Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Qupperneq 48
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Bílstjórarnir aðstoða S£7lDIBiLRS TÓÐffl LOKI Má ekki virkja meltingar- færin í jötninum? jon raii uian i uag: Sterkur og saddur Jón PAII, aflraunamaður mað mairu, heldur I dag utan «11 Svlþjóðar til að taka þátt I keppninni um titilínn sterkaatl maður I helml. i gœr var honum boðlð út að borða á Borgaranum við Nýbýlaveg I Kópa- vogl enda eins gott að vera saddur œtll maður að vera sterkur. Og Jón Páll tók hressilega tll matar slns þannig að Kópavogsbúar urðu hissa. Fyrir hann voru lagðir 13 kjúkllngabltar, 4 tvöfaldlr heimsborgarar með ostl, 7 skammtar af frönskum kartöflum, 3 skammtar af bleikri sósu, 3 skammtar af salati og 3 skammtar af laukhringjum. Vlð svo búið hvarf kraftakarlinn á braut en þess skal getið að hann hafði tvo fálaga sfna með sár og neyttu þeir hluta matarblrgðanna sem upp voru taldar. -EIR/DV-mynd S. Handtekinn á Þingvöllum Lögreglan í Arnessýslu handtók síð- degis í gær mann sem var í óleyfi í sumarbústað við Þingvallavatn. Hann var fluttur til Reykjavíkur í fanga- geymslu. Þetta var þriðji maðurinn sem hand- tekinn er á skömmum tíma vegna f jöl- margra innbrota í bústaði á svæðinu. -KMU. Seiðunum slátrað Á stjómarfundi hjá Sjóeldi hf. í Höfn- um á laugardag var ákveöið að slátra öllúm 28 þúsund seiðunum sem í stöð- inni eru. „Þessi ákvörðun er ekki óbreytan- leg, en eins og staðan er í dag slátrum við öllum seiðum,” sagði Jón G. Gunn- laugsson, framkvæmdastjóri Sjóeldis í morgun. Nýrnaveiki hefur fundist í laxaseiðum í stöðinni. -ÞG Norðanátt næstu daga Búist er við að norðanáttin, sem gekk yfir landið um helgina, standi næstu daga. Hæöin er komin í hefð- bundna vetrarstöðu yfir Grænland og miðsvetrarsumarið sæla því á enda. Frostið verður frá 5 stigum út við ströndina til 15 stiga inn til landsins. Búast má við 5—8 stiga frosti í Reykja- vik í dag og á morgun. Lelegur brandari — segir formaður Sjómannasambandsins um tilboð útvegsmanna „Tillögur útvegsmanna, sem ég ætla að hafi verið lagðar fram til lausnar deilunni, voru allar í þá átt aö lækka kaup sjómanna. Viö tókum þessum tillögum sem lélegum brand- ara,” sagði Oskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins um tilboð sem LIO lagði fram á sáttafundi á föstudag. Lítið hefur miöaö í samningavið- ræðum undirmanna á farskipum og fiskiskipum og viðsemjenda þeirra. Sáttasemjari hefur boðað fulltrúa sjómanna til fundar á morgun en Oskar Vigfússon sagðist ekki eiga von á að málin skýrðust þar. Hann sagði að óskað yrði eftir viðræðum við sjávarútvegsráðherra í þessari viku um afnám bráðabirgðalaga um kostnaðarhlutdeild útgerðar í skipta- verðmætum, hækkun á fæðispening- um sjómanna og um endurskoðun lífeyrismála sjómanna. Fulltrúar farmanna komu til fundar hjá sátta- semjara í morgun. Áð sögn Guðmundar Hallvarðssonar, formanns Sjómannafélags Reykja- víkur, var búist við tilboöi frá við- semjendum þeirra í dag. Trúnaðar- mannaráð félagsins kemur saman í kvöld til að meta stööuna í samn- ingamálum f armanna. -ÖEF. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1985. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krúnur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Seltjarnarnes: Ölvaður mað- urókáum- ferðarmerki Ekið var á umferðarmerki á umferðareyju á Nesvegi á móts við Tjamarbói 10 á Seltjarnamesi á laugardagskvöldklukkan rúmlega 19. Mikil umferð gangandi fólks er á þessum slóðum þar sem strætisvagna- stöð er rétt hjá og liggur gangbraut rétt við umferðarmerkið. ökumaðurinn, sem var ölvaður, missti stjórn á bíl sínum meö fyrr- greindum afleiðingum og er lögreglan kom á staöinn var sprungið á einu hjóiinu. Akstursaðstæður voru allar mjög góðar að sögn lögreglunnar og götur vel upplýstar. ökumaðurinn siapp ómeiddur. Þama var ekki um ungling að ræða heldur mann á miðjum aldri. JI FRETTASKOTIÐ SÍMIIMN SEM ALDREI SEFUR Skipu- lagt und- aneldi? „Nei, þaö er enginn ættfaðir sem vakir yfir okkur systkinunum og segir okkur hvenær við eigum aö geta böm og hvenær ekki,” sagði Anna Sigurðar- dóttir í Brekkukoti í Austur-Húna- vatnssýslu. ,J5n viö höfum oft velt því fyrir okkur hvernig standi á þessu ómeðvitaða skipulagi.” Fyrir sjö árum eignaðist bróðir önnu dóttur og bar þann atburð upp á 9. janúar. Ári síðar, nákvæmlega á sama degi, eignaðist Anna sjálf dóttur. ,J/yrir sex árum, 18. nóvember, eignaðist systir mín dóttur og 18. nóvember á síðasta ári eignaðist ég son,” segir Anna í Brekkukoti og helduráfram: „Þá er þaö 16. janúar fyrir þremur árum að ein önnur systir mín eignast son og bætir svo um betur með því að eignast dóttur 16. janúar síðastliðinn. Þá eru komin sex systkinabörn sem eiga meira og minna sömu afmælis- daga,” sagöi Anna Sigurðardóttir í Brekkukoti og bætti því við að þau systkinin ættu að sjálfsögðu önnur börn sem ekki væm komin í þennan heim með sama skipulagi. -EIR. Eyðibýli brennt sem áramótabrenna eigendumir sátu í Reykjavík og vissu ekki neitt „Þetta brann víst ágætlega, meira veit ég ekki,” sagöi Jón Úlfarsson, oddviti í Fáskrúðsfjaröarhreppi, aðspurður um áramótabrennu þeirra Fáskrúðsfirðinga. Málavextir voru þeir aö eigendur eyðibýlisins Sævarenda í Fáskrúðs- firði höfðu farið þess á leit við smiö einn sem búsettur er fyrir austan að hann fjarlægði húsin af eyðijörðinni. Var þeim sama hvemig það væri gert, bara að húsin hyrfu. Austfirski smiðurinn notaði því tækifærið þegar dró að áramótum og fyllti húsið meö því drasli sem annars átti að vera í heföbundinni áramótabrennu þeirra Fáskrúðsfirð- inga. Á gamlárskvöld var svo kveikt í öllu saman og logaði glatt fram eftir nýju ári. „Þetta er stærsta brenna sem veriö hefur hér í firðinum í manna minnum,” sagði Fáskrúösfirðingur einn í samtali við DV. „Eyðibýlið stendur handan fjarðarins og teygðu logarnir sig upp eftir öllum fjölium. ” A meðan á þessu stóð sátu eig- endurnir í Reykjavík og vissu ekkert um áramótagleði íbúanna á Fá- skrúðsfirði. Er þeir loks fengu fréttir af atburöum brugðust þeir ókvæða við og hygg ja á málaferli. „Eg hélt að þessu fólki hefði verið sama um hvernig húsin yrðu fjarlægð,” sagði smiðurinn sem brenndi eyðibýlið og veit nú ekki sitt rjúkandiráð. -EXR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.