Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Síða 19
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. 19 Menning Menning Menning Menning Smásögur Fríðu — tíðindi úr hugarfylgsnum Höfðingleg gjöf til Árnastofnunar: Bókasafn Einars Ól. Sveinssonar Fríöa Á. Sigurðardóttir: VID GLUGGANN - smósögur. Skuggsjá, 1984. Fríöa A. Siguröardóttir er í hópi athyglisveröustu sagnahöfunda sem kvatt hafa dyra hjá íslenskum lesend- um á síöustu árum. Form og list smá- sögunnar stendur henni næst og hún erjar þann akur af alúö og stefnufestu. Þegar fyrra smásagnasafn hennar, Þetta er ekkert alvarlegt, kom út 1980, duldist fáum þeim sem fylgjast grannt meö framvindu þessarar viökvæmu greinar ritlistar að þar var á ferö höf- undur, sem nokkurs mátti af vænta. Til þess bentu ekki aöeins flest sólarmerki verksins, heldur og óvenjulega góöur byrjunarárangur. Þarna var nýr höfundur að marka og þjálfa ákveðinn, persónulegan stíl. Spurningin var hvort hann mundi söðla um aö ein- hverju leyti, leita nýrra taka og aö- ferða, eöa halda sig við þennan veg og freista þess aö ná meiri og sterkari tökum á stílnum. Meö smásagnabókinni, sem nú er komin út, er þeirri spurningu svaraö aö nokkru aö minnsta kosti. Þessi höfundur hefur ekki steypt neinum stömpum né brostiö þolinmæðina til þess að sverfa og fága, halda sömu áttum og kafa dýpra eftir því, sem hún haföi fest augu á. Þarna er flest meö sama hætti en betur gert en fyrr, en þó líklega heldur meiri kröfur gerðar til lesandans en áður. Sagan felst dýpra í stílvefnum, og birtist eöa lætur í sig Bókmenntir Andrés Kristjánsson skína með óvæntari hætti. Hún kemur öll að innan, hefst aö vísu stundum í fyrstu línum í örstuttri sviðslýsingu eða atviki sem segir harla lítiö en vek- ur ef til vill ofurlitla forvitni um sögu- efniö eöa spurn um þaö hvert nú eigi að halda, en síðan stingur hún sér, lætur glitta í sig við og við en kemur ekki upp aftur svo aö greina megi allt mynstur hennar fyrr en í lokin. Og þá situr maður ofurlitiö hugsandi um stund. Fríða er skáld hugrenninganna — tengslalögmálsins — og oft er býsna öröugt aö greina á milli þess sem ger- ist í raunheimi og hugarheimi, en er þetta annars ekki ein og sama veröld- in? Vbd milli líðandi stundar og minn- inga er líklega áhrifamesti galdurinn í þessum stíl. I þessum sögum kemur víða fram beittur og eggjaður næmleiki á sam- skipti fólks, ekki síst barna — og barna og fullorðinna —. Vegir ástarinnar liggja víöa um þessar sögur, órannsak- anlegir og kannski stundum torskildir, ferðalag sögufólksins um þá öngstigu lýtur oftast eöa ætíö aö sínum réttu eðlislögmálum, þótt draumar, martröö og veruleiki greinist ekki sundur. Fríöa leikur ósjaldan þá list aö fella eina sögu inn í aðra, eöa kannski marg- ar eins og stokka sem raða má hverj- um innan í annan. Þessar sögur virö- ast lengi vel eiga litla samleið og þyrp- ast að í ringulreiö. En allt í einu er sem allir þræðir komi saman og heildar- myndin birtist skýr, og maður upp- götvar að í raun var verið aö segja aöalsöguna meö þessum hætti, svo aö ekki þurfti að búa hana sjálfa nema fáum orðum. Skýrt dæmi um þessa tækni er síöasta sagan, Við gluggann, ein besta saga bókarinnar, þótt flestar séu þær góöar. Fríða Á. Sigurðardóttir. Þannig tekst undravel að halda áhuga lesandans um mikla krókavegi og hugarfylgsni, ekki viö söguefniö heldur í leit að því. Dagsskíma er einhver hugtækasta saga bókarinnar, þar sem fuglar tveir fara með lykilhlutverk og hlýða á sorg- arsögu úr sálardjúpi en leysa hugar- flækju manneskjunnar meö því aö lenda í kettinum. Listilega vel skrifuö smásaga. Málprýðin er þó líklega mestur blóma þessara sagna og vængir stíls- ins. Þaö er ekki aðeins, að fegurð og hljómur þessa máls veki yndi lesanda, heldur er auögi þess og tjáningarmátt- ur oft meö ólíkindum og orðavaliö hnit- miðaö og vandfýsið þótt hvergi sé fyrnt. Dægurmálinu er ekki útskúfaö, en það er fellt með sjaldbrigðulli smekkvísi aö svipfögru tungutaki. Eg nefni sérstaklega barnamáliö og oröa- leppa unglinganna sem þarna er beitt á kostum í tveimur eöa þremur sögum. Smásögur Fríöu Á. Sigurðardóttur eru enn eitt dæmi um það, aö smásag- an er á hraöri uppleið í íslenskum bók- menntum, og vonandi á hún sér æ fleiri þakkláta lesendur. Þessar sögur er aö minnsta kosti hægt aö lesa sér til óblandinnar skemmtunar og áleitinnar umhugsunar. a.K. Hinn 12. desember sl. afhenti Sveinn Einarsson rithöfundur Stofnun Arna Magnússonar að gjöf vísindabókasafn föður síns, Einars 01. Sveinssonar, sem lést á liðnu sumri. I safninu eru margvísleg rit í íslenskum og erlendum fræöum, bækur, ritraðir, tímarit, bæklingar og sérprent. Þá afhenti Sveinn Einarsson safninu til varöveislu öll handrit Einars 01. Sveinssonar. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Arnastofnun á afmælisdegi Einars 01. Sveinssonar, en hann hefði. oröið 85 ára þennan dag. Viöstödd voru Ragnhildur Helgadóttir menntamála- ráöherra, Guömundur Magnússon há- skólarektor og fleiri gestir. Forstööu- maður Arnastofnunar, Jónas Kristjánsson, þakkaði hina höföing- legu gjöf og minntist Einars 01. Sveinssonar, sem var fyrsti forstööu- maður stofnunarinnar og bar hag hennar ávallt fyrir br jósti. Sveinn Einarsson les upp gjafabréfið en á myndinni sjást einnig Ragnhiidur Helgadóttir menntamálaráðherra, Guðmundur Magnússon háskólarektor og Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. LOKASPRETTURINN ER HAFINN JÓLAGJAFIR í SÉRFLOKKI Opið föstudag 9—18, laugardag 9—23 og mánudag 9—12. sjálfvirkir eggjasjóðarar fyrir 1—7 egg. Verð kr. 1.571,- PiípiflBlH,. SHG sjálfvirkar kaffikönnur. Verð frá kr. 1.313,- vrsA Husqvarna saumavélar með ára- tugareynslu meðal ís- lenskra húsmæðra. Verð frá kr. 12.000,- stgr. Husqvarna vöfflujárn. Verð kr. 2.529,- Husqvarna Micranett örbylgjuofn- inn. Verð kr. 19.788,- stgr. CSB 650 RLE-sett 13 mm höggborvél, stiglaus hraðastillir, 0— 3400 snún./mín., snýst afturábak og áfram. 650 vött. Verð kr. 7.500,- Bosch PST 50 stingsög. Sagardýpt í stál 3 mm, í tré 50 mm. 350 vött. 3000 slög/mín. Verð kr. 3.900,- Blaupunkt VHS video. Verð kr. 39.870,- (fijHusqvarna BOSCH Sanyo C-15 ferðatæki, stereo útvarp/segulband með FM, lang., miðb. og stuttb. 5 banda tónjafnari og 2 way losanlegir hátalarar. Verð kr. 13.658,- stgr. Sanyo rafmagnsrakvélar. Verð frá kr. 1.735,- ®SANYO . CHmiEIíE j ^ SAIMYO HíFi system 234 er meö á nótunum storglæsiieg hljomtækjasamstæda i vonduðum skap meö reyklituðum gler- hurðum 2 >40 watta magnari með innbyggdum 5 banfla tonjafnara Priggja bylgju stereo utuarp meö 5 FNI stoðva minm Segulbandstæki fyrir allar snældugerð- ir með soft touch rofum og Dolby suðeyði Halfsialfvirkur tveggia hraða reimdrif- inn plotuspilari Allt þetta fyrir aöeins kr. 31.760,- stgr. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.