Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 22
22 DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. 23 fþróttir íþrótt íþróttir Southampton grátt leikið — og QPR áf ram í Milk Cup QPR lék Southampton sundur og saman á Loftus Road, leikvelli sínum í Lundúnum, í gærkvöid í þriö ja leik liðanna í Milk Cup. Sigraði 4—0 (3—0), og það stóð ekki steinn yfir steini í vörn Southampton á gervigrasinu. Gary Waddock skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mín. en áður hafði Peter Shilton varið frábærlega frá John Gregory og auk þess hafði Gregory átt skot í þverslá. Warren Neill bakvörður skoraði annað mark QPR og fyrirliðinn, Terry Fen- wick, það þriöja fyrir leikhléið. í síöari hálfleik skoraði Ian Stewart fjórða mark Lundúnaliðsins sem ieikur við Ipswich á útivelli í 8-liða úrslitum 15. eða 16. janúar. í FA-bikarkeppninni sigraði Hereford Plymouth, 2—0, og leikur á heimavelli við Arsenai í 3. umferð. hsím. Þórarar slakir gegn Stjörnunni Frá Friðbirni Ó. Valtýssyni, Vestmannaeyjum. Stjarnan úr Garðabæ vann auðveldan sigur á Þór hér í Vestmannacyjum í gærkvöld í 1. deildinni í handknattleiknum, 24—19, eftir 7—11 t hálfleik. Stjarnan var alltaf sterkara liðið í leiknum gegn slöku Þórs-iiði og hafði forustu frá upphafi til enda. Það er erfið fallbarátta framundan hjá Þórurum. Þeir verða auðveid bráð hvaða 1. deildar liði sem er ef þeir leika áfram eins og í gærkvöld. Þeir Hannes Leifsson og Magnús Teitsson, sem lék þó lítiö, voru bestu menn Stjömunnar en Sig- björn Oskarsson hjá Þór. Þórarar tóku aöeins við sérframanaf s.h. Minnkuðu þá muninn í 10—12, síð- an 13—15 en síðan sprakk allt hjá þeim og eftirleik- urinn var auðveldur. Mörk Þórs skoruðu Sigbjörn 7, Herbert Þorleifs- son 4/2, Gylfi Birgisson 3, Oskar Freyr 2, Steinar Tómasson 2 og Elías Bjarnason eitt. Mörk Stjöm- unnar: Hannes 7, Magnús 5/2, Eyjólfur Bragason 4, Hermundur Sigmundsson 3, Sigurjón Guðmundsson 2, Gunnlaugur Jónsson, Ingimar Haraldsson og Guðmundur Þórðaron eitt hver. Dómarar Rögn- valdur Erlingsson og Gunnar Kjartansson og höll- uöu heldur á heimamenn. Sjö af leikmönnum Þórs vikið af velli, þremur í Stjörnunni. 11. deild kvenna sigraöi Þór, Akureyri, IBV 21— 18 í Eyjum í gærkvöld. FÓV/hsím. Létt hjá Tottenham Miðherji Tottenham, Mark Falco, gerði raun- verulega strax út um viðureign Bohcmians og Tottenham í UEFA-keppninni í Prag í gærdag þegar hann skoraði eftir aðeins sjö mínútur. Tony Galvin gaf vel fyrir og Falco skallaöi í mark. Eftir markið þurftu Tékkarnir að skora fjögur til að sigra. Á því áttu þeir aldrei möguleika. Leikurinn var grófur og sjö leikmenn bókaðir, þar á með Graham Roberts sem þar með missir fyrri leik Tottenham í 8-liða úrslitum. Einnig Falco og Miller og fjórir Tékkar. Jafntefli varö, 1—1, Prokes tókst að jafna á 51. mín. Fleiri urðu ekki mörkin og UEF A-meistararnir sigruöu því 3—1 samanlagt. Tékkneska liðiö, sem er vel efst í 1. deildinni tékk- nesku, lék ekki nálægt því eins vel í gær og í fyrri leik liðanna í Lundúnum. Völlurinn erfiður. Hiti við frostmark, Glenn Hoddle slasaöist á hné rétt í lok fyrri hálfleiks og var fluttur beint á sjúkrahús. Mabutt kom í hans staö. Löngu fyrir leikslok flykktust áhorfendur af velli, svo vonlaust var það þó Tékkar væru meira með knöttinn. Lið Tottenham var þannig skipaö. Clemence, Perryman, Roberts,- Miller, Houghton, Stevens, Hoddle (Mabutt), Chiedozie, Falco Crooks (Thomas 87. mín.) og Galvin. -hsím. Celtic tapaði Austurríska liðið Rapid Vín sló Celtic út í Evrópu- keppni bikarhafa á Old Trafford í Manchester í gær- kvöid. Samanlagt 4—1. Peter Pacult skoraði eina markið í gær á 18. min. og lítið annað gerðist í leikn- um. Hins vegar á Celtic yfir höfði sér sektir eða jafnvel bann í Evrópukeppni vegna framkomu áhorfenda. Yfir 40 þúsund komu frá Glasgow. í f.h. var þremur flöskum kastað að leikmönnum Rapid og í þeim síðari varð að stöðva leikinn þegar einn áhorfenda hljóp niður á völlinn og sló markvörð Kapid í andlitið. Lögreglan sagði í gær að mál yrði höföað gegn tveimur áhorfendum. hsím. Þorbjörn Jensson—fyrirliði landsliðsins, styðst við hækjur þessa dagana. DV-mynd KristjánAri. LANDSLIÐS- FYRIRLIÐINN FRÁ KEPPNI Þorbjörn Jensson hef ur verið skorinn upp við meiðslum í hné Þorbjörn Jensson, fyrirliði íslenska iandsliðsins t handknattleik, þarf að taka sér þriggja vikna frí frá hand- knattieik og mun hann ekki leika meö Valsmönnum gegn Stjörnunni á laug- ardaginn og FH á miðvikudaginn kem- ur. — Ég hef lengi fundið til í hné og eftir að hnéð var speglaö kom í ljós að liö- þófi var eyddur, sagði Þorbjörn í stuttu spjalli við DV í gær. Þorbjörn var skor- inn upp á mánudaginn og veröur hann að taka sér frí frá handknattleik næstu þrjár vikurnar. Hanr, cr nú á hækjum og má ekki fara að stíga í fótinn fyrr en í næstu viku þegar búið er að taka saumana úr. Það er mikið áfall fyrir Valsmenn aö missa Þorbjörn í þeim erfiðu leikjum sem framundan eru hjá þeim — gegn Stjörnunni og FH. -sos Fyrsta tap Dundee Utd. í Evrópukeppni í heimavelli í 5 ár — Man.Utd. sigraði 3-2 í UEFA-keppninni í gærkvöld „Þessi leikur gat endað á hvorn veg- inn sem var, mikið jafnræði með liðun- um. Opinn leikur tveggja sóknarliða og tvisýnn. Spenna mikil ailan leikinn og varnarmistök áberandi hjá báöum lið- um,” sagði kappinn kunni, skoski landsliðsmaöurinn hér á árum áður Dennis Law, eftir að Man. Utd. hafði sigrað Dundee Utd., 3—2, í UEFA- keppninni í Dundee í gærkvöld og því samanlagt 5—4. Fyrsti tapleikur Dundee-liðsins á heimavelli í Evrópu- keppni í fimm ár og leikurinn bauð upp á gífurlega spennu. Enska liðið þó allt- af fyrra til að skora. Strax á 12. mín. skoraði Man. Utd. Fékk aukaspyrnu sem Duxbury tók, Strachan og Stapleton léku saman við vítateiginn. Af varnarmanninum Narey fór knötturinn til Mark Hughes sem skoraði örugglega hjá McAlpine, hinum 37 ára markverði sem hélt liöi sínu á floti með stórleik á Old Trafford fyrir hálfum mánuði. Heimaliöið haföi þó byrjað betur og markið kom eins og köld vatnsgusa framan í áhorfendur. Þeir voru eins margir og frekast rúmaöist, 22.250, en aðeins 500 þeirra frá Manchester. Dundee Utd. tókst fljótt að jafna. David Dodge skoraði á 25. mín. eftir fyrirgjöf Sturrock. Vörn Man. Utd. hriplek og miðverðirnir McQueen og Duxbury unnu varla skallaeinvigi í vítateignum. Skotarnir nýttu það meö því að dæla öllum aukaspyrnum inn í vítateiginn og þar var Frank Staple- ton, miðherjinn, oftast besti varnar- maðurinn. Man. Utd. komst aftur yfir á 40. mín. eftir hornspyrnu Strachan. Stapleton skallaði aftur fyrir sig að markinu og varnarmaðurinn McGinnis sendi knöttinn í eigið mark. Tveimur mín. Ósanngjarn sigur hjá FH gegn Breiðabliki — sigraði með tveggja marka mun, 25-23, í 1. deild ígærkvöldi Það er ekki hægt aö segja að íslands- meistarar FH hafi átt skilið að fara með sigur af hólmi gegn Breiðabiiki í leik liðanna í 1. deild í handknattleik í Hafnarfirði í gærkvöldi. FH sigraði, 25—23, eftir að staðan í leikhiéi hafði verið jöfn, 11—11. Leikurinn var jafn allan tímann og Blikarnir lengst af mun ákveðnarí. Dómarar leiksins voru allan tímann mun hagstæðari FH-ingum og um þverbak keyrði í byrjun síðari hálf- leiks þegar þeir vísuöu Kristjáni Þ. Gunnarssyni af leikvelli fyrir lítið sem ekkert brot. Þetta hafði slæm áhrif á leik nýliðanna og menn stóðu á öndinni af undrun. FH-ingar byrjuöu leikinn á þvi að misnota tvö vítaköst, Kristján skaut í stöng og Hans lét verja frá sér. Jafnt var á öllum tölum til leikhlés og það var ekki fvrr en í lokin að FH-ingar náðu að sigla fram úr. Mörk FH: Hans 6, Kristján 5 (1 v.), Þorgils Ottar 5, Guðjón 4, Pálmi 4 og JónErlingl. Mörk Breiðabliks: Kristján Hall- dórsson 8 (1 v.), Björn 6 (3 v.), Aðal- steinn 4, Kristján Þ. 2, Magnús 2 og Brynjar2. Leikinn dæmdu þeir Hákon Sigur- jónsson og Arni Sverrisson og dæmdu þeir mjög illa. Voru mjög hliðhollir FH-ingum. Sérlega var Arni slakur. -SK Urslitin ÍUEFA • í Prag: Bohemaians Prag (Tékkóslóva- kia) Tottenham 1—1 (1—1). 17.500 áhorfend- ur. Mörkin: Mark Falco 0—1 á 8. min. og Prokes 1—1 á 51. min. • Tottenham vann samanlagt 3—1. • I Sarajevo: Zeljeznicar (Júgóslavíu) — Craiova (Rúmeníu) 4—0 (2—0). 20þús. áhorf- endur. Mörkin: Skoro (32. mín.), Samardzija (45.),Mihajlovic (62.) og Nikic (83.). • Zeljeznicarvann samanlagt 4—2. • I Tbilisi: Dynamo Minsk (Rússland) — Widzew Lodz (Pólland) 0-1 (0-1). 20 þús. áhorfendur. Dzekanowski skoraöi sigurmark Lodz úrvítaspymuá 10. mín. • Dynamo Minsk vann samanlagt 2—1. • I Belgrad: Partizan Belgrad (Júgóslavíu) — Videoton (Ungverjalandi) 2—0 (2—0). 10 þús. áhorfendur. Mörkin skoruðu þeir Zivko- vic (6.) og Varga (45.). Videoton vann samanlagt 5—2. • I Köln: 1. FC Köln — Spartak Moskva (Rússlandi) 2—0 (1—0). 35 þús. áhorfendur. Uwe Bein (24.) og Pierre Littbarski (75.) skoruöu mörkin. • 1. FC Köln vann samanlagt 2—1. • I Dundee: Dundee Utd. — Man. Utd. 2—3 (1—2). 22.250 áhorfendur, uppselt. Mörkin. Dundee U. Davie Dodds 25. mín. Paul Heg- arty 56. min. Man. Utd. Mark Hughes 12. mín. Gary NcGinnis 40. mín. sjálfsmark, Arnold Miihren 78. mín. • Man. Utd. vann samanlagt 5—4. • I Mílanó: Inter — Hamborg 1—0. Ahorf- endur 82 þús., Liam Brady skoraöi markið úr vítaspymuá78. mín.Samanlagt2—2. Inter áframá útimarki. • I Madrid: Real Madrid — Anderlccht 6—1 (4—1). Áhorfendur 95 þúsund. Mörk Real. Sanchis 3. mín, Butragueno 16., 47. og 49. Valdano 29. og 39. mín. Anderlecht. Frank Amesen33.mín. Real Madrid vann samaiilagt 6—4. Hollendinguriiin Arnold Miihren skor- aði sigurmark Man. Utd. í Dundee. síðar komst Stapleton í dauðafæri en lét McAlpine verja. „Þetta var auðvelt tækifæri, Frank hefði átt aö skora,” sagöi Law. I stað þess jafnaöi Dundee Utd. snemma í síöari hálfleik. Aukaspyrna, knettinum spyrnt inn í vítateiginn. Miðvörðurinn sterki, Paul Heggarty, skallaði í mark. Spennan gífurleg og áhorfendur heldur betur með á nótun- um. Heimaliöiö sótti meira. Bannon átti skot í þverslá. Fékk margar auka- spyrnur og eftir þær var darraðardans í vítateig Man. Utd. Bryan Robson, fyrirliði Man. Utd., bókaður en hann var oft tekinn af hinum áköfu Skotum. Báðir leikir Víkings hér? „Þetta lítur mjög vel út og við erum mjög bjartsýnir á aö okkur takist að semja um að leika báða leikina hér á landi,” sagði Hallur Hallsson, stjórnarmaður hjá handknattleiks- deild Víkings, í samtali við DV í gærkvöldi. „Við höfum verið í stöðugu sambandí víð Júgóslavana að undanförnu og ég tel miklar líkur á þvi aö við getum leikið báða leikina í Laugardalshöllinni,” sagði Hallur. Víkingar eiga að mæta júgóslavneska liðinu Zcernevka og er það að mestu skipað júgó- slavneskum landsliösmönnum. -SK. STAÐAN l.DEILD Staðan er þessi í 1. deiidar keppninni, eftir leikina í gærkvöldi: Þór—Stjaman Þróttur—Vikingur FH—Breiöablik FH Stjarpan Víkingur Valur KR Þór, Ve Þróttur Breiðablik 19-24 28—28 25-23 4 4 0 0 97—83 8 4 2 1 1 93—84 5 3 1 2 0 72—68 4 2 1 1 0 52-40 3 3 1 0 2 63—59 2 4 1 0 3 79^92 2 4 0 2 2 83—97 2 4 1 0 3 83—99 2 Næstu leikir: Þór—Þrótiur á laugardaginn og á sunnudaginn: KR—Breiöablik, Valur— Stjaraan og FH—Víkingur. íþróttir íþrótt íþróttir íþróttir íþróttir En Man. Utd. var alltaf hættulegt í sóknaraðgerðum sínum. Moses átti hörkuskot á markið sem þulir BBS bókuðu mark en McAlpine varði á undraverðan hátt. Síðan varði hann tvívegis á skömmum tíma áður en Hollendingurinn Miihren skoraði sigurmark Man. Utd. á 78. mín. eftir hornspyrnu. Sex leikmenn Dundee Utd. milli hans og marksins en inn fór knötturinn, efst í vinstra hornið. McAlpine sá ekki knöttinn. Þar með var staðan mjög góö fyrir enska liöið. Dundee Utd. þurfti aö skora tvívegis til að sigra. Það tókst ekki. Lið Man. Utd. var þannig skipaö: Bailey, Gidman, Duxbury, McQueen, Albiston, Moses, Robson, Miihren, Strackan, Stapleton og Hughes. Púað var á Skotann Strackan í hvert skipti sem hann fékk knöttinn. Hann fæddist í Dundee. hsim. Aðeins 23 áhorfendur — sáu Þrótt og Víking gera jafntef li, 28-28 Karl Þráinsson tryggði Víkingum jafntefli, 28—28, við Þróttara í Laug- ardalshöllinni í gærkvöldi — í mikl- um delluleik sem aðeins 23 áhorfend- ur sáu. Karl skoraði jöfnunarmarkiö þegar aðeins þrjár sek. voru til leiks- loka, eftir að Þróttarar höfðu sofnað á verðinum. Þeir höfðu rétt áður skorað, 28—27. Þaö voru 34 mörk skoruð í fyrri hálfleik — staöan þá jöfn, 17—17. Þróttarar höfðu frumkvæðið í seinni hálfleiknum — og voru oft tveimur mörkum yfir, síðast 26—24. Það vakti athygli að Víkingar leyföu sér þann munað að mæta með aðeins tíu menn til leiks. Mörkin í leiknum skoruðu: Þróttur: Sverrir Sv. 6, Gísli 5, Birgir S. 5/1, Konráð 5, Páll 4 og Lárus 3. Víkingur: Þorbergur 9, Viggó 5, Karl 6, Hilmar 3, Einar 2, Siggeir 2 og Guömundur 1. -SOS| Pálmi Jónsson, FH, fer til Svíþjóðar. Pálmi tók tilboði f rá Vasalund Páimi Jónsson, hand- og knatt- spymumaður úr FH, hefur ákveðið aö taka tilboði 2. deildarliðsinsVasalund í Svíþjóð og leika með því knattspymu næsta keppnistímabil. Pálmi mun einnig stunda nám í Stokkhólmi. Hann heldur til Svíþjóðar 3. janúar. -sos Júgóslavi þjálfar Austurríki Júgóslavinn Branko Elsner, sem er 55 ára íþróttaprófessor, var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Austurrikis — og mun hann taka við landsliöinu 15. janúar. Elsner tekur við af Erich Hof, sem sagði starfi sínu lausu fyrir nokkrum vikum. Aðstoðarmaður Elsner hefur verið ráðinn Gustav Starek, fyrrum leikmaður Bayem Miinchen og landsliðs Austurríkis. -SOS. Þýsku þulirnir héldu með Inter —þegar ítalska liðið sló Hamborg út Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DV í Þýskalandi. Inter Milanó komst í 8-Iiða úrslit UEFA-keppninnar eftir að hafa sigrað Hamburger SV, 1—0, í Mílanó í gær- kvöldi í geysilega spennandi og tvísýn- um leik. írinn Liam Brady skoraði erna mark leiksins úr vítaspyrnu á 78. mín. ítalska liðið kom knettinum í mark Hamborgar rétt áður en dómarinn hafði flautað og dæmt hendi á Schröder innan vítateigs. Vítaspyrna og Brady skoraði af miklu öryggi í hægra hornið. Leiknum var sjónvarpað beint til V- Þýskalands og víðar um Evrópu. Löngu uppselt og það kom nokkuð á óvart að Hamborgarar höfðu í fullu tré við ítalska liðiö. Léku miklu betur en þeir hafa gert í Bundesligunni í vetur. Hamborg fékk fyrsta færiö, Magath, á 14. mín. en markvöröur Inter rétt náði aö verja. Þá kom aö Itölum. Mandolini átti skot á markið á 28. mín. Stein varði frábærlega og þremur mín. síðar komst Karl-Heinz Rummenigge frír að marki Hamborgar. Spyrnti framhjá af 10 metra færi. I síðari hálf- leiknum voru leikmenn Inter ákveðn- ari og pressuðu oft stíft. En skyndiupp- hlaup Hamborgara voru hættuleg. Bjargað var á marklínu frá Magath á 70. mín. Síðan kom vítaspyrna Brady Pierre Littbarski — frábært mark. og eftir það reyndu leikmenn Inter að tefja. Hamborgarar sóttu og stemmning gífurleg. Hreinn flautukonsert á leik- menn þýska liðsins. Á lokamínútu leiksins komst Rummenigge svo aftur í dauðafæri eftir að hafa leikið snilldar- lega á tvo mótherja. Spyrnti síðan yfir. Greinilegt að Bæjarar héldu með Inter í leiknum, hinir þýsku þulir sjónvarps- ins voru næstum hlutdrægir. Rummen- igge ástæöan. Köln áfram Köln sigraði Spartak Moskvu, 2—0, í góðum leik í Köbi og komst áfram, 2— 1, samanlagt. Köln sótti miklu meira í fyrri hálfleik. Fékk þá 14 hornspymur gegn einni og þeir Allofs, Littbarski og Hartwig léku frábærlega. Uwe Bein skoraöi fyrra markið og skömmu síðar -- átti Hartwig skot í slá. Síðan rétt fram- hjá. I s.h. hresstust Rússamir og áttu hörkuskot í þverslá. Schumacher slas- aðist þegar hann reyndi að verja. Lék þó áfram haltur. Allofs komst tvisvar í færi en sovéski landsliðsmarkvörður- inn Dasajev varði frábærlega. Besti maður Spartak. A75. mín. skoraði Litt- barski annað mark Kölnar, geysilega fallegt mark. Bogabolti sem hafnaði í vinstra hominu. HO/hsím. Brotlending Anderlecht — Real Madrid sigraði Anderlecht á Spáni, 6-1, og vann því samanlagt, 6-4 Belgisku meistararnir Andcrlecht fóru ckki mikla frægðarför til Spánar í gærkvöldi er liðiö lék síðari ieik sinn gegn Real Madrid í Evrópukeppni mcistaraliða. Anderlecht vann fyrri leikinn í Belgíu, 3—0, en mátti þola slæma útreið í gærkvöldi. Real Madrid sýndi allar sínar bestu hliðar og vann, 6—1. Rcai Madrid vann því samanlagt, 6—4. Það voru aðeins liðnar þrjár minútur af leiknum þegar fyrsta mark Madrid leit dagsins ljós. Juan Losano tók hornspyrnu og Manuel Sanchis skoraði með skalla. Áfram hélt sókn Spánverjanna og á 16. mínútu skoruðu þeir sitt annað mark. Losano lék þá á fjóra varnarmenn Anderlecht og gaf á Butra- gueno sem skoraði með skalla, 2—0. Aðeins þrettán minútum siðar skoraði Argentinu- maðurinn Valdano þriðja markið og aðeins þrjátíu mínútur liðnar af leiknum og Real Madrid búið að vinna upp forskot Anderlecht frá fyrri leiknum. Ahorfendur, 95 þúsund, trylltir af spennu. En á 33. minútu sló þögn á alla áhorfendur er Per Hansen náði aö skora fyrir Anderlecht. En Spánverjarnir gáfust ekki upp og á 39. mínútu skoraði Valdano sitt annað mark í leiknum og f jórða mark Madrid. Síðari hálfleikinn hófu Spánverjarnir meö álíka látum og þann fyrri. A 2. minútu skoraöi Butragueno fimmta mark Anderlecht og út- litiö dökkt hjá Anderlecht. Aöeins tveimur mínútum siöar skoraði Butragueno sitt þriöja mark og sjötta mark J Real Madrid og sigur Spánverjanna í höfn. Leikurmn var prúðmannlega leikinn og aöeins einn Ieikmaöur fékk gult spjald. Það var Real Madrid-leikmaðurinn Ricardo Gallego. Eins og áður sagöi fóru leikmenn Real Madrid á kostum og liöið lék stífan sóknarleik meö þrjá leikmenn í fremstu víg- linu. I.cikincnn Anderlecht áttu aldrei mögu- leika og voru raunar slegnir út af laginu strax á fyrstu mínútum leiksins. Arnór Guöjohnsen kom inn á sem varamaöur hjá Anderlecht þegar staðan var 6—1 og allt var orðið vonlaust. Ekki skemmtilegt hlutskipti og greinilegt aö Arnór er ekki i náðinni hjá þjálf- ara liðsins. Anderleeht haföi fyrir leikinn i gærkvöldi aðeins fengið á sig 15 mörk í 1. deildinni í Belgiu en skoraö 58. Liðin: Real Madrid: Angel, Michel (Salguero), Camacho, Stielike, San Jose, Gallego, Sanchis, Butragueno, Santillana. Losano og Valdano. Anderlecht: Munaron, Peruzovic, Grun,. Scifo, De Groote (Arnór Guðjohnsen), Vercauteren, Hansen, Hofkens, Arnesen (Andersen), Olsen og Czemiatynski. -SK. JÓLAGJÖFIN ÍÁR ÚRVALSSNJÖLL HANDRYKSUGA Á HEIMILIÐ, í SUMARBÚSTAÐINN, BÍLINN OG HVAR SEM ER. ATH., KYNNINGARVERÐ AÐEINS KR. 1.647. VESTUR - ÞYSK GÆÐA VARA LÉTT, SNÚRULAUS, HANDHÆG OG HÁVAÐALAUS. ÓTRÚLEGUR SOG KRAFTUR, HLEÐUR SIG SJÁLF. Kynning 15. desember kl. 14—19 báða dagana. Sendum í póstkröfu um land allt. Heildsöludreifing: AVCO HF. Pósthólf 8654, 128 Reykjavik. Sími 91-38059. B.V. BUSAHALDAVERSLUN, Lóuhólum 2—6, Hólagarfli, Breiðholti. Pósthólf 157,111 Reykjavik, simi 91-79260.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.