Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Side 13
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985.
13
Launakjör vaktavinnumanna
til sjós og lands
Enn einu sinni eru launamál far-
manna í hnút. Eg biö ykkur hæst-
virtu lesendur að gaumgæfa vel þann
samanburð er hér verður á blað sett-
ur. Hér verða borin saman byrjunar-
laun 3. stýrimanns og 4. vélstjóra
annars vegar og ófaglærðra verka-
manna, flokksstjóra og verkstjóra
verksmiðjunnar á Grundartanga
hins vegar. Grundartangamenn
vinna á vöktum og er vinnuskylda
þeirra 146,2 klst. á mánuði. Vakta-
skylda sjómanns (farmanns) er
173,3 klst. á mann. Mismunur á vinnu-
tíma er 18,6%, sjómönnum í óhag. I
launum farmanna eru eftirtaldir
kaupliðir innifaldir: grunnlaun, sjó-
álag 9,63% (ósamþ.), hækkun ASI,
þjónustudagar og helgidagahlut-
deild. Samanlagt: 23.054 kr.— 18,6%
(vinnustytting til samræmis við
Grundartanga). Samanburðarlaun
eru því 19.438 kr. miðaö við 146,2
klst/mán. I launum Grundartanga-
manna eru eftirtaldir kaupliðir:
grunnlaun, flokksstjóraálag, verk-
stjóraálag, vaktaálag 36,2%, ferða-
peningar og framleiðslubónus ca
12,5% sl. ár að meðaltali. Báðir aðil-
ar hafa frítt fæði. Þrettándi mánuð-
urinn er til á Grundartanga og er
þannig framsettur: sumarleyfisupp-
bót er 9.561 kr. og desemberuppbót
sama upphæð. Sjómenn hafa engan
13. mánuð í kjörum sínum. Grundar-
tangamenn hafa 2—3% óhreininda-
bónus, hann er óþekktur til sjós
nema hjá vélstjórum, ef þeir fara
undir plötuna o.fi. því um likt.
Grundartangamenn geta að jafnaöi
verið samvistum við f jölskyldu sína
14 klst. á sólarhring en farmenn eru
oft mánuðum saman burtu frá fjöl-
skyldum sínum. Læt ég lesendum
eftir að meta það óhagræði.
Samanburður á launum:
Af þessum samanburði sést glöggt
að 3. stýrimaður og 4. vélstjóri eru
ekki hálfdrættingar í launum ef 13.
mánuðurinn er meðtalinn.
Fórnarkostnaður
Til að öðlast 3. stigs stýrimannapróf^
Kjallarinn
SIGURBJÖRN
GUÐMUNDSSON
og 4. stigs vélstjóra þurfa sjómenn
að öðlast siglingatíma 3 ár. Náms-
tími begg ja stétta er um 30 mánuðir.
Sjómenn verða á flestum skipum að
vinna svo mikla eftirvinnu að 100
klst. á mánuði er mjög algengt og oft
miklu meira, misjafnt eftir skipum
og verkefnum þeirra hverju sinni.
Gefum okkur að duglegur háseti
leggi fyrir kr. 20.000 á mánuði, þá 30
mánuði sem skólinnn tekur, lítur
spamaðurinn þannig út. 30% vextir
leggjast við á 6 mán. fresti:
240.000 — (5) = 482.728 kr. (12 mán.
sparn.)
240.000 - (3) = 365.010 kr. (12 mán.
spam.)
120.000 - (1) = 138.000 kr. (6 mán.
spam.)
Spamaöur 985.738 kr. á námstíma,
að viðbættum vöxtum.
Uppihaldskostnaður á námstíma
ca 18.000 á mán.x30 = 540.000 kr.
Fómarkostnaðurinn verður því:
985.738 + 540.000 kr. = 1.525.738 kr.
Ýmsum mun þykja þetta ríflegt en
við þetta má bæta allt að þriggja
mánaöa vinnutapi vegna þess að oft-
ast tapa mefnn ca 1/2 mánuði í vinnu
fyrir og eftir hverja önn og telst þetta
þá vart ofreiknað. Námstími vél-
stjóra er svipaður og er að lengjast.
Starf
Laun á mán.
kr.
starf
Hlutfall launa
Launámán. sjómannaaf launum
'k*-- Gmndartangamanna
„Útungunarstöfl sjómanna hafur flust úr sjómannaskólaanum yflr f
samgönguráðuneytið sem ungar út undanþágum... "
Verkamaður 31.453,00
Flokkstjóri 34.350,00
Verkstjóri 38.904,00
3. stýrimaður
og 19.438
4. vélstjóri
• „Að þessum fórnarkostnaði
loknum bjóða svo atvinnu-
rekendur áðurtöldum stéttum upp á
að vera hálfdrættingar í launum á
við byrjunarlaun hinna ágætu verka-
manna Grundartangaverksmiðj-
unnar."
Að þessum fómarkostnaði loknum
bjóða svo atvinnurekendur áðurtöld-
um stéttum upp á að vera hálfdrætt-
ingar í launum á við byrjunarlaun
hinna áægtu verkamanna Grundar-
tangaverksmiðjunnar. Flokksstjór-
ar eru trúverðugir og traustir verka-
menn, en án sérnáms. Launauppbót
61,8%
56,59%
49,96%
þeirra er 15% á grunnlaun verka-
manna. Verkstjórar voru upphaflega
sendir til Noregs og látnir vinna í
verksmiðjum þar til starfskynningar
í ca 6 mánuði. Þar unnu þeir á norsku
kaupi (ca tvöfalt íslenskt) svo fórn-
arkostnaður getur vart talist mikill.
Verkstjóraálag er 42% á grunnlaun
verkamanna.
Menntun og ábyrgð
að engu metin
Tökum dæmi: Tveir ungir menn
fara til sjós. Annar þeirra fer í skól-
ann (Stýrimannaskólann) og lýkur
námi. Þegar hann kemur um borð
með sín starfsréttindi (og skuld á
bakinu) er félaginn sem byrjaði með
honum orðinn bátsmaöur og þá með
5 ára starfsaldursuppbót (starfsaldur
háseta nýtist við upphækkun), 1
milljón eða íbúð ætti þá bátsi. Þegar
hinn nýbakaði 3. stýrimaður (4.
vélst.) fer að skoða launatöflumar
sér hann sér til hrellingar að hann er
18,17% lægri í launum eftir námið en
félagi hans er eftir var um borð.
Þess vegna er Stýrimanna-
skólinn að tæmast
Sú stofnun, er fyrst hefur orðið fyr-
ir þessari öfugþróun, er Stýrimanna-
skólinn. I dag eru þar ca 30% af þeim
fjölda er stundaði þar nám fyrir 20
árum. Nemendafjöldi Stýrimanna-
skólans í Reykjavík er innan við 70
nemendur. Færeyingar eru 5 sinnum
færri en við en eru meö 110 nemend-
ur. Eftir höfðatölureglunni ættum
við því að vera með 569 nemendur, til
að hafa hlutfall frænda vorra. Fær-
eyingar veita ekki undanþágur,
nema eina ferð í neyðartilvikum. Ut-
ungunarstöð s jómanna hefur flust úr
sjómannaskólanum yfir í samgöngu-
ráðuneytið sem ungar út undanþág-
um meö sama hraöa, hvort sem
mennirnir hafa einhver réttindi eða
engin. Þar eru allir jafnir. Hafa þeir
sum árin verið svo stórvirkir aö þeir
hafa komist slatta á annað þúsund og
farið létt með. Skyldi svona fyrirlitn-
ing vera sýnd nokkurri annarri stétt
á Islandi en sjómönnum? Eg efast
umþað.
Útgerðarmenn fórna
höndum
Utgerðarmenn kaupskipa fórna nú
höndum yfir þeirri fáheyrðu ós-
vinnu að menn með þessa menntun
til ábyrgðarstarfa skuli fara fram á
laun sem eru nokkrum prósentum
yfir launum starfsþjálfaöra undir-
manna. Við þá vil ég segja: Lítið til
Grundartanga og annarra verk-
smiðja í landi voru. Við teljum okkur
hafa fullan rétt á þeim samanburöi.
Að þessu sinni mun ég ekki hrella
ykkur með samanburði á því hvað
erlendir keppinautar ykkar greiða
og geta greitt en langi einhverja til
þess, leyfi ég mér að benda á ióla-
blað Sjómannablaðsins Víkings.
Með baráttukveðjum.
Sigurb jörn Guðmundsson.
Nýr lánaflokkur fyrír námsmenn
Merkileg stétt námsmenn. Á
hverju ári heyra menn vælið í þeim
þegar þeir heimta aukin lán til náms
— á sama tíma og verið er að snúa
ofan af lánavitleysunni — og þeir eru
meirá að segja svo sérstakir að fram
til skamms tíma var lánsþörf þeirra
miöuö við vísitölutryggða fram-
færslu þannig að þegar kjör skert-
ust almennt í landinu vegna minni
þjóðartekna þá hækkuðu hin sjálf-
virku lán. Framfærsluþörf stúdents
var margföld á við Dagsbrúnar-
mann. Ef Dagsbrúnarmaðurinn átti
konu og börn varð hann að leggja á
sig meiri vinnu, konan að vinna úti
eða sem oftast var gert — einfald-
lega spenna ólina betur. Náms-
maöurinn fékk á hinn bóginn aukin
lán, þannig að hann þurfti aldrei að
taka tillit til neins.
Nú mun vera búið að breyta þessu
og kominn tími til. Námsmönnum er
nú ætluð tiltekin fjárhæð til fram-
færis, rétt eins og launamaður fær
tiltekið kaup án hliðsjónar af fjöl-
skyldustærð. Jafnframt er hætt að
reikna út framfærsluþörf náms-
manna enda er hún ómettanleg.
Rökstuðningurinn fyrir öllum
þessum lánum til námsmanna er að
sjálfsögðu að þeir geti ekki unnið
fyrir sér jafnframt námi. Það er að
vísu bábilja, sem afsönnuð var af
foreldrum margra þeirra, og væri
sönnu nær að stytta skólanám á ári
hverju, kenna á laugardögum og ná
fjögurra mánaða fríii. Þá gætu
Kjallarinn
HARALDUR BLÖNDAL
LÖGFRÆÐINGUR
nemendur unnið fyrir sér en kenn-
arar drýgt tekjur sínar og verið á
tvöföldu kaupi. Svo var þetta gert og
gafstvel.
En taka verður fram aö lán sín
greiða námsmenn verðtryggð, en þó
aldrei meira en nemur broti af árs-
tekjum, ca 3%, og þau falla niður
þegar námsmaður er kominn á eftir-
launaaldur. Algengt er að náms-
menn skuldi nokkur hundruð þúsund
þegar þeir ljúka námi.
En núbernýrravið.
Mitt í öllu vælinu um meiri náms-
lán til blankra námsmanna, sem
hvorki eigi til hnífs né skeiðar, þá
heyrist nýtt væl. Búsetavæl, en það
eru samtök manna sem vilja byggja
sér hús á kostnað nágranna síns.
Félagsmálaráðherra virðist nú
hafa ákveðið að túlka einhverja
reglugerð þannig að námsmenn eigi
rétt á lánum til húsbygginga
umfram aðra og eru námsmenn nú
settir á bekk með öryrkjum. I sjálfu
sér er eðlilegt að öryrkjar fái aðstoð
til að byggja hús sín — en menn
verða að átta sig á því að spara rik-
inu jafnframt heilsuhæli — hér er
verið að styðja sjúka til sjálfs-
bjargar.
En mér þykir einkennilegt að
námsmenn sem eru hvort eð er á
opinberu framfæri, og svo miklu að
nemur margföldum örorkubótum,
eigi nú að fá extralán til að byggja
sér hús. Það virðist eins og sá mikli
reiknimeistari Sölvi Helgason sé
orðinn félagsmálaráðherra.
Það urðu talsverðar umræður um
Búseta á sl. vetri og kom í ljós að
félagið er stofnað til þess að misnota
tiltekin ákvæði húsnæðismála-
stjómarlaganna. Menntamenn, sem
vilja ekki leggja á sig þá auknu vinnu
sem þarf til þess að koma yfir sig
þaki, fundu út að byggja ætti félags-
legar leiguibúðir þar sem ekkert
tillit væri tekið til tekna viðkomandi,
hann hefði full eignarráð yfir íbúð-
inni sem mætti vera af hvaða stærð
sem er, viðkomandi ætti að vísu ekki
íbúöina heldur hefði hana á leigu —
við það jókst skylda ríkissjóðs til
þessaðlánafé.
Eðlilega urðu menn hvumsa og
verkalýðshreyfingin var andsnúin
Búsetahreyfingunni, enda henni
stefnt gegn verkamannabústaða-
kerfinu.
Sjálfstæðismenn voru einnig and-
snúnir þessari hreyfingu, enda er
hugmyndafræði Búsetamanna þvert
á sjónarmið flokksmanna um að
menn eigi að búa í eigin húsnæði.
Framsóknarmenn voru hins vegar
tvístígandi. Þeir eru alltaf svolítið
veikir fyrir ef orðshlutinn ”sam”
kemur eins hvers staðar fyrir, tala
ekki um ef orðið samvinna sést.
Búsetamenn sögðust vera húsnæðis-
sam-vinnufélag. Og Framsókn
hleypti þeim inn.
Húsnæðissamvinnufélög hafa lengi
starfað. Má þar t.d. nefna Byggung
og BSAB sem einna stórtækust hafa
verið síðustu árin. Á enda samvinnu-
form vel við ef margir einstaklingar
byggja sér saman blokk.
Það er hins vegar öllu langsóttara
að stofna byggingarsamvinnufélag
um að leigja sjálfum sér íbúðina sína
eða húsið sitt. Er enda tilgangurinn
ekki annar en að komast bakdyra-
megin í takmarkaða lánasjóöi.
Búsetamenn kvarta undan því að
erfitt sé að fá lán. Það er rétt. En
þeir ættu að minnast þess að fyrir 15
árum dugðu húsnæðisstjórnarlán og
lífeyrissjóðslán til þess að gera
íbúðir tilbúnar undir tréverk og
meira en það.
Framsóknaráratugurinn var
notaður til þess aö breyta þessu hlut-
falli húsbyggjendum í óhag, enda
minnkuðu lán meö vitlausari lána-
kjörum.
Búsetamenn vilja sérréttindi. Væri
ekki nær fyrir þá að leggja til að allir
sætu við sama borð — en ekki væri
veriö aö pikka út einstaka hópa til
þess aö fá meiri lán en aðrir og á
óeðlilegum kjörum miðað við fjöld-
ann. Það hefur a.m.k. reynslan sýnt
að sérráöstafanir verka oftast i
öfuga átt við það sem ætlast var til,
enda reiknimeistaramir með álíka.
þekkingu á kúnst sinni og Sölvi á
sinni tið.
Hin sérstöku lánakjör verka-
mannabústaða hafa orðið til þess að
menn reyna beinlínis að minnka
tekjur sínar til þess að ná tekju-
markinu eöa hreinlega stela undan
tekjum til skatts og slá tvær flugur í
einu höggi. Hin sérstöku lánakjör til
námsmanna hafa orðið til þess á
sama hátt að þeir vilja ekki vinna og
verða andsnúnir sérhverri áreynslu
umfram hið normala að þeirra dómi.
Og hvað verður svo þegar náms-
menn fá sérstakleg Búsetalán ofan á
námslánin.
Og ég heyri Guðmund Jaka út-
skýra það fyrir félögum sínum við
Höfnina hvernig Pétur í félagsfræði-
deildinni kemst af: „Hann keypti sér
húsið með Búsetaláni en mublumar
og bílinn með námsláninu — en þið
eigið aðborga.”
Haraldur Blöndal