Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hægt er að skila dýnunum innan 60 daga ef fólki líkar ekki við það sem það var að kaupa. Fimm ára ábyrgð er á öllum rúmum og dýnum. „Við erum að þessu í alvöru,” sögöu eigendumir, „og erum við alveg vissir um að þetta á eftir að veröa vinsælt hér á landl Þetta verður ekki bara smá- bóla sem síðan springur. Viö munum sjálfir setja upp rúmin fyrir fólkiö og gefa þær upplýsingar sem til þarf. En í raun er ekkert mál að eiga vatnsrúm. Þaö þarf aldrei að skipta um vatn, heldur þarf að setja tvær töflur, eins konar rotvarnartöflur, inn í vatns- dýnuna á sex mánaða fresti. Við munum fylgjast með því og hringja í viðskiptavinina til að minna þá á það.” Ætlunin er aö versla með svefnher- bergisskápa líka sem verða þá í stíl við rúmin, en nokkur bið verður á því- Náttborðin eru ýmist frístandandi eða fest á hliðar rúmsins. Hægt er að stjóma stífni dýnunnar með vatns- magninu. Sökkull er á öllum rúmun- um. Vínillinn á dýnunum er 15 prósent þykkari en gerist og gengur á öðrum dýnum. Eigendurnir sögðu að þegar fram Uðu tímar væri ætlunin að smíöa og út- búa hluta hér heima, til dæmis lökin og sökklana. Vatnsrúm hafa löngum verið talin góö fýrir gigtveikt fólk vegna stillanlegs hita. Einnig eru vatnsrúmin þannig að þau gefa eftir jafnt, sama hve þunginn er mikill á hinum ýmsu líkamspörtum, þannig aö nær óþarft er að bylta sér og snúa á alla kanta. Eins og áður sagði er verslunin til húsa á annarri hæö í Skipholti 5 en ætl- unin er að skipta um húsnæði þegar þaö gefst. Guðbrandur sagðist hafa talað viö nokkra húsgagnasala úti á lands- byggðinni og sýndu þeir nokkurn áhuga fyrir þessari nýjung svo að landsbyggöarfólkið getur unaö sér vel á vatnsdýnum einnig. „Já, úr því maöur eyðir nú um þriðjungi ævinnar í rúminu — af hverju ekki að láta fara virkilega vel um sig,” sögðu þeir félagar að lokum- -JI. ■<—----------------------■ Uppábúið rúm með vatnsdýnu. Vatns- rúmin komin til lands- ins Fyrsta sérverslun með vatnsrúm opnaði sl. laugardag að Skipholti 5, annarri hæð. Rúmin eru innflutt frá Noregi. öll rúmin eru norsk hönnun, en þau eru smíðuð ýmist í Noregi eða í Danmörku. Dýnumar eru bandarísk hönnun hins vegar. Eigendur verslunarinnar Vatnsrúm sf. eru: Knútur Hauksson, Guðbrandur Jónatansson og Jón Árni Rúnarsson. „Við erum svolítið á eftir tímanum á þessum vettvangi,” sagði Knútur. „Vatnsrúmin eru oröin mjög algeng í Bandaríkjunum og á hinum Skandinavíulöndunum en þetta sést ekki hér á landi. Ég fékk mér til dæmis vatnsrúm fyrir fjórum árum og nú get; ég ekki hugsaö mér annað rúm. Eg tók eftir því í byrjun að ég þurfti ekki aö sofa eins mikið vegna þess að maöur hvílist svo vel á þessum vatnsdýnum. ” Rúmin eru öll úr viði og er hann allur massífur. Rúmin kosta frá 15.000 og upp í 30.00 krónur og er hægt aö kaupa þaueinsér. Dýnurnar kosta hins vegar frá 16.000 krónum og upp í 23.000 krónur. Dýnunum fylgir hitari, öryggisnet og yfirlak. Hægt er að stilla hitastig vatnsins með hitaranum upp í 37°C. Rúmin eru öll klædd aö innan með sér- stöku öryggisneti. Síðan er yfirlakið notað ofan á vatnsdýnuna. Eina gerðina af dýnunum er hægt að kaupa í venjuleg hjónarúm. Guðbrandur lyftír upp dýnu sem hægt er að fá ihvaða rúm sem er — gömlu rúmin lika. Vatnsdýna þessi tekur afmikia vatnshreyfingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.