Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 39
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Kemur allrí þjóðinni við Er hægt aö kalla framleiðslu á Atlantis-tölvunni íslenskan iönaö? Er ekki bara veriö aö púsla saman hlutum sem framleiddir eru erlendis? „Þetta er aö sjálfsögöu samsetning- ariðnaður. Þaö er alltaf spurning hvar á að byrja. Eg tel aö þaö sé hagkvæm- ast aö gera þetta á þennan hátt núna. Ef framleiðslan gengur vel er hugsan- legt að hægt verði aö byrja að fram- leiöa „komponenta”,” segir Leifur Steinn. Þannig er nefnilega mál með vexti aö flestir hlutir tölvunnar eru fram- leiddir erlendis. Þeir koma úr mörg- um áttum. Þetta er reyndar algengt í háþróuðum iðnaði þar sem sérþekking annarra aöila er notuð. Og varla mun vera til sá iðnaður sem framleiðir alla hlutifrárótum. „Við erum ekki að kaupa vörumerki. Við ráðum algjörlega okkar fram- leiöslu og hvaða hluti við notum í tölv- una. Viö notum innlent hugvit og verk- lag. Kassinn utan um tölvuna er búinn tilhérálandi.” Skjárinn sem fylgir tölvunni er ílutt- ur hingaö til landsins í heilu lagi. Hann kemur frá Bandaríkjunum en er reyndar framleiddur á Taiwan. Leifur Steinn segir aö þaö séu aðeins um f jór- ir aðilar í heiminum sem framleiði skjái fyrir tölvur. Skjárinn sem fylgir Atlantis er mjög góður, m.a. vegna Leifur Steinn sýnir okkur móðurborð töivunnar sem mun vist vera „hjarta tölvunnar þess að stafirnir eru gulir. Þeir sem vinna við þá þreytast ekki eins mikið. En hvað segir Leifur Steinn um framtíðina? „Við ætlum okkur ekki að stoppa við þessa framleiðslu. Nú ráðgerum við að hefja framleiðslu á ýmsum hlutum sem tengjast tölvum.” Leifur getur hins vegar ekki upplýst í hverju þessi áform felast því málið er ekki komiö á lokastig. Er þetta ekki bara óþarfa bjart- sýni? Eiga íslendingar einhverja framtíð fyrir sér á sviði tölvufram- leiðslu og tölvuútflutnings? „Hvers vegna ekki við? Við eigum oröið mikið af færum vísindamönnum og þaö er ekkert sem hamlar því aö við getum flutt út þessa þekkingu. Það þyrfti að breyta „strúktúmum” á islenskum sendiráðum. Þar eiga að sitja gallharðir bisnessmenn en ekki uppgjafa pólitíkusar. Þessir menn eiga að greiða götu íslensks iðnaðar erlend- is. Þetta fyrirtæki var stofnað af áhuga- mennsku og við bindum vonir við vax- andi skilning stjórnvalda á þessum iðnaði. Eg tel að þetta sé ekki lengur einkamál okkar sem stöndum á bak viö þetta fyrirtæki heldur mál allrar þjóð- arinnar,” segir Leifur Steinn Elisson, markaðs- og sölustjóri ATLANTIS. APH ATLANTIS-tölvan virðist vera snotur og þægileg tölva. Hægt er að nota allan hugbúnað sem ætiaður er m.a.lBMPC. ATLANHS — íslensk tölva Atlantis er eina íslenska fyrirtækið sem framleiðir einkatölvur. Það var stofnaö í byrjun sumars 1983.1 janúar í ár hófst síðan sölustarfsemi. Frá þeim tíma er búið að selja um 70 tölvur og allmargar eru í pöntun. Um þessar mundir er talið að fyrirtækið skapi at- vinnu fyrir um 12 manns. Vonir standa til að sú tala eigi eftir að hækka í nán- ustu framtíð. Mikið úrval er af hugbúnaöi fyrir tölvuna. Allur hugbúnaður sem ætlað- ur er fyrir einkatölvu IBM er nothæfur fyrir Atlantis-tölvuna. Þannig aðmenn geta gert sér í hugarlund að enginn skortur er á þessu sviði. Þá er vert að minnast þess að allar handbækur sem fylgja með íslensku tölvunni eru á íslenskri tungu. Annað væri að sjálfsögðu óeðlilegt. Algengt er að erlendir leiðarvísar fylgi með tölv- um af erlendu bergi brctnum. Lyklaborð tölvunnar er þægilegt. Is- lensku stafirnir eru staðsettir sam- kvæmt staðli sem iðntæknistofnun gef- ur út. Broddstafirnir koma rétt á skerminn. Komman kemur fyrir ofan bókstafinn. Hún er á tveimur hæöum eftir því hvort sleginn er lítill eða stór stafur. Við skulum ekki fjölyröa meira um þessa íslensku tölvu. Hún virðist vera svipuðum eiginleikum búin og aðrar einkatölvur. Hún kostar um 90 þúsund krónur og er ákaflega snotur útlits. „Þeir sem hafa sest niður við Atlant- is-tölvu og skoðað hana fordómalaust hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún stenst fyllilega samanburö viö er- lendar tölvur,” segir markaðsstjóri fyrirtækisins. Þá má geta þess að mörg forrit sem gerð hafa verið hjá Atlantis eru mjög vinsæl. Þar má nefna íslenskt rit- vinnsluforrit sem hefur náð miklum vinsældum. Sérfræðingar og leikmenn hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun fjár- málaráðuneytisins hafa ákveðiö að all- ar opinberar stofnanir, sem eru með Atlantis eða IBM einkatölvu eigi að nota þetta forrit. ^PH 1AR OG BESTÁ'* TÆKIFÆBISGJOFIE' HAFTDA ÖLLUM SEM Á AWUAÐ BORÐ FTOTA RITVÉL. ER ÞETTA BYLTING? NEI, ÞETTAER BROTHER BP 50 pappírs'breidd 241 mm. BP 30 hefur 3 leturstærðir, fjóra liti og 8 gerðir af linuritum. Leiðréttingar ma gera eftir 15 stafa skjá, sem sýnir allar stillingar vélarinnar. Breyting leturstærðar og lita fæst með pví að ýta á takka. Ótrúlegt en satt. PB 30. Komið og skrilið á Brother BP 30 hjá Borgarfelli strax í dag! Brother BP 30 er fyrsta ritvél sinnar tegundar í heiminum. Stærð 337x266x67 mm, þyngd 2,7 kg, BORGARFELL Skólavörðustíg 23, simi 11372.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.