Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985.
3
Langfari í mölinni viö flugbrautarendann 12. febrúar í fyrra.
LANGFARI
FÓROFLANGT
Flugleibaþotan Langfari lenti
bæði innarlega á flugbrautinni og of
hratt þann 12. febrúar í fyrra.
Afleiðingarnar urðu þær að hún fór
fram af brautarendanum.
Slökkviliðsmenn í tveimur slökkvi-
bUum við brautina á Keflavíkurflug-
veUi voru sjónarvottar að lending-
unni. Eftirfarandi samtal miUi
slökkvibílanna var hljóðritaö þegar
vélin varaölenda:
„Helvíti lenti hann neöarlega á
brautinni.”
„Það er nú meira, maöur. Fram
yfirmiðja braut.”
,^vona álíka og þegar AWACS fór
þarna fram af brautinni.”
„Þetta er skuggalegt að sjá.”
„Þeir þurfa ekki nema hálfa
braut, þessir karlar.”
, ,Það virðist ekki vera.”
Skömmu síðar hringdi síminn í
slökkvistöð flugvallarins. Vamar-
liðsmaður tUkynnti aö þotan heföi
farið fram af brautinni. Hún
stöövaðist rétt utan hennar,
óskemmd. Enginn 235 manna um
borð hafði meiðst. Fjögur ljós við
brautarendann höfðu brotnað.
Flugstjóri þotunnar, Daníel
Pétursson, sagði í viötali við DV eftir
lendinguna að svara þyrfti mörgum
spumingum. Hann sagði vélina hafa
lent nákvæmlega á réttum staö en
hjóUn hefðu ekki gripið í neina festu
á brautinni.
„Hjólin fengu fyrst festu þegar
véhn var komin út af brautarendan-
um. Þaö hefði engu máU skipt þótt
brautin hefði verið nokkur hundruð
metrum lengri, ég hefði samt sem
áöur farið fram af henni við þessar
aðstæöur,” sagði flugstjórinn, ný-
stiginn úr þotunni. Honum hafði tíu
mínútum fyrir lendingu verið tjáð að
bremsuskilyrði á brautinni væru
þokkaleg.
Hálka eða óvönduð
lending?
LoftferðaeftirUt Flugmálastjórn-
ar hefur nú svarað spumingunum.
Helstu niðurstöður birtust á forsíðu
DV í gær.
Flugvallarstarfsmenn, sem áttu
að fylgjast með hálkunni, vom ekki
sáttú- viö að flugstjórinn skyldi
kenna henni um hvernig fór. Þeh
sögöu aö lendingin hefði verið
óvönduð. Þotan hefði komið óvenju
hátt inn, haldið hæðinni óvenju lengi
og ekki snert brautina fyrr en hún
varkomin vel inn fyrir brautamót —
þar sem austur-vestur brautin og
norður-suður brautin skerast.
DC-8 þotan lenti til vesturs, á
braut 29. Við brautamót eru um það
bil 2.500 metrar eftir af brautinni,
sem alls er 3.050 metra löng.
Skýrsla loftferðaeftirlitsins stað-
festir framburð flugvallarstarfs-
mannanna að miklu leyti. Þotan
snerti brautina að öllum líkindum
700 til 780 metra inni á braut þegar
aðeins voru um 2.350 til 2.270 metrar
eftir af brautinni. En hálka er einnig
talinspila inní.
Snertihraði flugvélarinnar átti,
samkvæmt minnismiða flugmann-
anna, að vera á bilinu 270 til 280 kíló-
metrar á klukkustund. Hraðinn var
þess í stað líklega um 290 kílómetrar
á klukkustund eða meiri en þörf var,
miðað við lendingarþunga og aðrar
aðstæður.
Hefði þotan snert á 278 kílómetra
hraða í stað 290 átti hún að stöövast
allnokkru áður en brautarenda var
náð.
Brautin hallar
Flugbraut 29 hallar 0,57 prósent
niður fyrstu eitt þúsund metrana eða
einmitt á því svæði sem þotan
„fleraöi” og snerti. Miðaö við 278
kílómetra hraða á klukkustund jafn-
gildir 0,6 prósent halli 90 fetum á
mínútu í fallhraða. Þetta veldur því
að lendingu seinkar miðað við
lárétta braut.
Um bremsuskilyrði er fjallað ítar-
lega í skýrslunni. Þau eru gefin í töl-
um sem hér segir: Undir 25 eru léleg
skilyrði og þau mörk sem Flugleiöir
setja DC-8 þotum sínum. Tölurnar
frá 26 til 29 þýöa að skilyrði séu
sæmileg til léleg. 30 til 35 eru sæmi-
leg. 35 til 39 eru sæmiieg til góð. 40 og
yfir eru góð skilyrði.
Þotan lenti klukkan 16:32, sunnu-
daginn 12. febrúar 1984. „Fyrr um
daginn hafði hitastigið verið yfir
frostmarki. Hálkueyöir var settur á
brautina milli klukkan 10 og 11. Um
daginn voru slydduél og snjóél.
Brautin var tvisvar sópuð auk þess
sem hálkueyðirinn þynntist út. Gera
má ráð fyrir aö hann hafi veriö orð-
inn áhrifalítill eða áhrifalaus eftir
síðari sópunina klukkan 16 en þá birti
og kólnaði þannig að augljóst virðist
að í staö bleytu á brautinni eftir að
krapið var sópað af þá hafi á skömm-
um tíma þar oröið þar til ísing,”
segir í skýrslunni.
Bremsuskilyröin voru mæld á
venjulegan hátt um tíu mínútum
fyrir lendinguna. Þau reyndust vera
30—39—40 eöa sæmileg til góö. Skil-
yrðin fóru hins vegar versnandi,
DV-myndir: S.
Flugstjórinn, Daníel Pétursson, á tali við blaðamann DV.
brautin „var að frjósa”, var flug-
manninum tilkynnt.
Skilyrði versnuðu
eftir síðustu
bremsumælingu
„Líklegt verður aö telja að eftir
síðustu bremsumælingu fyrir
lendingu FI—621, meðan flugvélin
var í aðflugi, hafi brautin frosiö og
bremsuskilyrði breyst mjög til hins
verra, einkum á meðan brautin var
að frjósa og bæði bleyta og ís var á
brautinni.”
Um fjórtán mínútum eftir lend-
inguna var brautin mæld á ný. Skil-
yrði mældust þá 28—29—33 eða
sæmileg til léleg. I skýrslunni er talið
hugsanlegt aö skilyrðin hafi lagast
nokkuð á þeim fjórtán mínútum sem
liðu frá lendingunni þar til brautin
var aftur mæld. Brautin var þá enda
orðin frosin og þurr.
Upplýsingar um versnandi ástand
brautarinnar komust ekki fyllilega
til flugstjórans. Þá vissi flugstjórinn
ekki að við enda brautarinnar beið
slökkviliðsmaður tilbúinn að dreifa
hálkueyði.
Viövörunarljós, um að lofthitastig
væri komiö niöur fyrir frostmark við
yfirborð brautarinnar, kviknaði inni
á slökkvistöð flugvallarins um tíu til
fimmtán mínútum fyrir lendingu.
Starfsreglur mælingamanna, sem
mæla hálku, gera ráð fyrir að svo-
kallaður SFT-mælir, sem er með
sírita, sé notaður þegar bremsuskil-
yrði fara niður fyrir 35. Það var ekki
gert þarna, þrátt fyrir aö flugstjóri
hefði í aðflugi fengið upplýsingar um
að bremsuskilyrði væru 30 og að
brautin væriaðfrjósa. -KMU.
Níu danskar blómarósir
bjarga frystihúsinu
KOM OKKUR MJÖG Á ÓVART
— segja Náttúruvemdarráðsmenn um fréttir f jölmiðla
af 15 ára starfsleyf i Kísiliðjunnar
Frá Emil Thorarensen, Eskifirði:
Vegna skorts á starfskröftum við
fiskvinnslu á Eskifirði hefur Hrað-
frystihús Eskif jarðar hf. nú ráöið níu
danskar stúlkur til starfa í frystihús-
inu. Hófu þær störf 13. janúar sl.
Ráðningartími þeirra er til 1. júní
nk.
Benedikt Jóhannsson, yfirverk-
stjóri hjá hraðfrystihúsinu, sagði að
gripið heföi verið til þessa ráðs þar
sem vonlaust væri orðið að auglýsa
eftir Islendingum til þessarar vinnu.
Það kemur bókstaflega ekkert út úr
auglýsingum hér innanlands þrátt
fyrir atvinnuleysi í vissum landshlut-
um, sagði Benedikt. Benedikt sagði
jafnframt aö sér litist afar vel á þær
dönsku, reyndar hafðu þrjár þeirra
starfað hér í fyrra og segði það
væntanlega sína sögu um að þær
kynnu vel við sig á Eskifirði. Þrátt
fyrir skort á vinnuafli hér á staönum
eru, að sögn Jóhanns Klausens
bæjarstjóra, tveir skráðir atvinnu-
lausir. -eh
„Þessi frétt kom Náttúruverndar-
ráöi mjög á óvart, þar sem viðræður
um ýmis atriði, sem tengjast leyfis-
veitingu Kísiliðjunnar, standa nú yfir
milli iðnaðarráðuneytisins og Náttúru-
verndarráðs.”
Svo segir í fréttatilkynningu
Náttúruverndarráðs vegna frétta í
fjölmiðlum þess efnis að iðnaöarráð-
herra hafi veitt Kísiliöjunni 15 ára
framlengingu á starfsleyfi sínu.
Þá segir og í fréttatilkynningunni að
fréttin hafi ekki síður komið á óvart
vegna þess aö á fundi samstarfs-
nefndar þessara aðila 21. janúar
síðastliðinn hafi komið fram ýmsar til-
lögur sem vísað var til Náttúru-
verndarráðs. Var ákveðið að sam-
starfsnefndin kæmi fljótlega saman
aftur til framhaldsviðræðna. Ljóst sé
að brýnþörfsé á auknum rannsóknum
á áhrifum kísilgúrsnáms af botni Mý-
vatns á lífríki þess. Fyrr en þær liggi
fyrir, treysti Náttúruverndarráð sér
ekki til að veita leyfi fyrir kísilgúmámi
af botni vatnsins lengur en til hausts-
insl991.
Einnig benda Náttúruverndarráðs-
menn á að á þessu svæði er hvers
konar mannvirkjagerð og jarðrask
óheimilt nema leyfi ráðsins komi til,
samkvæmt lögum.
-KÞ