Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Side 1
Ráðamenn í New York harðir gagnvart Flugleiðum: ÞREM DC-8 ÞOTUM BANNAÐ AÐ LENDA Eftir 1. janúar næstkomandi munu Flugleiöir aöeins hafa yfir að ráða einni DC-8 þotu sem heimilt veröur aö lenda í New York-borg. Þaö er leiguvél meö nýrri gerö hreyfla sem Flugleiðir fengu í síöustu viku frá bandaríska flugfélaginu National Airlines. „Meö því aö hafa þessa vél erum við ekki í neinum vandræðum,” sagöi Sæmundur Guövinsson, blaöa- fulltrúi Flugleiöa. Fjórar feröir eru í hverri viku til New York yfir vetrar- mánuöina. Sex feröir eru til annarra borga í Bandaríkjunum. Flugmálastjórn Bandaríkjanna veitti Flugleiöum fyrir sitt leyti undanþágu frá hávaðabanninu þar til hljóödeyfar fyrir eldri geröir hreyfla koma á markað á síöari hluta næsta árs. Bann viö hávaða- sömum flugvélum átti annars aö taka gildi nú um áramótin. Ráöamenn í New York eru hins vegar haröari. Þeir hafa ekki veitt neina undanþágu. Hyggjast þeir ekki svara ósk Flugleiöa fyrr en einhverj- um dögum eftir áramót. Þangað til jákvætt svar berst veröa Flugleiöa- menn aö sætta sig viö það aö þrjár af fjórum DC-8 þotum þeirra mega ekki lendaíNewYork. -KMU. Mestseldu plöturnar — sjá bls. 53 Hvaðerá seyöium f jólahelgina? - sjá bls. 27-38 Snældu-Blesi íendurbættri spelku — sjá bls. 20 Erukonurverri bílstjóraren karlar? — sjá bls. 16 Hallbjörn étur mótleikara sína — sjá bls. 5 DAGBLAÐIÐ — VISIR 279. TBL. — 74. og 10. ARG. FOSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984. Helgikominn heim Kominn heim. Helgi Öskars- son, sem hefur verið í leng- ingaraðgerðum í Sovétríkjun- um, er nú nýkominn heim úr einni slíkri þar sem lærleggir hans voru lengdir. Helgi hef- ur nú hækkað um 32 sentí- metra, er orðinn 1,46. Hér er hann með foreldrum sinum, Ingveldi Höskuldsdóttur og Oskari Einarssyni. -KÞ/DV-mynd KAE. — sjá nánar bls. 2 „Steingrímur er þó alténd grænn," sagði Svavar Gestsson, þegar hann horfði á eftir Stein- grimi rakettu upp i ioftið. Steingrímur sjálfur, Jón Helgason og starfsmaður Landssam- bands hjálparsveita skáta, horfa kampakátir á. Á innfelldu myndinni er Albert að reyna að kveikja i Guðmundi J. Það var DVísamvinnu við Hjálparsveitina sem stóð fyrírþessu fjörii Alþingisgarðinum. DV-myndir Bj. Bj. Fjör við Alþingishúsið: Þingmenn í loftið Þaö var fjör í Alþingisgarðinum í gær þegar helstu forystumenn þjóöarinnar þutu upp í stjörnubjartan himininn. Þó ekki í orösins fyllstu merkingu heldur í formi rakettna, sem gerðar hafa verið, með myndum af þessum frammámönnum þjóöarinnar. „Best aö koma honum Gvendi á framabraut,” sagöi Steingrímur, þegar hann kveikti í Guö- mundi J. „Þar fór Gvendur, hann er þó meö rauðar stjörnur,” sagði Svavar Gestsson, þegar hann horfði á eftir Guömundi upp í háloftin. „En ætli ég taki ekki Steingrím,” bætti hann viö. „Eg vissi þaö aö hann er meö grænar stjörnur,” sagöi hann svo, þegar Steingrímur fór á loft. En fleiri kveiktu í Guðmundi J. „Eg vil Guö- mund. Þaö er í þaö minnsta hávaöi í honum,” sagði Albert. Og Guðmundur launaöi Albert lambið gráa því þegar kom aö honum valdi hann sér Albert og sagöi: „Eg ætla aö skjóta kallinum honum Albert. Eg ætla aö reyna aö ná þér upp úr f járlagafeninu,” karl minn! ” -KÞ 56SIÐUR í DAG 40.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. RITSTJÓRN SfMI 686611 • AUSLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.