Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Menaka Gandhi í viðtali við DV: „Kongressflokkurinn búinn að vera” — býður sig f ram f indversku kosningunum á aðfangadag í sama kjördæmi og Rajiv Gandhi Menaka Gandhi fyrirutan hússittiNýju-Delhi. DV-myndÞóG Menaka Gandhi er viðundur í ind- verskum stjórnmálum. Þeir sem líkar vel við hana, og þeir eru ekki margir, sjá hana sem ofsótta tengda- dóttur sem kaldrifjuð tengdamóðir hefur beitt miklu ranglæti. Fyrir öðrum er hún bara kjaftaskur sem er að reyna að lifa á frægð og fyrri völdum manns síns, Sanjays, sem dó fyrir f jórum árum. Menaka var einn harðasti gagn- rýnandi Indiru Gandhi, tengdamóö- ur sinnar, og deilur þeirra voru kjöt- mikili matur slúðurdálkahöfund- anna. Nú beinir hún broddi sínum aö Rajiv, syni Indiru og núverandi for- sætisráðherra. 1 einkaviðtali við fréttamann DV vildí hún þó ekki ráöast beint persónulega að forsætisráöherran- um. „Ég hef ekki persónulegt álit á honum,” sagði hún þurrlega þar sem við sátum í litlu hérbergi í stóru húsi hennar í fínu hverfi í Nýju-Delhi. Þegar ég kom aö húsinu og hringdi á bjöllu sem var á jámgiröingunni umhverfis húsið var þaö stór og mik- ill sikki sem tók á móti mér. Menaka sagðist vera svolítið lasin og að hún hefði ekki ætlað að taka á móti gest- um en hún er þekkt af öðru en áhuga- leysi þegar erlendir blaðamenn vilja taka við hana viötal. Þaö kom lika í ljós aö ekki vantaði stóryrtar yfir- lýsingamar sem hafa gert hana fræga utan lands sem innan. Búinn að vera „Ég held að Kongressflokkurinn sé búinn að vera. Þaö er bara tíma- spursmál hvenær flokkurinn hefur runnið sitt skeið. Nú er flokkurinn bara samansafn hrædýra. Þetta var aldrei flokkur. Þetta var eign eins manns. Fólkið í flokknum var klæö- skerasniöiö til að passa einum manni. Það var í flokknum á grund- velli hlýðni við foringjann en ekki vegnaeigin ágætis.” I kosningunum á aöfangadag munu augu manna beinast aö hinu fátæka sveitahéraði Amethi í Uttar Pradesh-fylki. Þar bjóða sig fram Menaka Gandhi og Rajiv Gandhi sem hefur erft andúð móður sinnar á Menöku. „Ég er ákveðin í því aö bjóða mig fram. Ég held að horfumar séu jafn bjartar og fyrir dauða Indiru Gandhi. Ég held aö Rajiv græði á samúöinni vegna dauöa móður sinn- ar. Samúð er ekki hægt að breyta í atkvæði. Hlýðni gagnvart einum leið- toga er ekki hægt að breyta skyndilega í hlýðni gagnvart öðrum. Ég komst að því þegar maðurinn minn dó. Allir héldu aö hans menn myndu koma til konu hans. En það var öðru nær. Ég varð að byrja algerlega upp á nýtt meö nýtt liö stuðningsmanna.” Hvíthærð „Ef ég heföi beöið eftir stuöningn- um þá hefði ég orðið hvíthærö áður en hann hefði komið. Fylgi er alltaf persónulegt. Og Kongressflokkurinn hefur enga grundvallarstefnu. Hann hefur aldrei haft neina ástæðu til aö vera til nema eina persónu. Nú fyrst um sinn munum við sjá yfirboröskennda einingu og síöan mun flokkurinn falla í sundur.” Viðtalið var tekið í byrjun nóvem- ber og það leið ekki á löngu áður en spádómar Menöku byrjuðu að rætast. Rajiv er að reyna aö hreinsa til í flokknum og koma þeim allra spilltustu út i kuldann. Afleiðingin hefur orðið sú að minni háttar uppreisnir hafa hrjáð flokkinn víða umland. Þó er enginn vafi á því að Kongress mun sigra. Ef Rajiv fær fleiri þingmenn en móðir hans 1980 verður það að teljast mikill persónu- legur sigur f yrir hann. Slagurinn hefur verið harður í Amethi-fylkinu. Þar eru kosninga- veggspjöld út um allt, flest með mynd af ásjónu forsætisráðherrans. Inn á milli má koma auga á einstaka mynd af Menöku. Hún viðurkennir sjálf að hún hefur ekki mikla mögu- leika á að ná kosningu. Krossför „Það verður engin Maneku Gandhi-stjóm í bráð. En okkar aödráttarafl er einkum mikið gagn- vart ungu fólki. Þetta er fólk sem hefur farið í skóla en fær ekki vinnu. Það er óánægt. Á hverju einasta heimili er einhver atvinnulaus. ” En nú er ekki mikið um skóla- gengið fólk í Amethi og því mætti halda að það væri ekki heppilegasta kjördæmi þessarar einörðu konu. En hún kemst ekki hjá því aö bjóða sig fram þar. Samkvæmt indverskum sið býður eiginkona fallins stjórn- málamanns sig fram í kjördæmi mannsins. Sanjay bauð sig fram í Amethi. Maneka heldur áfram krossförinni gegn tengdamóður sinni með því aö berjast gegn syni hennar. Hún ferðast þreytulaust um landið til að styðja aðra frambjóöendur Sanjay- flokksins sem hún hefur stofnað. Hún hefur reyndar komið manni á þing. Enginn er í vafa um aö hún tapar fyrir Rajiv í Amethi en menn eru jafn vissir um að hún mun reyna aftur og aftur. 5. árSovétmanna í Afganist- an markaö af loftárásunum Breytt hemaöartækni Sovétmanna hefur sett sitt mark á fimmta árið sem sovéska hernámsliðið er í Afghanistan. Byggist hún á víkinga- áhlaupum, sprengjuárásum yfir ná- grannaríkinu Pakistan og þeirri al- mennu stefnu að skilja eftir sig sviðna jörð þar sem haldiö var að skæruliöar og uppreisnarmenn ættu íhlaup hjá búandlýð. Innrásarher Sovétmanna, sem 27. desember 1979 greip inn í atburða- rásina í Afghanistan til þess aö bjarga kommúnistastjórn landsins frá falli, hefur allan tímann byggt átök sín við uppreisnaröflin á yfir- burðum sínum í lofti og öflugri her- gögnum eins og skriðdrekum þar sem þeim verður komið viö fyrir þrengslum í fjalllendinu. Dregst á langinn Loftárásimar hafa dregið töluvert mátt úr andspyrnunni sem saman- stendur af sundurleitum öflum: múhameðstrúarmönnum, þjóðemis- sinnum og ættbálkurn sem hvergi vilja hopa af slóðum feðranna. — Þeir hafa reynt að mæta þessari breyttu hemaðartækni með eld- flaugaárásum á Kabúl, höfuöborg- ina. Þær skutu aö vísu Kabúl-stjóm- inni skelk í bringu í upphafi en hern- aöarlegur ávinningur af þeim hefur hins vegar reynst næsta lítill. Það hefur teygst ótrúlega úr þess- ari viöureign Davíðs og Golíats. Þar hafa þeir reynst sannspáir sem í upp- hafi trúðu þessari haröfylgnu fjalla- þjóö til þess aö standa í hárinu á hemaðarrisaveldinu, þrátt fyrir fá- tækt í hergögnum og lítinn herafla. Meðal vestrænna diplómata og afghanskra útlaga er það orðiö ríkjandi álit, að þörf sé pólitiskra úr- ræða til þess að reyna að binda endi á þetta stríð, eins og með samningum. En árið 1984 ætlar að líða án þess aö nokkuð bóli á tilburðum til slíks. I staðinn hefur Sovétherinn hert sig upp í að reyna að mæða uppreisnar- menn og grafa undan þeim litla stuðningi sem þeir hafa átt vísan í þorpunum úti í dreifbýlinu og hand- an viö landamærin í Pakistan. Loftárásirnar veita þungar búsifjar Loftárásirnar hafa haft tvívirk áhrif á skæruliðana. Osigrar á víg- völlum og síöan aukin byrði af því að þurfa að annast þúsundir þorpsbúa sem orðið hafa að flýja brennandi rústir heimila sinna og eyðilagða akra. Áður lá þeim mest við að fá hergögn erlendis frá en nú þurfa þeir einnig aö afla matfanga bæði fyrir sig og flóttafólkiö. Þar á ofan hafa margir flosnað upp út af hrömandi efnahag landsins sem til langframa dregur úr afli uppreisnarmanna er áður sóttu styrk sinn til athvarfs og framlaga búandi manna. I Pansjérdalnum, þar sem Jamiat- i-islaníi andspyrnuflokkurinn ræður ríkjum, em um 100 þúsund flótta- menn frá fyrri yfirráðasvæði hans sem flúðu á elleftu stundu áður en kommúnistar náðu þar undirtökun- um. Aukin sókn hernámsliðsins Sovétmenn eru hættir að láta duga að verja þá staði sem þeir höfðu hreiðrað um sig á. Þeir hafa blásiö til sóknar sem beinist að þrennu: skæraliðunum, alþýðu landsins og Pakistan þar sem flestir skæruliða- flokkarnir eiga bækistöövar. I byrjun þessa árs hóf Moskva þessa sókn með því að senda þrjár tylftir TU-16 sprengjuflugvéla í árás- arferðir til Afghanistan og Pakistan frá bækistöðvum í Mið-Asíuhluta Sovétríkjanna. Um leið var meiri áhersla lögö á að beita þyrlum til víkingaáhlaupa til þess að slá skæru- liöunum við í hreyfanleika. Sex slíkar víkingasveitir eru stöðugt í viðbragðsstöðu við Kabúl. Þær halda uppi leifturárásum á felustaði skæruliða og alla aðdrætti til þeirra. Flutningaleiðir skæruliöa í suöur- hluta landsins hafa nær alveg lokast af þessum völdum og þær í norður-l hlutanum gerast stöðugt viðsjár- verðari. Herstyrkur Sovétmanna í Afghanistan er talinn vera um 70 þúsund menn undir vopnum, en 40 þúsund manna varalið er staðsett rétt norðan landamæra Sovétríkj- anna og Afghanistan. Spilla matvælaöflun og þrengja að Pakistanstjórn Loftárásirnarhafa einnig beinst að ræktuðu landi á yfirráðasvæðum skæruliða, áveitukerfum og fleiri mannvirkjum í tilraun til þess að uppræta alla byggð þar sem skæru- liðar hafa átt víst athvarf og mat- föng. Sverfur matarskortur mjög aö skæruliðum og hefur það dregið úr aðgerðum þeirra í að minnsta kosti sex héraðum. Um leið hafa verið auknar árásar- ferðir yfir til Pakistans þar sem um þrjár milljónir afghanskra flótta- manna hafa leitað hælis og andspymuflokkarnir eiga bækistöðv- ar. Stjórnvöld í Islamabad segja að á annaö hundrað manns hafi látið lífið í þessum árásum. Með loftárásunum þrýsta Sovétmenn um leið að Pakistanstjóm til þess að láta af stuðningi við andspyrnumenn. Moskva krefst þess að Pakistan- stjóm loki 80 bækistöðvum skæraliöa í fjalllendinu þar sem hingaö til hefur ekki verið komið við neinni lög- gæslu. Um leið vilja þeir aö Pakistan stöðvi alla hergagnaflutninga til uppreisnarmanna. — Pakistanstjórn hefur ítrekað neitaö að kannast við aö hún leyfi flutninga á vopnum yfir sitt landsvæði til andspymumanna. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.