Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR1. APRIL1985. Kjör ráðast af af stöðu til skattsvika Gunnþór Guðmundsson, Hvamms- tanga, spuröi: — Viltu réttlátt þjóðfélag? Munt þú beita þér fyrir því að lækka hærri launin og hækka þau lægri? „Svarið við þessu er aö á seinasta flokksþingi okkar alþýöuflokksmanna í nóvember samþykktum við stefnu- yfirlýsingu sem heitir Hver á Island? og er um leiðir til þess að jafna eigna- og tekjuskiptinguna í landinu. Þetta er áætlun í efnahagsmálum um það að jafna eignaskiptinguna til dæmis með því að taka upp stighækkandi eigna- skattsauka. Það eru mjög ítarlegar tillögur í skattamálum sem miöa að því að þurrka út skattundandrátt og skattsvik og draga þannig úr þeim mikla mun sem er á milli þeirra tveggja þjóða sem byggja þetta land, annars vegar launþega, sem selja vinnu sína fyrir lág laun, og hins vegar anriarra sem hafa með höndum ein- hvern atvinnurekstur eða þjónustu og eru raunverulega búnir að segja sig úr lögum við þetta þjóðfélag, eru með sitt eigiö neðanjarðarhagkerfi. Þannig er svarið við þinni fyrri spumingu um réttlátt þjóðfélag að það er kjarninn í okkar stefnu aö draga úr því þjóð- félagslega óréttlæti sem hér er. Að því er varðar iaunin þá teljum við að launamismunur hér sé orðinn allt of mikill, að minnsta kosti orðinn meiri en einn á móti tíu. Það eru til menn sem hafa til ráðstöfunar hátt á annaö hundraö þúsund krónur á mánuði,” sagði JónBaldvin. mitt aö taka afstöðu til þess. Fyrst veröa alþýðubandalagsmenn að gera það upp sjálfir hvers konar flokkur þeir eru. Einu sinni voru þeir kommúnistaflokkur og voru í alþjóða- samtökum kommúnista, síðan geröust þeir sósíalistaflokkur og voru enn stalínistaflokkur. Núna eru þeir Al- þýðubandalag. Mér skilst að þeir hafi verið að velkjast með þessa tillögu í tvö ár í Alþýðubandalaginu. Hún fæst ekki afgreidd vegna þess að Alþýðu- bandalagið stendur þrælklofiö um þessa afstöðu. Sumir segjast vera kratar. Aðrir segjast ekki vera kratar. En Alþýöubandalagið hefur í hálfa öld fyrst og fremst barist gegn krötum og kratisma. Við náttúrlega bjóðum vel- komna alla nýja krata,” sagði Jón Baldvin. Hvaðáað geraíhús- næðismálum? Sigurður Gíslason í Mosfellssveit spurði: — Hvað ætlar þú og þinn flokkur að gera fyrir þá sem hafa orðið fyrir því að taka þessi vísitölutryggðu lán og ráða ekki neitt við neitt? „Húsnæðismálin eru fyrst og fremst húsnæðisfjármál. Þeir sem ætla að gera eitthvað í húsnæðismálum verða að sýna fram á það hvar hægt sé að út- vega peningana. Það höfum við gert allar götur frá 1979. Fyrsta atriðið er: Skilum byggingarsjóðum ríkisins og verkamanna aftur tekjustofnum þeirra sem eru launaskattur. I öðru lagi leggjum viö til að tekinn veröi upp stighækkandi eignarskattsauki á stór- eignafyrirtæki og stóreignamenn sem næðislánakerfið er orðið að tekjutil- færslukerfi frá þeim fátæku til hinna ríku. 25% af því sem verið er að byggja í Reykjavík eru villur, yfir 250 fermetr- ar og stærri. Við viljum að þeir sem eru að byggja hóflegar íbúðir, 90—110 fermetra, fái forgang og ekki lána neitt umfram vissa stærð. Við viljum hækka lánshlutfallið. Það á að vera 60% af kostnaðarverði miðað við þá tekjustofna sem við höfum. Lánstímann á að lengja í 42 ár sem þýðir til samans að greiðslubyrðin verði viðráðanlegt hlutfall af launum.” Sigurður spurði einnig hvort athuga ætti innflutning á húsum sem að hans reynslu hefðu verið stórgölluð. , Jíg þekki dæmi um svona mál og að mínum dómi ætti að banna innflutning á þessum húsum því þau standast eng- an veginn samanburö við íslenska staöla, en ég get ekkert sagt um það hver er ábyrgur í þessum málum.” Sjónvarp og heyrnarlausir Jóhannes Árnason, Kópavogi, spurði: — Ég tala fyrir hönd konunnar minnar vegna þess að hún getur ekki talaðí síma vegna heymarleysis. Eg spyr hvort nokkuð örli á þjónustu sjónvarps á að texta efni sitt fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Hér á landi eru á milli fimm og tíu þúsund manns sem nota heyrnartæki, fyrir utan þá sem eru alveg heyrnar- lausir. „Eg get ekki svarað þessu fyrir hönd sjónvarpsins. Mér sýnist þetta vera þörf og réttmæt ábending sem þarfaðtakaupp.” — og áfengi yfirleitt. En ég er ósam- mala þér um að það eigi að banna bjór.” — En veistu hvemig vín virkar? „Auðvitað geri ég þaö. Eg er ekki bindindismaður. Hvaðvarðar umsagn- araöilann sem spurt var um tel ég ekki að það sé neinn alvitur í því máli.” Flokkur barnsins? Anna Hjálmarsdóttir (barn), Keflavík, spurði: — Heyrðu, getur þú sagt mér eitthvað um Alþýöuband. . . nei, Alþýðuflokkinn? „Já, ég get sagt þér margt um hann en ég get fullvissað þig um að hann er frekar barngóður flokkur. Og ef þú vilt fræðast um flokkinn þá skal ég senda þérefni umhann.” Áætlun um að jafna eigna- skiptinguna Jóhannes Sigursveinsson, Reykjavík, spurði: — Hefur Alþýðuflokkurinn fast- mótaða stefnu í laúnamálum? „Þetta er fyrst og fremst spurning um verðmætamat og launamun. Launamunur í þessu þjóðfélagi er orðinn, að okkar mati, allt of mikill. Það versta við það er þó annað: Afkoma manna og raunveruleg kjör ráðast raunverulega ekki svo mjög af þeirri upphæð sem kallast laun heldur af aðstöðu til skattaundandráttar, skattsvika — og margvíslegum eiga að semja um kaup og kjör í landinu, sem eru vinnuseljendur og vinnukaupendur, eigi að gera þetta í samningum. En ég útiloka ekki íhlutun ríkisvaldsins ef þetta gengur ekki öðruvísi.” Þjóðnýta Aðal- verktaka Ingólfur Sigurðsson í Reykjavík spurði: — Gætiröu hugsað þér aö taka undir aronskuna, það er aö taka gjald af varnarliðinu, láta það byggja vegi, hafnir og svo framvegis? „Ég er andvígur gjaldtökuhug- myndinni. Eg tel að við eigum að fara eins að og Norðmenn. Þeir hafa byggt upp flugvalla- og vegakerfi sitt meö verulegum framlögum úr sjóðum NATO og við eigum fullan rétt á því að fá þannig framlög líka. Hvað varðar aðrar hliöar þessa máls þá álít ég aö það eigi að þjóðnýta íslenska aðal- verktaka.” Fæég nælu og lykiakippu? Lúðvík Thorberg Helgason, Tálkna- firði, sagði: -1 einkamáladálkum DV rakst ég á auglýsingu um aö alþýðubandalags- fólki stæði til boða merkið „hnefinn og rósin” og ætti það að hafa samband við Ámunda Ámundason. Varst þú höfund- ur hennar eða var hún sett að þínu und- irlagi í blaöið? Eg var ekki höfundur hennar, menn, sem eru að gera aö gamni sínu, spyrja inig ekki fyrirfram. Ætli það hafi ekki verið Ámundi sem gerði þetta.” — Vildir þú í framhaldi af þessu sem alþýðubandalagsjafnaðarmaður út- vega mér þetta ágæta f yrirbæri sem ég hef reyndar aldrei séð? Eg skal senda þér það um hæl, bæði lyklakippu og barmmerki.” Bifreiða- tryggingar Jón S. Jónsson, Akranesi, kvaðst vera óánægður með hækkun bifreiða- trygginga sem hann taldi forkast- anlega. „Er ekki hægt að koma í veg fy rir þetta? ” spuröi Jón S. Jón Baldvin svaraði: „Tryggingafélögin framvísa bara reikningumog segja: Þetta er það sem við þurfum. Síðan er þeim bara afhent það sem þau vilja þó að reynt sé að klípa eitthvað af því. Þau sjá auðvitað við því með því að gera áætlunina bara hærri. Með öðrum þjóðum er ekki um neitt slíkt kerfi að ræða. Þar verða fyrirtækin bara að spjara sig í sam- keppni. Þaö þarf að koma á löggjöf á Islandi gegn hringamyndun og ein- okunarverðmyndun. Það á bæði við til dæmis tryggingafélögin og olíu- félögin,” sagði JónBaldvin. Ellert B. Schram ritstjóri, Jónas Haraldsson fréttastjóri og Arnar Páll Hauksson blaðamaður með Jóni Baldvin Hannibalssyni á beinni linu DV. DV-mynd KAE. Allaballar velkomnir í hóp krata Sigurjón Sigurgeirsson, Akureyri spurði: — Ertu meðmæltur því aö Al- þýðubandalagiö gangi í alþjóöasamtök jafnaðarmanna? Ef svo er eru þá þrír jafnaðarmannaflokkar á Islandi? „Venjan er sú að þaö eru ekki fleiri en einn flokkur aðili aö alþjóða- sambandi jafnaðarmanna frá hverju landi. Þó eru á því undantekningar, til dæmis Italía og Belgía. Þaö er ekki á að skila ríkissjóði tveimur milljörð- um og þessum fjármunum ætlum við fyrst og fremst að verja til þess að gera átak í húsnæðismálum. Þá viljum við taka hluta af svokölluðu bundnu fé Seðlabanka og íf jóröa lagi leggjum við til að hagnaður Seðlabanka verði gerð- ur upptækur í ríkissjóð. Síðan þarf mörgu að breyta. Þaö er í fyrsta lagi að lengja lánstímann. Hins vegar mun- um við ekki falla frá verðtryggingu, það væri aðeins gjöf til atvinnurek- enda. Hins vegar verður að greiða því fólki til baka það sem það greiddi um- fram það sem kaupgjaldsvísitalan mældi, í formi lengingar á lánstíma og stöðvunar á slíkum greiðslum. Við erum með hugmyndir um að breyta verulega stofnanakerfinu og lánakerfinu. Það er makalaust að hús- Veistu hvern- ig vín virkar? Þórir Eiriksson í Reykjavík spuröi: — Mér skilst aö þú sért einn af flutningsmönnum bjórfrumvarpsins. Hverja telur þú hæfustu umsagnar- aðila um þetta mál? „I mínum huga er þetta ekki spurning um bjór eða ekki bjór. Þetta er spuming um hvort við eigum að bann hann. Landið er fullt af bjór. Bjór er fluttur inn af farmönnum, flugá- höfnum, honum er smyglaö og hann er bruggaður í landinu. Hér spretta upp bjórstaðir en ef við lítum á bjór sem háskavöru þá eigum við að banna hann hlunnindum. Ef spurt er um fast- mótaða stef nu í launamálum þá vilj um við vinna að því að þurrka út skattsvik og skattundandrátt, hreinsa til í þjóð- félaginu að því er það varðar þannig að upplýsingar um raunveruleg laun og raunveruleg kjör liggi fyrir og draga úr óeölilegum launamun sem við teljum aö sé oröinn meiri en einn á móti tíu.” — Mun Alþýöuflokkurinn beita sér fyrir lagasetningu um hækkun lág- markslauna? „Við höfum flutt slfkt frumvarp á Alþingi einfaldlega sem neyðar- ráðstöfun vegna þess að við töldum, og teljum, að lægstu laun dugi engan veginn til þess að framfleyta f jölskyldu. Samt sem áður tel ég þetta óæskilega leiö. Við teljum að þeir sem Hvererfífl? Sveinn Baldursson í Reykjavík spurði: — Nú segist þú vera mikiö á móti kerfinu. Þrátt fyrir það auglýsa fjöl- miðlar þig upp, fjölmiðlar sem kerfið á. Hvemig fer þetta saman? Ert þú að hafa okkur að fíflum eða er einhver að hafa þig að fífli? „Þú verður að svara fyrir sjálfan þig hver er fífl. En þetta með að fjöl- miðlar séu að auglýsa mig upp kannast ég ekki við. Hins vegar vil ég benda á að ég skrifa mikið í blöð, er virkur á þann hátt. Þá hefur mikil fylgis- aukning Alþýðuflokksins vakið at- hygli. Athygli f jölmiðla hefur þá beinst að ákveðnum aðgeröum, ákveðnum ummælum eöa ákveðnum stefnuyfir- lýsingum, eða ákveönum greinum sem ég hef skrifað í blöð.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.