Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 22
66 Jólagjafahandbók DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. Ómissandi í eldhúsið Krups matkvörnin getur nánast allt og hún má því gjarnan kallast heirnilíshjálpin. Með mat- kvörninni fylgir blandari og allt þetta kostar að- eins 2.709 kr. Það eru BV-búsáhöld, Lóuhólum 2— 6, sem bjóða upp á þessa skemmtilegu gjöf auk allra annarra rafmagnsvara. Breiðhyltingar þurfa ekki að leita annað ef eitthvaö vantar til heimilisins. Handþeytari kostar 1.320 krónur en hann er nauðsynlegur gripur í eldhúsinu. Vinsælu bílarnir Þessi bíll á myndinni hefur slegið öll met í vinsældum á bílamark- aöinum. Strákarnir segja að jjaö sé ekki fyrir neitt sem Ingvar Helgason, sá vani bíla- innflytjandi,flytjí þenn- an inn. Hann er fransk- ur og er til í nokkrum útgáfum. Bíllinn sá fæst í leikfangaverslun Sigurðar Guðmunds- sonar á Akureyri og kostar frá 915 krónum. Úrval í Úr-vali Verslunin Úrval, Strandgötu 19, Hafnarfirði, sími 50590, býður upp á mikið úrval af úrum og skart- gripum, auk annarrar gjafavöru. Á myndinni eru t.d. Adec úr með hvítum ólum á 2.500 og 2.250 krónur, Citizen úr á 3.325 krónur, Timex á 2.348 krónur, hálsmen með steinum á 680 krónur, háls- men á 440 krónur og eyrnalokkar á 420 krónur. Borðlampar í versluninni Ljós og orka, Suðurlandsbraut 12, er mikið úrval af alls kyns borðlömpum, loftljósum, standlömpum og veggljósum. Borðlamparnir hér á myndinni eru finnskir. Trélampinn til vinstri kostar 2.160 krónur og er hann fáanlegur úr Ijós- um og dökkum við. Kúlulampinn kostar 935 krón- ur og fæst hvftur, beis, rauður og svartur. Jill Sander snyrtivörur Þær eru nýkomnar á markað hér á landi, snyrti- vörurnar frá Jill Sander, og eru bæði til fyrir döm- ur og herra. Það er snyrtivöruverslunin Sara, Bankastræti 8, sem selur þessar frábæru vörur. Body lotion kostar 463 krónur, svitakrem 264 krón- ur, rakspfri 462 krónur og herrasápa 232 krónur. í Söru er einnig úrval annarra snyrtivara. Þar er mikið úrval ilmvatna frá 135 krónum og ýmsar gjafavörur. Hefilbekkur Þessir handlögnu þiggja alltaf úrvalsvörur í jóla- gjöf. Hvað um þennan hefilbekk sem er sænsk gæðavara og fæst í Brynju, Laugavegi 29? Hægt er að fá hann með skúffum eöa án. Þessi á mynd- inni kostar 13.500 krónur. í Brynju er einnig hægt aö fá stærri verkstæðisbekki. Auk þess er mikið úrval af útskurðar-og rennijárnum í Brynju. Blómavogir Blómavogir hafa veriö vinsælar um nokkurt skeið. Nú býður blómabúðin íris, Kaupgarði, Engihjalla í Kópavogi, blómavogir sem eru rauð- ar og bláar. Kosta þær 465 krónur. Þá er hægt að fá veggblómahengi í stíl á 310 krónur. Bflar og dúkkuvagnar í leikfangaversluninni Liverpool, Laugavegi 18, og í Leikbæ, Reykjavíkurvegi 50 í Hafnarfirði, er mjög mikiö úrval af svokölluöum sparkbílum fyr- ir stelpur og stráka. Það eru átta mismunandi teg- undir af þessum bflum og kosta þeir eins og á myndinni 875 krónur og 995 krónur. Einnig fæst mikið úrval af dúkkuvögnum eins og þessum á myndinni á 3.100 krónur. Alvöru tölvukassi Það yrði ekki amalegt að fá slíkan búðarkassa í jólagjöf. Hann er nefnilega með alvörutölvu og því er hægt að reikna allt hárrétt út þegar verslað er. Einnig er strimill með kassanum þannig að við- skiptavinurinn fær að sjálfsögðu kassanótu. Þessi skemmtilegi kassi er fluttur inn af Ingvari Helga- syni en fæst í Leikfangahúsinu á Skólavörðustfg og kostar 1.360 krónur. s'S Bflakubbar Þeir eru ansi sniðugir, þessir bílakubbar, sem fást hjá versluninni Ástund í Austurveri. Bílakubbun- um er hægt að raða saman og búa til heila járn- braut og þá má trekkja þá upp. Þetta er leikfang sem litlu krakkarnir hafa gaman af að leika sér að. Bílakubbarnir, sem eru nokkrir saman í kassa, kosta 715 krónur. Frábær tæki Þessir bílar eru einstaklega skemmtilegir. Þeir eru af mörgum geröum, til dæmis vörubíll, og fylgja honum steypuhrærivél, hjólbörur og skófla, brunabíll, dráttarvél, vegavinnutæki. í öllum kössum eru margvíslegir fylgihlutir og það skemmtilegasta viö þetta allt er að þessi leikföng ganga fyrir rafhlöðu og allir fylgihlutirnir vinna líka. Þessir skemmtilegu bílar kosta 789 krónur og fást hjá Gunnari Ólafssyni í Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.