Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 21. JANUAR1985. 43. einvígisskákin í Moskvu: JAFNTEFLI UPP ÚR BÓKUM Jafnteflisvélarnar ruddu upp úr sér „teóríunni” og sættust svo á skiptan hlut Tvíeggjaö afbrigöi Sikileyjar- vamar varö uppi á teningnum í 43. einvígisskákinni í Moskvu, sem tefld var á föstudag, og þótti þaö góö til- breytni frá drottningarbragöinu heföbundna. I blaöamannaherberg- inu hugsuðu stórmeistarar sér gott til glóöarinnar og byrjanabækumar gengu milli manna. Mikil spenna var í lofti, einkum meðal þeirra sem ekki þekktu innviöi byrjunarinnar. Það var ekki fyrr en búiö var að fletta upp á réttum stööum í byrjana- bókunum að upp komst um strákinn Tuma. I Ijós kom aö fyrstu sautján leikimir voru endurtekning frá áöur tefldum skákum og annar var ekki fyrr búinn aö breyta út af þegar hinn bauð jafntefli. Sköpunargáfan var sem sagt í algjöru lágmarki þennan dag. Tvær tölvur hefðu getaö teflt byrjunina af engu minni kunnáttu en skákmeistaramir og sennilega heföu þær bætt um betur meö því aö tefla til þrautar. Tölvur hafa ekki þann veikleika skákmanna að geta ekki teflt hálfa skák án þess aö bjóöa jafn- tefli. Hvernig væri aö fara aö skipta þessum jafnteflisvélum útaf áður en þær ganga endanlega af skáklistinni dauöri? Karpov var níu mínútur aö hug- leiða jafntef lisboö Kasparovs og eftir aö þeir tókust í hendur sátu þeir í stundarfjóröung fyrir framan skák- borðiö og ræddu möguleikana. I loka- stöðunni mátti Kasparov vd viö una. Peð hans á e5 gæti oröið veikt en hann var meö virka stöðu og þrýst- ing eftir c-k'nunni. Kasparov notaði 46 mínútur á skákina, Karpov 1 klst. og 30 mínútur. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvörn legra framhald og þykir jafnframt traustara. 10. — b5! 11. Bf3 Bb7 12. e5 Re8 13. f5! ? Skemmtilegur sóknarleikur en mesti glansinn fer reyndar af honum er þess er gætt að hann hefur marg- oft sést áöur og er „þrælstúder- aöur”. Karpov tefldi svona áöur gegn Ermenkov í Skara 1980. 13. — dxe514. fxe6! Bxf3 Enginn fellur lengur í gildruna 14. — exd4? 15. Rd5! meö yfirburða- stööu á hvítt. 15. exf7+ Hxf7 16. Rxf3 Rd7 17. Bg5 Bf8! Þetta er nýjasta innlegg svarts í „teóríuna” sjá t.d. skákina Kudrin — Suba, Hastings 1983—84 í nýjasta hefti Informators. I skákinni Sibarevic—Ftacnik, Banjaluka 1983 var leikiö 17. — Bxg5 sem hvítur svaraði með 18. De4! og náði heldur betri stööu og einhvers staðar var leikið 17. - Hxf3? 18. Hxf3 Bxg5 19. De4! meðmun betra tafli á hvítt. 18. a3 Osköp hæglátur Karpov-leikur sem viröist betri en 18. Hf2 Rd6 19. Hdl He8 20. He2 sem áður hefur veriö leikiö. Hrókakaup gera stööu hvíts frjálsari. 18. — Rd6 19. Rd2! Hxfl+ 20. Dxfl Dc6 21. Hel He8 Jón L. Ámason 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf65. Rc3a6 Najdorf-afbrigÖiÖ hlýtur aö hafa komið Karpov á óvart, því nú hugs- aöi hann í nokkrar mínútur. Síöast tefldi Kasparov Petrovs-vörn og þar áður, er Karpov lék kóngspeöinu fram í fyrsta leik, kom upp svonefnt Richter-Rauzer afbrigöi af Sikil- eyjarvörn. 6. Be2 e6 7.0-0 Be7 8. f4 0-0 Tími: Karpov 12 mínútur, Kasparov 1 minúta! 9. KhlDc7 10. Del Hér breytir Karpov út af 5. einvíg- isskákinni í september í fyrra er hann lék 10. Bf3 Rc6 11. a4 sem er ró- 3 7 5 5 4 3 a b c r: e t j h Og hér var samið um jafntefli. -JLÁ. Gagnrýnin á off járfestingu Landsvirkjunar: ÚTREIKNINGAR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI Fullyrðingar Finnboga Jónssonar um off járfestingu Landsvirkjunar eru studdar einföldum útreikningi byggö- um á skýrslum og öörum gögnum fyrirtækisins. Meginatriöiö er, eins og komiö hefur fram í fréttum undanfar- iö, aö íslenskir rafmagnsnotendúr borgi stórar upphæöir aukalega fyrir rafmagnið vegna Jcostnaöar viö virkj- anir sem ekkert sé með að gera. Of- fjárfesting Landsvirkjunar kosti nú allt aö hálfum fimmta milljaröi króna. Umframorkugeta fyrirtækisins sé 700 —750 gígavattstundir sem nemi 6— 7 ára aukningu í orkuþörf almennings- veitna. Þarna er um stórar upphæðir að ræöa sem skipta miklu máli í rekstri þjóðarbúsins. Erlendar skuldir þjóöar- innar eru mikið vandamál. Þriöjungur þeirra er kominn til vegna fram- kvæmda Landsvirkjunar. I greinargerð Finnboga, sem hann lagði fram í stjóm Landsvirkjunar, heit- ir einn kaflinn „Umframfjárfesting Landsvirkjunar í heild 19B3—1985”. Þar sýnir Finnbogi meö tökim hvemig ham kemst aö niöurstööum sínum. Hann vitnar í gögn Landsvirkjunar þar sem komi fram aö orkugeta Landsvirkjun- ar í forgangsorku á árinu 1983 hafi verið 3570 GWh. Síöan segir: „A sama ári nam heildarorkusala Landsvirkj- unar í forgangsorku 3026 GWh og eru þá meötaldar 73 GWh af svokallaöri ótryggöri orku. Raforkukaup frá Kröfluvirkjun og Svartsengi námu á því ári samtals 151 GWh. Raunveruleg forgangsorkuþörf sem Landsvirkjun þurfti að fullnægja á árinu 1983 var þannig 2875 GWh. Þessa markaösþörf er rétt aö bera saman viö orkuvinnslu- getuna og fæst þá mismunur sem nem- ur 695 GWh. Þetta svarar til að um- framorkugeta Landsvirkjunar á árinu 1983 hafi numið 24% af heiidarorku- þörf. Réttara er þó aö reikna umfram- orkugetuna sem hlutfall af orkusölu til almenningsveitna þar sem kostnaður af þessum sökum leggst alfarið á þær. Aö frádreginni keyptri og endurseldri orku frá Kröflu og Svartsengi nam orkusala Landsvirkjunar til almenn- ingsveitna á árinu 1983 alls 1190 GWh. Umframorkugetan nam þannig rúm- lega 58% af orkuþörf Landsvirkjunar vegna almenningsveitna. Meö hliösjón af þessu þarf engan að undra þótt orkuverð Landsvirkjunar hafi verið hátt á því ári og sé enn. Þetta þýöir í stórum dráttum aö selja hefur þurft orkuna frá Landsvirkjun á allt aö 50% hærra veröi en ella til aö mæta kostn- aöi vegna umframfjárfestingarinnar.” Umframorkugeta Landsvirkjunar 1983—1985 og umframfjárfestingarkostnaður af þeim sökum. ÁR: 1983 1984 1985 1. Forgangsorkugeta Landsvirkjunar (GWh) 2. Forgangsorkuþörf 3570 3725 3800 Landsvirkjunar (GWh) 2875 2992 3055 3. Umframorkugeta Landsvirkjunar (GWh) 4. Hlutfall umframorkugetu 695 733 745 af heildarmarkaði Landsvirkjunar (3): (2) 24,2% 24,5% 24,4% 5. Forgangsorkuþörf Landsvirkjunar vegna almenn.veitna (GWh) 1190 1299 1342 6. Hlutfall umframorkugetu af forgangsorkuþörf almenn.veitna (3):(5) 58,4% 56,4% 55,5% 7. Fjárfestingarkostnaður vegna umframorku miðað við núv. gengi (millj.kr.) 4.170 4.400 4.470 Seljum húsgögn meö miklum afslætti Til dæmis: Húsgögn fyrir blómastofur og sumarbústaði. Ódýrir stakir sófar og stólar í unglinga- og sjónvarpsherbergi eöa sumarbústaði. Sófasett, hornsófar, teborð, klappstóllinn vinsæli og margt fleira. Komið og skoðið úrvalið. Það verður margt góðra húsgagna sem seljast ódýrt. VALHÚSGÖGN ÁRMÚLI4 SÍMI82275

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.