Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR1985. Námsflokkar Kópavogs Síðasta innritunarvika Námskeið á vorönn: enska, danska, þýska, franska, sænska, norska, spænska, ítalska, skrautskrift, myndlist, myndvefnaður, leirmótun, tölvuritvinnsla, vélritun, hnýt- ingar, trésmiði kvenna, saumar, táknmál og skrúðgarð- yrkja. Innritun og upplýsingar í síma 44391 kl. 16.00-18.30. Samkomusalur — árshátíðir — þorrablót — veislur Leigjum út samkomusal fyrir 60—110 manna samkvæmi og hvers konar mannfagnaði í Borgartúni 18. Upplýsingar í síma Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands 29933 og 29095 eftir lokun skiptiborðs. Á kvöldin í síma 38141. NYR. léttur og hlýr KK" KAPP-ku/dajakkinn rr (poplin /polyester) FÆST UMALLT LAND. Sjóklæðagerdin hf. Skúlagata 51, sími 11520. Hlutur ríkissjóðs í Rafha til sölu — mat á hlutafé ríkisins íFlugleiðum og Eimskip væntanlegt innan skamms Hlutabréf ríkissjóös í Rafha hf. munu veröa boöin til sölu á almennum markaöi innan tíöar. Ríkissjóöurá nú30% af heildarhluta- fé Rafha. I árslok 1983 var nafnverö heildarhlutaf jár talið nema rúmum 2,8 milljónum króna. Á síðasta ári bauö fjármálaráöuneytiö stjórn og hluthöf- um Rafha forkaupsrétt aö hlutafé rík- isins á 12,5 földu nafnveröi. Kaupverö mátti greiöast meö 80% útborgun og eftirstöðvamar á 10 árum. Stjórn og hluthafar fyrirtækisins tóku enga af- stööu til þessa tilboös ráðuneytisins. Fjárfestingarfélag Islands sá um mat á verömæti hlutabréfanna. Fjár- festingarfélaginu hefur nú veriö faliö aö selja hlutabréfin og aö sögn Þor- steins Guönasonar munu þau veröa auglýst á næstunni. Ekki liggur fyrir meö hvaða hætti og kjörum bréfin veröa seld, þaö er hvort ákveðin verö- ur lágmarksupphæð eöa óskaö eftir til- boöum. Fjármálaráðuneytið hefur einnig faliö Fjárfestingarfélaginu aö meta hlutabréf rikissjóös í Flugleiöum og Eimskipafélaginu. Ríkissjóöur á um 20% af hlutafé í Flugleiöum og um 5% af hlutafé Eimskipafélagsins. Fjár- festingarfélagið fékk til liðs viö sig dr. Richard A. Brealy prófessor viö Lond- on Business School og er lokaskýrslu um mat á þessum hlutabréfum aö vænta innan skamms. ÖEF Gubbi að boröa risavaxnar hundasúrur. Bátnum ýtt aftur á flot. Ásgeir Hvítaskáld skrifar um siglingar: Huglausir veiðimenn Viö vinimir þrír vorum enn staddir í Akurey eftir misheppnaöar lunda- veiðar. Við óöum hvönn sem náöi upp undir hendur og rööuöum í okkur risavöxnum hundasúrum. Svo fundum við villtan rabarbara og tókum meö í nesti til aö sjúga. Eftir allan hamaganginn vorum viö aö vonum orönar glorhungraðir. Síðla dags ýttum viö bátnum á flot og híföum upp segl. Heimferðin gekk vel um sinn. En er viö komum fyrir nesiö og inn í Skerjaf jörö tók veðrið aö versna. Viö þurftum aö krussa á móti. Fyrr en varði var komið brjálað rok og öldurnar ýföust upp og sýndust fullar af illum öndum. Okkur miðaði ekkert áfram; komum alltaf aö landi á sama staö eftir hvert slag. Rekiö var svo mikið. Ég fór að veröa dálítið pirraöur á þessu. Eg píndi bátinn eins mikið upp í og mögulegt var, lét þá sitja yst úti á boröstokknum. Þaö kom ágjöf inn í bátinn. Stundum heilu öldurnar. Þeir þurftu aö ausa hvaö eftir annað. Eg venti er ég var alveg aö sigla upp á skerin og tók næsta slag upp aö landi. Viö vorum á sama stað og síðast er við komum aö skerjunum. Okkurmiöaöi ekkert. Ég sagöi strákunum þaö ekki, en blótaöi íhljóði. Skyndilega losnaöi skautið af bómunni og stórseglið slóst til hliðar frjálst. Báturinn missti ferö og varð stjórnlaus. Um leiö og ég tók í bómuna, til aö koma hnútnum aftur á, kom vindur í segliö og báturinn hallaöist og fór að sigla. Ég varö aö sleppa annars ylti báturinn. Hvaö eftir annaö geröi ég tilraun en varö aö sleppa á síðustu stundu, kannski búinn aö hálfbinda skutulshnútinn. Brimkollamir skvettust inn í bátinn og þaö var erfitt að fóta sig í látunum. Enn bætti hann í veðrið. Nú fór að fjúka í mig. Loks reif ég blót- andi í helvítis bómuna. Báturinn lagðist á hliöina. Strákarnir héngu náfölir út fyrir borðstokkinn á móti. Á síðustu stundu, þegar sjórinn flæddi inn, sleppti ég bómunni. Báturinn rétti sig og þeir settust niöur í botninn. Ég skammaöi mátt- arvöldin og steytti hnefa upp í veðr- iö. Þama munaði aöeins einu sek- úndubroti, en svona veröa slysin; á einu augabragöi. Viö hefðum aldrei getaö synt alla leiöina í land í þessu ölduróti og þaö sá enginn til okkar í þessu leiöinda sunnudagsveöri. AUir sátu inni og lásu blööin. Það þýöir lítið aö fá brjálæöiskast gegn vindinum. Með iagni en ekki æsingi, tókst aö koma hnút á bómuendann. Viö slökuöum fokkunni niöur. Á stórseglinu var enginn út- búnaöur til aö rifa svo ég varö sífellt aö hleypa vindinum úr því. Viö vorum orönir kaldir og hraktir og neyddumst til aö fara í land. Viö lentum í sendinni fjöru úti á Seltjarnarnesi og drógum bátinn á land. Gengum frá honum þannig aö hægt yröi aö sækja hann daginn eftir. Sjóblautir og með harðsperrur stigum viö upp á malbikiö. Aöeins var tekið aö skyggja og búiö var aö kveikja á götuljósunum. Innra meö mér fann ég ungdóminn og mig lang- aöi í stelpu. Náttúran hamaöist í öllum æöum mínum. En mest fann ég fyrir hungrinu, hvernig maginn kallaöi á kjöt, bragðmikið og mjúkt kjöt. Jafnvel steiktan lunda, þess- vegna. Þó viö hefðum verið of hug- lausir til aö veiða f ugla í soöiö. ..Strákar, eigum viö aö fara á næsta restaurant og fá okkur grillaöan kjúkling,” sagöi ég. Þeir hlógu. Já, viö ráfuöum um malbikið og skellihlógum eins og smá-skólastrákar. Endir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.