Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Qupperneq 24
36 DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. ORKINAROC.VIDTOI, " ■***“<*>**»**■•■ vuu«KMamdenllmm ::ZT" °,SÖ* “"darin”r’ V“*“* íyrir 28 «»l‘ir ^ V“ K«“ af Kjarvaís- * 7TT*<ir*“»Hcta»HubinsIt’ín.vffidiA, ^^“-^-«u„uEída,OK M Mt-ðjnlablik faudum. Barnavikun- 60 Sinokcy Hobinson popp. SOCíUK: 18 I-íf. Sm.isa«a cftirJón Þorí’.islason »I>upur„.|:|br„»ka„p,a„„»|i.Fímin„,imturmci>Wi||yBrdn -«2 Astir EMMU Kramhaldssagan. 10. hlqti YMISI.EOT: 4 JóIafondur á síðastu stundu. 6 1 iska: Fötin fóru á safn. ! TilGunnuIráJóni jólapakkarnir. 17 Enska knattspyrnan. 2< Vikan OB htimilið: Jólagjii, ð ,'lðmlu.lundu 25 EldhúsVikunnar, Culradurisveitanilil. ÓSKAR GLEÐILEGRA JÓLA Á ÖLLUM BLAÐSÖLUSTÖÐUM - MEÐ JÓLAEFN’06 ^^«1 meðal efimis í AUGLÝSINGIN ER ÓDÝRUST í VIKUNNI. Vikan augiýsingadeild, sími 91-68*53*20 Nýjar bækur GUÐMUNDUR JÖNSSON 1 í : SAGTFRA NOKKRUM GÓÐBÆNDUM GUÐMUNDUR JÓNSSON BÓNDI ER BÚSTÓLPI Bóndi er bústólpi er fimmta bókin í samnefndum bókaflokki. Bækumar eru allar sjálfstæðar og segja frá látnum bændum sem voru „bústólpar” á meðan þeir lifðu. I þessari bók eru frásagnir af tíu bændum skrifaðar af jafnmörgum höfundum. Þeir eru: Bjöm Hallson á Rangá, Einar Eiríks- son á Hvalnesi, Gísli Helgason í Skógargerði, Jónas Magnússon í Star- dal, Júlíus Björnsson í Garpsdal, Ketill Indriðason á Ytra-Fjalli, Oddur Odds- son á Heiði, Olafur Finnsson á Fells- enda, Skúli Gunnlaugsson í Bræðra- tungu og Þorleifur Eiríksson í Bæ. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri, hefur af al- kunnum dugnaöi ritstýrt öllum fimm bókunum. Hann hefur alla tíð verið í miöri hringiðu islensks landbúnaöar og gjörþekkir sögu hans. Bókhlaöan- Ægisútgáfan gefur bókina út. Bóndi er bústólpi er 293 bls. DENISE ROBINS ÁELLEFTU STUNDU. . . Þessi saga eftir meðsöluhöfundinn Denise Robins er mannleg og hlý saga um ást móður, fléttuð ógnvænlegri spennu. Ellefu ára sonur hennar hlýtur alvarlegt brunasár í jámbrautarslysi. Lýtalæknir segir að það eina sem geti bjargað lífi sonar hennar sé húöflutn- ingur frá eineggja tvíbura. Upplýsingarnar valda móöurinni tví- þættum erfiðleikum. I fyrsta lagi að segja eiginmanni sínum að Bing sé ekki sonur hans og í ööru lagi að finna tvíburabróöur hans innan tveggja vikna, en hún veit ekki hvar hann er niðurkominn. .. Bækur Denise Robins eiga fjölda aðdáenda hér á landi sem annars staðar. Þessi bók veldur aðdáendum hennar ekki vonbrigðum. Ægisútgáfan gefur bókina út. A elleftu stundu. . . erl79bls. Á BÚKKUM RAUÐÁR Ut er komin stór bók um Morgan Kane og heitir hún „A bökkum Rauðár”, og er eftir Louis Masterson. A bókarkápu segir: Morgan Kane var 18 ára þegar þessi saga gerðist. Hann var aöstoöarspæjari hjá Mac- kenzie ofursta í þeim fræga herleið- angri 1874, er ráöist var á vetrarbúöir indíána á bökkum Rauðár í Texas. Dixon yfirspæjari var gamalreynd- ur vísundaveiðimaöur og harður í horn aðtaka. „Svarta þruman” Cheyenna- foringi var hið mesta hörkutól. Hann var á ferð og flugi með hóp valinna stríðsmanna, sem kölluðust „Hundarnir”. Illvígir villimenn í augum hvítra manna. Rauðárdalur í Texas, sem er í raun eitt hrikalegasta árgljúfur í villta vestrinu, er kjörland rauðskinna. Enginn hvítur maður hafði stigið fæti í þetta risagljúfur fyrr en þessi herleiðangur kom þangað. Morgan Kane hafði jafnan talið indíána jafn réttháa og hvíta menn og vegið og metið málin samkvæmt því. Seint og um síðir skildist honum að: „Sekur er sá einn sem tapar”. GRÍMAN FELLUR Ut er komin 18. bókin í bókaflokkn- um „Sagan um Isfólkið . .. afkom- endur Þengils hins illa, sem gerði samning við djöfulinn”, og heitir hún „Gríman fellur”. A bókarkápu segir: Elísabet Paladín var einörð og sjálfstæð og lét tal móður sinnar um fínt fólk og ríkan eiginmann eins og vind um eyru þjóta. Satt að segja vakti enginn maður áhuga hennar fyrr en hún hitti Vermund Tark. Vermundur kom á biöilsbuxunum til foreldra hennar — og baö hennar bróður sínum til handa. TÍU LITLAR LJÚFLINGS- MEYJAR Það var á árunum 1943—44 að skáld- konan Theódóra Thoroddsen gaf sonardóttur sinni, Katrinu Thorodd- sen, undurfallega og glettna þulu um 10 litlar ljúflingsmeyjar og bað hana gera myndir við. Þulan var náskyld litlu negrastrák- unum hans Muggs, sem var syiursonur Theódóru og kær vinur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.