Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Qupperneq 3
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984, 3 'enging við tölvubanka og sjálfvirkur bílasími Gagnaflutningskerfi, sjálfvirkur bílasími og þráölaus öryggistæki eru meðal þeirra tækninýjunga sem Póstur og sími mun bjóöa lands- mönnum áður en langt um líöur, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá Jóni Skúlasyni, póst- og símamálastjóra. Gagnaflutningskerfi eöa Packet Switch Stream Network, sem einnig mætti nefna boðmiölun, gefur fólki möguleika á aö komast meöal annars í samband við tölvubanka erlendis. Með þessu kerfi veröur og hægt aö senda bréf. Bréfið kæmi til viðtakanda nánast alveg eins og úr umslagi, meira aö segja meö undir- skrift. Gífurlegir möguleikar „Þetta gefur gífurlega möguleika. Þróunin í gerö notendabúnaðar er gífurleg og mikil samkeppni á því sviöi,” sagði Jón Skúlason. Síma- línur geta til dæmis flutt kyrrmyndir en ekki lifandi myndir. Notendabúnaöur, eöa svokallaöur terminal, er tækiö sem notandinn hefur hjá sér og tengir viö símalinu. Jón Skúlason sagöi aö Póstur og sími myndi ekki fara út í sölu á slíkum tækjum heldur myndi einka- framtakiö hafa þann þátt á sinni hendi. » Póstur og sími þarf aö koma upp sérstakri sjálfvirkri skiptistöð fyrir boðmiölunina. Jón Skúlason býst við — meðal tækninýjunga sem Póstur og sími býður innan árs Bílasíminn verður væntanlega orðinn sjálfvirkur undir lok næsta árs. aö sú stöð veröi komin í gagniö í lok næsta árs. Bílasíminn sjálfvirkur „Ráöherra póst- og símamála hefur mikinn áhuga á sjálfvirkum farsíma. Hann hefur beðið um aö því verkefni verði hraðað,” sagöi Jón Skúlason. Farsíminn eöa bílasíminn veröur væntanlega orðinn sjálfvirkur undir lok næsta árs. Notandinn mun þá hringja rétt eins og hann sé aö hringja úr símanum heima hjá sér. Ur bilnum verður meira aö segja hægt aö hringja beint til útlanda. „Farsíminn er alveg frábær lausn fyrir sumarbústaöi. Hann veröur einnig mikilvægt öryggistæki, til dæmis í náttúruhamförum ef hitt- kerfiö fer úr sambandi,” sagöi Jón. Þráðlaus öryggissími Þráölaust öryggistæki fyrir til dæmis aldraða og hreyfihamlaöa er meöal þess sem væntanlegt er. „Þaö sendir merki yfir í símatækiö sem síðan sendir merki til vakt- stöövar, til dæmis Securitas eöa einhverrar öryggisvörslu,” sagöi JónSkúlason. Tæki þetta mætti einnig tengja viö reykskynjara eöa þjófavörn. Síminn myndi þá senda boö ef eitthvað óeðlilegt væri á seyöi. DV spuröi póst- og símamálastjóra hvort þráðlaus talsími væri væntanlegur. Margir slíkir munu þegar vera í notkun hérlendis án þess aö hiö opinbera hafi viöurkennt þá. „Þráölaust tæki þarf að vera þaö öruggt aö óviðkomandi geti ekki komist inn á þaö. Þaö er til í dæminu aö símtöl hafi komist inn á útvarps- tæki. Viö höfum ekki viðurkennt þetta. En ef þaö kæmi einhver meö tæki sem væri það öruggt aö þaö truflaði ekki útvarp eöa sjónvarp skal ég ekki segja hvort það er ólöglegt,” sagði Jón Skúlason.-KMU. ÞIG EÐA EINHVERN SEM ÞÚ ÞEKKIR, ATHYGLISVERÐA DRAUMA? DRAUMARÁÐNINGAR LÓFALESTUR Fœst í nœstu bókabúð Verð kr. 494,— OPIÐ JÓLA TILBOÐ_______________ ÍKVÖLD HÚSGAGNADEILDAR JL-HÚSSINS: TIL HEIMSENDINGAR END URGJALDSLA USAR 77/. KL. 22 Á STÓR-REYKJA VÍKURSVÆÐIÐ ANNAÐ OGSUÐURNES KVÖLD - TIL KL. 22 Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.