Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1985, Blaðsíða 25
DV. MÁNUDAGUR 21. JANUAR1985. 25 íþróttir Bþróttir íþróttir íþróttir (ristjánssyni. Skot Steins fór fram hjá. | 11 DV-mynd Brynjar Gauti. Ferð Luton til Islands hefur vakið mikla athygli íEnglandi: „Þetta hef ur verið ævin- týraferð” — sagði Ricky Hill, eftirað Luton hafði lagt Reykjavíkurúrvalið að velli 3:1 — Þetta hefur verlð skemmtileg ferð. Já, ævintýraferð, sagði enski landsliðsmaðurinn Ricky Hill, eftir að Luton hafði lagt Reykjavikurúrvalið að velli 3—1 á gervigrasvellinum í Laugardal i gær. — Veðrið var mjög fallegt, en kuld- inn of mikill. Hann setti svip á leikinn. Það er erfitt að leika góða knattspyrnu í frosti sem hefur lamandi áhrif, sagði Hill. Létt æf ing FH-inga fyrir Evrópuleikinn — Sigruðu Breiðablik, 36-27, í gærkvöldi í 1. deild FH-ingar tóku leikinn við Breiðablik í Kópavogi í gærkvöld í 1. deildinni sem létta æfingu fyrir Evrópuleikinn í Holl- andi næsta sunnudag. Sigruðu með níu marka mun, 36—27, eftir að hafa yfir- spilað Blikana lengi framan af — náð besta 15 marka forustu, 30—15. Loka- kafla leiksins hvíldi Guðmundur þjálf- ði Haukum til i KR-ingum inum þegar Haukar unnu KR, 75:69 itrákana sina i gegnum loftrœstingar- DV-mynd Brynjar Gauti. hann. Pálmar var óvenjudaufur og skoraöi 17 stig. Margoft hefur það verið sagt í þessu blaði aö KR-liðið er líklega þaö efnileg- asta hér á landi í dag. Enn skal þetta undirstrikað. Guðni Guðnason var mjög góður og Birgir Michaelsen var sæmilegur. Líklega hefur Þorsteinn Gunnarsson sýnt mestar framfarir frá síöasta keppnistímabili og er þessi skemmtilegi sölustjóri að verða einn besti bakvörður okkar. ! • Stig Hauka: Ivar 20, Pálmar 17, Henning 8, Olafur 7, Eyþór 6, Hálfdán 6, Ivar A. 4, Sveinn 4 og Reynir Kristjánsson skoraði 2 stig. • Stig KR: Guðni 18, Birgir 16, Olafur 11, Þorsteinn 10, Matthías 8 og Jón Sig. 6. Leikinn dæmdu þeir Kristinn Albertsson og Rob Iliffe. Stóðu þeir sig misjafnlega en lík- lega er þetta besti leikur þess enska hingað til. -SK. Bjargaði Norð- maður Celtic? Aganefnd UEFA dæmdi skoska liðið Celtic i 17 þúsund sterilngspunda sekt vegna óláta í ieikjum liðsins við. Rapid Vín. Reiknað hafði verið með að Celtic mundi fá langt keppnis- bann en Norðmaðurinn Nick Johansen tók sæti Itala í aganefndinni sem komst ekki til fundarins i Bern á föstudag vegna ófærðar. Talið er að sá norski hafi bjargað málum heldur betur fyrir Celtic. Skoska liðið má þó ekki leika á heimaveiii i næsta Evrópuielk sfnum. Þá fékk Real Madrid einnig 17 þús. punda sekt vegna framkomu áhorfenda í leikjunum við Anderlecht. Þá voru Tottenham og Bohemians Prag dæmd i minni háttar sektir vegna framkomu leikmanna i Evrópulcikjum liðanna auk þess sem tékkneska iiðlð fær ekki að leika á hcimavelli í næsta Evrópuleik sinum vegna óspekta áhorfenda i Prag. hsim. ari Magnússon alla bestu menn FH og Blikunum tókst mjög að minnka mun- inn. I fyrri hálfleiknum voru skoruð 33 mörk, — staðan þá 22—11 fyrir FH. Jafnt upp í 3—3 í byrjun en þá tóku FH- ingar Björn Jónsson úr umferð og leik- ur Blikanna hrundi. Mörkin hlóðust upp, 11—6 eftir 15 mínútur og svo 11 marka munur í hálfleik. Framan af síðari hálfleik jók FH muninn jafnt og þétt, 25—12, síðan 30— 15 og þá fengu ungu strákarnir að spreyta sig. Blikarnir skoruðu þá á stuttum tíma sjö mörk gegn tveimur FH. Aldrei spenna og mörkin dreiföust mjög á leikmenn liðanna, níu leikmenn FH skoruðu, átta Blikar. FH-ingar léku léttan og skemmtileg- an handbolta framan af, Þorgils Ottar og Jón Erlingsson skoruðu þá mest en Kristján Arason og Valgarð Valgarðs- son aðalmenn varnarinnar. I liöi Blik- anna er Björn Jónsson mjög sterkur leikmaður. Mikið var um vítaköst í leiknum — bæði lið fengu sjö víti en það merkilega skeði að Kristján misnotaði tvö fyrir FH. Mörk Breiðabliks skoruðu Björn 6/3, Kristján Halldórsson 5/2, Aöalsteinn Jónsson 4, Alexander Þórisson 3, Krist- ján Gunnarsson 3, Einar Magnússon 2, Jón Þórir Jónsson 2 og Þórður Davíðs- son 2. Mörk FH skoruðu Kristján 8/4, Jón Erling 6, Þorgils Ottar 5, Oskar Ár- mannsson 4, Hans Guðmundsson 4/1, Guðjón Guðmundsson 3, Guðjón Arna- son 2, Sigþór Jóhannesson 2 og Valgarð Valgarðsson 2. -hsím. Staðan er nú þessi í 1. deildar kcppninni í handknattleik eftir lcikina í gærkvöidi: Brciðablik-FH 27—36 Stjaman-Þór 28—19 FH Valur KR Þróttur Stjarnan Vikingur Þór, Ve Breiðablik 10 9 1 9 274-228 19 7 5 2 0 171-138 12 7 4 1 2 150-134 9 9 3 2 4 214-219 8 10 3 2 5 218—224 8 8 2 2 4 192—187 6 9 3 0 6 181-216 6 10 1 0 9 213-257 2 • Tvcir leikír fara fram í Laugardals- höllinni í kvöld. Víkingur mætir Þrótti kl. 20 og strax ú eftir leika Valur-KR. Hill sagði að leikmenn Luton hefðu ekki trúáð því fyrst að það væri mögu- legt aö leika knattspyrnu á Islandi í janúar; á sama tíma og fresta þyrfti tugum leikja í Englandi. — Við héldum að menn væru að grínast þegar okkur var tilkynnt um að við ættum að fara til Islands. Ferð okkar vakti mikla at- hygli í Englandi og það var mikið skrif- að um hana í ensku laugardagsblöðun- um. — Móttökurnar hér hafa verið hreint frábærar og þessi ferð verður lengi í minnum höfð. Eg vona að áhorfendur hafi skemmt sér, þrátt fyrir kuldann, sagði Hill. Leikurinn í Laugardalnum var ekki í mjög háum gæðaflokki. Leikmenn Reykjavíkurúrvalsins eru æfingalitlir — og léku langt undir getu. Luton hafði yfir 2—0 í leikhléi og voru mörkin, sem þeir Brian Sein og Ricky Hill skoruðu, af ódýrari gerðinni. Guömundur Er- lingsson markvörður hefði átt að koma í veg fyrir þau bæði á góðum degi. Gunnar Gíslasou minnkaði muninn í 2—1 og síðan skoraði Guðmundur Torfason gott mark sem var dæmt af vegna rangstæðu. Mick Harford skor- aði þriðja mark Luton með skalla og síðan átti hann skalla í þverslá og skalla sem sleikti stöng að utanverðu. Það er ljóst að nýi gervigrasvöllur- inn á eftir að vera mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuna í Reykjavík. Það á að vera skemmtilegt að sjá leiki á vellin- um þegar leikmenn fara að venjast því að leika á rennisléttum grasfletinum. -SOS ingar sprungu — í síðari hálfleik. Valur vannÍR 91:69 (35:41) „í síðari háifleik sýndum við okkar rétta andlit og við eigum eftir að leika betur,” sagði Torfi Magnússon, þjáifari og leikmaður Vals í körfu- knattleik, eftir að Valur hafði unniö stóran sigur á ÍR i Seljaskóla í gær, 91—69. Staðan í leikhléi var 41—35, ÍR í vil. iR-ingar höföu undirtökin í fyrri hálfleik og léku oft mjög vel en í þeim síðari var liðið heillum horfið og Vals- menn léku mjög vel og unnu síðari hálfleikinn 56—28. Stig Vals: Tómas Holton 23, Kristján 15, Leifur 10, Jón 8, Sigurður 6, Torfi 6, Einar 6, Jóhannes 7, Björn 5 og Páll 5. Stig ÍR: Ragnar 20, Gylfi 11, Hreinn 9, Karl 8, Jóhannes 4, Hjörtur 4, Bjöm 4, Vignir 4, Bragi3,Kristinn 2. Leikinn dæmdu Rob Iliffe og Jóhann Dagur og stóöu sig ágætlega. -SK. Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattlcik eftir ieiki helgarinnar er þessi: Valur—ÍR KR—Haukar Njarðvík Haukar Valur KR ÍR is 13 12 13 10 13 7 14 7 13 14 91:09 69:75 1 1180:962 24 3 1073:973 20 6 1146:1085 14 7 1137:1193 14 3 10 962:1192 6 1 13 1003:1296 2 Iþróttir íþróttir Iþróttir • Guðrún Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik með IR gegn ÍS, skoraði mest og hirti f jölda frákasta. DV-mynd Brynjar Gauti. Góðursig- urhjáÍR- stúlkum ÍR sigraði lið IS í 1. deild kvenna i körfuknattleik i gær með 42 stigum gegn 38. Staðan í leikhléi var 19—17, ÍS í vö. IR byrjaði betur, komst í 7—3 en IS jafnaði 7—7. Jafnræði var með liðun- um til leikhlés og lengi vel í þeim síðari en iR-stúlkurnar léku mjög vel síðasta hluta leiksins og unnu verðskuldað. Guðrún Gunnarsdóttir var best hjá IR en einnig léku þær Vala, Auður og Þóra ágætlega. Hjá IS var Helga langbest og raunar sú eina sem gerði eitthvað af viti. Stig IR: Guðrún Gunnarsdóttir 9, Þóra 8, Vala 6, Hildigunnur 6, Fríða 5, Auður 5, Sigrún 2 og Dagbjört 1. Stig IS: Helga Friöriksdóttir 19, Ragnhildur 6, Kristín 4, Kolbrún 5, Margrét 2 og Systa 2. -SK. Inter Mílanó á toppinn á Ítalíu Inter MUanó, með þá Karl-Heinz Rummenigge og Liam Brady í farar- broddi, skaust upp i efsta sætið á Italíu í gær þegar félagið lagði Atlanta að velli 1—6 en á sama tíma gerði Verona jafntefli 0—0 gegn Napolí. Það var italski landsliðsmaðurinn Antonio Sabato sem skoraði sigurmark Inter með skalla. 81 þús. áhorfendur sáu Napolí og Verona leika og voru þeir afar óhressir þegar línuvörður veifaði fána sinum — rangstæður, þegar Luigi Caffarelli skoraði mark. Inter Mílanó er með 23 stig eins og Verona, en með betri markatölu. Torínó og Róma koma síðan með 21 stig eftir 16 leiki, Sampdoría 20, AC Mílanó 18 og Juventus 17. • Mark Hateley skoraði mark AC Mílanó í 1—1 leik í Udinese. • Roma lék án Brasilíumannanna Falcao og Toninho Cerezo sem eru meiddir. Félagið vann sigur yfir Avell- ino — 1—0. Pruzzo skoraði markið úr vítaspyrnu. • Austurríkismaðurinn Walter Schachner skoraði mark fyrir Torínó, sem gerði jafntefli 2—2 gegn Ascoli. • Brasilíumaðurinn Socrates opnaði leikinn fyrir Fiorentína, sem vann Lazio 3—0. • Juventus lagði Como að velli 2—0. Cremonese og Sampdoría gerðu jafn- teflil—1. -sos. íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.