Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1964. Menning Menning Menning Menning Aðventutonleikar Mótettu- kórs Hallgrímskirkju Aðvcntutónleikar Mótettukórs Hallgríms- kirkju í Kristskirkju 9. desember. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Einsöngvarar: Sigríður Gröndal, Elísabet Waage, Einar öm Einarsson, Kristinn Sigmundsson. Á efnisskrá: verk eftir Daniel Speer, Leonard Lechner, Johann Eccard William Byrd, Johann Pachelbel, Johann Sebastian Bach, Johannes Brahms, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Giovanni Gabrieli og gömul sólmalög. Þótt Mótettukór Hallgrímskirkju sé ekki gamall kór, þá á hann sér þegar ákveönar heföir, meðal annarra aö syngja tónleika á aöventu. Aö þessu sinni var dag- skráin viðamikil og fenginn til liös- auki einsöngvara, homablásara, strengleikara og organista. Það voru karlaraddirnar sem hófu sönginn meö hátíðlegum lofsöng Maríu úr Gregoríönskum tíðasöng. Þeir sungu laglega en heföu mátt vera betur samtaka undir lokin. Þá var komiö aö homaflokknum litla sem hóf leik sinn meö snoturlega blásnum þætti eftir þann mæta mann Daniel Speer. Eftir Speer liggja nokkrar af skærustu perlum hátíða- blásaramúsíkur barokktimans. Ekki er ættin heldur ókunn meö öllu á tutt- ugustu öld, eigandi frægan arkitekt, en minna þekktan líffræðing og fslandsvin, svo einhverra sé getið. Undir meiri átök búinn Ur því má loks segja aö þáttur kórsins sjálfs hafi hafist. 1 Magnificat primi toni eftir Lechner söng Siguröur Halldórsson forsönginn. Þaö geröi hann vel, söng hreint, en heföi aö ósekju mátt beita sér meira. Siguröi viröist sýnna um aö syngja hreint og músíkalskt en aö þenja sig og er þaö vel því aö kraftur- inn kemur með tíð og tíma. Á sinn hátt er Sigurður nokkurs konar sam- nefnari fyrir kórinn. Þar hefur veriö lögð meiri áhersla á vöndun og fágun hins hreina tóns en kraftinn og þung- ann. Þó er greinilegt aö kórnum vex afl með hverjum tónleikum og úr þessu ætti aö vera áhættulaust aö Tónlist Eyjólfur Melsted bjóöa honum upp á meiri átök í söng en gert hefur verið til þessa. Góður liðsauki í flestu A framlag homablásaranna hefur áöur veriö minnst. Þeir unnu verk sitt af vandvirkni og smekkvísi. Hiö sama verður einnig sagt um strengjaleikarana og organistann. En auk hljóöfæraleikaranna sungu fjórir einsöngvarar með kórnum. Sigríður Gröndal söng einsöng í „Að jötu þinni Jesú hér” eftir Jóhann Sebastian Bach. Sigríður er ein mesta efnissöngkona okkar í dag. Þaö fór ekki fram hjá neinum sem fylgdist meö henni í söngvarakeppni Sjónvarpsins, að eins og hún fór meö Mozart gerir enginn nema vel músíkölsk söngkona meö úrvals- rödd. Og Sigríöi viröist ætla aö vinnast vel úr rödd sinni í framhalds- námi svo aö af henni megum viö vænta mikils í framtíöinni. — Elísa- bet Waage er vaxandi altsöngkona meö mikla fyllingu í rödd sinni og þarf umfram allt aö fá fleiri tækifæri til aö spreyta sig. — Einar Örn Einarsson minnist ég ekki aö hafa heyrt syngja á opinberum tónleikum fyrr. Rödd hans er lagleg en lítt mótuö enn og þarna virðist fljótt á litiö vera á ferðinni upplagt efni í lýrískan tenór. En hann skortir átakanlega reynslu og náöi ekki aö notfæra sér aö syngja í svo styrku einsöngvaraliöi og reyndar spurning hvort honum hafi verið nokkur greiöi geröur meö því að etja honum fram meö svo sterkum með- söngvurum. Kristinn sá um botninn og hjá honum var hann pottþéttur. Hann geröi sitt til aö styöja viö í kvartettinum og neytti aldrei afls- munar gegn sér veikari söngvurum. Liösaukinn reyndist Mótettukór Hallgrímskirkju í flestum efnum vel og jók á fjölbreytnina en kjami þessara ágætu tónleika var þó prýöis frammistaða þessa unga.bráöþroska kórs. -EM. KRAFTURINN í ÍSLENSKRIORGELTÓNUST Hljómplata með organleik Ragnars Bjömsson- ar með orgelverkum eftir: Pál ísólfsson, Jón Pórarinsson, Jón Nordal, Ragnar Björnsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Atla Heimi Sveins- son, Leif Þórarinsson og Þorkel Sigurbjöms- son. Tónmeistari: Bjami Rúnar Bjarnason. Pressun: Teldec, Hamburg og platan er bein- skorin, þ.e. Direct metal mastering. Hönnun umslags og skreyting: Jón Reykdal. Filmusetning. Edda. Prentun umslags og plötumiða: Offizin Paul Harping KG. Hamborg. Útgefandi: Islensk tónverkamiðstöð. ITM 4. Aö óreyndu myndu flestir ókunn- ugir halda aö vart væri hægt aö skrapa saman íslenska orgelmúsík, frambærilega, til aö fylia báðar síður einnar hljómplötu. Þaö grunar víst líka fæsta sem utan viö standa hversu auöugt íslenskt tónlistarlíf er. Eitt dæmi um styrk íslenskrar tón- sköpunar og tónflutnings er nýút- komin hljómplata meö leik Ragnars Bjömssonar þar sem hann leikur orgelverk átta íslenskra tónskálda. Minning frumherjans Leikurinn hefst meö Introduktion og passacagliu eftir Pál Isólfsson, einu mesta stórvirki ísienskra orgel- bókmennta. Kraftmikill leikur Ragn- ars minnir á vissan hátt á þann kraft sem streymdi frá doktor Páli sjálf- um viö orgelið. Kannski var þaö frumherjaandi hans sem hélt honum svo lengi gangandi. Kjarkur hans til aö takast á við erfiðustu verk var ótrúlegur. Fullvíst má telja aö hver meðalmaöurinn heföi látiö bugast fyrir sjúkdómi sem ágeröist. En ekki doktor Páll. Þegar ný lyf komu til hjálpar færöist hann allur í aukana viö orgelið og beinlínis jós snilli sinni yfir fóikiö. Þá sögöu þeir sem mundu aö hann léki eins og þegar menn höföu áöur talið hann á hátindi. Mér finnst sama neistann aö finna í leik Ragnars Björnssonar á þessari plötu. Metnaöurinn skín úr hverjum tóni og Ragnar fer sannkölluöum meistarahöndum um orgel Krists- kirkju. Ragnar Björnsson. Hljómplötur Eyjólfur Melsted Þá svelgdist Heklu á Fyrri hliö plötunnar er helguö þeim doktor Páli og Jóni Þórarins- syni. Jón er lærifaðir allra tónskáld- anna sem verk eiga á hinni hlið plöt- unnar. Skiptingin milli plötuhliöanna er vel til fundin þar sem annars veg- ar eru hreinir brautryðjendur en hins vegar þeir sem njóta þess að aka þá braut sem hinir ruddu. — Ein- hverjum kann að hafa þótt þaö stór biti aö kyngja aö ætla sér aö frum- flytja sex sálmaforleiki í einu og gjarnar hent gaman að því aö meira aö segja Heklu hafi svelgst á. Ég ætla að ókunnugum, sem fá aö kynn- ast íslenskri orgelmúsík af þessari plötu, svelgist líka á. Enginn reiknar aö óreyndu með þvílíkum músíkölsk- um slagkrafti hjá smáþjóö sem byggir útsker í norðri. Næstum alfullkomið Þaö er ekki aöeins leikurinn og músíkin sem er fyrsta flokks á þess- ari plötu. Upptakan er meistara- stykki út af fyrir sig. Þaö er ekki síst aö þakka frábærum vinnubrögöum Bjama Rúnars Bjamasonar, sem fá aö njóta sín í hágæöa eftirvinnu, að platan er svo góö sem raun ber vitni. — Umbúðirnar eru af sama tagi, hreint listaverk. Skreyting Jóns Reykdal er táknræn. I henni birtast stílfærðar orgelpípur, eöa stuöla- berg, logandi af krafti eins og annað á plötu þessari. Guömundur Emils- son skrifar greinargóða lýsingu á flytjanda og höfundum á fylgiblaði. Þótt á einum staö gæti misræmis á milli hins enska og íslenska texta, sem Sölvi Eysteinsson þýddi ásamt Guðmundi (í textanum er málum blandiö hvor þeirra valinkunnu herramanna og þrælapíska Swarow- sky eöa Richter hafihaftmeiriáhrif á Ragnar), skiptir þaö næsta litlu máli. Kannski aö misræminu hafi verið viljandi inn skotið til aö girða fyrir aö menn freistuðust til aö halda aöplatan væri alfullkomin. EM ÞURRAR HEIMILDIR FÁ UF, UT OG VÆNGI Hannes Pétursson: MfSSKIPT ER MANNALÁNI Heimildarþættir II. Bókaútgáfan Iðunn 1984. Þegar fyrri bók heimildaþátta Hannesar Péturssonar kom út 1982 vakti hún óskipta athygli þeirra, sem þjóölegum fróöieik unna. Tvennt bar einkum til: Þar var reynt aö leiöa tii vegs á ný vandaöa frásagnarhefð frá þeim Gísla Konráössyni og Espólín, er á sér rætur aftur í fomum Is- iendingaþáttum, og gæöa frásöguna nýju lífi og iaufi auðugs og skapandi málfars. Og þetta tókst betur en aörar tiiraunir af svipuðu tagi. Hannes Pétursson geröi stutta grein fyrir tilrauninni í lokaorðum bókar sinnar og skilgreinir þarm.a. verk af þessu tagi svo: „Söguþáttur reistur á heimildasöfnun, heimildaþáttur, er íslenskt ritform aö því er helst verð- ur séð, íslenskt í líkingu viö rímur til aömynda”. Vinnubrögöin viö þetta eru fólgin í vandlegri leit og könnun heimilda, gagna, munnmæla og jafnvel vett- vangsskoöunar, og síðan samantekt og niðurskipun efnis og ritun þáttar, án þess aö vitnað sé sýknt og heilagt í heimildir meö tilvitnunum, nema í meginmáli og iítillega neðanmáls, og þannig forðast aö spilla lestrarleiö- inni í textanum meö torfærum, hvörfum og hnútum sífelldra tilvís- ana í heimildir, en sú þurrö er of oft leggjabrjótur í samfylgd lesenda og sagnfræöinga, sem fórna málprýði sinni fyrir sannanir. Hannes sagði hins vegar sinni vöntun í þessum efn- um til réttlætingar: „Lesendur veröa aö treysta því, aö hvaö eina sem fest var á þessi blöð styðjist við þaö, sem höfundur vissi fyllst og rétt- ast þegar hann samdi þættina”. Og vel sé honum fyrir þaö að leggja ekki málfák sinn í leggjabrjót sannana- sagnfræöinnar. Þess vegna tókst honum líka aö gefa okkur gersemi nýrrar sagnalistar úr gömlum málmi. Nú er önnur bók heimildaþáttar Hannesar komin út, örlítið þynnri í spjöldum en sú fyrri, en meö sömu kostum. Efni þáttanna í fyrri bókinni var töluvert ítækt, en þættirnir í þessari síöari eru heldur þynnri á síöuna. En málprýöin og vöndunin ijóma ekki síður af þeim en hinum fyrri. Og það gerir þættina aö þeim feginsfeng sem þeir eru, fremur en sjálft frásöguefnið. Jafnoka þess má finna í ýmsum öðrum bókum. I þessari seinni bók heimildarþátt- anna eru fjórar frásagnir. Hin fyrsta nefnist Andlit augnalaust, og segir frá þeim fræga Skagfirðingi og gem- ingamanni Jóni godda, sem víöa hef- ur áöur komið við sögur austan hafs og vestan. Sögurnar af honum eru allmergjaðar, ýkjubornar og ósam- kvæmar, og hafa verið efldar til áhrifa eftir þörfum meö ýmsum hætti í skemmtanalífi baöstofunnar. Hannes reynir aö draga Jón godda út úr þessum myrkviði fram í dagsljós- iö meö því aö þræða heimildir og greina öngstigið milli sögu og sagna, en þaö er víöa tæpt og torfgróið. En þetta er iíklega burðamesti þáttur- inn í bókinni. Bókmenntir Andrés Kristjánsson Þátturinn Jakobsævi myllusmiðs er mannlegri og jafnframt nálægari sérkennilegs hrakhólamanns á næst- liðinni öld, listalagins steinsmiðs og járnbrasara, sem gerði eð eigin tí- und 40 vatnsmyllur, setti veðurfestar á 9 timburkirkjur, og hjó til og letraði a.m.k. þrjá tugi legsteina og fann sér fró í því aö beygla og bægja systursína. Sögubrot af Eyjólfum tveim er ekki mikiila örlaga en þó meinlegra, og endalokin í Reykjafossi eru auð- vitað minnileg tíðindi, sem hlutu aö lifa og kalla á upprifjun aödragand- ans, sem ekki var jafndramatískur í sjálfúm sér. Síðasti þátturinn nefnist Þúfna- koilar og bögur og er meö öörum blæ, sýnir kannski hnýsilegt lífsafbrigöi, en ekki neitt fádæmi. Hins vegar er hann ljós vitnisburður um björgun- armátt bögunnar í lífskreppunni fyrr og síðar. Vísur Einars á Reykjarhóli, þarna birtar, eru margar snoturlega geröar og liðlegri en títt var á þeirri tíð og þar kemur fram þroskaöra skopskyn en algengt er í gömlum og gráum glettuvísum. Dæmi — Hannes segir: „Kátleg smáatvik úr sveitalífinu örvuöu Einar bónda til vísnageröar. Tveir menn, auknefndir Rógur og Stóri-Sannleikur, flugust á í réttum. Einar kvaö, og fannst mörgum sú vísa þjóðgóö: Þaö var mikið þrælatak, þvert á móti kærleikanum, sveöjuna þegar Rógur rak í rassgatiö á Sannleikanum”. Þetta er víökunnur húsgangur og hefur veriö ýmsum eignaöur, en Hannes hefur traustar heimildir um faðernið. Auövitaö má segja, að umbúöirnar og aðföngin aö kjama þessara þátta séu allmiklar viðjar, en þær eru ekki af verri endanum. Ættfærslan og samferðafólkið, jafnvel stundir og staöir, eiga sér þar langar sögur, og stundum er sem aðalpersónan sjálf og raunverulegt tilefni þáttarins komi ekki aö fullu fram á sviðið fyrr en í þáttarlok. Hannes segir sjálfur um þetta í eftirmála fyrri bókarinn- ar: „Alls kyns smásmuguleg fræösla var uppi höfð. I heimildaþáttum er hún hluti formsins, svo sem ættfærsl- ur og ártöl og aftur ártöl, sé þeirra völ. Þó er vitanlega hverjum höfundi sett í sjálfsvald, hve langt hann kýs. aö ganga í þess konar smásmygli. Þáttur, allsendis laus viö hana, er ekki réttnefndur heimildaþáttur”. Þetta er auövitað hverju oröi sann- ara og raunar auðskiliö. Utangátta- mönnum finnst ef til vill leiöigjarnt aö brjótast gegnum öll þessi sviös- tjöld, en þegar þátturinn er lesinn til loka sér maður ljóslega, hve lífs- dæmiö og aldarhátturinn fá mikiö líf oglitafþessu. En málfeguröina og lýsingamátt tungutaksins ber yfir annaö. Leikur Hannesar aö talsháttum í þessum þáttum er tii aö mynda alveg ein- stakur og honum bregst varla rökvís- in eða smekkvísin í öllum þeim til- brigðum. Slík málbeiting er ekki aö- eins túlkun eöa tjáningartæki sögunnar, sem sögð er, heldur einnig óaöskiljanlegur hluti hennar, jafnvel gildari en efnið. Ég held aö óhætt sé aö segja, að þessir þjóöfræöaþættir beri af flestu því, sem nú á stundum er sett nýtt á blað í greininni. A.K.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.