Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 21. JANUAR1985. 13 Það er gamall siður á Islandi að tala í líkingum og myndmáli. Stund- um er það gert af skáldlegri þörf og stundum til skýringa. En aðferðinni er lika hægt að beita til svo mikillar einföldunar að það leiði til blekkinga. Af þeim toga er þjóðarkökuhugtakiö í stjórnmálum. Þessi kaka er einstaklega handhæg stjómmála- mönnum, sem hafa fengið að reyna sig í ríkisstjómarbakaríinu en haft lélegar uppskriftir. Þegar þeir þurfa að útskýra fyrir fólki hvers vegna lífskjör hafi ekki batnað segja þeir að þjóðin hafi sjálf ekki aukiö fram- leiðslu sína og sérhverjum manni hljóti að vera ljóst að sneiöin hans stækki ekki nema þjóðarköku- skömmin stækki. Bakarameistarar núvercuidi ríkis- stjórnar, þeir Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson, hafa gripiö til kökunnar góðu til að sætta landslýðinn við verstu lífskjör um árabil og virðast ekkert botna í því aðkökuskrattinn hafi ekki stækkaö. En áherslan á stærð kökunnar er blekking og vísvitandi tilraun til að draga athyglina frá því að í eldhúsi ríkisstjómarinnar ganga menn með hnífapörin uppi í erminni og hafa rangt við í kökuskurðinum. Það er auövitað rétt aö nauösyn- legt er að stækka kökuna. Stærri kaka gefur auðvitað stærri sneið ef skorið er í sama farið. Alþingi hefur samþykkt tillögu BJ um eflingu líf- tækni og mun vonandi samþykkja til- lögu þess um stuðning við stofnun og rekstur smáf yrirtæk ja. Það eru vafalaust allir sammála um nauðsyn þess að taka upp nýja atvinnuhætti og þróa þá gömlu til fullkomnunar. Stjúpmóðursneiðar En blekkingar bakarameistaranna em þær að þeir þegja um aðrar leiðir til að stækka skammt launþega af þjóðarkökunni. Þar kemur nefnilega fleiratil greina. í fyrsta lagi myndi hann stækka stórkostlega ef allir legðu réttlátan skerf til bakstursins. Skattsvik eru stórkostleg hér og ekki síst hjá þeim sem raunverulega gætu lagt fram svo að um munaði. Stjórnmálamenn hafa haft takmarkaðan áhuga á því að fylgja skattheimtunni eftir og dómskerfið virðist ekki kæra sig um að taka á þeim málum sem þó hafa verið rannsökuð. Dómsmálaráðherrann er að bjástra í kjarnfóðurbraski og hefur ekkert um skattsvindlið að segja. Kjallarinn GUÐMUNDUR EINARSSON, ALÞINGISMAÐUR Í BANDALAGI JAFNAÐARMANNA AF ÞJOÐAR- KÖKUMÖNNUM í öðru lagi er hægt að breyta reglunum um hvernig kakan er skorin og henni skipt. Það hefur * verið viðfangsefni gerónýtra heildar- kjarasamninga sem taka mið af dauðum meðaltalsreikningum en koma hvergi nærri lifandi fólki og fyrirtækjum. BJ hefur bent á að í samninga- málunum sé best að hætta þjóðar- kökukjaftæðinu en snúa sér frekar að smákökubakstri þar sem fólki væri leyft að reyna sínar eigin upp- skriftir og semja sjálft á vinnu- stöðunum. í þriöja lagi er hægt að stækka þann bita, sem fólk fær af kökunni, með því að eyðileggja ekki stóran hluta af henni, eins og nú er gert, áður en hún kemur til skiptanna. w „En blekkingar bakarameistar- anna eru þær að þeir þegja um aðrar leiðir til að stækka skammt launþega af þjóðarkökunni." Fjárfestingarvitleysurnar, sem gerðar hafa veriö, eru auðvitað ekkert annað en eyðilegging á þjóðarkökunni. Stjómvöld mylja stóran hluta hennar á gólfið áður en hún kemst á borðið þar sem af- gangurinn er skorinn fyrir fólkið í landinu. Hve stór hluti skyldi myljast niður vegna mistaka í landbúnaðarmálum þar sem styrkir eru veittir til aö framleiða vörur sem síðan kalla á niðurgreiðslur til landsmanna og uppbætur til útlendinga. I lokin 'kemur svo landeyðingin vegna of- beitarinnar. Korgur í kaffinu Hér hafa veriö talin upp dæmi sem skipta miklu máli í þjóðarköku- bransanum. Um þessi atriði þegja hins vegar ráðherrarnir. Þessi dæmi eiga sér upptök í stjórnkerfinu; yfir- hylmingar með skattsvikurum, sverðadans samningafurstanna á vinnumarkaðnum og fjárfestingar- geðveikin. Þetta stjórnkerfi hangir saman á flokkstengslum, persónudýrkun og launhelgun leynifélaga og kjafta- klúbba. Þessu stjórnkerfi verður að breyta. BJ hélt þessu fram fyrir síðustu kosningar og var ásakað fyrir einföldun á staðreyndum. Reynslan hefur hins vegar sýnt að við höfum rétt fyrir okkur. Eftir 18 mánuði hefur þessi ríkisstjórn ekkert bakað nema vandræði vegna þess aö hún hefur ekki tekið á „kerf- inu”. Það mun engin ríkisstjórn breyta málum hér til batnaðar nema hún rífi þetta kerfi upp með rótum. Viö fáum ný dæmi um ónýti þessa kerfis á hverjum degi. Það er korgur í kaffinu hjá SIS. Jón Helgason stein- þegir yfir seinagangi meintra skatt- svikamála. Einungis örfáir alþingis- menn rumska við vísbendingar um stórkostleg mistök í virkjunarmál- um. Allir áhrifamenn þjóðarinnar í orku- og iðnaðarmálum kæmust fyrir í bílstjórasætinu í Mercedes Benz. Þetta eru dæmi síðustu viku. Guðmundur Einarsson. Sækjum vatn í bæ jarlækinn Eigum við ekki að hlusta á viðvaranir? Eins og leidd voru rök að í fyrri grein hlýtur það að teljast fremur ósennilegt aö við hér uppi á Islandi getum vænst gulls og grænna „líf- tækniskóga” jafnvel þó að vísinda- menn okkar dyttu nú ofan á vænlega líftækniafurð. Viö mundum líklega þurfa að leita samstarfs við lyfja- hringa sem eftir mínum heimildum eru síst betri viðsemjendur en aðrir, og í það minnsta skulum við líta með meira raunsæi á glæsilega framtíð smáfyrirtækja í líftækniiðnaði. Það er líka einkennilegt að stagl- ast á Singapore og Japan þegar rætt er um nýsköpun atvinnulífs á Is- landi. Öskaplega held ég að margt sé ólíkt með okkur og þeim fjarlægu þjóðfélögum hvað sem öUum ferða- sögum þaðan líður. Núhugsareflausteinhver: Heggur nú sá er hlífa skyldi, þegar ég vara við of mikUli bjartsýni á íslenzka möguleika í líftækniiðnaði. En ég undirstrika það aö bæði alþingis- menn og eins þelr, sem að rann- sóknamálum starfa, mega ekki blása upp enn eina oftrúarblöðru, sem annaðhvort springur framan í okkur eða hjaðnar niður i ekki neitt. Viö þurfum ekki alltaf að sækja vatn- ið yfir bæjarlækinn. Við höfum þekk- ingu og eigum marga nærtækari möguleika til að nýta hana i fiam- Kjallarinn • „Við höfum þekkingu og eigum marga nærtækari möguleika til að nýta hana í framleiðslu og sölu á ýmsum afurðum okkar hefðbundnu greina eða líka nýtæknigreinum ef einhver vill veðja eigin fjármagni á þann hest." BJÖRN DAGBJARTSSON, ALÞINGISMAÐUR FYRIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN leiðslu og sölu á ýmsum afurðum okkar hefðbundnu greina eða líka í nýtæknigreinum, ef einhver vill veðja eigin fjármagni á þann hest. Rikisforsjá er ekkl nauðsyn og sjald- an tll góðs. IMærtækari möguleikar Ég benti á dæmið um Lýsi h/f og Raunvísindastofnun / Rannsókna- stofnun fiskiðnaöarins. Eg bendi á Marel h/f sem keypti þekkingu á tölvuvogum af Háskóla Islands og er að fjárfesta í meiri þekkingu frá Hl nú. Eg bendi á Einar Guðfinnsson h/f, Bolungarvík, sem keypti þekkingu af Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og tók upp samvinnu við Fóður og fræ, Gunnarsholti, við að framleiða meltuþykkni í alhliða fóðurbæti. Kögglar þeir hafa reynst hiö ákjósanlegasta og eftirsóttasta kraftfóður. Eg get nefnt mörg fleiri dæmi sem Alþingi og ríkisstjórn höfðu ekki minnstu afskipti af, og hafa varla haft hugmynd um að væru i undirbúningi. Eg flutti reyndar þingsályktunar- tillögu í fyrra til að benda á leiðir til að tryggja hráefni til fóðurgerðar — og líftækniiðnaðar. Líftækniiðnað- inum gagnar væntanlega ekki hrá- efni sem fleygt er út á sjó. Þessi tillaga hlaut dræmar undir- tektir og sofnaði í nefnd. Nokkur skip fóru samt af stað og hirða nú slóg og annan úrgang skv. áætlun Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins til fóðurgerðar. Mér er kunnugt um að aflaverðmæti eins þessara togara hefur aukist um ca 3% frá því að þessi söfnun hófst í maí í vor. Steinar Berg Björnsson, forstjóri Lýsis h/f, flutti nýlega erindi á fundi Rannsóknaráös um þátt fyrirtækja í nýsköpun atvinnuveganna. Mig lang- ar til að ljúka þessum greinum með tilvitnun í lokakafla erindis hans: „Eg get ekki skilið viö þetta verk- efni án þess að hamra enn á mikil- vægi sölumála fyrir nýsköpun í at- vinnurekstri. Það er sama hversu miklu fjármagni er varið til rann- sóknarstarfsemi og vöruþróunar að án öflugrar og skipulegrar markaös- starfsemi skilar þessi fjárveiting sér aldrei. Við verðum alltaf að hafa það í huga að varan er einskis virði ef við fáum engan til þess að kaupa hana á því verði sem við þurfum að fá til þess að geta haldið sömu lífskjörum og þær þjóðir sem við viljum vera samstíga.” „Nýsköpun verður að gerast í fyrirtækjunum sjálfum. Hún tekur langan tíma og mikla vinnu og henni lýkur aldrei. Hins vegar verður ekki um neina nýsköpun að ræða nema við nýtum þá þekkingu, sem skóla- kerfi landsins og rannsóknar- og þróunarstofnanir þess hafa upp á að bjóða. I nýsköpun atvinnulífsins eru engar töfralausnir til eins og loð- dýrarækt, fiskirækt, lífefnatækni, svo eitthvað sé nefnt. Þessir atvinnu- vegir fara ekki aö skila arði fyrr en eftir margra ára skipulagt þróunar- og uppbyggingarstarf og þá því að- eins að við nýtum á kerfisbundinn hátt alla þá þekkingu bæði tækni- lega, stjórnunarlega og markaðslega sem viö höfum yfir að ráða. Raunhæfasti þáttur atvinnuveg- anna í nýsköpun tel ég að sé að breyta þekkingu í söluhæfa vöru, ein- beita sér að verkefnum sem við ráð- um við og eru framhald og viöbót við þá þekkingu og þá reynslu sem þegar er fyrir hendi. Jafnframt tel ég að raunhæfasti þáttur hins opinbera sé að skapa það umhverfi fyrir þessa þróun sem nauðsynleg er en gera sem minnst af því að marka stefnu í þeimefnum.” „ .. , Bjorn Dagbjartsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.