Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 21. JANUAR1985. 3 r-nui=nriyg gerir líf þitt auðveldara og skemmtilegra ogkannski umfram allt áhyggjulausara. Á tflGySiT^P þarftu engar áhyggjur að hafa af að festast í snjó, engar áhyggjur af hálku, engar áhyggjur af lausamöl úti á vegum og sáralitlar áhyggjur af bensínverðinu. Taktu stefnuna á áhyggjulausara líf — taktu stefnuna á Justy og munduað fjórhjóladrif er öryggisatriði. KR. 20.000 1 STAÐGREIÐSLUAFSLÁTT SÉ BÍLLINN BORGAÐUR UPP INNAN MÁNAÐAR. TÖKUM FLESTA NOTAÐA BÍLA UPP í NÝJA. MUNIÐ BÍLASÝNINGAR OKKAR ALLAR HELGAR KL. 14-17. Næsta ár verði „ár útflutnings” Viðskiptaráðherra, Matthías A. Mathiesen, hefur skipað nefnd í því skyni að örva íslenska útflutnings- starfsemi og glæða áhuga almennings á útflutningsmálum. Er nefndinni m.a. ætlaö að kanna hugmynd um að 1986 verði ár útflutningsins og verði því lögð sérstök áhersla á aö efla út- flutningsstarfsemi. Störf nefndarinnar tengjast markaðsátaki því á Norður- löndum sem nú er unniö aö með til- styrk norrænu ráðherranefndarinnar og í samstarfi við Utflutningsmiðstöð iðnaðarins. Formaður nefndarinnar hefur veriö skipaöur Ragnar Kjartansson fram- kvæmdastjóri en aðrir nefndarmenn hafa verið skipaðir: Birgir Þorgilsson feröamálastjóri, Einar Benediktsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Helgi Gíslason sendiráðunautur, Magnús Friðgeirsson framkvæmdastjóri, Sveinn Bjömsson skrifstofustjóri og Þráinn Þorvaldsson framkvæmda- stjóri. Vilja halda í viðskipta- ráðuneytið Á fundi samstarfsráðs Félags ísl. stórkaupmanna, Kaupmannasamtaka Islands og Verzlunarráðs Islands, 16. janúar 1985, var eftirfarandi ályktun samþykkt: Félag ísl. stórkaupmanna, Kaup- mannasamtök Islands og Verzlunar- ráð Islands mótmæla þeim hug- myndum sem fram hafa komið að leggja viðskiptaráðuneytið niður sem sjálfstætt ráðuneyti. Samtökin telja að viöskiptaráðuneytið gegni mikilvægu hlutverki fyrir utanríkisverslunina og aörar greinar viðskipta í landinu. Mikilvægi þess sem sjálfstæðs fagráðuneytis hefur aldrei verið meira en nú vegna þeirra gagngeru umbóta sem unnið er að á sviði verðlags- og peningamála og varða hag neytenda og sparifjáreigenda jafnt sem hag fyrirtækja í verslun og viðskiptum. Tinna Gunnlaugsdóttir og Þorsteinn Jónsson fengu blómvendí eftir frum- sýningu Atómstöðvarinnar i Kaupmannahöfn. DV-mynd örn Jónsson. SUBARU FJÓRHJÓLADRIFINN Atómstöðin fram- sýnd í Danmörku Frá Erni Jónssyni, fréttaritara DV í Kaupmannahöfn: Kvikmyndin Atómstööin var frum- sýnd í Kaupmannahöfn um miðja síð- ustu viku að viöstöddum fjölda gesta. Fór sýningin fram í Ballerup, einu út- hverfa borgarinnar, og eftir sýninguna var gestum boðið upp á veitingar við undirleik dixielandhljómsveitar. Viðstödd frumsýninguna í Dan- mörku voru þau Þorsteinn Jónsson leikstjóri og Tinna Gunnlaugsdóttir, einn aöalleikaranna. Þá haföi ætlunin verið að Halldór Laxness yrði viðstaddur og haföi það verið tilkynnt. En í kynningarræðu framkvæmda- stjóra kvikmyndahússins kom fram að Halldór hefði ekki treyst sér til ferða- lagsins vegna vetrarríkisins sem nú er umalla Evrópu. Greiðslukort: Matvörukaupmenn ætla að funda Matvörukaupmenn hafa ekki ákveðiö enn hver framtíö greiðslu- korta veröur i verslunum þeirra. Samningar sem þeir gerðu í haust viö greiöslukortafyrirtækin eru nú lausir. Nefnd sem starfar fyrir hönd matvörukaupmanna hefur fundaö ummálið. Þar voru greiðslukortamálin rædd og ákveðiö að kalla saman allsherj- arfund matvörukaupmanna. Ekki hefur þó verið ákveðið hvenær. „Þar verður ákveöið hvaða kröfur verða geröar,” sagði Magnús Finnsson, formaður Kaupmannasamtakanna. Hann á sæti í nefndinni. Það sem kaupmenn leggja mesta áherslu á er að þóknun sem þeir greiða verði lækkuð og einnig að þeir fái greitt oftar frá greiðslukorta- fyrirtækjunum. Bæði greiöslukortafyrirtækin lýstu því yfir í haust að samningamir yrðu endurskoöaðir þegar stáða fyrirtækj- anna yrði ljós. Magnús Finnsson sagöi að hann hefði nýlega verið á ferð um Norður- löndin og kynnt sér hvernig korta- málum er háttað annars staðar en hér. Hann sagði aö nær hvergi væru greiðslukort eða kreditkort í notkun þar í matvöruverslunum. Hins vegar væru svokölluð debetkort notuð í matvöruverslunum þar. Þau eru svipuð og ávísanir hér. Hann sagði einnig að kaupmenn í Finnlandi hefðu stofnað eigiö greiðslukortafyrirtæki í samvinnu við bankana þar. Viöskiptin færu þannig fram aö kaupmenn geta leyst út úttektirnar á hverju kvöldi. Kort- hafarnir greiða skuld sína mánaðar- lega við bankana og greiða þá 2,9 prósent vexti á mánuði. I þessu til- feili eru það bankarnir sem lána, ekki kaupmennirnir. „Þetta fyrir- komulag samræmist okkar hug- myndum,” sagði Magnús. ,,£g álít að greiðslukortafyrir- tækin séu búin að teygja sig eins langt og hægt er í þessum málum. Ég hygg að margur kaupmaðurinn sé betur settur meö kortin en með bunka af óborguðum reikningum,” segir Reynir Jónasson, aðstoðar- bankastjóri Utvegsbanka Islands. APH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.