Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Side 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984.
Nýþjóðhagsspá:
KAUPMATTUR EYKST
UM1% A NÆSTA ÁRI
Búast má viö aö verölag hækki um
15% á næstu þremur mánuðum, aö
því er fram kemur í nýgerðri
þjóöhagsspá Þjóöhagsstofnunar.
Þar kemur einnig fram aö á öðrum
fjórðungi næsta árs megi hins vegar
búast viö aö verulega dragi úr verö-
breytingum og upp úr miöju ári gæti
verðbólgan verið komin á svipað stig
og var fyrir kjarasamningana í
haust. I spánni er tekið fram að
óvissa um hvort og í hvaða mæli
kaupliðum kjarasamninganna
veröur breytt næsta haust geri allar
verölagsspár fyrir síöasta árs-
f jóröung 1985 mjög erfiðar.
Ef reiknað er meö óbreyttum
samningum út næsta ár og jafnframt
gert ráö fyrir aö gengi krónunnar
verði á árinu 1985 ekki lækkað um
meira en 5% frá gengi í árslok 1984
fæst sú niðurstaða aö verölag hækki
nálægt 20% frá upphafi til loka árs
1985. Þaö er helmingi meira en gert
var ráö fyrir í þjóöhagsáætlun.
Verðbólgan á næstu tólf mánuöum
yrði þá sú sama og á síðustu tólf
mánuðum, eða 26 til 28% í staö 11 til
13% eins og gert var ráö fyrir í
þjóðhagsáætluninni.
Niðurstööur þessara áætlana um
tekju- og verölagsbreytingar á næsta
ári í þjóöhagsspánni eru aö kaup-
máttur ráðstöfunartekna heimil-
anna muni aukast um 1% aö meðal-
tali á árinu 1985. En ef reiknað er á
hvert mannsbarn mun kaupmáttur-
inn haldast óbreyttur.
Þá segir í þjóöhagsspánni aö
þjóöarframleiðslan muni minnka um
0,5% á þessu ári en aukast um 0,5% á
næsta ári. Auknar vaxtagreiðslur af
erlendum lánum skerða vöxt
þjóöarframleiöslunnar um tæpt 1%
hvort áriö. Þar meö virðist lokið
þriggja ára samdráttarskeiði í
þjóöarbúskapnum.
Viðskiptahallinn verður enn
vandamál á næsta ári. Viöskiptahall-
inn þetta ár og þaö næsta er talinn
nema um 10 til 11% af útflutnings-
tekjum, en miöaö viö þjóðarfram-
leiöslu er hallinn 5,8% áriö 1984 og
5,6% áriö 1985, samkvæmt spánni.
Þaö jafngildir aö viöskiptahallinn
1985 nemi 4,8 milljörðum króna.
Viðskiptahallinn stafar aö mestu
leyti af greiðslum vaxta af erlendum
lánum. Vaxtahallinn er óhagstæður
um 4,5 milljarða króna, þaö er vaxta-
greiöslur af erlendum lánum aö frá-
dregnum vaxtatekjum af ógreiddum
útflutningi og gjaldeyriseign. Þetta
er talin verða svipuö upphæö 1985.
Vaxtagreiöslurnar af erlendum
lánum eru taldar nema um 15% af út-
flutningstekjum bæði áriö 1984 og
1985. Til samanburöar var þetta hlut-
fall 4 til 5% af útflutningstekjum árin
197Q til 1974 og um 7% árin 1975 til
1979. OEF.
Fyrir miðri mynd er Vaigerður Lindberg, íslensk stúika sem nú dvelur i Kúrgan. Verið er að lengja fót-
leggi hennar og er hún annar íslendingurinn sem fer i aðgerð þessa, en Helgi er sá fyrsti eins og kunn-
ugt er.
„Hef hækkað um
32 sentímetra”
— segir Helgi Óskarsson sem er nýkominn heim úr enn einni
lengingaraðgerð í Sovétríkjunum
Helgi Oskarsson, íslenski drengur-
inn, sem hefur veriö í lengingaraö-
geröum í Kúrgan í Síberíu hefur nú
stækkaö úr 1,14 sentímetrum í 1,46.
Helgi er nýkominn heim úr enn einni
aögeröinni, en í þetta skiptið dvaldi
hann tíu mánuöi ytra. Var verið aö
lengja á honum lærleggina aö þessu
sinni.
„Ég verð svona 1,50 þegar upp
verður staðið," sagði Helgi
Óskarsson. „Því maður tekur
alltaf smávaxtarkipp þegar búið er
að gera hverja aðgerð."
I
Þaö var í janúar fyrir þremur árum
aö Helgi fór fyrst til Kúrgan og hefur
hann samtals verið 21 mánuð á sjúkra-
húsinu þar. I fyrstu atrennu voru fót-
leggir hans lengdir, síöan lærleggir og
hann á eftir aö fara í enn aöra aögerð
þar sem upphandleggir hans verða
lengdir.
,,Eg er svo þakklátur fyrir þaö sem
þeir hafa gert fyrir mig í Kúrgan,”
sagöi Helgi sem kom heim á þriðju-
dag. „Nú fer ég í stíft æfingaprógramm
hérna heima til aö styrkja mig og fer
svo út aftur um mitt ár til að læknirinn
minn ytra geti fylgst meö mér. Eg fer
svo eftir eitt ár eða svo í síðustu
aögeröina.”
„Jú, auövitaö er þetta erfitt og oft á
tíöum sársaukafullt,” sagði Helgi,
aöspuröur um þaö, „en hvaö gerir
maður ekki til aö vera ánægöur meö
lífiö?” sagöi þessi geðþekki unglingur.
-KÞ
Faiþegum Flug-
leiða fjölgar
Ekkert lát viröist ætla aö veröa á
uppgangi í farþegaflutningum Flug-
leiöa. Farþegum hefur fjölgað veru-
lega í ár, eins og í fyrra.
„Pantanir fyrir næsta ár eru mjög
góöar. Það virðist ætla aö veröa
áframhaldandi aukning,” sagöi
Sæmundur Guövinsson, blaöafulltrúi
Flugleiða.
A þessu ári, fram til 8. desember,
fluttu Flugleiöir um 20 af hundraði
fleiri farþega á Norður-Atlantshafs-
leiðinhi en á sama tíma í fyrra. I
Evrópufluginu hefur farþegum
fjölgaö um 26 af hundraði og í innan-
landsflugi um 7 af hundraði. Þetta
eru 90 þúsund fleiri farþegar í ár en í
fyrra.
I ár var bætt viö tveim nýjum
áfangastöðum, Orlando og Detroit í
Bandaríkjunum. Næsta ár bætast
enn við tveir nýir staðir, Bergen í
Noregi og Salzburg í Austurríki.
-KMU.
BSRB í mál þrátt fyrir niðurstöðu félagsdóms?
„Reikna með því’
— segir Kristján Thorlacius
„Endanleg afstaöa liggur ekki
fyrir en ég reikna meö því aö viö
förum í mál viö ríkið,” sagöi
Kristján Thorlacius, formaöur
BSRB, í samtali viö DV er viö spurö-
um hann hvort BSRB myndi höföa
mál gegn ríkinu vegna þess að laun
voru ekki greidd fyrirfram í október.
Sem kunnugt er af fréttum gekk
nýlega dómur í Félagsdómi í svipuðu
máli borgarstarfsmanna gegn
Reykjavíkurborg en úrskuröur fé-
lagsdóms var á þá leið aö borginni
væri ekki skylt aö greiða laun nema
vinna væri innt af hendi á móti.
„Okkar mál veröur höföað fyrir al-
mennum dómstólum en ekki félags-
dómi þar sem í lögum um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna
stendur að greiða eigi laun fyrir-
fram,”sagöiKristján.
-FRI.
Helgi Óskarsson i rúminu. Með honum á myndinni er erlendur félagi
hans sem einnig hefur verið i sams konar aðgerð.