Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Qupperneq 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985.
Frjáist,óhá6 dagblað
Útgáfufclag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF.
Stjórnarformaóur og ótgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgrciósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun. Árvakurhf.
; Áskriftarveró á mánuói 310 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr.
Ríkisstjóm i klandrí
Það er útbreiddur misskilningur, að búast megi við
upphlaupi gegn ríkisstjóminni á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í apríl. Langlíklegast er, að á þeim fundi verði
örlög stjómarinnar ekki ráðin. Formaður Sjálfstæðis-
flokksins, Þorsteinn Pálsson, hyggst nota fundinn til að
stappa stálinu í liðið og tryggja sig í sessi. Hann mun
telja, að flokkurinn þurfi skýrari stefnu. Ella hjaðni fylgi
hans í mollunni, sem er um ríkisstjómina.
Þetta þýðir, að biðstaða verður í málum stjórnarinnar
fram yfir landsfund og lengur, nema framsóknarmenn
veröi til að brjóta upp stjómarsamstarfið. Raunar gætir
meiri óróleika í liði framsóknarmanna en sjálfstæðis-
manna. Haraldur ölafsson, þingmaður Framsóknar,
sagði á fundi um helgina, að stjómarsamstarfið gæti
sundrazt á fjórum eða fimm málum. Blað framsóknar-
manna, NT, hamast gegn stjómarsamstarfinu.
Stjórnin er í klandri. Ekki hefur enn tekizt að bræða
saman afgerandi aðgerðir í efnahagsmálum, sem forsæt-
isráðherra boðaði um áramótin. Aðgerðimar áttu að
liggja fyrir, þegar þing kæmi saman. Steingrímur ör-
væntir nokkuð um, að þær verði til á næstunni. Hann
sagði í DV í gær, að stjómin ætti ekki að sitja áfram, tæk-
ist henni ekki að sameinast um efnahagsaðgeröir nú.
„Við verðum að taka á þeim málum. Því miður misstig-
um við okkur, er við töldum, að málin gætu þróazt eðli-
lega án okkar afskipta, sem þau gerðu ekki,” sagði for-
sætisráðherra.
Meginmálið verður því, hvort stjómarliðið hefur mátt
til aðgerða í efnahagsmálum á næstunni. En stjómin
kynni að vilja sitja, þótt „aðgerðimar” yrðu bara mark-
lausar viljayfirlýsingar um viðskiptahalla og erlendar
lántökur. Þá gæti hún enn setið lengi.
Stjórnarliðar hafa magnað rifrildi sín á milli um marg-
vísleg mál. Þetta minnir nokkuð á sundrungina, sem var í
síðustu vinstri stjórn. Menn muna, hvernig fór.
Jón Helgason ráðherra braut gegn samkomulagi
stjómarflokkanna í kjarnfóðurskattsmálinu. Samkomu-
lag stjórnarliða var löngum kallað „mangó-jógasamning-
urinn” og gekk út á, aö einn gæfi eftir hér, annar þar.
Þorsteinn Pálsson lét landbúnaðarráðherra hafa það
óþvegið vegna þessa máls.
1 öðru máli varð rifrildi. Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra lagði til aukna skattheimtu til að geta auk-
ið stuðning við húsbyggjendur. Þorsteinn Pálsson lýsti
því yfir, að ráöherrann væri að vaða reyk.
Síðustu daga hefur enn komið upp ruglingur um afstöðu
félagsmálaráðherra til lánveitinga til samvinnufélagsins
Búseta og sjálfstæðismenn verið fljótir til að bera ráð-
herrann sökum.
Enn virðast málgögn stjómarflokkanna, Morgunblaðið
og NT, vera í keppni um, hvort blaðið komist lengra í
árásum á stjómarsamstarfið.
Upplausn stjómarliðsins er því með ýmsum hætti.
Raunar verður ríkisstjómin að svara þeirri spumingu á
næstu vikum, hvort hún verðskuldar að sitja lengur.
Svarið hlýtur að felast í því, að ríkisstjómin taki á
vandamálunum, svo að einhverju skipti. Við höfðum
slæma reynslu af næstu stjóm á undan þessari, sem strit-
aði viö að sitja löngu eftir að séð varð, að hún leysti ekki
vandann.
HaukurHelgason.
N
1984 (107. löggjafarÞin8' m
187. Frumvarp til laga
um verndun kaupmáttar og viðnám gegn Verðb°'EUð GuðmUndsson, Guðrún
Ríkisstjórnin skal ***£££
þeirra kjarasammnga ákvarðanir ríkisstjórnarmnar n um-gengKsCtámi^u
íslenskúVtÓnuimar og aðrar rao
2. 8r- . Q hafa sérstakt eftirlit með
skýrslu um þróun mn u fjalia um allt verðlag °P hækkun þjónustu
...-
3. gr. , o,„rltia stöðu útflutnings-
i íslensku krónunnar og til þess að styrkja
Léleg lífskjör
eru ekki
náttúrulögmál
Ég man ekki eftir því á síðustu
tuttugu árum að stjórnarandstöðu-
flokkur hafi lagt fram jafnitarlegar
tillögur í efnahagsmálum og Alþýðu-
bandalagið hefur gert á þessum
vetri. Þessar tiliögur ná til flestra
þátta hagkerfisins. Ein ástæða þess
að við fluttum frumvarpið var sú að
við töldum og teljum að stjórnvöld
eigi að leggja áherslu á að treysta
sem best kaupmátt þeirra kjara-
samninga sem gerðir voru. Tillögur
okkar voru lagðar fram sömu dag-
ana og ríkisstjórnin þurrkaði út með
einu pennastriki ávinning kjara-
samninganna sem geröir voru í
haust. Það gerðist með gengisfelling-
unni. Þá var reyndar lofað mildandi
ráðstöfunum en efndir hafa auövitaö
engar orðið. Gengisfelling getur ver-
ið nauðsynleg aðgerö í efnahagsmál-
um. Gengislækkunin nú var hins veg-
ar samkynja gengisfellingunni vorið
1983 — tilgangurinn var sá aö breyta
tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu
launafólki í óhag. Það er grund-
vallarmunur þessara gengisfellinga
og þeirra sem gripiö var til áður þeg-
ar verðbætur á laun komu fyrir verö-
hækkanir á innflutningi.
Frumvarp
Alþýðubandalagsins
Frumvarp Alþýðubandalagsins
um ráðstafanir í efnahagsmálum
verður til framhaldsumræðu í neðri
deild strax og þingið kemur saman
nú eftir helgina. Aðalatriði frum-
varpsins eru þessi:
1. Ríkisstjómin _ miði allar
ákvarðanir í efnahagsmálum
við að tryggja kaupmátt launa
sem best hvort sem um er að
ræða ákvarðanir í verðlagsmál-
um, gengismálum eða vaxta-
málum eða aörar ákvarðanir
sem hafa beint eöa óbeint áhrif
á lífskjörin.
2. Verðlagsráð hafi sérstakt eftir-
lit meö innflutningi og sýnir
kaffibaunahneyksliö nýlega
hvílík nauðsyn er á aðhaldi í
þeim efnum. Þá skal ríkis-
stjómin taka til meðferðar verð-
hækkanir opinberrar þjónustu á
nýjan leik.
3. Aflað verði tekna — allt að ein-
um miljarði króna — til þess að
SVAVAR GESTSSON
afnumdir og lokað fyrir erlend
lán til verslunarfjárfestingar.
Lögbirtingablaðiö birti reglu-
lega lista yfir þá sem fá erlend
lán.
6. Sjúklingaskattarnir verði
afnumdirstrax.
7. Vextir verði kddtaðir og bannað
að vextir fari nokkurn tímann
fram yfir 2% umfram verð-
tryggingu, þó 3% af lengri lán-
um en til 10 ára. Vaxtataka um-
fram þessi mörk verði refsiverð
og farið með hana eftir lögunum
um bann við okri. Bent hefur
verið á að verðtrygging miöist
við þróun kaupgjaldsvísitölu en
ekki lánakjaravísitölu og Al-
þýðubandalagið hefur iðuieg
flutt um það tillögur.
8. Fyrirskipuð verði lækkun á
A „Gengislækkunin nú var hins
^ vegar samkynja gengisfelling-
unni vorið 1983 — tilgangurinn var
sá að breyta tekjuskiptingunni I
þjóðfélaginu launafólki í óhag."
4.
koma í veg fyrir gengislækkun.
Þessara tekna verði aflað með
veltuskatti á banka, álagi á
skrifstofu- og verslunarhús-
næði, þ.e. stóreignaskatti, auk
þess sem hagnaður Seðlabank-
ans renni í ríkissjóð.
Tekjum af skattinum yrði varið
tn að treysta rekstrarstöðu sjáv-
arútyegsins svo komið yrði í
veg fyrir stööinm um leiö og
tryggt yrði aö komið yrði til
móts við kröfur sjómanna um
bætt kaup — án gengisfellingar.
LÖgð er áhersla á að fjallað verði
um ráðstöfun á skatttekjunum i
verðlagsráði sjávarútvegsins
og aö ákvörðun verði að taka
með samþykki sjómanna.
Hert verði eftirUt með erlendum
skuldum með sérstöku eftirUti
með erlendum lánum verslun-
arinnar. Langlánanefnd verði
breytt og komið í veg fyrir að
viðskiptabankamir hafi kverka-
tak á nefndinni. Erlendir
greiðslufrestir verði styttir og
framgjöldum skipafélaganna og
gert skylt að láta fara fram
samkeppnisútboð um farmgjöld
í útflutningi sérstaklega.
9. Vaxtatekjur af stærri inni-
stæðum — yfir 10 mUjónir —
verði skattskyldar og tekjur
renni í Byggingarsjóð rikislns
°g Byggingarsjóð verkamauna.
10. ÖU skuldabréf verða skráð á
nafn og komlð í veg fyrir starf-
semi okurlánaranna og skrúfað
fyrir undirheimakerfið.
Hér hafa verið nefndar aöal-
tUlögurnar en hver þeirra væri
efrii í sérstaka grein. Þessi grein
er skrifuð til þess að sýna fram
á að það eru tU aörar leiðir en
þær sem ríkisstjómin hefur kos-
ið að fara í efnahagsmálum.
Spumingin er um póUtískan
vUja. Léleg lifskjör eru ekkl
náttúrulögmál. Hins vegar þarf
aö safna liöi og sameinast tU
þess að hrinda þeim tUlögum í
framkvæmd sem hér hafa verið
nefndar. Svavar Gestsson