjórnin myndi ræða ýmsar rangar staðhæfingar sem komiö hefðu frá Rajiv Gandhi. Kosningar fara fram á Indlandi um jólin og þangaö til er óþarft að búast viö að Indlandsstjórn gefi eftir gagn- vart Sri Lanka. Tamílar hafa mikil áhrif á stjórnmál á Suöur-Indlandi. URM AF GJAFAVÖRUM Breiðholtsbúar! leitið ekki langt yfir skammt! c Gjafablóm EDDUFELL 2, SÍMI 78100 öpið til kl. 21.00. öll kvöld. rtdií'Q af hinum vönduðu og glæsilegu cmmr~ verðlauna- sófasettum Úrvals leður- og tauáklæði Borðstofan frá klassískur glæsileiki fyrir þásem vilja eitthvað betra VÖNDUÐ VARA VIÐ VÆGU VERÐI BÚSLQm Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar: 45670 — 44544.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.