Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. 13 hvorki meira né minna en þaö aö Bandaríkjamenn ætluöu aö flytja hing- að kjamorkusprengjur gegn kafbátum ef til styrjaldar drægi, án þess aö spyrja Islendinga leyfis. Þetta kom landsfeðrum eins úr jafn- vægi og þegar feimin og ósnert heima- sæta varö í gamla daga fyrir því aö slordóni plássins vaföi hana örmum fyrir allra ásýnd. Þeir vissu ekkert hvernig þeir áttu aö láta og töldu þetta ódæmi mikil. Að vísu rifjuðu þeir það upp að Arkin þessi heföi komið viö sögu hér áöur varöandi kjamorkumál og heföi nú étiö þaö ofan í sig sem hann sagöi þá, en engu aö síöur töldu þeir hina mestu nauðsyn bera til að kanna málið gaumgæfilega. Af málinu í heild er þaö aö segja aö þegar menn áttuðu sig á því hver kauði var, hljóönaði snarlega umræöan um hina virtu vísindastofnun og áreiöan- leikahans. Barnaskapur Allt var þetta sjónarspil óvenju klaufalega sett upp hjá þeim göngu- mönnum, en ekki vom viöbrögö lands- feöra síður barnaleg. Trúir því virki- lega einhver í alvöru aö ef til kjam- orkustyrjaldar dregur þá verði ein- hver íslensk ríkisstjórn spurð aö því hvaöa vopn megi vera hérlendis? Trú- Arkin og eignir manna ir því virkilega einhver aö hún verði Ef sú ógæfa dynur yfir mannkyn aö spurö aö því hvort hér megi vera her? til styrjaldar kemur milli risa veldanna Mikil lifandis skelfingar börn mega verður enginn spurður um eitt eöa menn vera ef þeir trúa því. neitt, hér eöa annars staöar. Land okk- ar veröur gert aö herstöö, vighreiðri, hvaö sem við segjum. Þar skiptir engu máli hvort viö erum í hernaöarbanda- lagi eöa ekki. Þaö er engin trygging fyrir því aö það herveldi noti Island sem er í sama hernaöarbandalagi og viö. Hitt risaveldið mun örugglega reyna aö ná landinu og flytja hingað kjamorkusprengjur. Þá myndu „vin- ir” okkarí Washington ábyggilega láta varpa hér helsprengjum ef þeir teldu nauðsynlegt til að eyöa stöðvum óvin- anna, alveg eins og Rússar myndu gera þaö ef Bandaríkjamenn sætu hér fyrir. Þessar upplýsingar Arkins eru því bamalegar, hvort sem þær eru sannar eöa ekki, og þaö eru einnig viðbrögöin viö þeim. Okkar eina von er aö þaö veröi ekki stríð og út frá því verðum viö aö miöa afstöðu okkar í alþjóölegu samstarfi, þar meö taliö afstööu til Nató. Ef viö trúum því aö vera okkar þar og dvöl vamarliösins hér sé lík- legri til aö hamla gegn ófriðarhættu en efla hana eigum viö aö haida óbreyttu ástandi, annars ekki. Af eignum manna Hin fréttin fær minna pláss í umf jöll- un minni. Hún birtist á baksíðu NT í síöustu viku og fjallaði um þá merku uppgötvun aö eignir manna færu ekki eftir tekjum. Þótti blaöinu þetta nokk- uð skrítiö. Þaö þótti mér líka, þar til ég las greinina. Þá kom nefnilega í ljós að miöaö var viö skattskýrslur. Þá fór nú máliö aö skýrast. Auðvitað fara eignir manna veru- lega eftir tekjum þeirra. En skatt- skýrslur og tekjur eru sitt hvaö. Það fólk sem undanfarin ár hefur haft rúm- lega miölungs tekjur í þessu þjóöfélagi og hefur taliö þær fram til skatts hefur ekki safnaö eignum. Þaö hefur verið mergsogiö af skattheimtu. En í hópi þeirra sem telja fram lágar tekjur og eru skattlitlir eða skattlausir úir og grúir af skattsvikurum, sem vitanlega hafa fjárfest skattsvikinn gróða í eign- um á undanförnum verðbólguárum. Það þarf engan speking tii aö vita aö þær eignir eru yfirleitt úr steinsteypu. Og það er mikill misskilningur aö halda aö þessir menn beri allir fína titla eöa séu fyrirferöarmiklir í þjóöfé- laginu. Þeir eru af öllum stéttum og bregðast öfugir við ef talað er um aö draga úr tekjuskattsálögum. Þar meö er verið aö „rýra kjör” þeirra, því ef hinn heimskulegi og óvinsæli tekju- skattur væri aflagður hefðu þeir ekkert eftirtilaöstela. En meira um þaö seinna. Magnús Bjarnfrcðsson. Kjallarinn INGÓLFUR Á. JÓHANNESSON SAGNFRÆÐINGUR OG KENNARI Á 9. bekkur að vera skylda? Alþingi hefur enn frestað skóla- skyldu í 9. bekk nokkrum sinnum. Ástæöur þess tel ég einkum vera t vær: — Verulega andstöðu bæði meöal kennara og almennings þótt aörir séu harðir meö. Andstaöan er mest úti á landi. — Stjórnvöld telja þaö of dýrt aö láta hana koma til framkvæmda. Er þá komið aö kjama málsins. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef halda 95% þeirra nemenda sem ljúka námi í 8. bekk áfram. Þeir veröa hins vegar aö borga bæöi námsbækur og mötuneytiskostnað að fullu sem aðrir nemendur grunnskólans þurfa ekki. Þetta er einkum þungur baggi fyrir dreifbýlisunglinga og foreldra þeirra enda mun, eftir því sem ég best veit, fráfall nemenda milli 8. bekkjar og 9. bekkjar vera mest í þeim sveitar- félögum sem bjóöa ekki upp á 9.' bekkjar nám í sveitarfélaginu sjálfu eöa heimanakstur til sh'ks skóla. Það er sem sagt verið að spara. Skammsýni hreppsnefnda og sjdings- semi gjaldenda sem Hannes Hafstein ráöherra óttaðist í umræðum á Alþingi 1907 aö gætu ráöiö ferðinni ef sveitar- félög yrðu sjálfráö virðast nú hafa tek- iö völdin hjá rikisstjórn og Alþingi. Skýlt er sér bak við það skynsamlega viöhorf aö fáir tugir unglinga, sem koma síöar til náms í 9. bekk, hafi illt af því aö vera neyddir til þess strax. Máhö er hins vegar einfalt eins og þingmenn Kvennalista hafa séö. Þeir hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar aö fela menntamála- ráðherra aö tryggja aö ríkissjóður gegni sömu skyldum hvað varðar f jár- framlög við 9. bekk grunnskóla og viö aöra bekki grunnskólans, án þess þó aö skólaskylda komi til. ” Eg fæ ekki betur séö en þetta sé ákjósanleg lausn á viökvæmu deilu- máh. Ingóifur Á. Jóhannesson. Hvaða iðngrein er i hættu? Framleiösla og bygging einingahúsa er í hættu vegna þess aö taka á forrétt- indin af þeim. Þetta er uppistaöan í kjallaragrein háttvirts þingmanns Kvennalistans, Kristínar Halldórs- dóttur, er birtist í DV föstudaginn 23. nóvember 1984. Mér brá svo aö ég settist niður og fór að mótmæla, því greinin er skrifuð af algeru þekkmgarleysi. Ég voná aö þeir þingmenn sem leggja þá tillögu til þingsályktunar fyrir Alþingi, sem felur í sér hróplegt ranglæti, sjái sóma sinn í því að draga þá tillögu til baka. Tillagan hljóðar svona samkvæmt grein Kristínar Hahdórsdóttur. „Alþingi ályktar aö fela félagsmálaráðherra aö sjá til þess, aö samþykkt húsnæöismála- stjómar frá 19. september 1984, um breyttar úthlutunarreglur húsnæöis- lána, sem taka eiga gildi um næstu áramót, nái ekki fram að ganga.” Svo mörg voru þau orö. Hvað er hin hagsýna húsmóðir og félagar aö fara fram á? Hún er aö fara fram á aö mis- munun sem hefur viðgengist megi alls ekki rifta, mismunun sem tUtölulega fáir sem hafa sterka aöstööu hagnast á. Kristín heldur því fram aö venju- legur byggingartími steinsteyptra húsa sé 18 mánuöir eftir fokheldi og lánaúthlutun sé viö þaö miðuð. Eftir þessu eru ekki byggö timburhús á hefð- bundinn hátt og menn hafa ekkert aö gera með peningalán fyrr en eftir aö húsin. eru orðin fokheld, meira aö segja ekki fyrr en 6 til 18 mánuöum eft- ir aö fokheldisvottorð er gefiö út. Hvort tveggja er reginvitleysa og væri þeim sem viö sendum á Alþingi Islendinga nær aö vinna að því aö laga og flýta úthlutun lána úr Bygginga- sjoöi rikisins. Svo talar þingmaðurinn um styttri byggingartíma einingahúsa en ef byggt er á hefðbundinn hátt. Mér er spurn, hvaö er þaö sem styttir byggingartíma þannig húsa? FlestalUr sem framleiða einingahús smíöa út- veggi, óeinangraða og óklædda aö innan, meö gleri í gluggum og útihurð, inni eða við verkstæöi og reka saman sperrur. Þaö er þaö eina sem framleitt er utan byggingarstaöar. Eg hef ekki trú á aö þaö muni neinu á tíma þó aö útveggir séu reknir saman annars staöar en á byggingarstaö og þurfi svo aö flytja þá langa vegu til aö reisa þá, annaö er byggt á staönum. Ég bíö bara eftir því aö heyra aö þaö sé fljótlegra aö byggja tU dæmis grunn vegna þess aö þaö á aö koma meö útveggina aö og reisa þá á þeim sama grunni. Kristín segir í grein sinni aö einingahús séu komin miklu lengra í byggingu þegar þau teljast fokheld. Eg get upplýst þingmanninn um aö fokheidisstig húsa sem byggö eru meö heföbundnum hætti og einingahúsa eru sambærileg í flestum tilfellum, eini munurinn er oftast sá að í eininga- húsum er oft komiö gler og útUiurö, en hver er kominn til aö segja aö þaö sé ekki komið í þau hús sem byggö eru á hefðbundinn hátt? Þingmaöurinn segir aö mun auöveidara sé fyrir þá efna- minni aö komast yfir húsnæöi, eins og hún oröar þaö svo snyrtilega, ég þykist vera búinn aö sýna fram á þaö hér aö framan aö þetta er blekking. Þá kemur hin hagsýna húsmóðir aö hag- ræðingunni og heldur því fram aö meú-i tími af byggingunni sé unninn innandyra og er þaö rétt, þaö munar ca 2 til 4 vikum ef einingar eru unnar innandyra. Eg hef séö þær smíðaðar úti. Enerþettasvomikiö atriði? Fyrr í grein Kristínar talar hún um að venjulégur byggingartími stein- steyptra húsa sé 18 mánuöir eftir fok- heldi og sé reiknað meö því, sem oft er gert, aö hús sé búið aö 1/3 fokhelt, þá er ekki óeðlilegt að reikna meö 9 mánuðum aö fokheldi (ég tek þaö f ram aö ég er ekki sammála þessum tölum). Þaö hlýtur aö vera hægt aö koma þessu þannig fyrir, aö menn vinni inni yfir versta tímann á árinu þegar 2/3 af verkinu eru unnir eftir aö búiö er aö loka húsinu. Þá kemur þjóöhagsleg hagkvæmni húsmóöurinnar. Þaö er aö mínu viti ekki þjóðhagsleg hagkvæmni aö byggja úr timbri eingöngu hér á islandi, við eigum aö nota eins mikiö af innlendu efni og viö getum en gæta þó náttúruverndar- sjónanniða. Er þaö hagkvæmt aö flytjaefnið 30 km inn í landiö og vinna þaö þar og flytja þaö svo hundruö km um landiö þar sem húsiö á aö rísa? Kjallarinn ÖRN INGÓLFSSON BYGGINGAMEISTARI, BREIÐDALSVÍK Svo kemur aö blessuöum dreifbýlis- áróöri borgarbarnsins. Eftir hennar upplýsingum eru einingahúsa- framleiðendur 21, þar af 6 í Reykjavík, 3 á Vesturlandi, 4 á Noröurlandi, 2 á Austurlandi, 1 á Suöurlandi og 1 í Vest- mannaeyjum. (Þetta gengur ekki upp, sennilega vegna þess aö fleiri en einn munu vera á sama staö). Nú kemur stór spurning, eigum viö sem vinnum viö húsbyggingar á öörum stöðum aö flytja allir á þessa staði, sem allt útlit hefur veriö á frá því aö mismununin á hefðbundnum byggingum og einrnga- húsum var ákveöinn? Þaö þarf ekki mörg innflutt hús á litla staöi til aö gera þeim sem hafa veitt þessa þjónustu ókleiftaðstarfa áfram. Eg skora á Kristínu, og þá sem með henni standa aö þessari óheillatillögu, aö endurskoða hug sinn og kynna sér málið miklu betur svo aö ég og minir líkar fái aö keppa á jafnréttisgrund- velli. Ég biö ekki um annaö. Örn Ingóifsson. • „Það er að mínu viti ekki þjóðhagsleg hagkvæmni að byggja úr timbri eingöngu hér á tslandi.” IÐNGREINIHÆTTU Kjallarinn Framleiðsla og bygging eininga- húsa hefur verið vaxandi atvinnu- grein nú siöustu árin. Þessi byggingarmáti hefur auöveldað mörgurn að koma sér upp húsnæði, sem ella hefðu átt erfitt með það. Nú er þessi iðngrein i nokkurri hættu, ef fram ná að ganga nýjar út- hlutunarreglur lána, sein samþykkt- ar voru i húsnæðismálastjórn 19. sept. sl. og ættu samkvæmt þeirri sainþykkt aö taka gildi um næstu áramót. Asamt þingmönnum úr öllum öörum flokkum og saintökum á Alþingi hef ég undirrituð þvi lagt frain cftirfarandi tillögu til þings- ályktunar: „Alþingi ályktar að fela félags- málaráðhcrra aðsjá til þess, aösam- þykkt hi'icngWSi«;int>la«;finrnar frá 19 úthlutunarreglur lána tU kaupenda slíkra húsa þess vegna miðast við að greiöa þau út á u.þ.b. 10 mánuöum frá fokheldi. Þess ber þó aö gæta, aö fokheldisstig húsanna eru engan veginn sambærileg, þar sem eininga- husin eru rniklu lengra komin i byggingu, þegar þau teljast fokheld. Með núgildandi úthlutunarreglum var þvi stefnt aö þvi að jafna aðstöðumun þeirra, sem kaupa ein- ingahús, og þeirra, sem byggja á heföbundinn hátt. Ennfremur áttu þær að stuðla aö bættri samkeppnis- stöðu innlendrar einingahúsagerðar gagnvart innflutningi slikra húsa. Að flcstra mati hefur þessum inark- miðum veriö náö. Kostur hinna efnaminni Framleiðsla og bygging eininga- húsa hefur auöveldað mörgum aö koma sér upp húsnæöi, sem ella hefðu átt erfitt með það. Þar skiptir öyggingartiminn meginmáli, en haiui er yfirleitt aöeins 3-6 inánuöir og getur raunar veriö enn skemmri. 1 flestum tilfcllum er húsbyggjandi fluttur inn, áöur en annar hluti lánsins er greiddur út. Það cr húsbyggjanda úmetanlegt hagraíði að geta flutt inn í hús sitt aöeins örfáum vikum eftir aö bygging þess hefst. Þess vegna eru einingahúsin kostur hinna efna- minni. Augljóst er einnig það hagræði að árið. Þaö væri öfugþróun aö færa meginálagstíma bygginga aftur yfir á færri mánuöi ársins. Þjóðhagsleg hagkvæmni Auk hagræðis og sparnaðar fyrir húsakauiændur og samfelldari og þægilegri vinnu við húsagerðina má benda á, að einingahús eru fram- leidd á ýmsum stöðum á landinu, þar sem mikilvægt er frá þjóöhagslegu sjónarmiði að hlúa að vaxandi at- vinnugreinum. 21 fyrirtæki framleiöir einingahús hér á landi, þar af 6 á höfuðborgar- svæðinu, en hin 15 dreifö um allt landið, á Akranesi, í Borgarnesi, Stykkishólmi, á Blönduósi, Siglu- firöi, Akureyri, Húsavik, Egils- stöðum, Höfn i Homafirði, Selfossi kristín HALLDÓRSDÓTTIR, ÞINGMAÐUR KVENNALISTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.