Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Side 12
12 DV. MÁNUDAGUR 21. JANUAR1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. stiórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMUla 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMULA 33. SÍMI 27022. Algroiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Sefning, umbrot, mynda og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf. . Áskriftarverð á mánuði 310 kr. Verð i lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Samráð, núþegar Hraði verðbólgunnar er nú yfir sjötíu prósent. Kaup- mátturinn hverfur á veröbólgubálið. Stjórnarliðið ræðir, hvað gera skuli. Eitt hiö mikilvægasta er, aö ríkisstjórnin eigi frumkvæði að hófsamlegum kjarasamningum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Slysiö í kjarasamningunum í október er víti til varnaðar. Launþegafélögin geta sagt upp samningum á næsta sumri og vísað til rýrnandi kaupmáttar. Nýr slagur á vinnumarkaði gæti orðið í september. Hann gæti orðið hálfu verri en sá síðasti. Þjóðhagsstofnun spáir, að dragi úr óðaverðbólgunni, þegar líða tekur á þetta ár. Verð- bólgan í ár gæti orðið svipuð og verðbólgan á síðasta ári, þegar litið er á allt árið. Óðaveröbólgan þessar síðustu vikur hefur leikið landsmenn og þjóðarbúið grátt. Taki við nýir verðbólgusamningar meö haustinu, má reikna með, að spilið sé búið og viö komumst ekki í bráð úr óráð- síunni. Þegar stjórnarliðar huga nú að aðgeröum, hlýtur það aö vera efst á baugi að hindra „sprengingu” í haust. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra svarar út og suður þegar blað hans, NT, ræðir við hann um þessi mál. „Það er kannski fyrst og fremst spurningin um, hvaö er skynsamlegast. I fyrsta lagi hefur samningum ekki verið sagt upp og í öðru lagi er frumkvæðið í kjara- samningunum auðvitað hjá aðilum vinnumarkaðarins,” sagði forsætisráðherra í síðustu viku. Vona verður, aö þessi orð þýöi ekki, að stjórnin muni ekkert aðhafast fyrr en á elleftu stundu. Við munum, hvað gerðist síðastliðið haust. Forystumenn stjórnarliöa fóru í september að ýja að því, að mæta mætti kröfum um kjarabætur með skattalækkunum fremur en prósentu- hækkunum á launin. Verkamannasambandið og Vinnu- veitendasambandið tóku vel í þetta og fóru brátt að ræða það nánar. En ríkisstjórnin átti ekkert frumkvæði. Annaö veifið töluðu nokkrir ráðamenn um skattalækkunarleið. En tilboð um þá leið kom of seint, hafði þvælzt í meðferð ráðherranna. Því varð slysið. Þeir sem stefndu bara á kauphækkanir í prósentum réðu ferðinni. Því fór sem fór. Eftir varð ríkisstjórnin með strandað skip. Verðbólgu- baráttan tapaðist. Gengisfelling varð óhjákvæmileg í kjölfar kjarasamninganna. Þetta er orsök þess, að við horfum á sjötíu prósent verðbólgu þessa daga. Enn er haldið í óljósa von um, að úr verðbólgu dragi, þegar líður á árið. En stefnunni í efnahagsmálum verður ekki bjargað, nema ríkisstjórnin verði snemma á ferð með skýr fyrirheit um kjarabætur í ööru formi en prósentu- hækkunum á laun. Raunar ætti sumt af því að verða tiltölulega auðvelt. Hefur ríkisstjórnin ekki lýst því yfir, að afnema eigi tekjuskattinn á almennar launatekjur á þremur árum? Þá ætti stjórnin að undirbúa að bjóða annan áfanga þeirr- ar niðurfellingar án þess að söluskattur hækki í staðinn. Launþegar verða einnig að taka tillit til hvers konar úr- bóta í húsnæðismálum, færa þær sér til tekna og minnka í staðinn kröfugerð á öðrum sviðum. Forsætisráðherra lagði í áramótaræðu áherzlu á „sam- ráð” ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins. Hann stendur vonandi við það, að slíkt „samráð” verði haft í alvöru. Reynslan sýnir, að í launþegahreyfingunni eru margir, sem vilja fara hófsama leið. Haukur Helgason. Er myndbanda- „mafía” til staðar á íslandi? Skeytingarleysi ráðamanna (sak- sóknara ríkisins) gagnvart mynd- bandaleigum landsins er svo algert aö það tekur út yfir allan þjófabálk. Hér viðgangast opinber svik er varða við landslög en löggæslumenn sitja meö hendur í skauti og bera fyrir sig barnalegar afsakanir, svo ekki sé sterkar til oröa tekið. Á myndbandamarkaöinum fara fram geigvænleg svik skattalega, innflutningslega, eigna- og höfunda- réttarlega. Tollalög þverbrotin, sölu- skattssvik í hámarki og ólögleg fjöl- földun. Þaö mætti halda aö sumir fengju smáskerf af stórri köku fyrir algert aðgerðarleysi. Hérlendis dvaldi, eigi alls fyrir löngu, breskur maður á vegum myndbandarétthafa. Eitt af aðal- erindum hans var að áminna sak- sóknara ríkisins og yfirvöld um að framfylgja íslenskum lögum. Já, ís- lenskum lögum en ekki neinum sameiginlegum alþjóðalögum. Hafið þið vitað aöra eins hneisu fyrir ís- lensku þjóðina? Viö erum svo kærulaus aö erlendir aðilar finna sig knúna til að áminna okkur um aö framfylgja eigin lögum. Tuga milljóna ríkistap Nú er hafin mesta herferö gegn reykingum hingað til og hvergi til sparað. Þar eru flestir sannfærðir um góöan árangur, bætta heilsu og spamað vegna væntanlegrar fækkunar sjúklinga. Undanfarin misseri hefur óvenjumikiö verið talað um að sparnaðar sé þörf í heilbrigðismálum sökum fjárskorts. En hvað fara margar milljónir annað en þeim ber á myndbanda- markaðinum? Hér eru menn orðnir myndbanda-mógúlar á óheiöarlegan hátt. Eða hefur viðgangur mynd- bandaeigenda veriö kannaður? Hvernig búa þessir menn og hvað borga þeir í skatta? Hver fylgist með söluskatti þeirra og að ekki séu brotin tolla- og innflutningslög? Hvað hefur veriö gert til að gæta eigna- og höfundaréttar, fyrir utan ca 2.500 kr. sekt og svo er spólan aftur komin á útleigu? Þaö er ekki nóg að vaskir lögreglumenn gangi fram og geri ólögleg myndbönd upp- tæk. Það er óhæfa aö böndin eru aftur látin eigendum í té, gegn smá- greiðslu. Mál sem þessi eiga að ganga lengra. Saksóknara ríkisins ber skylda til aö taka þessi mál fyrir strax og ólöglegum myndböndum á ekki að skila, heldur halda þeim sem sönnunargögnum. I myndbanda- málunum er tíminn dýrmætur, þaö verður að fella dóm yfir þeim mönnum sem svo gróflega brjóta landslög. öllum þeim sem ekki hafa íslenskan ríkisborgararétt og starfa að myndbandasvikum hérlendis, í skjóli íslenskrar persónu, ber að vísa úr landi án tafar. Það á ekki aö þurfa kæru frá einstaklingum þess eðlis. Þetta er opinbert mál sem sak- sóknari ríkisins getur ekki lengur litið framhjá. Þann 8.ágúst 1984 birtist grein í DV sem upplýsíi aö allar myndbanda- leigur „berjast í bökkum”. I nýafstöönu verkfalli var vart hægt aö fá svo mikiö sem lélegustu mynd- bandsspólu leigða (sumir höfðu ekki við að fjölfalda og sjómenn ekki mættir með viðbót erlendis frá). Hvar sem komið var gat að líta tómar hillur. Var e.t.v. um gjaldþrot aðræða? Flestir eigendur þessara fyrir- tækja greiddu lítil sem engin gjöld í sameignarkassa okkar síðasta ár. Þaö verður fróölegt að sjá hver út- koman verður á þessu ári. Hvar er aðhaldiö að myndbandaleigunum? KRISTÍN SIGTRYGGSDÓTTIR HÁSKÓLASTÚDENT Einfalt mál, það er hvergi fyrir hendi. Hvað um skattstjóra? Finnst honum útkoman ekki athugunar verö? Hvað með tollstjóra? Hefur verið athugað hvort greiddir séu tollar og söluskattur af öllum mynd- böndunum? Hvað fær neytandinn fyrir sína peninga? Mörgum er gjarna tíðrætt um lélegar myndir í kvikmyndahúsum (oft láta þeir hæst sem alls ekki fara í bíó) en hefur fólk athugað gæði og efni þeirra myndbanda sem það tekur á leigu? Iöulega eru spólur þessar illa farnar (skemmdar og með truflanir) og myndgæði vægast sagt léleg, m.a. sökum ólöglegrar fjölföldunar. Að maður tali nú ekki um myndflötinn sem vart er helm- ingur af upprunalegri filmu. Eða hver kannast ekki við samtal tveggja persóna þár sem aöeins nefbroddar þeirra sjást og jafnvel ekki einu sinni það? Við þetta bætist svo að hljóm- gæðin eru oft ömurleg. Myndbanda- leiguaöilar virðast ekki einu sinni gera lágmarkskröfur um efnisval þess sem á boðstólum er. Ekki hef ég að minnsta kosti séð sér hillu fyrir „ruslið”, hvaö þá aö það hafi verið boðið á lægra verði. Aftur á móti hefur fólk þurft að borga tvöfalt vegna myndar sem er svo löng að hún rúmast ekki á einu myndbandi. Það er því æði misjafnt, nánast eins og happdrætti, hvað neytandinn fær fyrir sín peningaútlát. Aðgerða er þörf strax Hér kann sumum aö finnast harka- lega að sér saklausum vegið. Eg segi bara: Taki þeir sneiðina sem eiga hana. Vissulega reiknum við með að einhver jir eigendur myndbandaleiga séu heiðarlegir. En eftir sem áður: Þessi þröngsýni og ferkantaöi hugsunarháttur með öllu sínu „allt í lagi”, „ekki mitt mál”, „þetta er bara svona”, hefur dvaliö of lengi meðal okkar Islendinga. Það er alveg sama við hvaöa máli er hreyft, samstaða er sjaldnast til staðar að undanskyldu hinu hressilega kartöflumáli á nýliðnu ári. Mynd- bandamáliö kemur okkur öllum við. Er hér ef til vill um undirheimastarf- semi að ræða? Hvað veldur því að löggjafarvaldið stingur málum þessum undir stól og frestar þeim svo sem mögulegt er? Seinagangur þeirra og sjónleysi ætti aö varða við lög. En hver á að dæma embættis- menn landsins? Þeir sjálfir? Nei þjóðin.þúog ég. Það á ekki að þurfa að krefjast opinberrar rannsóknar á þvílíkri „stórsvikamyllu” og myndbanda- markaðurinn er. Löggæslumenn landsins eru launaðir fyrir að fylgj- ast með að lögum og rétti sé fram- fylgt. Þeim erskylt að rannsaka slíkt opinbert hneyksli sem myndbanda- málin eru. Þá mun sannast hver sekur er og hver saklaus. Hér renna milljónir sem tilheyra okkar sameiginlega sjóði í farveg „undir- heima”. Embættisménn ættu að skammast sín fyrir aö gegna ekki skyldum sínum betur. Málin upp á borð. Aðgerða er þörf STRAX. Kristín Sigtryggsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.