Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. Vextir, bankar og sparisjóðir Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innistæöur þeirra yngri eru bundnar þar til þeir veröa fullra 16 ára. 65—74 ára geta losaö innistæður meö6 mánaöa fyrir- vara, 75 ára og eldri meö 3ja mánaöa fyrir- vara. Reikningamir eru verötryggöir og bera 8% vexti. Þriggja stjörnu rcikninga er hægt að stofna meö minnst 500 þúsund króna innleggi. Upp- hafsinnleg og hvert viöbótarinnlegg er bundiö í tvö ár. Reikningamir eru verötryggöir og meö9% vöxtum. Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóöum eöa almannatryggingum. Inni- stæöur eru óbundnar og nafnvextir eru 24%, ársávöxtun 24%. Þessi bók er óverötryggö. Sérbókin fær strax 23% nafnvexti. 2% bæt- ast viö eftir hverja þrjá mánuöi sé innistæöa óhreyfö. Arsávöxtun getur þannig oröiö 28,6%. Bókin er óbundin en óverötryggö. Búnaðarbankinn Sparibók meö sérvöxtum er óbundin meö 28% nafnvöxtum og 28% ársávöxtun, sé inni- stæöa óhreyfö. Vextir eru færöir uin áramót og þá bornir saman viö vexti af 6 mánaöa verðtryggöum reikningum. Reynist þeir gefa meiri ávöxtun er mismun bætt á Sparibókina. Af hverri úttekt dragast 1,8% í svonefnda vaxlaleiöréttingu. Sparibókin skilar því ekki aröi nema innistæöa standi í minnst tvo mán- uöi óhreyfö. Iðnaðarbankinn A tvo reikninga i bankanum fæst IB-bónus. Overötryggöan 6 mánaöa sparireikning með 23,0% nafnvöxtuin og verðtryggðan reikning meö 6 mánaða uppsögn og 3,5% nafnvöxtum. Bónusinn er 3,0% i báöum tilvikum. Fullur bónustimi er hálft almanaksárið. Hann tekur þó gildi strax og reikningur er stofnaöur og gildir til loka viökomandi miss- eris, sé ekki tckið út. Síöan veröur reikningur- inn að standa án úttektar allt næsta misseri til þcss aö bónusréttur haldist. Arsávöxtun á óverðtryggða reikningnum meöfullum bónus er27,7%. Hægt er aö breyta í verðtryggingu meö sérstakri uinsókn. Landsbankinn Kjörbók er óbundin meö 28% nafnvöxtum og 28% ársávöxtun sé innistæða óhreyfö. Vextir eru færðir um áramót og þá bomir saman víö ávöxtun 6 mánaöa verðtryggðra reikninga. Reynist hún vera hærri er mismun bættá Kjörbókina. Af hverri úttekt dragast 1,8% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar því ekki aröi nema innistæða standi í minnst tvo mán- uði óhreyfð. Samvinnubankinn Innlegg á Hávaxtareikniugi ber stighækk- andi vcxti. 17% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuð- inn 18,5'%, 4. mánuðinn 20,0%, 5. mánuðinn 21,5%, 6. mánuðinn 23,0%, eftir 6 mánuði 24,5%, og eftir 12 mánuði 25,5%. Sé tekið út standa vextir þess timabils það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 27,1%. Vextir eru færðir hvert misseri og bornir sainan við ávöxtun 6 inánaöa verðtryggðra reiknínga. Sé hún betri færist munurinn á Há- vaxtareikninginn. Útvegsbankinn Vextir á reikningi meö Abót em 17% nema þá heila almanaksmánuði sem innistæða er óhreyfö. Þá reiknast hæstu vextir i gildi í bankanum á óverðtryggðuin reikningum, nú 24,7%, sem gefur 26,2% ársávöxtun sé inni- stæöa óhreyfð allt áriö. Mánaöarlega er ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs sparireiknings borin saman við óverðtryggðu ávöxtunina. Reynist hún betri færist munurinn með vöxtum á ábótina í árs- lok. Verslunarbankinn Kaskó er óbundín sparisjóösbók með 17% nafnvöxtum. 31. desember ár hvert er bætt við uppbót sem jafngildir hæstu ávöxtun inn- lána eins og hún hefur verið í bakanum þaö ár. Uppbótartímabil eru þrjú, janúar — april, mai — ágúst og september — desember. Uppbótarréttur skapast við stofnun reikn- ings og stendur út viðkomandi tímabil sé ekki tekið út. Rétturinn gildir síðan hvert heUt tímabil, enda sé ekki tekiö út. Ef tekið er út gilda sparisjóðsbókarvextirnir aUt viðkom- anditímabil. Sparisjóðir A Trompreikningi færast vextir sé inni- stæöa óhreyfð. 17% fyrstu 3 mánuðina, 4.-6. mánuð 20,0%, eftir 6 mánuði 24,5% og eftir 12 mánuöi 25,5%. Hæsta ársávöxtun er 27,1%. Ef innistæða er óskert í 6 mánuði er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings. Sé hún betri færist munur- inn á Trompreikninginn. Ríkissjóður Spariskírteini ríkissjóðs eru að nafnveröi 1.000,10.000 og 100.000 krónur. Þau eru bundin til 12.11.1987, verðtryggð með8% vöxtum. Sölustaðir eru Seðlabankinn, viðskipta- bankar, sparisjóðir og veröbréfasalar. Ríkisvbriar eru ekki boönir út í desember. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lifeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstiina. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og á- unnin stig. I.án eru á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstima og stigum. Iánin eru verðtryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtími eftir lánum er mjög misjafn, breýtilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði eftiraðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi skiptir um lifeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyirisjóðum. Náfnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin veröur þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1.000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 24,0% nafnvöxtum og verður innitæöan í lok þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0% vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex mánuðina. Þá er innistæðan komin í 1.120 krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir seinni sex mánuðina. Lokatalan verður þann- ig kr. 1.254.40 og ársávöxtuninn 25,4%. Dráttarvextir Eftirfarandi reglur gilda nú um dráttar- vexti í reikningsviöskiptum: Þegar kunngcrðir skilmálar eru fyrir hendi er hámark dráttarvaxta frá eindaga til greiðsludags 2,75% á mánuði eða fyrir brot úr mánuöi. Vaxtavextir reiknast ekki nema van- skil standi lengur en 12 mánuði, þá 2,4% á mánuði. Sé dagvöxtum beitt miðast þeir við 33,0% á ári. Af verðtryggðuin og gengistryggðum skuld- bindingum eru dráttarvextir 5% á ári til við- bótar samningsvöxtum þegar verðtryggingu eða gengistryggingu er haldið á skuldinni sjálfri. Þegar sérstakir skilmálar eru ekki fyrir liendi er hcimilt að reikna dráttarvexti jafn- háa og vexti á 12 niánaða sparireikninguin. Vísitölur Lánskjaravísitala mælir í flestum tilfellum verðbætur á verðtryggö lán. Hún var 100 stig í júní 1979.1 descmber 1984 er lánskjaravísital- an 959 stig, 2,24% hærri en í nóvember. Byggingarvísitala fyrir síöasta ársfjórðung 1984 er 168 stig miðað viö 100 stig í janúar 1983. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÚÐft 1%) INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA SÉRLISTA 3 S 11 5 3 S n ii 1 5 !i 4 * 11 Ú | II I i II i'| INNLÁN ÚVERÐTRYGGÐ SPARISJ0OSBAKUR úbundei mnstæða 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 1700 17.00 17.00 SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsogn 2000 21.00 20.00 20 00 20 00 20 00 2000 20.00 20.00 20.00 6 mánaða uppsogn 24 50 26 00 2450 24.50 2300 24.50 23.00 25.50 24.50 12 mánaða uppsogn 25.50 27.00 25.50 24 50 25.50 24.70 18 mánaða uppsogn 27.50 29.40 27 50 SPARNADUR LANSRÉTTUR Sparað 3 5 mánuðt 20.00 21.00 20.00 20.00 20.00 20.00 20.00 20.00 innlAnsskirteini Sparaó 6 mán. og meea 2300 24.30 2300 20.00 23.00 2300 23.00 TEKKAREIKNINGAR Til 6 mánaða 24.50 26.00 24.50 24.50 2450 24 50 24.50 24.50 24.50" AvisanareArangar 15.00 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 1200 HlaupareArangar 9.00 12.00 12.0Ú 12.00 9.00 12.00 12.00 12.00 INNLÁN VEROTRYGGO SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsogn 4.00 300 300 2.00 4.00 2.00 300 2.00 4.00 6 mánaða uppsógn 6.50 550 650 3.50 6.50 5.00 6.00 5.00 6.50 INNLÁN GENGISTRYGGO GJALDEYRISREIKNINGAR BandaríkjadoKatar 9.50 9.50 9.50 9.50 9.50 800 9.50 9.50 9 50 9.50 Sterbngspund 950 950 9.50 9.50 9.50 8.50 9.50 9.50 9.50 9.50 Vestur þýsk mörk 4.00 4.00 400 4.00 400 400 400 4.00 4.00 4.00 Oanskar krónur 9.50 9.50 950 9.50 950 8.50 950 9.50 9.50 9.50 LITLÁN ÚVEROTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR Iforvexte) 24.00 2300 23.00 24.00 23.00 23.00 2400 24.00 24.00 ViOSKIPTAVlXLAR llorvextir) 24.00 24.00 24.00 24.00 ALMENN SKULDABREF 26.00 2600 25.00 2600 25.00 26.00 2600 26.00 26.00 VIOSKIPTASKULDABRÉF 28.00 28.00 28.00 28.00 28.00 HLAUPAREIKNINGAR Yfxdráttur 26.00 25.00 24.00 26 00 24.00 2500 26.00 26.00 25.00 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULOABRÉF Aó 2 1/2 ári 7.00 7.00 7.0C 7.00 7.00 7.00 7.00 7.00 700 lengri en 2 1/2 ár 8.00 8.00 800 8.00 8.00 800 800 800 800 UTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU VEGNA INNANLANDSSOLU 1800 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00 1800 18.00 VEGNA UTFLUTNINGS SDR reikramynt 9.75 9.75 9.75 9.75 975 9.75 9.75 9.75 9.75 DRÁTTARVEXTIR 2.75% A MANUOI 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 3300 33.00 33.00 33.00 1) Sparóióóur HafnarfjwAar, Sparojóður VBSfmarmaayja og Sparisjóóur BoJungarvíkur bjóöa 25.50% nafnvextí með luestu ársávoxtun 27.10%. 2) Spausjóður BoJunparvfkur býður 7% nafnvexti. í gærkvöldi í gærkvöldi Af leiðingin af því sem koma skal Þáttur Einars Sigurössonar um Eþíópíu í sjónvarpinu í gærkvöldi var til fyrirmyndar. Hann var fag- mannalega unninn. Samtenging hungurs og hrauka af keti og smjeri frá Evrópubandalaginu var til þess fallin aö vekja áhorfendur til um- hugsunar. Fréttir sjónvarps voru meö sínu hefðbundna sniöi. Islenskur lista- verkasali kaupir málverk fyrir meira en tvær milljónir á uppboði í Kaupmannahöfn. Frétt Boga Ágústs- sonar i Kaupmannahöfn af þessu máli var myndskreytt meö fornri mynd af Kjarval. Síöan var Guömundur Ingi þulur látlaust á skjánum. Ef ekki er völ á vandaöri vinnubrögöum heldur en hér birtust áhorfendum sýnist nærlægara aö út- varpið hafi starfsmann sinn í Kaupmannahöfn en ekki sjónvarpið. Fréttamynd af konum meö ungabörn á svölum Alþingis heföi átt aö vera til fyrirmyndar. Slíkt var myndefniö. Þess í staö birtist okkur mynd sem frekar heföi átt heima undir um- fjöllun um fjölföldun myndbanda, í sama fréttatíma. Myndgæöin voru svo afleit aö engu likara var en aö alþingismaður heföi stýrt vélinni en ekki tæknimaöur sjónvarps. Kannski er þetta af- leiðingin af því sem koma skal, eins og kallinn sagöi. Er ekki brostinn flótti í tækniliöiö? Þyrnifuglar er ágætur þáttur þótt á honum sé fullmikill sunnudagsblær fyrir minn smekk. Hollustuþættir Laufeyjar hafa líka veriö prýöilegir. Henni hefur tekist aö fá til liðs við sig óþvingaöa og ágæta viðmælendur. Utvarpsfréttir í gærkvöldi voru góöar sem fyrr. Hjaltlendingar eru nú staddir hér á landi. Sjónvarpið birtir viðtal viö ráðamann á sviöi sjávarútvegs. Utvarpiö tekur viötal við íslenskan athafnamann sem búiö hefur í 14 ár á Hjaltlandseyjum. Á þessu tvennu er grundvallarmunur útvarpinu í hag. Auðvitaö höföar fréttin meira til okkar þegar rætt er við Islending. Ég ærist ef auglýsingageröarmenn hætta ekki aö nota burkna í sjónvarpsauglýsingar. Óskar Magnússon. Auður Sveinsdóttir Laxness: Tek alltaf þátt í morgunleikfiminni Utvarpiö er mitt uppáhald. Eg hlustaði í gær á þátt Bjargar Einarsdóttur sem mér finnst góöur. Ég tek alltaf þátt í morgunleikfim- inni. Stjórnandinn er meö góðar æfingar en mér finnst tónlistin ekki nógu taktföst og hún truflar mig. Málþáttum og þáttum um daglegt mál hef ég einnig gaman af. 1 gær- kveldi hlustaöi ég síðan á nútímatón- list Þorkels Sigurbjömssonar. Eg hef gaman af svoleiðis tónlist svo fremi sem ég fæ tækifæri til aö hlusta í ró og næöi. Mér finnst þættir þar semér veriö aö blanda saman tónlist og töluðu orði ekki góöir. Ég vil fá aö hlusta á þetta í sitt hvoru lagi. En í heild er ég ánægö meö útvarpiö og hef mikinn félagsskap af því. I sjónvarpi horfi ég alltaf á fréttir og veðurfregnir. Eg sá í gær mann- eldisþáttinn og fannst mér hann ágætur. Myndin frá Ástralíu var þokkaleg en það sem einkenndi þátt- inn ööru fremur voru frískir leikarar og svo nýtt umhverfi. Ég er orðin leiö á þessu enska og bandaríska efni sem sýnt er mjög mikið af. Eg horfi alltaf á islenskt efni þegar þaö er á dagskrá sjónvarpsins. Hlutur þess mætti gjarnan vera meiri. Andlát Ármann Pétursson lést 7. desember sl. Hann var fæddur 25. nóvember 1913 á Skammbeinsstöðum í Holtum. For- eldrar hans voru Pétur Jónsson og Guöný Kristjánsdóttir. Lengst af starf- aöi Ármann hjá embætti tollstjóra. Eftirlifandi eiginkona hans er Jóhanna Stefánsdóttir. Þau hjónin eignuðust þrjá syni. Utför Ármanns verður gerð frá Bessastaöakirkju í dag kl. 13.30. Tryggvi Sigfússon, frá Þórshöfn á Langanesi, lést í sjúkrahúsi Kefla- vikur 4. desember sl. Utför hans verður gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. desember kl. 10.30. Erlendur Ólafsson frá Kiöafelli í Kjós, Laugavegi 45, andaöist í Landspít- alanum 11. desember. Einar Magnússon, Víkurflöt 6 Stykkis- hólmi, veröur jarðsunginn frá Stykkis- hólmskirkju laugardaginn 15. desember kl. 14. Ferö verður frá Umferöarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 8 fyrirhádegi. Ingibjörg Jörundsdóttir verður jarösungin frá kirkju Fíladelfíu- safnaðarins föstudaginn 14. desember kl. 13.30. Vilborg Pétursdóttir, Skeiöarvogi 139, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. desember kl. 15. Guöbjörg Þorsteinsdóttir, áöur til heimilis aö Mjósundi 1 Hafnarfiröi, lést á Sólvangi 12. desember 1984. Tilkynningar v. I kvöld, fimmtudaginn 13. des., heldur hljóm- sveitin Kikk hljómleika í veitingahújsinu Safari frá kl. 22—01. Allur ágúði rennur til hjálparstofnunar kirkjunnar vegna hungurs- neyðarinnar í Eþíópíu. Jólatrésafhending Föstudaginn 14. desember kl. 17.00 verða tendruð ljós á jólatré því sem Kristiansand, vinabær Keflavikur í Noregi, gefur Kefl- víkingum. Bjöm Eiden, 1. sendiráðsritari norska sendi- ráðsins, afhendir tréð en Hilmar Pétursson, formaður bæjarráðs, veitir þvi viötöku. Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík leikur undir stjórn Jónasar Dagbjartssonar og kór Keflavíkurkirkju syngur jólalög undir stjórn Siguróla Geirssonar. Að lokum koma jóiasveinar í heimsókn. Afmæli i i Bæjarstjórahjónin á Seltjamarnesi eiga fimmtíu ára afmæli í dag og á morgun. Frú Gyða Siguröardóttir, kona bæjarstjórans er fimmtug í dag, 13. desember, en á morgun, 14. þ.m., veröur Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri fimmtugur. Heimili þeirra er á Miöbraut 29 þar í bæ. 1 tilefni afmæl- anna ætla hjónin aö taka á móti gest- um í félagsheimili bæjarins milli kl. 17 og 20 á morgun, föstudag, afmælisdegi Sigurgeirs. 75 ára er í dag, 13. þ.m., Gissur Páls- son, Kaplaskjólsvegi 31, rafvirkja- meistari og ljósamcistari í Iönó um langt árabil. Hann tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar í Grjótaseli 3, eftir kl. 16ídag. Vinnustofur Kópavogshælis eru opnar almenningi í dag. DV-mynd Bj.Bj. Kópavogshæli: Vinnustof urnar opnar I dag, fimmtudaginn 13. desember, verða vinnustofur Kópavogshælis með opið hús fyrir almenning. Er þetta í tilefni af því aö nú er liðið eitt ár síðan Iðjuhús Kópavogshælis var vígt. I vinnustofunum verða til sýnis og sölu munir sem vistmenn Kópavogs- hælis hafa gert. Einnig gefst fólki kostur á aö kynna sér þá starfsemi sem fram fer á vinnustofunum. Þær veröa opnar frá kl. 9—16 og eru allir velkomnir. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.