Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Qupperneq 34
46 DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. Menning Menning Menning Menning Páll Jóhannesson tenór. Tvær hliðar á einni hljómplötu Hljómplata með söng Páls Jóhannessonar tenórs. Meðleikarar: Jakob Tryggvason og Jónas Ingi- mundarson. Upptökumenn: Halldór Vikingsson og Pálmi Guðmundsson. Pressun: AHa hf. Útgefandi og dreifing: Stúdíó Bimbó, Akureyri. Þaö vakti athygli mína þegar Póll Jóhannesson hélt tónleika ásamt Jón- asi Ingimundarsyni fyrir réttum tveimur árum, hversu miklum fram- förum hann hafði þá tekiö. Röddin fall- eg og honum var farið aö vinnast vel úr henni. Nú er komin á markaö hljóm- plata meö Páli þar sem hann syngur meö tveimur meöleikurum, hvorum öörum betri. Á annárri hliö plötunnar eru íslensk lög og í þeim leikur Jónas Ingimundarson meö Páli en á hinni syngur hann helgimúsík og þar leikur Jakob Tryggvason meö á orgel Akur- eyrarkirkju. Góða hliðin Samvinna Páls og meöleikaranna er Tónlist Hljómplötur Eyjólfur Melsted Césars Franck og Pieta signore — Stradella. Þar tekst honum líka vel upp. Forvitnilegt þykir mér að tvö þessara verka er einnig aö finna á plötu Hreins Líndals og er út af fyrir sig fróölegt aö bera þessar tvær plötur saman. Ekki verður fariö út í mann- jöfnuð hér, en sakar ekki aö geta þess að miöað við sönginn á plötunum þarf hvorugur aö kvíöa. Þaö liggur ekki síö- ur fyrir Páli aö syngja helgimúsík en veraldlega. Aríu Xerxesar úr sam- nefndri óperu Handels þekkja víst flestir undir heitinu Largo. Ekki man ég betur en Xerxes sé sunginn af bassa í óperunni, en svo mjög er þessi eina aría komin úr tengslum viö óperuna aö sjálfsagt þykir aö tenórar syngi hana. Sé jafn vel meö fariö hjá Páli er þaö í stakasta lagi. Sófasett: grátt, svart og hvítt. Opið til 22.00 í kvöld. Athugið, opið sunnudag frá kl. 13-18. N Y FORM Reykjavíkurveui 6(i, HafnarfinV, sími 54100 ágæt á plötu þessari. Meö Jónasi syng- ur hann Lindina og Bikarinn eftir Ey- þór Stefánsson, Ferðalok og Hiröingj- ann eftir Karl Ottó Runólfsson og fjög- ur lög Sigvalda Kaldalóns, Eg lít í anda liðna tíö, Storma, Soföu soföu góði og Hamraborgina. Best finnst mér Páli takast upp í lögum Sigvalda Kalda- lóns. í lögum eins og Eg lít í anda liðna tíö og Soföu soföu góöi, nýtur falleg röddin sín mjög vel. Hamraborgina er maður oröinn vanur aö heyra meö svo miklu trukki og aukasveiflum, aö þaö tekur mann smástund að átta sig á því aö þessi fræga óskamelódía íslenskra tenóra geti eins verið glæsileg þótt söngvarinn skjóti beint á tóninn og sleppi því aö sópa sér upp á hann með þetta frá ferundar og upp í áttundarat- rennum. Ásamt Jakobi Tryggvasyni syngur Páll Ave Maria — Bach/Gounod; Ave verum corpus — Mozarts; Ombra mai fu Handels; Panis angelicus — Hin hliðin En þaö eru tvær hliöar á hverri plötu. Þótt söngvarinn sé hinn sami og meðleikararnir báöir ágætlega starfi sínu vaxnir er reginmunur á hliöum þessarar plötu. Þaö er því líkast aö hverfa inn í Niflheim aö snúa plötunni viö. Snúa frá handverki Halldórs Víkingssonar aö fúski Pálma Guö- mundssonar. Ekki þykir útgefandan- um taka því aö geta hver skar plötuna, en Alfa pressaöi. Það er mikill munur á vinnurmi og til dæmis á plötu sem var nýlega unnin á sama staö. Grunar mig að sá munur liggi meöal annars í notkun á frumnota og endumota vinyL Það er til vansa aö útgefandinn, Stúdíó Bimbó, skuli sýna svo mikinn kotungs- hátt í skiptum sínum viö jafnágæta 'listamenn og Jónas Ingimundarson, Jakob Tryggvason, Halldór Víkings- son og Pál Jóhannesson. Þeirra fram- lag er miklu merkilegra en svo aö slíkt sé bjóöandi. EM Jón Pállbýrsig undirað veltabíl. Hann þarf ekki tjakk ef springur. Er Jón Páll sterk- asti maður heims? I byrjun janúar hyggst lyftingakapp- inn frækni, Jón Páll Sigmarsson, halda til Svíþjóöar þar sem honum hefur verið boöiö að taka þátt í keppninni „sterkasti maður í heimi”. Laugardaginn 29. desember klukkan tvö hyggst Jón Páll kynna keppnina og æfa sig á einu keppnisatriðinu, þ.e.a.s. aö velta bíl. Mun Jón Páll ráöast á bíl- inn fyrir utan varahlutaverslunina H. Jónsson og co. í Brautarholti 22 og hyggst hann velta bílnum nokkrar velt- ur. Sveinbjöm Guöjohnsen, eigandi H. Jónsson & co, hefur skipulagt þessa æfingu hjá Jóni Páli en Sveinbjöm hyggst styrkja hann til fararinnar. Vonast þeir félagar til aö fleiri fyrir- tæki sjái sér fært aö styrkja Jón Pál svo að hann komist til Svíþjóðar og verður tekiö á móti styrkjum í vara- hlutaversluninni H. Jónsson og co. „Þaö er allt vel þegiö, jafnvel matur,” segir Jón Páll sem er nú aö reyna aö þyngja sig eins og hann getur fyrir keppnina. Boröar hann átta sinnum á dag og treöur þá í belginn eins og hann getur. Kokkarnir á Hótel Borg, þar sem Jón Páll vinnur, segja aö í hvert skipti sem hann boröi sé það á viö sex fíleflda karlmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.