Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Page 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985.
Mikil sfldarganga íEskifirði:
Fjörðurinn breytt-
ist í sædýrasafn
Frá Emil Thorarensen, Eskifirði:
Mikil síldartorfa kom inn á Eski-
fjörð í fyrradag. Fylgdi torfunni
mikið mávager, svo og háhyrninga-
ganga. Léku háhyrningarnir við
hvern sinn fingur um allan fjörð og
gátu Eskfirðingar fylgst meö þessari
óvenjulegu en skemmtilegu heim-
sókn úr gluggum heima hjá sér í
nokkra klukkutíma. Fannst mörgum
fjörðurinn líkjast sædýrasafni
meðan leikur háhyrninganna stóð
sem hæst.
Kristjári Guðmundsson, skrifstofu-
maður á Eskifirði, taldi engan vafa
leika á því að þarna hefði mörg
hundruð tonna síldarganga verið á
ferðinni. Það leyndi sér ekki. Til
sönnunar máli sínu sagðist hann
minnast þess þegar hann hefði áður
fyrr verið á síldveiðum. Þá hefði nót-
inni oft verið kastað á mávager og
hefðu slík köst sjaldan brugðist.
Þessar síldarfréttir koma líka
heim og saman við frásögn Halldórs
Ásgrímssonar sjávarútvegsráð-
herra sem var hér fyrir nokkrum
dögum og brá sér í síldarrann-
sóknarferð í Reyðarfirðinum með
Jakob Jakobssyni á rannsóknarskip-
inu Arna Friðrikssyni. Ráðherrann
sagði eftir þá ferð að talsvert væri af
síld í firðinum eins og reyndar fleiri
fjörðumhéraustanlands. -EH.
Bjarni Stefánsson, forstjóri Hljómbæjar hf., og Ingvar Ásmundsson skóla-
stjóri við afhendingu tækisins. Auk þeirra eru á myndinni Kristján
Zophaníasson sölustjóri og Loftur Jónsson f jármálafulltrúi.
Gjafir til Iðnskólans
I tilefni af 80 ára afmæli Iðnskól- berfékksvoskólinnandvirðitveggja
ans í Reykjavík gaf Hljómbær hf. súkkulaðibræðslupotta að, gjöf frá
skólanum myndbandstæki, Tækið er Sultu- og efnagerð bakara. Pottarnir
mjög hentugt við kennslu og mun verða notaðir við kennslu í verk-
koma sér vel fyrir skólann. I desem- námsdeild bakara.
Selfoss:
Efri hæð Fossnest
is tekin
I haust og það sem af er vetri hefur
verið unnið af kappi við að byggja
efri hæð Fossnestis að Austurvegi 46,
Selfossi. Neðri hæðin hefur veitt góða
og fullkomna ferðamannaþjónustu í
hvívetna undanfarin ár. Þaö eru
fyrirhyggjumenn sem reka þetta
fyrirtæki af mikilli framsýni.
Fossnesti var byggt i tveimur
áföngum, árið 1967 sá fyrri og seinni
hlutinn 1977. Nú á að fara að vígja
þriðja áfangann á morgun. A neðri
hæðinni er matsalur og alls konar
fínar veitingar og vel útilátnar.
Maturinn þarna er alveg frábær.
Ferðafólk, sem keyrir eftir Austur-
veginum, finnur ilmandi matarlykt
út á götuna og snarstoppar bíla sína
i gagnið
og fær sér mat að borða og kerrur
alltaf aftur og aftur. Eigendurn.ir
sjá sér ekki annað fært en að byggja
þamaefrihæðina.
Efri hæðin hefur hlotið nafnið Ing-
hóll og er nýr veitinga- og skemmti-
staöur á Selfossi. Salurinn er 380
fermetrar að flatarmáli. Tekur hann
tvö hundruð manns í mat en 325
manns í dans.
Búist er við að salurinn verði mikið
notaður fyrir einkasamkvæmi.
Pantanir eru orðnar margar langt
fram á vor. Vígsluhátíðin fer fram á
morgun klukkan 16. Framkvæmda-
stjóri Fossnestis hf. er Guömundur
Gunnlaugsson.
Regína Thorarensen, Selfossi.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis:
Símaþjónusta ut-
an afgreiðslutíma
Frá og með 25. janúar næstkom-
andi munu starfsmenn Sparisjóös
Reykjavíkur og nágrennís svara í
síma hans (27766) utan venjulegs af-
greiðslutíma. Þessi nýjung í starf-
seminni hefur hlotið nafnið Síma-
þjónusta sparisjóðsins.
Meö þessu móti veröur nú mögu-
legt fyrir viðskiptavini sparisjóðsins
að nýta sér ýmsa þjónustu hans og fá
margháttaðar upplýsingar um hana,
enda þótt afgreiðslan sé lokuð.
Símaþjónusta sparisjóðsins verður
fyrst um sinn opin frá kl. 17—21 virka
daga og frá kl. 13—18 á laugardög-
um.
Af þjónustu sem veitt verður í
Símaþjónustu sparisjóðsins má
nefna móttöku tímapantana vegna
viðtala við sparisjóðsstjóra og aöra
starfsmenn og móttöku á beiðnum
um millifærslu. Ennfremur verða í
Símaþjónustu sparisjóðsins veittar
upplýsingar um reikninga, þar á
meðal VISA-reikninga, og gjalddaga
lána auk almennra Uþplýsinga.
Menning Menning Menning
Halldór Asgeirsson
— sýnir íNýlistasafninu
Halldór Ásgeirsson myndlistar-
maður er nú staddur hér á landi (en
hann er annars búsettur í París) og
sýnir 9 ný verk í sýningarsal Nýlista-
safnsins. Gefur þar að líta verk sem
tengjast í senn conceptlistinni og nýja
málverkinu.
Málað concept
Það þarf vart aö hafa orð á því að
nýtt málverk (á gömlum grunni) hefur
ruöst inn á myndlistarsviðið á síöast-
liðnum árum og stuggað conceptlist-
inni í skuggann. Conceptið lifir þó
áfram og þess konar listamenn eru
sífellt að skilgreina listhugtakið á ný,
finna nýja og nýja möguleika. En svo
eru líka conceptlistamenn sem hafa til-
einkað sér framsetningarmáta og
formskrift nýja málverksins og hafa
þeir oftast mikla sérstöðu innan hins
nýja málverks. Er gjarna sagt að þeir
séu meira „intellectuel” í sinni list.
Halldór Ásgeirsson er einn þessara
conceptlistamanna og hefur undan-
farin ár unnið meö performanca og
ljósmyndir, liti og pappír, en er nú
kominn nær því sem við getum kallað
málverk. En myndverk listamannsins
eru ekkert tjáningarflog, líkt og við
höfum oft séð í nýja málverkinu,
heldur fullkomlega yfirvegaðar til-
raunir sem fjalla um mynd-„tákn”,
myndrými og tíma í myndverki.
Kvikmynd
I fremri sal sýnir listamaðurinn verk
tileinkað Bayeux-reflinum. Verkið
myndar samfellda heild en skiptist
innbyrðis í fjölda aðgreindra þátta.
Litameðferð og „tákn” minna um
margt á nýja málverkið en mynd-
Þarf stundurM
mtkta hörkji
Helga Meisteö í Dallas
Nájn tómní' " persónuielkápróf
■ VÍÖtíí! '/:?>
ISfSroíkfcaíótti.if Dýir'
hjé 'íésocw:, ét?ar«ís
Enn sem fyrr er auglýsingin ódýrust í Vikunni. — Getum veitt aðstoð
við uppsetningu auglýsinga. Vikan, auglýsingar, sími 68-53-20.
Misstu ekki VIKU úr lífi þínu!
i^VtKW'
VIKAN ajgjgg
Helga Melsteð í Dallas
Súaveðhlaup
Börn í snjó
Margrét Þóroddsdóttir
Dymock, starfsmaður Exxon, í
Vikuviðtali
Náin kynni — persónuleikapróf
Gull í greipar Ægi
Matarlist
Vídeóvikan
Enska knattspyrnan — spáin
fyrir laugardaginn
Tvœr góðar peysur á krakkana
. . og svo auðvitað allt hitt
á næsta blaðsölustað