Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Page 23
DV. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR1985. 23 ifóttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Of miklir yfirburðir — KR vann Hauka, 52:31, í kvennakörfu Leikur KR og Hauka í 1. deild íslandsmóts- ins í köriuknattleik kvenna varð aldrei að þeim spcnnuicik sem búist var við. KR vann stórt, 52—31, eftir að staðan i lcikhléi var 25— 15 KRívii. Hauka-stúlkurnar voru eitthvað miður sín að þessu sinni en þær geta mun betur. Sóknar- leikur liðsins var einfaldlega ekki upp á einn einasta fisk og vömin var afar slök. Þær Hrafnhildur Pálsdóttir og Anna Björk voru bestar hjá Haukum. KR-liöið er mjög öflugt og líklegt að hampa meistaratitlinum í mótslok. Meö þessum mikilvæga sigri náði KR tveggja stiga for- skoti á Hauka. Kristjana Hrafnkelsdóttir hélt liðinu á floti í þessum leik. Einnig voru þær sæmilegar Linda, Ema og Björg. Stig KR: Kristjana 19, Ema 12, Linda 8, Cora 7 og Björg 6. Stig Hauka: Hrafnhildur 7, Sólveig 7, Svan- hildur 6, Anna Björk 5, Anna G. 4, Asta 2. '. df Kristjana Hrafnkelsdóttir skoraðl 19 stig fyrir KR gegn Haukum. Hrafnbildur Pálsdðttir var einna best í liði HaukagegnKR. DV-myndir Brynjar Gauti. Miklar varúðar réðstafanir • Bossis —varnarmaðurinn sterki. Punktar fré Englandi: Bossis til Tottenham? Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: — Tottenham hefur nú mikinn áhuga á að fá franska iandsliðsmanninn Max- ime Bossis til liðs við sig en Bossis leik- ur stöðu sweeper’s eða afturliggjandi miðvarðar. Hann er 29 ára og leikur með Nantes. Samningur Bossis við Nantes rennur út í sumar. • QPR hefur augastað á Neil Webb, miðvallarspilara hjá Portsmouth. — Jú, Rangers hefur spurt um Webb en það hefur ekkert tilboð komið frá fé- laginu, sagði Alan Ball, framkvæmda- stjóri Portsmouth, sem sagði að hann vildi fá 400 þús. pund fyrir Webb. • Tommy Docherty, framkvæmda- stjóri Wolves, hefur ráðið son sinn, Mike, sem „njósnara” félagsins. Mike var áður framkvæmdastjóri Hartle- pool en var rekinn frá félaginu. -SigA/-SOS í Belfast — þegar Englendingar leika þar gegn N-írum í HM Frá Sigurbirni Aðalstemssyni, frétta- manni DV í Englandi: Miklar varúðarráðstafanir veröa gerðar í Belfast þegar N-írland og England leika þar 27. febrúar í HM. Englendingar óttast mjög að IRA komi fyrir sprengjum á vellinum sem leikið verður á. Þær yfirlýsingar hafa kom- iö frá IRA að þeir ætli ekki að koma neinum sprengjum fyrir í sambandi við leikinn. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar verða miklar varúðarráöstafanir. Hver sentimetri á hóteli því sem leikmenn enska landsliösins eiga að búa á verður sérstaklega rannsakaður og einnig verður flugvél sú sem flytur enska landsliðshópinn vel yfirfarin. Flugvél- in fer með landsliöshópinn til Belfast en síöan fer hún strax aftur til Eng- lands og verður lagt á flugvelli þar sem öflugt lögreglulið mun gæta henn- ar þannig að enginn geti komið fyrir sprengju í vélinni. Leikmenn enska landsliðsins fá ekki að hafa með sér neinn handfarangur þegar þeir fara til Belfast. Eini far- angurinn verður búningatöskur og töskur með skóm leikmanna. -SigA/-SOS Nú er kjöriö tækifæri til aö skreppa í Helgarreisu til Reykjavíkur meö Flug- leiöum. Einmitt um þessar mundir er Hitt Leikhúsið aö sýna söngleikinn Litlu Hryllingsbúðina. Þessi stórskemmtilegi rokk-söngleikur er hressandi viðburöur í menningarlífi borgarinnar. Helgarreisa til Reykjavíkur felur í sér flug og gistingu á einu eftirtaldra hótela: Hótel Esju, Hótel Loftleiðum, Hótel Sögu og Hótel Borg. Bílaleiga Flugleiöa útvegar góðan bíl, til afnota um helgina Fljúgöu til Reykjavíkur meö Flugleiðum og líttu inn í Litlu Hryllingsbúöina í Gamla Bíói. H/TT LHkhúsiÖ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.