Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Side 36
FRÉTT ASKOTIÐ
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Simi ritstjórnar: 68-66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1985.
Sonic World:
Skuldir
greiddar eftir
8-10 vikur
— Þeir aöilar í ferðamannaþjón-
ustu hérlendis, sem breska ferða-
mannaskrifstofan Sonic World er
skuldug við, ættu að hafa fengið allt'
sitt fé greitt eftir átta til tíu vikur, seg-
ir Ian Wilton sem varð nýlega annar
forstjóri hjá Sonic World. Hann vann
áöur hjá Twicenham Travel, veitti þar
forstöðu deild sem sá um Islands-
feröir. Ian hefur tuttugu ára reynslu í
að selja Bretum ferðir hingaötil lands
þar af var hann fjögur ár hjá Twicken-
ham.
Hann sagðist bjartsýnn á aö erfið-
leikarnir hjá Sonic væru að baki. Nýir
aðilar hefðu fjárfest í ferðaskrifstof-
unni fyrir um 50 þúsund pund.
Ian Wilton var á ferð hér á landi til
aö ganga frá ýmsum málum varðandi
síðasta sumar og til að skipuleggja
ferðimar í sumar. Taldi hann að vandi
Sonic hér á landi vegna skulda hefði
reynst stórlega minni en komið hefði
fram. Ekki vildi hann þó segja hversu
miklu minni vandinn væri.
Bókanir hjá Sonic em 80% meiri nú
en á sama tíma í fyrra sagði Ian
Wilton: „Eg er mjög bjartsýnn og.viss
^ um aö við munum eiga góða samvinnu
við vini okkar hérlendis í ár. Það lítur
út fyrir aö árið verði gott.
JBH/Akureyri
Ráðherrans
að ákveða
slátrun
I viðtali við Sigurð Helgason fisk-
sjúkdómafræðing í gær kom fram að
fisksjúkdómanefnd f jallaöi á fundi sín-
um um aögerðir í Laxeldisstöö ríkisins
íKollafirði.
Tillögur nefndarinnar verða lagðar
fyrir landbúnaðarráðherra sem tekur
ákvörðun í þessumáli.
Sem kunnugt er hefur nýmaveiki
komið upp í laxaseiðum í eldisstööinni.
Til að hreinsa stöðina af bakteríunni
eru til ýmsar leiðir. Einhver jum niöur-
skuröi þarf að beita, en hvort slátra
þarf öllum tæplega 2000 seiöum stöðv-
arinnarer óvíst.
-ÞG
Bílstjórarnir
aðstoða
SSJlDIBíLHSTÖÐin
LOKÍ
Enn er ekkert lát á .
hjörlunum á Alþingil
Stjórn Landsvirkjunar ályktar:
FULLYRÐINGAR
FINNBOGA RANGAR
Stjóm Landsvirkjunar hefur sent
frá sér ályktun þar sem visað er á
bug fullyrðingum Finnboga Jónsson-
ar, varamanns í stjórn Landsvirkj-
unar, um of miklar fjárfestingar í
orkuöflun. I skýrslu sem Finnbogi
lagði fram segir að þessi umfram-
fjárfesting hafi leitt til þess að raf-
orkuverð til almennings sé 50%
hærraenella.
I ályktuninni segir að umfram-
orkan sé nú 450 gígawattstundir. Þar
af sé eðlilegt að halda 250 gígawatt-
stundum til að geta komið i veg fyrir
orkuskort þegar illa árar í vatnsbú-
skapnum. Fullkomnum jöfnuði milli
framleiöslugetu og raforkusölu verði
aldrei náö, þar sem virkjanir eru
byggöar í stórum áföngum sem að-
eins nýtast til fulls á nokkurra ára
bili og eins að ákvarðanir um orku-
framkvæmdir byggjast á óvissum
spám fram í tímann vegna þess hve
langur byggingartími virkjana er.
Þá segir í ályktuninni að orkueftir-
spunn hafi tekiö óvænta stefnu und-
anfarin tvö ár. Baforkusala í ár er nú
áætluð 250 gígawattstundum minnl
en áætlaö var fyrir hálfu öðru ári.
Fyrir tveimur árum var einnig gert
ráð fýrir að kísilmálmverksmiðja
gæti tekið til starfa á árinu 1986, en
hún myndi nota meginhluta umfram-
orkunnar sem fyrir hendi er.
Stjórn Landsvirkjunar telur að
kostnaður vegna þessarar umfram-
orku sé aöeins brot af þvi sem fullyrt
er í greinargerð Finnboga.
ÓEF
— sjá einnig f rétt á bls. 5
Meirihðttar flutnlngar á steypu mefl hjólbörum eru efl verfla sjaldgnf sjón. Verktaki nokkur hór f bcrg
greip þó til þessarar gamalkunnu aflferðar vifl afl steypa viðóttumikifl gólf í húsi sem komifl er undir þak.
Þurftu hjólbörustjóramlr afl arka þúsund ferflir mefl börurnar óflur en yfir lauk. DV-mynd GVA.
5 tJ L .
V ' mm 1 m r • JS m M m
Vafasöm
framkvæmd
— seglr borgarstjóri
um
hraðahindranimar
Strætómálið á Vesturgötunni er nú í
biðstöðu. Þaö verður rætt í borgarráði
næstkomandi þriðjudag. Þangaö til
munu vagnstjórar á leið 2 aka Mýrar-
götu. Þeir hafa sem kunnugt er neitaö
að aka Vesturgötu uns hraðahindrun-
um þar hefur verið breytt eöa þær f jar-
lægöar.
„Við gerum ekki athugasemd við að
vagnamir aki Mýrargötu meðan málið
bíður umræðu í borgarráði,” sagði
Davíð Oddsson borgarstjóri'viö DV.
„Þegar hraðahindranirnar eru skoðað-
ar virðast þær vera nokkuð vafasöm
framkvæmd. Þær fara ekki vel. Auk
þess er dálítið til í því sem vagnstjór-
amir segja: að þeir þurfi að fara yfir á
vinstri kant á gatnamótum sé ekið í
vesturátt.”
-JSS
Búseti þarf
95 milljónir
Húsnæðissamvinnufélagið Búseti
í Reykjavík reiknar með að þurfa um
95 milljónir króna i lán á þessu ári til
að hefjast handa við 56 íbúðir á vænt-
anlegri lóð félagsins í Grafarvogi.
Eins og greint hefur verið frá í DV
er um það talsverður ágreiningur
hvort heimilt sé að lána Búseta úr
Byggingarsjóði verkamanna til að
byggja íbúðir með búseturéttarfyrir-
komulagi. Byggingarsjóður verka-
manna veitir nú hagkvæmustu hús-
næðislán sem völ er á. Þau nema 80%
af byggingarkostnaöi og bera 1%
ársvexti. Almennt nýbyggingarlán
nemur hins vegar varla nema um
30% af byggingarkostnaði og ber
3,5% ársvexti.
Búseturéttarfyrirkomulagið er
þannig að handhafar réttarins
greiða ákveðna upphæð fyrir búsetu-
réttinn. Síðan hafa þeir full umráð
yfir íbúöinni meðan þeir óska þess.
Að auki greiða þeir mánaöarlega
leigu sem standa á undir fjármagns-
kostnaði, rekstrar- og viðhaldskostn-
aöi. Þegar þeir óska eftir að fara úr
íbúðinni fú þeir greiðsluna fyrir
búseturéttinn endurgreidda.
Að sögn Jóns Rúnars Sveinssonar,
formanns Búseta í Reykjavík, má
reikna meö að þetta fjárhagsdæmi
liti þannig út: Ef byggingarkostn-
aður við þriggja til fjögurra
herbergja íbúö er 2 milljónir króna
og 'lánuð o-u 80% þarf að greiða 5
þúsund krónur á mánuði af láninu.
Að meðtöldum rekstrarkostnaði og
viðhaldi má reikna með aö húsaleiga
fyrir ibúðina verði 9 þúsund á mán-
uði. Þar sem lánið er 80% er enn eftir
aö fjármagna 400 þúsund krónur af
byggingarkostnaöi. Að sögn Jóns
Rúnars telja Búsetamenn það of hátt
verð fyrir búseturéttinn. Markmiðið
er að hafa þaö 5 til 10% af byggingar-
kostnaði eða 100 til 200 þúsund i þessu
tilfelli. Þá er enn eftir að fjármagna
meö láni þau 200 til 300 þúsund sem
eftir eru. Endurgreiðslur af því láni
myndu þá valda samsvarandi hækk-
un húsaleigunnar.
Búseti hefur fengið vilyrði fyrir
lóð í Grafarvogi og er stefnt að þvi að
hefja þar framkvæmdir á þessu ári.
ÖEF.
HP-könnun:
Yfir50%ámóti
ríkisstjórninni
Oákveðni hópurínn er stærsta stjóm-
málaaflið í dag, samkvæmt niðurstöð-
um skoðanakannana HP.
Helgarpósturinn efndi til könnunar á
fylgi stjórnmálaflokkanna í samvinnu
við Skoöanakannanir á Islandi. Niður-
stöður birtust i blaðinu í gær.
Af þeim sem tóku afstöðu munu
39,7% styðja Sjálfstæðisflokkinn,
17,8% Framsóknarflokkinn, 15,3% Al-
þýðuflokkinn, 14,9% Alþýðubandalag-
ið, 6,5% Samtök um kvennalista, 5,4%
Bandalag jafnaðarmanna og 0,2%
Flokk mannsins. Samkvæmt þessu
mun Alþýðuflokkurinn víkja Alþýðu-
bandalaginu úr sæti þriðja stærsta
flokks landsins.
Samkvæmt HP-könnuninni mun Al-
þýðuflokkur fá 9 þingmenn kjörna
(hefur 6) Framsóknarflokkur 11 (hef-
ur 14) Bandalag jafnaöarmanna 3
(hefur 4) Sjálfstæðisflokkur 24 (hefur
23) Alþýðubandalag 9 (hefur 10) og
Samtökumkvennalista4 (hefur3).
Ríkisstjórnina styðja 46% aðspuröra
og andstæðingar hennar eru 54%, mið-
að við þá sem afstööu tóku. Oákveðnir
vorul6,6% og 12,5% neituðuaðsvara.
-ÞG