Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 21. JANUAR1985. Stórar tennur, litlar tennur. Fallegar tennur, Ijótar tennur — þetta er ekki mólið. Aðalatriðið er HEILAR TENNUR. Tannvemd: Forvamaraðgeröir— ekki Bakkabræðralag Stefnt er aö því aö hefja flúorskol- un í grunnskólum Reykjavíkur um næstu mánaðamót. I lok þessa mán- aðar veröur tannverndardagurinn. I nokkur ár hefur farið fram flúor- tannburstun skólabarna í grunnskól- um Reykjavíkur. A hverjum vetri hafa tennur barna verið burstaöar með flúorblöndu ca tvisvar sinnum. — Nú verður flúorburstun hætt. Tannskolunin verður framkvæmd ineð 0,2% NaF-upplausn tvisvar í mánuði allt skólaárið. Aætlaður efniskostnaður vegna flúorskolunar er 50 krónur á bam á ári, samtaLs nemur þessi kostnaður 650 þúsund krónum sem greiöist úr borgarsjóði. „Þetta er talin vera áhrifarík leiðí forvamarstarfi gegn tannskemmd- uin,” sagði Katrín Fjeldsted læknir, formaður heilbrigðisráðs Reykjavík- ur. A fundi ráösins í janúarbyrjun voru lagðar fram ýmsar tillögur um tannvemd í skólum, m.a. um flúor- skolunina. Sagöi Katrin að i ljós hefði komið að tannskemmdir væru miklu meiri hér meöal bama en hjá ná- grannaþjóðum okkar. Nauðsynlegt væri að grípa til frekari forvarnarað- gerða til að bæta tannheilsu bama í skólum ef hægt væri. Heilbrigðisráð hefur einnig sam- þykkt tillögur varðandi fræðslu um tannvemd, útgáfu upplýsingabækl- inga um tannhirðu og fleira. Jafnframt var samþykkt að leggja áherslu á fræöslu um tannvemd meöal verðandi mæöra og í ung- barnaeftirliti. Mælt er með flúor- töflunotkun meðal barna undir grunnskólaaldri en töflumar em góðar á tannmyndunarskeiðinu. Tannverndardagurinn „Tilgangurinn er aö bæta bága tannheilsu bama,” sagði Magnús R. Gíslason tannlæknir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Sagði hann að tannverndardagurinn hefði veriö ákveðinn 29. janúar nk. Þá verður upplýsingum dreift um ailt land og fræðsla um tannvernd í skólum landsins. Komið hefur í ljós að 8 tennur aö meðaltali í 12 ára bömum á Islandi eru skemmdar, viögerðar eða tapað- ar. I Bandaríkjunum er þessi meðal- talstala 2,7, í Noregi 4,4, í Finnlandi 4.1 Reykjavík er meöaltaliö 8 tennur í hverju tólf ára barni, í sumum ná- grannasveitarfélögunum fer meðal- taliðí 12—13. „A örskömmum tíma hefur mönn- um á Norðurlöndum tekist að bæta tannheilsu barna um helming,” sagði Magnús. „Flúorbættlannkrem hefur líklega gert meira gagn en gert var ráð fyrir, svo og kemur tii annaö forvamarstarf.” Vegna góðrar tann- heilsu í nágrannalöndunum hafa tannkremssérfræðingar komið hing- aö til lands í rannsóknarerindum. Hér á landi stendur yfir rannsókn frá Háskólanum í Gautaborg. MagnÚ3 Gíslason sagði að mikið vantaði upp á forvarnarstarf hér, viöværum eins og Bakkabræður, fylltum í holumar í stað þess að fyrirbyggja þær upphaf- lega. -ÞG Nef nd athugar útf lutningsmál Viöskiptaráðherra hefur skipað nefnd tii að athuga og gera tillögur um fyrirkomulag útflutningsmála. Sér- staklega skal nefndin athuga hvernig skuli háttað samstarfi útflytjenda og stjómvalda til eflingar útflutningi. Formaður nefndarinnar hefur verið skipaður Olafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóriFélags ísl. iðnrekenda. Sturtupottur, nuddpottur og hugsanlaga heitur lœkur verða komnir i Laugardalslaug 1986. Nýju pottarnir verða ð svœðinu í kringum disklaugina grunnu sem sóst á myndinni. DV-mynd: KAE. Sturtupottur í Laugardal Nýju búningsklefarnir við sundlaug- arnar í Laugardal verða væntanlega teknir í notkun eftir rúmt ár, í mars- mánuði 1986. Lokaáfangi byggingar- innar, sem er innrétting sturtu- og bún- ingsklefa, verður boðinn út um næstu mánaðamót. Eins og laugargestir vita hafa fram- kvæmdir viö nýbygginguna legið niöri nokkuð lengi. Byggingin hefur staðið tilbúin undir tréverk án þess að nokkur hafi haft gagn af henni. Samhliöa innréttingu nýbyggingar- innar verða byggðir fleiri pottar. Ekki er endanlega búið að ákveða hvemig pottarnir verða né hvort gerður verður lækur, svipaður þeim í Nauthólsvík. Ljóst er þó aðpottamir verða fjöl- breyttir. Þama verða nuddpottar sem komnir eru í margar sundlaugar. Gert er ráð fyrir sturtupotti eins og var í gömlu laugunum við Sundlaugaveg. Fólk liggur þá í volgu vatninu og lætur rigna yfir sig úr sturtunni. -KMU. VERÐBÓLGA í ÆSTUM LEIK Kauplagsnefnd hefur reiknað vísi- tölu framfærslukostnaðar miöað viö verðlag í janúarbyrjun 1985. Reynd- ist hún vera 122,28 stig (febrúar 1984 =100), eða 4,33% hærri en í desemb- erbyrjun 1984. Af þessari hækkun visitölunnar stafa 1,0% af hækkun matvöruverðs (þar af 0,2% vegna hækkunar á verði búvöra), 0,7% vegna hækkunar á verði tóbaks og áfengis, 0,6% vegna hækkunar á verði opinberrar þjón- ustu og 2,0% vegna ýmissa annarra verðhækkana. Hækkun vísitölunnar um 4,33% frá desember til janúar svarar til um 66,3% árshækkunar. Hækkunin und- angengna þrjá mánuði er 10,8% og svarar til 50,6% árshækkunar en hækkunin undanfama tólf mánuði er 23,1%. Frá upphafi til loka ársins 1984 hækkaði vísitala framfærslukostnað- ar um 21,8% samanboriö við 70,68% áriö áður. Meðalhækkun vísitölunnar milli áranna 1983 og 1984 reyndist vera 29,17% samanboriö við 84,28% meðalhækkun milli áranna 1982 og 1983. j dag mælir Dagfari______________í dag mælir Pagfari___________j dag mælir Dagfari Salmonellurnar í Kollafirði Samkvæmt þeirri forskrift sem landlæg hcfur verið hér á landi hefur ríkið rekið laxaræktunarstöð í KoIIa- firði undir stjórn rikisskipaðs for- stjóra. Það hefur nefnilega verið lög- mál að treysta engum nema hinu almáttuga ríki fyrir starfsemi sem þessari. Lengi var það stefna veiði- málastjóra og stjórnvalda að kæfa allar tilraunir einkaaðila í fæðingu þegar framtakssamir menn töldu sig geta alið lax og ræktað seiði annars staðar en í Kollafirði. Þegar þessir einkaaðilar létu ekki segjast og svömluöu á móti hinu ríkisrekna náttúrulögmáli var yfirdýralæknir sendur út af örkinni í hvert skipti sem minnsta von var til að bera mætti sýkingar eða veiki á laxaseiði einkaframtaksins. Þannig var Skúla í Laxalóni gert lífið ieitt af hinum guðsútvöldu yfirvöldum, honum gert að slátra hverju kviku seiði hvenær sem yfirlæknir rétti upp höndina og bannaður allur útflutningur á því klakeldi sem ræktað var í Laxalóni. Þetta var auðvitað gert til að vernda ríkisbúskapinn í Kollafiröi þar sem veiðimálastjóri gat dundað við það árum saman að eyða opin- bera fé í gæluverkefni sín. Nú, seint og síðar meir, hafa fisk- sjúkdómafræðingar uppgötvað aö ekki er alit með feiidu í Kollafirðin- um og opinberast hefur að stöðin er útbíuð i sýkingu og nýrnaveiki þrátt fyrir ríkisstimpil og læknisvottorð frá yfirdýralækni og hinum óskeikula veiöimálastjóra. Sú uppgötvun þarf ekki að koma neinum á óvart. Svartbakurinn hefur haft það fyrir sið um árabil að nær- ast í skolpræsum strandlengjunnar og gera síðan þarfir sínar í laxapoll- ana uppi í Kollafirði. Þar hefur salmoneUan dafnað í vernduðu um- hverfi ríkisvaldsins og unað hag sin- um vei. Þar sem lög kveða á um það að salmoneUuseiöin úr KoUafirði hafi einkarétt á markaðnum hafa aðrar laxeldisstöðvar neyðst tii að skipta við sameiginlega framleiðslu laxa- kera og holræsa KoUafjarðar- stöðvarinnar með þeim aflciðingum að slátra verður nú seiðum í flestum laxeldisstöövum landsmanna. Þetta gerist um það leyti sem þjóðin finnur það út að fiskeldi í landi sé ábata- samara fyrir framtíðina en fiskveiði ísjé. Hins vegar bregður svo við að nú eru ekki gefin út tafarlaus fyrirmæU um aUsherjarniðurskurð í KoUafirði eins og í Laxalóni forðum. Nú þarf ekki að kaUa á yfirdýralækni tU að kreista liftóruna úr Skúla Pálssyni. Nú skal fara að öllu með gát vegna þess að heiður veiðimálastjóra er að veði. Nú má ekki styggja salmoneUurnar í KoUaflrði. Kannski er ekki viðeigandi að hossa sér á hrakförum þessarar opinberu stofnunar en er það ekki kaldhæðni örlaganna að einmitt þeir sem hafa af hroka yfirvaldsins geng- ið mUli bols og höfuðs á einkafram- takinu þurfa nú að horfast í augu við þá staðreynd að aUt heUa opinbera gaUeríið er haldið nýrnaveiki í bak og fyrir? Og er það ekki dæmigert fyrir rík- isbúskapinn að halda öUu einkafram- taki í heljargreipum um árabU og viðhalda salernisaðstöðu fyrir svart- bakinn fyrir mUljónatugi til þess eins að uppgötva að stöðin sé hálfu verri í útbíaðri sýkingu heldur en aUar hin- ar stöðvarnar tU samans? Þessi uppákoma kann að leiða til þess að fiskeldi verði enn á tUrauna- stigi næstu tíu árin meðan verið er að hreinsa sabnoneUuna úr laxeldinu hjá veiðimálastjóra. Sú sótthreinsun verður þó til lltUs meðan rUdð er við- loðandi Kollafjarðarstöðina. Sá sýk- iU er nefnUega hættulegastur þeirra aUra. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.