Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. Uppboð verður haldið að Hótel Borg, Gyllta sal, sunnudaginn 16. des- embernk. ki. 15.00 e.h. 1 * Þar verða m.a. seldar gamlar íslenskar bækur prentaðar í Hrappsey, á Hólum, að Leirárgörðum, i Viðey, á Akureyri, Kefla- vík og Reykjavik. í Oxford, New York, Stokkhólmi, Kaupmanna- höfn, London og viðar. Einnig verða seldar allmargar frumútgáfur ieikrita eftir Henrik Ibsen. Þá verða seld gömul Ijósmyndaalbúm með merkilegum íslenskum Ijósmyndum, einnig „frimerkjabiokk" útgefin af Al- þýðuflokknum árið 1938 og gömul íslandskort. Gripirnir verða til sýnis að Hverfisgötu 52, laugardaginn 15. desemberkl. 14.00—18.00. V Bókai Listaverkauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. Bókavarðan, Reykjavik. ÓDÝR KVENSTÍGVÉL Póstsendum Laugavegi 1 — Sími 1-65-84 Hinu nýja einkabílastæöi Alþingis i miðbænum er lokað með keðju og lás. DV-mynd S. FLEIRIEINKASTÆÐI FYRIR ALÞINGI í GAMLA MIÐBÆNUM Mikil óánægja er hjá mörgum sem starfa í miöbænum í Reykjavík með að bílastæðinu bak við Oddfellowhús- ið hefur verið lokað og það tekið und- ir einkastæði fyrir alþingismenn og starfsfólk Alþingis. Bílastæði þetta hefur undanfarin ár verið notað af fólki sem starfar í miðbænum og öðrum. Hefur ekkert verið fyrir það gert þar til nýlega að tekið var tU við að malbika það. En þegar því verki lauk var því lokað með keðju og tUkynningu um að þetta væri einkastæði Alþingis. Er mikU óánægja með þetta því stæðið stendur að mestu autt aUan daginn. Á sama tíma þurfa aörir sem ekki starfa við Alþingishúsið að aka um aUan miöbæinn í leit að stæöi á morgnana. Er vont að finna slíkt án þess að greiða í stöðumæU eöa borga dagleigu. Margir hafa kvartað undan þessu og óskað upplýsinga um kostnað við gerð þessa nýja einkastæðis fyrir Alþingi. Fátt virðist vera um svör og er hiti í mörgum í miöbænum út af þessumáUnúna. -klp- Flugleiðir missa Nígeríuflugið Flugleiðir hætta flugi fyrir Kabo Air í Nígeríu ummiöjan janúar næst- komandi. A fundi fuUtrúa flugfélag- anna í London fyrir skömmu varö ljóst aö ekki yrði af endumýjun samningsins sem geröur var snemma árs 1981 tU f jögurra ára. I frétt frá Flugleiðum segir að ástæður þessa séu meðal annars þær að núverandi stjórnvöld í Nígeríu stefni að því aö flugvélar, sem annast atvinnuflug í landinu, veröi allar skrásettar þar og þeim ein- göngu flogið af innlendum flugmönn- um. Flugleiðir hafa haft eina Boeing 727 þotu í Nígeríu. Henni hafa flogið flugmenn félagsins. Flugvirkjar þess hafa annast viðhald. Vegna loka Nígeriuverkefnisins kann svo aö fara aö nokkru færri flugmenn verði ráönir til Flugleiða á næsta ári en gert var ráð fyrir. -KMU. JOPPTÍU’ í TÖLVU A Gljúfrasteini, Dyr dauðans og Fimmtán ára á föstu eru bækumar sem standa efst á fyrsta „topptíu” bóka- lista sem bókaútgefendur standa fyrir nú í ár. Félag bókaútgefenda hefur nú fengið til liðs við sig tölvutækn- ina við gerð lista yfir sölumestu bækur í yfirstandandi jólavertíð. Þaö er fyrirtækiö Kaupþing sem sér um gerð bókalistans. Upplýsingar eru fengnar frá 26 bóka- veíslunum á landinu um sölumagn bóka. Líklegt er að verslanir þessar selji um 40 prósent bóka í öllu landinu. Bókaverslanirnar voru valdar í hlutfalli við íbúafjölda í hverju kjördæmi. Gert er ráð fyrir að gefðir verði tveir svona listar á næstunni. Einn í næstu viku og annar eftir jól. Þessi listi sem nú var birtur gefur marktækar upplýsingar um sölu bóka vikuna 3. til 9. des. Nú eru komnir út um 300 bókatitlar og taliö að þeir verði um 350. Það eru færri titlar en í fyrra en þá komu út um 475 bókatitlar. Sala á bókum hefur verið nokkuð treg undanfarin tvö, ár. Svo setti langt verkfall bókagerðarmanna strik íl reikninginn. Verðlag á bókum hefur hækkað um 10—15 prósent frá því í fyrra. Bókavinsældalistanum er skipt í þrennt: Frumsamd- ar bækur, þýddar bækur og bama- og unglingabækur. Bókaútgefendur vilja ekki gefa upp magn seldra bóka þessa vikuna. Listinn gefur því engar upplýsingar um það hvernig þessir bókatitlar standa gagnvart hver öðrum hvað sölumagn snertir. APH 10 MEST SELDU FRUMSAMDAR ÍSLENSKAR BÆKUR VIKUNA 3. TIL 9.12.1984. 1 A GLJÚFRASTEINI EDDA ANDRÉSDÚTTIR 2 GUDMUNDUR SKIPHERRA SVEINN SÆMUNDSSON KJÆRNESTED NJÖRDUR P. NJARÐVÍK OG 3. EKKERT MÁL FREYR NJARÐARSON 4. JÚN G. SÚLNES HALLDÚR HALLDÚRSSON 5 VIÐ ÞÚRBERGUR GYLFI GRÖNDAL 6 MEÐ KVEÐJU FRÁ DUBLIN ÁRNIBERGMANN 7 LÍFIÐ ER LOTTERÍ ÁSGEIR JAKOBSSON 8 EYSTEINN - IBARÁTTU OG STARFI VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON 9 ALFREDS SAGA OG LOFTLEIÐA JAKOB F. ÁSGEIRSSON 10 GEFÐU ÞIG FRAM GABRÍEL SNJÚLAUG BRAGADÚTTIR 10 MEST SELDU ÞÝDDAR BÆKUR VIKUNA 3. TIL 9.12.1984 1 DYR DAUÐANS ALISTAIR MACLEAN 2 ÁTÖK Í EYÐIMÖRK HAMMOND INNES 3 í NÆTURVILLU DESMOND BAGLEY 4 SYSTURNAR FRÁ GREYSTONE VICTORIA HOLT 5 TREYSTU MÉR ÁSTIN MÍN THERESA CHARLES 6 JÚLAÚRATÚRÍAN GÚRAN TUNSTRÖM 7 KYNEÐLIOG KYNMÖK A.K. LADAS. B. WHIPPLE OG J.O. PERRY 8 SIGUR ÁSTARINNAR BODIL FORSBERG 9 VERTU ÞÚ SJÁLFUR WAYNE W. DYER 10 j GILDRU Á GRÆNLANDSJÖKLI DUNCAN KYLE 10 MEST SELDU BARNA- OG UNGLINGABÆKUR VIKUNA 3. TIL 9.12.1984 1 FIMMTÁN ÁRA Á FÖSTU EDVARD INGÚLFSSON 2 BRÚÐIR MINN LJÚNSHJARTA ASTRID LINDGREN 3 SJÁÐU MADDITT, ÞAÐ SNJÚAR ASTKID LINDGREN OG ILON WIKLAND 4 TÖFF TÝPA Á FÖSTU ANDRÉS INDRIDASON 5 JÚLÍUS KLINGSHEIMfJAKOBSEN 6 TRÖLLABÓKIN JANLÖÚF 7 MED VlKINGUM PEYO 8 KARL BLOMKVIST OG RASMUS ASTRID LINDGREN 9 Í RÆNINGJAHÖNDUM ÁRMANN KR. EINARSSON 10 KÁRILITLI i SKÚLANUM STEFÁN JÚLÍUSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.