Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 24
24 DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. Myndbönd Myndbönd Vinsældalisti DV er unninn í samvinnu viö 10 stærstu mynd- bandaleigumar innan SlM auk Video-sport (3 leigur) og Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna( 6 leigur). 1. MISTRALS DAUGHTER 2. ANGELIQUE 3. CELEBRITY 4. DYNASTY 5. BLADERUNNER 6. SILENT MOVIE 7. YENTL 8. FALCON CREST 9. EDUCATING RITA 10. FLIGHT 90 11. ERTU BLINDUR, MAÐUR 12. TOOTSIE 13. RIPOFF 14. UNDERFIRE 15. THETOY 16. STRIPES 17. NEVER SAY NEVER AGAIN 18. ABSENCE OF MALICE 19. BLUE THUNDER 20. AIRWOLF JOLAMYNDBÖND !EFF BRJDGES .JOHNHUSTON ÍTERUNG HAYDEN .RICHARD 300NE. .ANTHONY PERKINS 2LIWALEACH n EMBA5: Eins og alkunna er hafa kvikmynda- húsin ávallt sérstakar jólamyndir seinni hluta desembermánaöar og svipaða sögu má segja af myndbanda- leigum, margt nýrra og athyglisverðra mynda kemur út á myndböndum hér- lendis nú rétt fyrir jólin. Hér og í næstu viku er ætlunin aö kynna aðeins það helsta sem kemur út fyrir jólin. Dreifingarfyrirtækið Bergvík sf. verður með þrjú athyglisverð mynd- bönd fyrir jólin. „Mini-seríurnar” The Gambler og Chiefs og myndina Memed my Hawk. The Gambler hlaut Grammy-verð- launin í Bandaríkjunum rfsíðasta ári en í aðalhlutverkum þar eru Kenny Rogers, Bruce Boxleitner og Linda Evans. Kenny leikur kúrekaþjóð- hetjuna Brady Hawks sem á í átökum við bófaflokk sem tekiö hefur son hans í gíslingu. Sér til aðstoðar í baráttunni hefur hann Billy Montana, sprengju- sérfræðing og hausaveiðarann Kate Muldoon sem hann hefur bjargað frá gálganum. Chiefs byggir á sönnum atburðum sem geröust í smábænum Delona í Suöurríkjum Bandaríkjanna. Ohugn- anlegt morö var framiö þar 1924, morö sem þrír næstu lögreglustjórar bæjar- ins veröa að glíma við skuggann af. Duran Duran á myndband Einhver vinsælasta hljómsveit á Islandi um þessar mundir er breska hljómsveitin Duran Duran. Lag þeirra „Wild boys” veöur upp alla vinsældalista hér og í síðasta Skon- rokki var myndband við lagið endur- tekið vegna fjölda óska. Fálkinn hefur gefið út myndband með hljómsveitinni sem byggir á tón- leikaferðalagi þeirra um Bandaríkin í ár. Ekki er eingöngu um að ræöa svipmyndir af tónleikunum sjálfum, en þá sáu yfir hálf milljón manns, heldur er einnig skyggnst um að tjaldarbaki á 24.000 km löngu ferða- lagi þeirra. .WINTER KILLS skáldsins Yashak Kemal og fjallar um átök haröstjóra í Tyrklandi við upp- reisnarmenn á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Meðal þeirra mynda sem Fálkinn. gefur út nú fyrir jólin má nefna The Benny Hill show, Lion in the Winter, Sicilian Cross, Winter Kills og Crazy News. Benny Hill hefur um 40 ára skeið ver- ið í hópi vinsælustu gamanleikara Bretlands en frá árinu 1950 hefur hann haft fastan vikulegan þátt í breska sjónvarpinu. Hann skrifar, leikstýrir og leikur allt í þáttum sínum sjálfur. Alls verða sex þættir gefnir út með Benny Hill fyrir jólin en síðan bætast við2áhverjuári. Lion in the Winter er stórmyndin með þeim Peter O’Toole og Katharine Hepburn í aðalhlutverkum og ættu margir aö kannast við þá mynd. Wint- er Kills skartar þeim Jeff Bridges, John Huston, Anthony Perkins og Eli Wallach í aðalhlutverkum en myndin greinir frá forsetakosningum í Banda- ríkjunum og samsæri sem kemur upp um aö myrða annan frambjóðandann. Sumir kannast eflaust við þáttinn „Not the nine o’clock news” í BBC en Crazy News er myndband meö nokkrum óborganlegum atriðum úr þeim þætti. -FRl Með aðalhlutverk fara Charlton Hest- on, Keith Carradine og Brad Davis. Mynd þessi var kosin mynd ársins í Svíþjóð á síðasta ári. Memed my Hawk er gerö af Peter Ustinov og fer hann með aðalhlutverk í henni ásamt Herbert Lom. Myndin byggir á þekktri skáldsögu tyrkneska RICHARD PRTOR IACKIE GLEASO! \X\*m bte ais te CDuli hefw* í«t\ jhvwwjI; ht* w«rtfcni ht? W tbe iiib ti all. RkikmT l*s tmvj - KM£ A5TKO%»j Kmn framhaíds- Wmitt 1 f blóð I og amerískur . olíu- ■fchifursti I BUFFALO BILL AND THE INDIANS Aðalhlutverk Paul Ncwman, Geraldine Chaplin og Burt Lancaster. Leikstjóri Robert Altman. Þetta er ein af betri myndum Alt- mans. Hér tekur hann fyrir fyrirbærið Buffalo Bill sem allir ættu að kannast við og gerir honum skil á sinn sérstaka hátt. Newman, sem hetjan, fer á kost- um í þessari mynd þar sem flett er of- an af þeirri hræsni sem fram kom í svokölluðum „Villta-vesturs sýning- um” skömmu fyrir aldamótaskiptin. Sirkus Buffalo Bill var þekktasta at- riðið á þessum vettvangi en flest atriði hans áttu að byggja á sögu Bills sjálfs. 1 raun var ekki um annað aö ræða en skáldskap vinar hans, blaöamannsins Buntline. Geraldine Chaplin fer með hlutverk Annie Oakley, konunnar sem skaut betur en nokkur karlmaður og þetta er eitt af fáum hlutverkum hennar sem maður hefur fellt sig við. -FRI THE TOY Aöolhlutverk Richard Pryor, Jackio Gleason. Leikstjóri Richerd Donner. , Fyndnasti maður Bandaríkj- anna” hefur veriö þrykkt á gaman- leikarann Richard Pryor. Ekki aö ástæðulausu því hann er oftast mein- fyndinn, eins og í þessari mynd. Hér leikur hann skítblankan blaöa- mann sem tekur að sér að skúra í stórmarkaði til að hafa fyrir matn- um. Kvöld eitt kemur eigandi stór- markaðarins í búöina ásamt ungum syni sínum að velja sér jólagjöf. Hann velur Pryor. Þar sem peningar geta keypt allt í Bandaríkjunum verður blaðamaðurinn leikfang son- arins og má þola ýmislegt. Myndin er óborganlega fyndin á köflum, enda tveir vanir menn í aðal- hiutverkum. Gleason fer með hlut- verk milljónamæringsins U.S. Bates sem á búðina. Hláturinn verður hins vegar svoldið súr á köflum því vart er það gamanefni að ein persóna eigi aðra. -FRI Angeliqua I—III Leikstjóri Bernard Borderie. Aðalleikendur: Michele Mercier, Robert Hossein og Jean Rochefort. Á sínum tíma voru bæði Angelique- sögumar og kvikmyndir geröar eftir sögunum mjög vinsælar hér á landi. Síðan eru liöin fimmtán til tuttugu ár og tíminn hefur ekki farið vel með þessar kvikmyndir. Sögumar gerast á tímum Lúðvíkanna í Frakklandi. Angelique er í byrjun ung og falleg bóndadóttir með s jálf stæðan vilja. Hún giftist rikum en ófríðum aðalsmanni sem hún hefur í byrjun fyrirlitningu á, en síðar takast með þeim ástir. Sælan er aftur á móti stutt. Hann er handtek- inn og dæmdur til dauöa og tekinn af lífi að því er virðist. Þaöan liggur leið Angelique í undirheima Parísarborg- ar. En Angelique var ekki ætlað að vera lengi í undirheimum. Vegur henn- ar innan hiröarinnar fer ört vaxandi eftir að hún er á annað borð komin þangaö. Hjá Angelique er samt alltaf efst í huga hefnd fyrir aftöku eigin- manns sins. Þrátt fyrir að tíminn hafi farið illa með Angelique-myndirnar er ekki að sjá annað á vinsældalistanum en að fólk kunni enn að meta hin rómantísku ævintýriAngelique. HK. JULIA Aðalhlutverk Jane Fonda, Vanessu Redgrave. Leikstjóri Fred Zinnemon. Þessi mynd hlaut þrenn óskars- verðlaun á sínum tíma, auk fleiri út- nefninga til þeirra. Tvo óskarana hlutu þau Vanessa Redgrave og Jason Robards fyrir leik sinn í mynd- inni en Robards fer á kostum sem rit- höfundurinn Dashiell Hammett. Julia fjailar um vináttu og sam- skipti tveggja kvenna á mUlistríðsár- unum, þeirra Liilian Hellman, bandaríska leikskáldsins, og Juliu, pólitískrar baráttukonu í Þýskalandi nasísmans. Fonda leikur HeUmann en Red- grave Juliu. Þessar tvær konur ólust upp saman sem börn og héldu vin- áttu sinni æ síðan gegnum þykkt og þunnt en myndin hefst skömmu eftir að nasistar komust til valda í Þýska- landi. Fyrir utan óskarsverðlaunin hlaut myndin nafnbótina „Mynd ársins” hjá bresku akademíunni. -FRI BLÁTT BLÚÐ OG AMERÍSKUR OLlUFURSTI (THE GRASS IS GREENER) Leikstjóri: Stanley Donon. Aöalleikendur: Cary Grant, Deborah Kerr, Robert Mitchum og Jean Simmons. The Grass Is Greener er gerð eftir vinsælu gamanleikriti sem gekk lengi. Hún fjailar um enskan lávarð sem á glæsilega höU en enga peninga og verð- ur að opna hana fyrir almenning. Kona hans er ung og faUeg og þegar amer- ískur oliumiUjónari rekst inn í höUina og gefur sig á tal við hana verður hún yfir sig ástfangin af honum og fer stuttu siöar tU aö hitta hann. Eigin- maðurinn, sem sér hvemig í pottinn er búið, gerir sínar ráðstafanir til að endurheimta eiginkonu sína. ... The Grass Is Greener er hin sæmi- legasta gamanmynd. Hún er gerð 1960 og er i þeim fémenna hópi eldri kvik- mynda sem eru i boöi á videoleigum. Að visu passa aöaUeikaramir frekar illa í hlutverk sín, en snjall texti bjarg- armyndinni. Einn stórgaUi er við umbúöimar. Fyrir utan fáránlegt íslenskt nafn á myndinni eru umbúðimar mjög frá- hrindandi og hvergi kemur fram hvert upprunalega nafn myndarinnar er. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.