Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. 17 Menning Menning Menning Menning Fjallakríli og flóttakríli Fjallakrílin óvænt heimsókn. Höfundur: Iðunn Steinsdóttir. Teikningar: Búi Kristjánsson. Útgefandi: Bókhlaðan, 1984. Iðunn Steinsdóttir sendir nú frá sér aöra bók sína um fjallakrílin en fyrri bók hennar um þessar ævintýralegu verur kom út á síðasta ári. Krflasamfélagið Fúfú og fjallakrílin (1983) segir frá skrítnum verum sem búa uppi á ókleifu fjalli. Þau eru agnarsmá en injög ólík þó aö mannsmynd sé á þeim öllum. Þau búa hvert um sig yfir eiginleikum sem lesandi kannast við úr heiini inanna, en jafnframt eru krílunum gefin sérkenni sem undirstrika vel þessa eiginleika. T.d. er Hugi, hugsuðurinn í hópnum, afar höfuðstór og eiga fæturnir erfitt með aö bera þungann. Fausi þarf alltaf að vera fyrstur aö ná öllu og komast allt, til þess hefur hann hundraö hendur og hundrað fætur — sem flækjast reyndar stundum fyrir honum. Paufi er afar spakur og mikill náttúru- unnandi, málfar hans einkennist af notkun málshátta og spakmæla. Ponsa er fegurðardísin á fjallinu með gullið hár og gullkórónu og svo mætti lengi telja. Fjallakrílin leitast við aö skapa réttlátt sainfélag á fjallinu. Þau hafa náð langt í félags- leguin þroska þó að enn glími þau viö eigingirni og einstaklingshyggju, misríka, í fari sumra krílanna. „Betri er friður en bardagi" Þungamiðja nýju krílabókarinnar er, eins og nafnið gefur til kynna, óvænt heimsókn. Geimkríli lenda á fjallinu og eiga ekki afturkvæmt til fyrri heimkynna. Nú kemur til kasta fjallakrílanna aö skjóta skjólshúsi yfir þessi vesælu flóttakríli sem þeim finnst i hæsta máta óaðlaðandi, fágurgræn með rautt hár. Það sem er verst, er að venjur þeirra eru afar frábrugðnar krilasiðum og kastast því oft í kekki milli fjallakrílanna og gesta þeirra. Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir Viöhorf sumra fjallakrilanna endurspeglast í þ'eirri skoðun Sneglu að Grænlappa sé bara aðkomuki'íii og komi þeim ekki við. Samviska annarra kríla krefst þó meira rétt- lætis. Málamiðlari milli fjallakrila og ferðakríla verður Fúfú-fuglinn sem nú ungar út eggjum í skjóli fjallakrílanna. Hann hefur farið víða og kann hið einkennilega mái ferða- krílaiuia frá Funaf jalli. Paufi telur að betri sé friður en bardagi, spakmæli er innlegg hans í þessar deilur. En Hugi er sem fyrr sá semeygirlausnina: „Okkur er víst ölíum ljóst aö við sitjum uppi meö þessi aðkomukríli sein eru vægast sagt ólík okkur í siðum og háttum. Það sem hér hefur gerst sýnir ótvírætt að við megum búast viö frekari árekstrum ef þau reyna ekki hiö bráðasta að semja sig að siðum okkar fjallakrílanna. Besta leiöiii til að forðast inis- skilning í framtíöinni sýnist mcr vera að þau læri tungumáliö okkar.” (bls.72) Önnur ógn steöjar einnig aö fjalla- krílunum. Minkar taka sér bólfestu í geimfari grænu krílanna og girnast Kúfú-ungana en mikil barátta er háö þeim til verndar. Þetta veröur m.a. til að stuðla að samstööu fjallakríla og flottakríla. Ekki er þó aiveg utséð um hvernig sambúð krílakynþátt- anna tveggja verður háttað í fram- tíðinni. Ævintýraleg saga Frásögn Iðunnar er mjög viöburðarík og ævintýraleg. Hún er hugmyndaríkur höfundur og liöfðar áreiðanlega vel til imyndunarafls barna. Eftir þessa síöari bók hafa fjallakrílin tekið á sig býsna skýra mynd þó að kannski megi segja aö þau séu óþarflega mörg til aðauövelt sé að henda reiöur á þeim öllum. Is- lenskan á bókinni er afar góð. Iðunn talar enga tæpitungu við lesendur sina heldur kjarngott mál sem hún kryddar með fjölda spakmæla og málshátta sem veröa auðskíiin í samhengi sögunnar. Sannkölluö ís- lenskukennsla. Myndir eru vel gerðar sem og í fyrri bókinni. SERKEmÍLLGA'oTA BLOMAVERGLIJN LANDSÍNS 1 FJÓSÍ o, HLÖDU OAMLA BRZÍÐHOLTSB’VL/S/NS M<Dns,ntxke>finrz fiabcLn J/eséhú.si)> J « 'i ' k OJJ u-rinn. V O 'Arnabo.npa.bbLn fe.r úi L r^'njá okkur ha-fajóL<xtjJn CtLcirei. k u-icLann oq veLur faLiegasta komib undir /bak. Vtó -stondurr? JÓLcxkY’ÍLÖ t jólcLtr-Q-S$kógincLrr) uLl L kuLdcinurn í joL&trcs.skogtnu.rr? b b>órn Ln mab í TóL atré.s°>Jeojp i nn. rrinu -sew Joest. ukancLyrciy V&Lur ma.mnfar? ob se-Lja joLaLr&n Jfo f=>au haLcLt. *>ér joLask.ra-u.Lib vib fjósyllnn ha LnnoncLyra oc/ krakkarnir hjáLpcx tiL. OCr MÚ HEFUR. SJöOGURIMH _£ TsE- X- K A Ð- BKZ1ÐHOLTJ s,ÍA*i 109 KLYKfAVJL rozzs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.