Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 27
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. Snyrtihúsið opnað á Selfossi: „Kveið fyrir að láta taka fílapensilinn" Þórhildur Karlsdóttir snyrtifræöing- ur opnaði 15. júní sl. Snyrtihúsiö á Eyrarvegi 20. Þar eru veitt andlitsböð, handsnyrting, fótsnyrting, litanir og fleira. Einnig hefur hún mjög full- komna snyrtivöruverslun með sér- hæfðri þjónustu. Vörugæði í hámarki, vöruverð í lágmarki og frí föðrun á af- greiðslutíma. Eg er ekki rétta manneskjan til að skrifa um snyrtihús en ég fór á dögunum til Þórhildar í snyrtingu og varö stórhrifin. Ég fór fyrst í andlits- snyrtingu og fótsnyrtingu. Þar er ung og hress manneskja sem kann vel til verka og týnir engu. Eg kveið svo mikið fyrir að láta taka af mér fíla- pensil í andlitinu. En ég vissi ekki af því fyrr en Þórhildur var búin að taka fílapensilinn, mér að kvalarlausu. Ég kveið fyrir þessu eins og að láta taka úrmértönn. Þá var fótsnyrtingin góð. Þar sat ég ekki á gömlum og skökkum eldhús- kollum eins og ég hef vanist í þau fáu skipti sem ég hef farið á snyrtistofur. Eg hef alltaf verið hálfhrædd um líf mitt á snyrtistofum því kollarnir hafa alltaf verið svo litlir og skakkir. En hjá Þórhildi er húsiö allt svo flott og vina- legt og húsgögnin eftir því. Eg sat í stórum djúpum stól með háu baki á meðan ég var í fótsnyrtingunni. Tíminn leið svo fljótt, samt var ég í hálfan annan tíma þama. Eg fer ábyggilega aftur í Snyrtihúsið á Selfossi. Þetta er eina snyrtistofan á Selfossi og er vel sótt. I gær þegar ég var þarna komu þrír karlmenn og pöntuðu fótsnyrtingu. Þórhildur sagði aö karlmenn væru um það bil helm- ingur af viðskiptavinunum. Eg spurði tvær konur sem voru þama hjá Þór- hildi í gær hvort þær væm ekki ánægðar með að hafa snyrtistofu á staðnum: Þær svömðu báðar játandi. Það væri mikill spamaöur og þægindi að geta látið snyrta sig í sinni heima- byggð. Þegar þær kæmu suður í snyrt- ingu væm það oftast nemendur sem væru látnir taka utanbæjarkonur. Regina Thorarensen Selfossl. Hringveginn á áttatíu mínútum „Þetta er þjóðþrifafyrirtæki, óður til íslenskrar náttúm og þessu fylgir bensínsparnaður á þeim þrenginga- tímum sem nú ríkja,” sagði Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðar- maður um nýjustu kvikmynd sína sem frumsýnd verður í Háskólabíói eftir rúman mánuð. „Myndin felst í því aö áhorfandinn fer á hljóöhraða hringveginn um- hverfis landið en það tekur 80 mín- útur. Færustu bílahönnuðir og tölvu- sérfræðingar landsins lögöust á eitt til aö gera þessa kvikmynd að veru- leika. Tölva var tengd við hraðamæli bíls, kvikmyndavél fest framan á hann og tók hún síðan myndir meö 12 metra millibili. I kvikmyndahúsi eru aftur á móti sýndir 24 myndrammar á sekúndu þannig að hringferðin tekur ekki nema 80 mínútur,” sagði Friðrik kvikmyndaframleiðandi sem síðast lét að sér kveða með kvik- myndinni Kúrekar norðursins. Lárus Grímsson tónskáld er að leggja siðustu hönd á tónlist sem áhorfendur fá að njóta á meöan á hringferðinni stendur. Verður hún flutt í dolby-stereo, myndin er tekin á víöa linsu þannig að landslag sést vel til beggja hliða og úr verður... „upplifun áhorfandans er hann líður yfir landið,” eins og Friðrik oröar það og bætir viö að menn missi tíma- skynið við þessi ósköp. „Landið skartaöi sínum fegurstu haustlitum er myndin var tekin.” -EIR. GOTT TÆKIFÆRI GOTT VERÐ GÓÐ VARA Nú gefst tækifæri til hagstæðra innkaupa á ýmsum hlutum viðkomandi töivum. Eftirfarandi verðlisti sýnir einingaverð á nokkrum þeirra. Disketta 1 kr. 239.- Disketta 2D kr. 279.- Disketta 2D í PC kr. 212,- Litaband í PC kr. 336,- 500 bls. A4 pappír kr. 207,- Að sjálfsögðu býðst enn betra verð með magn- kaupum eða t.d. PC pökkum. PC-pakki I PC-pakki II 20 stk. diskettur 2D 30 stk. diskettur 2D 500 bls. A4 pappír 500 bls. A4 pappír 2 stk. litabönd á kr. 4.560,- 3 stk. litabönd á kr. 6.950,- Gríptu þetta tækifæri, hafðu samband ísíma 91-68 73 73, það borgar sig. ======== — IBM á íslandi, Skaftahlíð 24, = ==== Reykjavík, sími (91) 68 73 73. Skíðaskór Bambino Nr. 30-33. Kr. 1.196. Pioneer I Nr. 30-35. Pioneer II Nr. 36-41. Bled 75 Gönguskíðaskór. Nr. 37-47. Kr. 1.395. Atlas Nr. 39-46. Kr. 2.160.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.