Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Page 11
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984.
11
Aðalsteinn ísfjörð, múrari og
harmónikuieikari, með nýútgefna
piötu sina.
D V-mynd JBH
Tveirþingeyskir
harmóníkuleikarar
spila innáplötu
„Ætli það sé ekki fjörið í kringum
harmóníkuna sem gerir hana mest
heillandi,” sagði Aðalsteinn Isfjörð,
múrari á Húsavik, í samtali við DV.
Hann og Jón Hrólfsson, sem vinnur í
rækjuvinnslunni á Kópaskeri, spiluöu
nýlega inn á harmóníkuplötu sem
Tónaútgáfan á Akureyri gefur út. Plat-
an heitir Samspil og eru öll lögin á
henni erlend nema eitt. Til aðstoðar við
hljóöfæraleikinn eru þeir Birgir Karls-
son á gítar, Finnur Finnsson á bassa
og Steingrímur Stefánsson á trommur.
Hljóðritað var í Stúdiói Bimbó á Akur-
eyri.
Aðalsteinn sagðist hafa byrjað að
spila á harmóníku 7 ára gamall og
eignast sitt fyrsta hljóðfæri ári síðar.
Þó harmóníkan hafi átt huga hans
þetta lengi hefði hann samt leikið á
fleiri hljóöfæri, til dæmis saxófón og
ýmis hljómborð og verið í hljóm-
sveitum frá 15 ára aldri.
„Eg hafði ekkert lært á harmóníku
fyrr en ég byrjaði í tónlistarskóla í
fýrra,” sagði Aðalsteinn. „Þrjú árin
þar áður hafði ég samt kennt á
harmóníku í skólanum. Þaö er mikill
áhugi fyrir harmóníkuleik í Þingeyjar-
sýslum, og fjöldi fólks í Félagi
harmóníkuunnenda. Ætli séu ekki líka
um 10 manns að læra á hljóðfærið á
Húsavík, bæði ungir og eldri.”
JBH/Akureyri.
Alþingi:
Fé til Eþíópíu
Ríkisstjóminni barst nýlega beiðni
frá Rauða krossi Islands vegna
hjálparstarfsins í Eþíópíu. Varð ríkis-
stjórnin við 200 þúsund króna beiöni
Rauða krossins en um annaö framlag
hefur ekki veriö rætt. Þetta kom fram í
svari Steingríms Hermannssonar for-
sætisráðherra á Alþingi í fyrradag.
Sagði hann ánægjulegt hvað vilji al-
mennings í frjálsum framlögum væri
góður til hjálparstarfsins.
Eiður Guðnason, þingmaður fýrir
Alþýöuflokk, hafði spurt forsætisráð-
herra hvort ríkisstjórnin ætlaði að láta
fé af hendi rakna til hjálparstarfs á
þurrka- og hungursvæðunum í
Eþíópíu. Svavar Gestsson Alþýðu-
bandalagi sagöi ekki viö hæfi aö þing-
menn færu í jólaleyfi án þess að ræða
skerf Alþingis til hjálparstarfsins og
lagöi til aö umræða um það yröi tekin
upp við þriðju umræðu um f járlög sem
er í dag.
Úr fjölbraut til Sverr-
is Hermannssonar
—- ión Böðvarsson skráir Iðnsögu íslendinga
Jón Böðvarsson hættir sem skóla-
meistari Fjölbrautaskóla Suður-
nesja um áramótin og fer að vinna
hjá Sverri Hermannssyni iönaðar-
ráðherra.
,,Þó þaö komi þessu máli ekki við
þá hætti ég skólameistarastarfinu
vegna launakjara. I staðinn hef ég
tekiö aö mér að skrá Iðnsögu Islend-
inga og eru þegar 2 milljónir á
fjárlögum til þessa,” sagði Jón í
samtali viö DV. „Eg hef 6 ár til
starfsins og mun bókin fjalla um
vinnulag, vinnubrögö, áhöld og tæki í
íslenskum iönaði svo eitthvaö sé
nefnt. Af nógu er að taka þar sem
löggiltar iðngreinar á Islandi eru 58
talsins og meö undirgreinum 82. Þá
eru ólögverndaðar iöngreinar, verk-
smiðjugreinar, um 40 talsins. Má þar
nefna sápugerð, fatahreinsun, kex-
framleiðslu og þannig gæti ég haldið
áfram aö telja langt fram eftir
degi.”
Jón Böðvarsson er ekki alls
ókunnugur íslenskri iðnsögu þar sem
hann hefur útskrifað um 200 iðnnema
á þeim 8 árum sem hann hefur veriö
skólameistari á Suðurnesjum. Þá
hefur hann átt sæti í iðnfræðsluráði
og er auk þess ai iðnaðarmönnum
kominn: „Faðir minn var og bróðir
minn er sérfræðingur í viðgerð og
viðhaldi gamalla húsa og alls munu 7
frændur mínir vera trésmiðir,”
sagði Jón Böðvarsson sem ætlar að
taka til óspilltra málanna strax og
hann losnar úr skólastarfinu.
„Eg hef hugsaö mér að taka mið af
bókum Lúðvíks Kristjánssonar um
Islenska sjávarhætti. Hann var í 20
ár að skrifa þær en ég reyni að gera
mitt besta á þeim 6 árum sem ég
hef.”
-EIR.
Jón Böðvarsson verður önnum
kafinn næstu 6 árin.
DV-mynd Bjarnleifur