Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 39
DV. MÁNUDAGUR 21. JANUAR1985. 39 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Frá Akureyrarkarnivalinu í svalart- um. Nú ræöa menn um aÖ hafda þar órtega Hundadagahótfö. Hundahátíð Karnivallö sem var á Akur- eyri í snmar var nú svona og svona, skipulagið reyndist ekki tiltakanlega mikið enda fyrirvarinn stuttur og svo þurfti veðrið endilega að versna þá helgina. Hitinn fór niður fyrlr 10 stig og það rigndi i þokkabót. Ekki kannski nema eðlilegt að Dúdúfugllnn, verndari og tákn karnivalsins, tækl sig til og kafaði burt. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Margir hafa talið að fyrst ekki tókst betur til í sumar þýddi ekki að halda lifi i bug- myndinni um árlegt karnival á Akureyri. En nú er sýnt að ekki á að gefast upp. Harald- ur Ingi Haraldsson myndlist- armaður risti galdrastaf i byrjun karnivalsins í fyrra- sumar. Nú vill hann að Akur- eyringar komi sér upp mikillí sumarhátið, hundadagahá- tíð. Bara orðið gefur mikla möguleika: Akureyringar komnir í hundana. Hundalif á Akureyri. Hundaæði gripur um sig fyrir norðan. Bókarkápan sagði ósatt Fyrlr jólin keypti kona ein, sem er búsett i Þingeyjar- sýslu, bókina Á varinhellunni eftir Kristján frá Djúpalæk tii að gefa áttræðri móður sinni. Gamla konan hefur lengi haldið upp á hann Kristján. Eftir borðhaldið á aðfanga- dagskvöld var farið að opna pakkana og sú gamla ljómaði öll af ánægju þegar hún sá bókina og blessaði Kristján sinn. Siðar um kvöldið sneri hún til herbergis sins og hugðist giugga i ritið. Gamla konan hafði ekki verið lengi inni hjá sér þegar hún kom fram í miklu upp- námi og blótaði verr en heyrst hafði í áratugi frá henni. Hún var með bókina undir hendinni og henti henni frá sér: „Ég veit ekki eiginlega hver skollinn hefur komið yfir hann Kristján minn að skrifa svona,” sagði hún. Menn litu undrandi upp og fóru að skoða bókina. Káp- an var jú af bók Kristjáns, en slæm mistök höfðu greinilega átt sér stað hjá Skjaldborg. Þarna var komin bókin Kyn- líf og kynmök. Þessi um G— blettinn. Sjafnar (dömujbindi Akureyri er iðnaðarbær og hefur lengi verið. Karlpening- urinn sat þar á valdastóll til síðustu bæjarstjórnarkosn- inga er konur tóku við. Það hefur haft margs konar áhrif á bæjarpólitíkina, menn deila svo um hvort þau eru tii góðs eða ills. Iðnaðarframleiðslan á Akureyri er nú að hneigjast mjög í kvennaátt, hvort sem það má rekja til bæjarstjórn- arkvennanna eða ekki. Þegar þær verða ömmur geta þær að minnsta kosti hælt sér af því að dömubindaframleiðsla hafi byrjað í bænum í stjórn- artíð þeirra. Það styttist nefnilega i að Sjöfn á Akur- eyri komi með dömubindi á markaöinn. Ekkl er ennþá ákveðið hvort þau verða skírð Sjafnarbindi eða Sjafnar- dömubindi. Sjafnaryndi væri nú reyndar miklu betra. Sjöfn ætlar líka að koma með bieyj- ur handa börnum. Nafnið á þeim á að höfða tll barnanna, Bamba-bleyjur, samanber Bium bíum bamba og dýrið Bamba í ævintýrum Walt Disney. Meirihhitinn og Siguróur Bæjarstjórnarmeirihlutinn SigurÖur J. Sigurðsson, reiknimaist- ari bœjarstjórnar Akureyrar. á Akureyri samþykkti fyrir nokkru að hækka fasteigna- gjöldin f bænum um 40%. Sjálfstæðismenn urðu litt hrifnir og tilkynntu að þeir myndu ekki taka þátt i gerð fjárhagsáætlunar vegna þess. Að sögn kunnugra var það ekki það besta sem fyrir meirihlutann gat komið og er hann nú eitthvað að draga í land með 40% hækkunina. Fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn hafa yfirleltt unnið vel saman að gerð f jár- hagsáætlana. Slíkt er flókið mái og þarf til þess góða reikningshausa. Þar er ein- mitt komið aö kjarnanum. Það er sagt að sá haus sé á sjálfstæðismanninum Sigurði J. Sigurðssyni. Hann hafi vanalega bara komið með áætlunina nánast tilbúna og þvi geti meirihiutinn ekkí misst hann. Umsjón: Jón BaJdvin Hattdórsson Kvikmyndir Kvikmyndir Willie Parker hefur sérstæðar skoðanir á tilverunni og vill ólmur tjá sig um lífsskoðanir sínar. REGNBOGINN — „UPPGJÖRIД -¥• ) „WILLIE, GÓÐI REYNDU AÐ ÞEGJA” Leikstjóri: Jeromy Thomas. Handrit: Peter Prince. Kvikmyndun: Mike Molloy. Aöalhlutverk: John Hurt, Tim Roth, Terence Stamp og Laura Del Sol. Fyrsta flokks spennumynd segir í auglýsingunni. Reyndar lofaði myndin góðu í upphafi. Þó skyggði á eftirvæntinguna að bíógestir ætluðu aldrei aö koma sér fyrir í salnum. Þegar síöasti gesturinn smeygði sér inn fyrir leit ég á klukkuna, hálf- tíu. Sýningin átti að hefjast klukkan níu. Það er óþolandi aö menn geti ekki mætt í bíó á réttum tíma. Sums staðar erlendis tíðkast þaö að öllum dyrum er læst á slaginu. Ég trúi því ekki að það þurfi reglur til að pína fólk til hlýðni. En fjöldinn all- ur virðist ekki hafa heyrt minnst á tillitssemi og aldrei lært á klukku. „We’U meet again,” er sungið í réttarsalnum. WUlie Parker kemur félögum sínum í margra ára fangelsi með vitnisburði sínum. Hann sleppur sjálfur í staðinn. Félagar WiUie eru staðráðnir í aö finna hann í f jöru þótt síðar verði. Næst erum við á Spáni. Tíu ár eru liðin frá réttarhöldunum. WiUie býr í litlu þorpi og hagar sér afskaplega prúömannlega. Einn góðan veöur- dag er ráðist inn á heimUi hans og hann tekinn nauöugur. Stund endur- fundanna er runnin upp. WiUie kemst í hendur leigumorðingja, Braddock að nafni (John Hurt). Braddock og félagi hans, Myron, hafa það hlutverk að flytja WiUie frá Spáni tU Parísar í bíl. Lögreglan er á hælum þeirra. Braddock breytir áætluninni og heldur tU Madrid. Þar lenda þeir í erfiðleikum og neyðast tU að taka með sér unga konu, Maggie að nafni. Þau halda ferðinni áfram norður. A leiðinni tekst Braddock að drepa nokkra sem flækjast fyrir hon- um. Hann hefur þó ekki hjarta í sér til að drepa Maggie. Maggie kemst meira aö segja upp með að bíta hann og klóra. Braddock er eins og hundur sem ekki ræðst á smábörn þótt þau stríði honum. Uppgjörið fellur við kynni. Sögu- þráðurinn er frekar ómerkUegur og atburðarásin of tUviljanakénnd. John Hurt er ákaflega bófalegur, innhverfur og óútreiknanlegur, ég hef það á tUfinningunni að honum liki ekki hlutverkið. Það má segja leikstjóranum til hróss að hann víkur frá Hollywood formúlunni í spennumyndagerð og reynir að taka myndina nýbylgjutök- um. TUraunir hans tU að lyfta mynd- inni á hærra plan bera þó lítinn árangur. Uppgjörið er og verður misheppnuð spennumynd. Lausnin að lokum veldur miklum vonbrigð- um. Myndatakan er góð. EyðUegt landslagið á Spáni nýtur sín vel og er áhrifaríkt. Oft er komið skemmti- lega á óvart með óvenjulegum sjón- arhomum. Það er snyrtilegt framtak og góð tUbreyting að nota spænskan takt. Tónlistin verður þó oft yfirþyrm- andi í stað þess að fá hjartað til að slá hraðar þegar við á. WUUe Parker hefur tamið sér ákaflega heimspekUegan þankagang á þessum tíu árum sínum á Spáni. Stundum ofbýður manni málæðið og hástemmdar vangaveltur hans. Bófamir segja honum Uka margoft að þegja. ,,WUUe, góði haltu þér saman.” Maður verður að sitja á sér að hrópa ekki húrra fyrir skúrkun- um. Elín Hirst. ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Mjög góð ★ ★ Góð ★ Léleg 0 Afleit Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Timapantanir 13010 HLEÐSLURAFHLÖÐUR má hlaða allt að 1000 sinnum Hleðslutæki Hieðslutæki fyrir allar gerðir (AA-C-D) verð kr. 715,- Ert þú ekki uuuni efast upp á að aupa rafhlööur, pá r petta svarið fyrir ig. Þú ert með æmið á hreinu eftir iðeins 10-15 nieðslur (4 stk.) af venjuiegum rafhlöðum eða 5-8 hleðslur Alkaline og pá getur þú hlaðið þínarallt að 990 sinnum í viðöót og átt áfram hleðsiutækið. vínsamlegast sendid mér eftirfarandi: stk. AA hleöslurafhlöður kr. 70,- stk. C hleðslurafhlöður kr. 170,- stk. D hleöslurafhlööur kr. 300,- stk. hleöslutæki fvrir AA stærö kr. 415,- . . stk. hleðslutæki fyrir allar stæröir kr. 715,- □ hjálögö greiðsla kr.................... I I sendist í póstkröfu (kostn.kr.60) Nafn Heimili Póstnr./staöur Pöntunarsímar: 65 10 31 frá kl. 9 - 22 alla daga. 68 72 70 á skrifstofutíma. "ICPILHF. 124 Reykjavík Pósthólf 4500 Kvikmyndir Kvikmyndir PRISMA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.