Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANOAR1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Time vann málið en Sharon hafði rétt fyrir sér Arial Sharon er heestönœgður með niðurstöðu réttarhaldanna þó ekki hafi hann unnið málið gegn Time. Ariel Sharon tapaði i gær málsókn sinni á hendur timaritinu Time í New York. En hann sagðist samt í raun hafa unnið mikinn sigur. Eftir 11 daga umhugsun ákvarðaði kviðdómur að Time hefði ekki gerst brotlegt gegn Sharon. Grein þess þar sem sagði að Sharon hefði rætt fyrir- fram um hugsanleg morð i flótta- mannabúðum í Líbanon, hefði þó verið röng og ærumeiðandi. Til að sanna að skrif séu ærumeið- andi þegar um persónur í sviösljósinu er að ræða verður að sýna fram á að skrifin hafi verið gerð með illum hug eða að skrifarinn viti að um lygi er að ræða. Þetta gat Sharon ekki sýnt fram á. En útkoma réttarhaldanna sýnir fram á það sem Sharon hefur haldið fram allan tímann: að hann hafi ekki endilega gert sér grein fyrir því hvað gat gerst þegar hann, sem vamar- málaráðherra, hleypti hægri sinnuðum skæruliöum inn í búðir Palestínu- manna í Sabra og Shatila. Kviðdómendum fannst að fréttarit- ari Times í Jerúsalem hefði ekki hegð- að sér á allan hátt sem skyldi. Frétta- ritarinn, David Halevy, sagði að í skýrslu um fjöldamorðsmálið kæmi fram að Sharon hefði rætt um nauðsyn þess fyrir fjölskyldu hins myrta ný- kjörna forseta Líbanons, Bashir Gemayel, að hefna sín. Hins vegar kom í ljós að þetta stóö ekki í skýrsl- unni. Halevy varð að viðurkenna að hann hefði getið sér þess til að þetta stæðiihenni. Frakkar banna kvikmynd: Klæmist með Maríu mey —segja kaþólikkar Frá Ama Snævarr, fréttaritara DV í Lyon: Nýjasta kvikmynd snillingsins Jean- Luc Goddards, Eg heilsa yður, María, hefur verið bönnuð í Versalaborg og tvenn kaþólsk samtök hafa höfðað mál í því skyni að myndin veröi bönnuö í gervöllu Frakklandi. Borgarstjóri Versala, Andre Danien, tók ákvörðun um að banna myndina eftir að róstur urðu á forsýningu á myndinni. Jafnframt kvaðst hann taka til greina málshöfðun samtakanna. Kaþólsku samtökin álíta að f jallað sé um Maríu mey á klámfenginn hátt. 1 kröfu um bann við sýningum segir orð- rétt: „Kvikmyndin er móögun við Maríu mey og þar með við kaþólska trú og þá sem iðka hana.” Jean-Luc Goddard hefur mótmælt því aö hann hafi viljaö ráðast á ka- þólska trú í myndinni. Goddard, sem er svissneskur að uppruna, er án nokk- urs vafa áhrifamesti kvikmyndaleik- stjóri sem starfar í Frakklandi. önnur frönsk mynd var bönnuð á miðvikudag í héraðinu Lot og Gar- anne. Þar er á ferðinni Vítislestin með og eftir Roger Hanin. Sú mynd tekur til umfjöllunar viðurstyggilegt morö á araba um borð i lest þar sem fjölmarg- ir farþegar hreyfðu hvorki legg né lið honum til hjálpar. Astæða banns við sýningum er aö réttarhöld standa yfir í málinu í þessu héraði og talið var að myndin gæti haft áhrif á væntanlega dómendur. Þess má til gamans geta að Hanan ■er vinsæll, franskur leikari og mágur Mitterrands forseta. Kanakamál rædd: UPPÞOT í ÞINGINU Fró Arna Snævarr, fréttarltara DV í Lyon: Þær voru eldheitar móttökurnar sem biðu Jean-Marie Tjibaou, leiðtoga sjálfstæðissinnaðra kanaka á Nýju Kaledóníu, þegar hann horfði á um- ræður i franska þinginu frá þingpöll- um. Stjórnarandstöðuleiðtogar urðu æfir og heimtuðu að honum yrði hent út. Claude Labbe, formaður þingflokks nýgaullista, sagöi aö handtaka ætti Tjibaou á staðnum. „Hann ætti skilið lífstiðarfangelsi fyrir glæpi sína,” hrópaði hann. „Kynþáttahatari,” heyrðist þá hróp- að af þingbekkjum kommúnista. Þingforseti reyndi að lægja öldum- ar. Hann minnti menn á, og þótti sum- um glettið, að Tjibaou hefði ekki verið ákærður um glæp og sem franskur ríkisborgari hefði hann rétt á að fylgj- ast með umræðum. Málinu lyktaði með þvi að Tjibaou fór út og sagði: „Eg vissi ekki aö ég væri svona mikilvægur.” Nýja Kaledónia ar skammt undan Ástraiiuströndum. 0 ?S SO 75 « # Tryggðareyjar P Nýja^s<.u»P\S.Canala -Kaledónía3* Ástralía Kóralh^f Nýja- k-. Kaledónía^ Bandalagið neitar að borga Danir hafa mótmælt harðlega vegna ákvörðunar Evrópubandalagsins að greiða Grænlendingum ekki eins og bú- ið var að semja um vegna fiskveiða bandalagsins við Grænland. Málið snýst um hvort fiskur sé nú af- gangs fyrir Evróputogara. Grænlend- ingar segja aö svo sé ekki vegna slæms veðure sem hafi orðið þess valdandi að lítið sé af fiski á miðunum. Þeir segja að ekkert sé afgangs fyrir Evrópu- menn. Evrópubandalagið heldur því fram að tölur Grænlendinga séu rangar og jafnvel falsaöar. Evrópubandalagiö og Grænlending- ar hafa samið um að bandalagið skuli fá ákveöinn hlut af umf ramfiski á mið- unum. Þó skuli Grænlendingum vera tryggður 50.000 tonna þorskafli. Bandalagið á að greiöa fyrir fiskveiðt- réttindin jafnvel þó þeirra hlutur sé enginn. 1 þetta sinn vilja þeir þó ekki sætta sig við töiur Grænlendinga. RYMINGARSALA AFSLÁTTUR Á GÓLFTEPPUM. AF HEILUM RÚLLUM OG BÚTAR. ÖLL ÞJÖNUSTA. FRIÐRIK BERTELSEN H/F TEPPAVERSLUN SÍÐUMÚLA 23, SÍMAR 686260 OG 686266. RYKSUGUR LÉTTAR - HANDHÆGAR SJÚGA EINNIG VATN HAGSTÆTT VERÐ Skeljungsbúðin SíÖumúia33 símar 81722 og 38125 Léttar handhægar steypu hrærivélar ÁMJÖG GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin < SíÖumúla33 símar81722 og 38125 Cinhell vandaðar vörur \Loftpressur FYRIR LIGGJANDI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 81722 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.